Morgunblaðið - 14.11.2019, Side 18

Morgunblaðið - 14.11.2019, Side 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 2019 m. POWERSTATE™ mótor. REDLINK PLUS™ yfirálagsvörn. REDLITHIUM-ION™ rafhlaða. Sveigjanlegt rafhlöðukerfi sem virkar með öllum Milwaukee® M18™ rafhlöðu M18 FCS66 Alvöru hjólsög fráMilwaukee vfs.is VERKFÆRASALAN • SÍÐUMÚLA 9, REYKJAVÍK • DALSHRAUNI 13, HAFNARFIRÐI • DALSBRAUT 1, AKUREYRI • S: 560 8888 man að það fór þytur um þá þegar Friðrik Þór birtist. Hann var þegar orðinn goðsagnakenndur. „Nú byrj- ar fjörið!“ hafa þau hugsað.“ Friðrik segir að fyrsta minning sín af Einari sé af honum og Halldóri Guðmundssyni, rithöfundi og útgef- anda með meiru, í strætó á leið 2, Grandi Vogar. „Það voru svo furðu- legar raddir sem bárust aftan úr vagninum. Halldór Guðmundsson hálf skrækur og röddin í Einari eins VIÐTAL Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Við eigum það sameiginlegt að við munum allan andskotann – sér- staklega það sem skiptir ekki máli,“ segir Einar Kárason rithöfundur um samstarf sitt við kvikmyndagerð- armanninn Friðrik Þór Friðriksson. Einar hefur ritað ævisögu Friðriks, Með sigg á sálinni, sem kemur út á næstu dögum. Liggur í sófa og segir sögur Þeir félagar taka á móti mér á skrifstofu Friðriks í Kvikmynda- skóla Íslands en þar hefur hann gegnt starfi rektors síðustu tvö ár. Þegar búið er að taka til kaffi og ræða helstu tíðindi, Samherjamálið og metfjölda á æfingu Lunch United deginum áður, er hægt að snúa sér að tilefni heimsóknarinnar. „Það hafa margir kollegar talað um að það þurfi að skrifa sögu Frikka. Þar á meðal Thor Vilhjálms- son sem sagði að það þyrfti að setja þessar ótrúlegu sögur almennilega niður á blað. Þessi hugmynd hefur því verið á lofti í 15-20 ár en ég seldi Frikka þetta fyrir rúmum tveimur árum. Við vorum langt komnir með bókina í fyrra en það náðist ekki að klára hana,“ segir Einar þegar þeir eru spurðir um tilurð ævisögunnar. Hvernig er svona bók unnin? Hvernig gengur að samræma vinnu- lag tveggja manna sem hafa áratuga reynslu af sköpun og skrifum? Þeir segja að vinnan hafi farið fram í törn- um. „Þetta er eins og þegar við skrif- um kvikmyndahandrit. Ég ligg uppi í sófa og segi sögur og hann er á rit- vélinni,“ segir Friðrik og hlær við. „Já, hann rifjar upp og ég skrifa niður með kúlupenna og glósubók. Megnið er fyrstu persónu frásögn Friðriks og ég reyni að halda and- anum og tungutaki hans – sem marg- ir þekkja og hafa gaman af – en svo eru þarna líka fyrstu persónu frá- sagnir frá mér,“ segir Einar. Hafa þekkst í hálfa öld Ekki er nema von að Einar tjái sig sjálfur í fyrstu persónu og sé þannig hluti af sögunni. Þeir Friðrik hafa fylgst lengi að. „Við höfum þekkst í hálfa öld. Ég var kominn í Mennta- skólann við Tjörnina á undan Frikka, jafnvel þó að hann sé ári eldri. Hann vann við að setja upp legsteina áður en hann kom. Í skólanum voru marg- ir krakkar úr Vogahverfinu og ég og hún er. Á þessum tíma voru Prúðuleikararnir í sjónvarpinu og manni datt helst í hug að þeir væru þarna aftast í vagninum,“ segir Frið- rik. Síðar voru þeir báðir „viðloðandi“ bókmenntafræðina í Háskólanum eins og þeir kalla það. „Það var mikil akademía að vera þar,“ segir Friðrik og saman rifja þeir upp að hafa notið leiðsagnar manna á borð við Sigfús Daðason, Kristján Árnason og Árna Bergmann. Einar bjó í Kaupmannahöfn á ár- unum 1979 til 1983 og þangað kom Friðrik Þór árið 1982 þegar hann var að leggja lokahönd á kvikmyndina Rokk í Reykjavík. „Hann var með sýningu á mynd- inni þarna og ég varð alveg uppnum- inn. Við ákváðum í þessari heimsókn að við myndum vinna saman, að við myndum gera Skytturnar og Djöfla- eyjuna. Það tók reyndar smá tíma því Skytturnar eru frumsýndar 1987 og Djöflaeyjan 1996.“ Fegurðin í smáatriðunum Í bókinni eru sagðar sögur frá kvikmyndum og verkefnum Friðriks Þórs í gegnum tíðina en einnig eru þar kaflar frá barnæsku. Friðrik seg- ist ekki hafa verið í vandræðum með að rifja upp atburði úr lífi sínu. „Ég man allt fallegt. Fegurðin liggur í hversdagslegum smáatriðum,“ segir hann og jánkar því að það sjónarmið eigi vel við kvikmyndagerðina. Auk helstu atburða á ævi hans er bókin uppfull af sögum af ótrúlegum viðburðum og ævintýrum sem Frið- rik hefur ratað í. Þar á meðal er fræg saga af því þegar hann átti bókað flug með annarri flugvélinni sem flogið var á Tvíburaturnana í New York 11. september 2001. Og svo sagan þegar passanum hans var stolið á Ítalíu. Síðar þegar hann var í Brasilíu bank- aði sérsveit upp á á hótelinu hans þar sem hættulegur glæpamaður ferðað- ist um á passanum hans. Allt of lítið af fylliríum Þeir félagar eru spurðir að því hvort bók sem þessi eigi nokkurt er- indi á markaðinn í dag. Miðaldra karlar eru ekki beint í tísku um þess- ar mundir. „Það getur verið að við séum í eldri „tradition“. Það er í það minnsta öruggt mál að það er ansi karllægt sjónarhorn í bókinni,“ seg- ir Einar. „Það var nú sagt þegar Þórbergur skrifaði um Árna prófast að þar væri lygnasti maður landsins að tala við þann trúgjarnasta. Stundum gæti maður fengið á til- finninguna að við séum í þeirri „tradition“. Það verður ekki þvegið af okkur. Því má hins vegar ekki gleyma að hluti af húmor Frikka og karakter gæti virst sem sjálfhælni – hann er alltaf langbestur – og það getur verið að einhverjir skilji þetta ekki.“ Augljóst er að þeir hafa notið samvista hvor við annan við skrifin. Var ekkert freistandi að slá þessum vinnutörnum upp í fyllirí? „Við gerð- um nú allt of lítið af því!“ segir Ein- ar. „Ég held að það hafi komið tvisv- ar fyrir eftir síðdegisfundi á Kaffivagninum. Þá náðu sögurnar fyrst flugi. Ég lagði þær sem betur fer á minnið.“ Skoraði fallegasta markið Einar segir að hann sé ánægður með að Friðrik hafi ekki haldið dag- bók um ævina. Að lesa ævisögur fólks sem haldið hefur dagbók sé ekki skemmtilegt. „Það fólk gerir engan greinarmun á því hvað er merkilegt og hvað ekki. Minnið og gleymskan er skapandi kraftur. Allt sem er ekki vert að muna fýkur út í buskann en hitt verður að stórum ævintýrum. Og að vinna með Frikka … þar var ekki verið að stikla á smáatriðum.“ Sjálfur segir Friðrik að það sé hverjum manni hollt að rifja upp ævi sína. Þetta hafi verið ágætis tíma- punktur fyrir sig, 65 ára gamlan. Hann kveðst hafa uppgötvað hvað hann væri orðinn gamall þegar hann tók þátt í einskonar stjörnuleik fyrr- verandi knattspyrnumanna og -kvenna í tengslum við HM í Rúss- landi í fyrra. Þá var hann spurður að því hvað fótboltinn væri fyrir sér. „Ég veit það ekki en ég hef spilað hann í 60 ár,“ sagði Friðrik. Hann man annars ekki mikið eftir þessum leik. „En ég skoraði fallegasta markið!“ Morgunblaðið/Eggert Sögumenn Friðrik Þór Friðriksson og Einar Kárason hafa þekkst í hálfa öld og ýmislegt brallað saman. Nú kemur út ævisaga Friðriks sem Einar skráði. Frikki er alltaf langbestur  Einar Kárason hefur ritað ævisögu Friðriks Þór Friðrikssonar  Hafa þekkst í hálfa öld  Bókin full af sögum af ótrúlegum ævintýrum  Hverjum manni hollt að rifja upp sögu sína, segir Friðrik

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.