Morgunblaðið - 19.11.2019, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.11.2019, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 2019 Ármúla 24 • S. 585 2800 Skrifstofa Dags borgarstjóra hef-ur þanist út eins og gorkúlur á haugi. Engin von er til þess að þar verði sparað eða dregið úr. Enda verkefnin óþrjótandi. Vandamál eru á hverju strái, ekki einungis þeim sem skreyttu Bragg- ann sem kostaði borgarbúa nokkur hundruð milljónir.    Nú er það hring-torgið í Hög- unum. Skrifstofa borgarstjóra full- yrðir að hringtorg séu ekkert meiri hringtorg en aðrar götur þótt þau séu í hring.    Dagur borgarstjóri fari þannigsamviskulega í hring í hverju máli og beri ósanngjarnar árásir á sig á torg og fráleitt væri að segja hann hringtorg af þeim ástæðum.    Enda hafi allir hans starfsmennverið algjörlega ferkantaðir í þessu máli og flestum öðrum svo ásakanir í þeirra garð og Hljóm- skálagarðsins fái alls ekki staðist.    Auðvitað má segja að baráttaborgaryfirvalda í fjölmiðlum fyrir því að viðurkennt sé að hring- torg séu ekki hringtorg nema „mað- ur sjái það með berum augum,“ eins og fjölmiðlafulltrúinn orðaði það svo vel, sýni áræði og dirfsku.    En óneitanlega eru að vaknaspurningar um það hvort Dagur og hans lið noti sömu fjöl- miðlafulltrúa og spunameistara og Andrés prins í Lundúnum.    Það skyldi þó ekki vera. En væriþá ekki rétt að skipta? Dagur B. Eggertsson Ferköntuð hringtorg STAKSTEINAR Andrés prins Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Bæjarráð Fjarðabyggðar hafnar því með öllu að sýslumaðurinn á Austur- landi leggi niður stöðu löglærðs full- trúa á sýsluskrifstofunni á Eskifirði og mun ekki sætta sig við slík vinnu- brögð. Þetta segir m.a. í bókun bæj- arráðs Fjarðabyggðar í síðustu viku, en löglærður fulltrúi lætur af störf- um 1. desember. Bæjarráð áréttar í bókun sinni að í reglugerð um umdæmi sýslumanna, sem sett var árið 2014 í kjölfar breyt- inga á embættunum, sé kveðið á um að á Eskifirði eigi að vera sýsluskrif- stofa. Ljóst sé að á sýsluskrifstofu hljóti að eiga að starfa löglærður fulltrúi til að fylgja eftir þeim málum sem þar eru til vinnslu, ásamt því að veita almenningi lögfræðilega þjón- ustu. „Ef það reynist satt að leggja eigi niður starf löglærðs fulltrúa í Fjarðabyggð er um að ræða óásætt- anlega stjórnun embættisins.“ Ekki lagt niður endanlega Í Austurfrétt er haft eftir Lárusi Bjarnasyni sýslumanni að ekki sé verið að leggja stöðuna endanlega niður, en það verði ekki ráðið í hana að sinni í það minnsta. „Við erum í skuld við ríkið og sjáum einfaldlega ekki fram á að eiga fyrir stöðunni, ekki að sinni að minnsta kosti,“ segir Lárus í samtali við Austurfrétt. Mótmæla fækkun á sýsluskrifstofu  Ekki verður ráðið í stöðu löglærðs sýslufulltrúa á Eskifirði að svo stöddu Morgunblaðið/Sigurður Bogi Austurland Aðalskrifstofa sýslu- manns er á Seyðisfirði, en skrif- stofur á Eskifirði og Egilsstöðum. Heimsþing kvenleiðtoga hefst í Hörpu í dag. Þetta er í annað sinn sem þingið er haldið hér á landi. Um 450 konur frá 100 löndum taka þátt í þinginu, sem haldið er af Women Leaders Global Forum í samstarfi við ríkisstjórn Íslands og Alþingi. Heimsþings kvenleiðtoga hefst með ávörpum Katrínar Jak- obsdóttur forsætisráðherra, Silvönu Koch-Mehrin, forseta WPL, og Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis. Meðal þátttakenda eru Anne-Birgitte Albrectsen, forstjóri Plan International, Ann Cairns, varaformaður hjá Mastercard, Oby Ezekwesili, forsetaframbjóðandi í Nígeríu, Anita Bahita, aðstoð- arframkvæmdastjóri UN Women, Jackie Hunt, stjórnarmaður Allianz SE, Julia Gillard, fyrrverandi for- sætisráðherra Ástralíu, Bana Al- Abed, tíu ára stúlka og aðgerðasinni frá Sýrlandi, og Gita Gopinath, yf- irhagfræðingur hjá Alþjóðagjald- eyrissjóðnum. Vigdís Finn- bogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, er verndari heimsþingsins. Morgunblaðið/Hari Undirbúningur Hópur fólks vann að undirbúningi heimsþingsins í gær. Heimsþing kvenna sett í dag í Hörpu  450 konur frá 100 löndum taka þátt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.