Morgunblaðið - 19.11.2019, Page 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 2019
✝ Alfreð Eyjólfs-son fæddist
25.9. 1934 í
Reykjavík. Hann
lést á Landspít-
alanum við Hring-
braut 31.10. 2019.
Foreldrar hans
voru Eyjólfur
Gíslason verka-
maður frá Vötnum
í Ölfusi, f. 12.8.
1900, d. 16.9. 1994,
og Sigríður Guðmundsdóttir
húsfreyja frá Eyrarbakka, f.
5.10. 1902, d. 24.12. 1984.
Bræður hans eru: Gísli Eyjólfs-
son, f. 1.3. 1932. Maki er Sig-
Reykjavík, f. 15.9. 1903, f. 24.6.
1983 og Kristín Bjarnadóttir
frá Efri-Miðvík í Aðalvík, f.
19.11. 1900, d. 30.4. 1991.
Bróðir Guðjóníu er Sigurbjörn
Þór Bjarnason, f. 25.1. 1945.
Börn Alfreðs og Guðjóníu
eru: Kristín Alfreðsdóttir, f.
6.3. 1959. Eyjólfur Bjarni Al-
freðsson, f. 26.3. 1963. Alfreð
Jóhannes Alfreðsson, f. 7.8.
1967.
Þau eiga sex barnabörn og
eitt langafabarn.
Alfreð Eyjólfsson ólst upp á
Njálsgötu 82. Gekk í Austur-
bæjarskóla og tók landspróf
frá gagnfræðadeildinni. 16 ára
lauk hann burtfararprófi frá
Samvinnuskólanum vorið 1951
og kennaraprófi 1954. Hann
stundaði nám við Kennarahá-
skólann í Kaupmannahöfn
1977-78. Á sumrum sem ungur
maður var hann á togurum og
átti sjómennskan hug hans all-
an. Alfreð var kennari og
skólastjóri við Barna- og ungl-
ingaskóla Hvammstanga 1954-
56. Kennari við Barnaskóla
Vestmannaeyja 1956-57. Kenn-
ari við Austurbæjarskólann frá
1957, yfirkennari 1974-79,
skólastjóri frá 1979-94. Kenndi
íslensku við Hvaleyrarskóla í
Hafnarfirði 1995-2005. Til
fjölda ára vann hann á sumrum
sem lögreglumaður og frá 1967
kenndi hann íslensku við Lög-
regluskóla ríkisins.
Útför Alfreðs verður gerð
frá Hallgrímskirkju í dag, 19.
nóvember 2019, og hefst at-
höfnin kl. 15.
ríður Ragnheiður
Guðnadóttir. Guð-
mundur Ingi Eyj-
ólfsson, f. 8.2.
1937. Maki er
Kristín Sigrún
Bjarnadóttir. Gylfi
Eyjólfsson, f. 6.2.
1940. Maki er Guð-
rún Þorgeirsdóttir.
Ásgeir Eyjólfsson,
f. 21.6. 1943. Maki
er Sjöfn Eyfjörð.
Alfreð kvæntist 12.7. 1958
eftirlifandi konu sinni, Guð-
jóníu Bjarnadóttur, f. 15.12.
1939. Foreldrar hennar voru
Bjarni Þórodsson póstmaður í
Nú er hann pabbi minn fallinn
frá. Hann var kletturinn í mínu
lífi.
Í stað þess að vera eins og
rjómaterta á hliðinni er ég fullur
þakklætis fyrir að hafa átt hann
að allt mitt líf. Hann kemur til
með að vera í hjarta mínu um
ókomna tíð. Farðu í friði, elsku
pabbi, og fylgi þér guð og góðar
vættir.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama.
En orðstír
deyr aldregi
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Eyjólfur Bjarni Alfreðsson.
Elsku pabbi minn, Alfreð Eyj-
ólfsson, er fallinn frá. Hann var
kletturinn í lífi mínu og sakna ég
hans mikið og hugsa til hans á
hverjum degi. Þú varst alltaf sá
sem ég gat leitað til, sama hvað
bjátaði á í mínu lífi. Þú gast allt
og vissir allt og hafðir svör við
öllu sem ég leitaði til þín með.
Hann var frábær kennari og
skólastjóri og nemendur dáðu
hann og báru mikla virðingu fyrir
honum enda kom hann fram við
alla nemendur sína með virðingu
og kærleika. Hann elskaði
mömmu mína í yfir 60 ár og hún er
búin að missa sinn besta vin. Þau
áttu sumarhús í Grímsnesi sem
þau sóttu mikið í að vera í saman.
Elsku pabbi, takk fyrir að hafa
reynst okkur systkinunum vel í
gegnum öll þessi ár og öllum afa-
börnunum varstu stoð og stytta.
Elsku fallegi pabbi minn, ég er
full þakklætis fyrir að hafa átt þig
að mína ævi og verður þú í hjarta
mínu um ókomin ár. Ég veit í
hjarta mínu að Eyjólfur afi og
Sigríður amma tóku vel á móti
þér og þér líður betur núna eftir
erfið veikindi.
Farðu í friði, elsku pabbi minn,
og það verður mikið tómarúm í
hjarta mínu.
Guðdómlegur geisli blíður
greiðir skuggamyrkan geim,
á undra vængjum andinn líður
inn í bjartan friðarheim.
(Hugrún)
Guð geymi þig.
Þín dóttir
Kristín.
Kær bróðir er fallinn frá eftir
hetjulega baráttu við erfiðan
sjúkdóm, sem hann tókst á við
með æðruleysi. Margs er að
minnast frá bernskuárunum. All-
ir fengum við bræðurnir fimm
gott uppeldi og vorum hvattir til
góðra verka og þótt húsið væri
frekar lítið var alltaf nóg pláss.
Það var líka alltaf nóg pláss fyrir
gesti sem gistu oft hjá okkur.
Alltaf var tími til að spila eða tefla
enda var ekkert sjónvarp í þá
daga. Svo tóku við önnur verkefni
svo sem skólalærdómur. Alfreð
fór að loknu landsprófi í Sam-
vinnuskólann, sem hann taldi
vera gott veganesti út í lífið. Að
því loknu innritaðist hann í Kenn-
araskólann og útskrifaðist sem
kennari, sem varð hans ævistarf
og var hann skólastjóri Austur-
bæjarskólans frá 1979. Á sumr-
um á námsárunum fór hann á
togara og kom svo tvíefldur í land
þegar skólinn byrjaði.
Alli var mjög handlaginn og
það kom sér vel þegar hann byrj-
aði að byggja hús fyrir fjölskyld-
una í Kjalarlandinu. Hann var
sannarlega í essinu sínu þegar
hann hóf að byggja sumarhús
fjölskyldunnar í Grímsnesinu og
það var lögð alúð við að planta
margvíslegum trjám sem nú
prýða land þeirra. Hjónin nutu
þess að dvelja á þessum friðsæla
stað, sýsla við gróðurinn eða taka
sér bók í hönd. Það var sannar-
lega ánægjulegt að heimsækja
þau í þessa fallegu vin.
Alli og Jonna voru dugleg að
ferðast og nutu þess að fara til
heitari landa þegar kaldir vindar
blésu hér heima. Það var notalegt
að spjalla við Alla í stofunni
þeirra og þegar talið barst að ætt-
fræði var hann á heimavelli. Alli
hafði einstaklega glæsilega rit-
hönd og skrautritun hans var
mjög falleg.
Á kveðjustund við lítum liðinn tíma,
við lítum gjarnan yfir farinn stig.
Þú hefur kvatt – og liðin lífsins glíma
í ljúfri þökk við einnig kveðjum þig.
Við Sjöfn minnumst Alfreðs
með virðingu og þökk fyrir sam-
fylgdina og sendum Jonnu og
fjölskyldu innilegar samúðar-
kveðjur.
Ásgeir.
Alfreð Eyjólfsson var í hópi 28
kennara, sem útskrifuðust úr
Kennaraskóla Íslands 1954. Vor-
ið 2004 komu þau úr hópnum, sem
eftir voru og áttu heimangengt,
saman í Reykholti og rifjuðu þar
upp liðna tíma skólavistar og ævi-
starfs. Þau sem heima sátu, fjarri
góðu gamni, létu frá sér heyra,
þar á meðal skáldið Sigurður
Óskar Pálsson. Kveðja hans fer
hér á eftir; með henni kveðjum
við Alfreð félaga okkar og vottum
ástvinum hans einlæga samúð:
Minning og þökk
Einn vordag fyrir hálfri öld
við héldum öll af stað.
Hvað mun bjóða lífsins skóli?
spurðum.
En tíminn löngum svaratregur
sannaði öllum það:
Á sjálfum okkur reyna slíkt
við urðum.
Á hálfrar aldar vegferð okkar
hefur einn í senn
horfið yfir djúpra
strauma móðu.
Við þögul stóðum eftir
og þannig dveljum enn
með þökk í hug
til félaganna góðu.
Fyrir hönd Bekkjarfélagsins
Neista,
Hinrik Bjarnason.
Alfreð Eyjólfsson gekk í
Lionsklúbbinn Þór árið 1991.
Hann var formaður klúbbsins ár-
in 1995 til 96 og starfaði ötullega
að mörgum verkefnum og líkn-
armálum innan klúbbsins. Eitt
stendur þó upp úr þegar Alfreðs
er minnst. Það var árið 1994 þeg-
ar Lionshreyfingin hratt af stað
alþjóðlegu sjónverndarátaki með
áherslu að lækna árblindu (River
Blindness) hjá börnum í Afríku.
Stjórn Lionshreyfingarinnar á
Íslandi ákvað að söfnunin yrði
ekki á vegum Fjölumdæmisins
heldur ættu klúbbarnir hver fyrir
sig að ákveða hvernig þeir stæðu
að söfnun á sínu svæði. Við í
Lionsklúbbnum Þór létum fram-
leiða nælu með tákni blindra og
Lions og selja til stuðnings verk-
efninu. Alfreð Eyjólfsson vann
það afrek að virkja fermingarár-
ganginn í skólum höfuðborgar-
svæðisins til að selja þessi merki
og það varð til þess að okkar
klúbbur varð langsöluhæstur í
þessu átaki. Alfreð var í kjölfarið
sæmdur heiðursmerki Lions
kenndu við Melvin Jones, en
þetta átak okkar Þórsmanna hef-
ur aldrei verið virt sem skyldi.
Seinustu ár hafa þau Alfreð og
Jonna mikið dvalið í sólarlöndum
og þátttaka Alfreðs verið minni í
störfum klúbbsins. En alltaf var
gaman að fá þau hjón á jólafund-
ina okkar.
Við sendum Jonnu og fjöl-
skyldu hennar okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Fyrir hönd Lionsklúbbsins
Þórs,
Gunnar Már Hauksson.
Alfreð Eyjólfsson
✝ BjörgólfurStefánsson
Björgólfsson
fæddist í Reykja-
vík 7. desember
1951. Hann lést í
Reykjavík 9. októ-
ber 2019.
Foreldrar hans
voru Björgólfur
Stefánsson, f. 3.
júní 1921, d. 8.
október 2004, og
Unnur Jóhannsdóttir, f. 12.
apríl 1923, d. 21. mars 2009.
Björgólfur faðir hans rak Skó-
verslun B. Stefánssonar,
Laugavegi 22, en það var fjöl-
skylduhús. Björgólfur eldri
Systkini Björgólfs eru:
Oddný, f. 9. desember 1943,
fyrrverandi flugfreyja; Jó-
hanna, f. 26. október 1953, d.
21. nóvember 1995, skrif-
stofustjóri hjá Ratsjárstofnun;
Jóhann, f. 26. febrúar 1962.
Björgólfur ólst upp í
Reykjavík til 11 ára aldurs,
en eftir það í Keflavík. Hann
varð stúdent frá MR og nam
ensku og latínu í HÍ. Björg-
ólfur vann um tíma sem af-
greiðslumaður hjá Loftleiðum
á Keflavíkurflugvelli og varð
svo matsveinn á báti. Hann
átti við veikindi að stríða og
var á seinni árum í dagdvöl í
Björginni í Njarðvík og Kefla-
vík. Hann hélt heimili með Jó-
hanni bróður sínum á æsku-
heimili þeirra, Háholti 13 í
Keflavík.
Útförin fer fram frá Kefla-
víkurkirkju í dag, 19. nóvem-
ber 2019, klukkan 13.
varð seinna bruna-
vörður á Kefla-
víkurflugvelli.
Hann var sjötti í
röð níu barna
hjónanna Lúðvíks
Rúdólfs Kemp,
bónda og vega-
vinnuverkstjóra á
Illugastöðum í
Skagafirði, og
konu hans Elísa-
betar Stefáns-
dóttur Kemp. Hann ólst upp
hjá hjónunum Oddnýju
Stefánsdóttur, systur Lúðvíks,
og manni hennar, Björgólfi
Stefánssyni, skókaupmanni í
Reykjavík.
Björgólfur bróðir minn fædd-
ist 7. desember 1951, tveimur
dögum fyrir átta ára afmælis-
daginn minn, þannig að hann var
kærkomin afmælisgjöf. Þangað
til hafði ég verið einbirni og mik-
ið öfundað vinkonur mínar sem
áttu lítil systkini. Björgólfur var
mjög veikur í frumbernsku og
var mikið um svefnlausar nætur
og læknisheimsóknir. Um tíma
var hann á Landakotsspítala og
varð mamma að leggjast inn líka
til að gefa honum brjóst. Tveim-
ur árum seinna fæddist Jóhanna
systir okkar, sem var kölluð
himnaljós, því hún var alltaf svo
góð og blíð og það þurfti lítið að
hafa fyrir henni.
Björgólfur var afskaplega
bráðger og skýr. Mér finnst
hann aldrei hafa skriðið eða
gengið með; hann bara hljóp af
stað og það kjaftaði á honum
hver tuska. Hann var mjög góð-
ur í skóla, fljótur að læra og
skilja. Hann fór í MR og HÍ í
ensku og latínu. Björgólfur var í
miklu uppáhaldi hjá ömmu okk-
ar, Oddnýju Stefánsdóttur, enda
var hann skírður eftir manni
hennar, Björgólfi Stefánssyni
skókaupmanni. Við systkin átt-
um líka ömmu og afa á Grund-
arstíg 5a, Jóhönnu og Jóhann.
Við sóttum mikið þangað, því
margir leikfélagar voru þar í ná-
grenninu og amma alltaf tilbúin
með eitthvað gott í svanginn.
Björgólfur vann um tíma hjá
Loftleiðum á Keflavíkurflugvelli
og minnast samstarfsfélagarnir
þaðan hans með gleði. Hann
vann einnig sem kokkur á bát.
Á unga aldri fóru andleg veik-
indi að segja til sín og upphófust
þá erfiðir tímar. Skilningur og
hjálp við andlegum veikindum
var lengi vel af skornum
skammti, en fyrir um 10 eða 15
árum fékk ég góða aðstoð hjá
Hjördísi, félagsmálastjóranum í
Keflavík, og fór Björgólfur í
dagdvöl í Björgina þar sem hon-
um leið svo vel hjá Guðrúnu
Greips og Lóu og Dagnýju og
brilleraði í skák og Trivial
Pursuit.
Björgólfur hélt mikið upp á
barnabörnin mín, Ólöfu Oddnýju
og Eirík, og ljómaði allur þegar
hann sá þau og gleymdi aldrei að
gefa þeim jólagjafir.
Á æskuárunum, þegar við
bjuggum í Reykjavík, var Björg-
ólfur mjög duglegur að fara einn
til Keflavíkur með rútunni til að
hjálpa pabba með húsbygg-
inguna á Háholti 13.
Pabbi var mikill áhugamaður
um þjóðlegan fróðleik og göngu-
ferðir, löngu áður en þær kom-
ust í tísku, og á ég góðar minn-
ingar um gönguferðir um
Reykjanesskagann, Esjuna og
Þingvelli með pabba og systk-
inum mínum. Við gengum að
flugvélarflakinu á Fagradals-
fjalli, frá Grindavík út að
Reykjanesvita, upp á Keili og um
Ketilstíg.
Nú eru þau bæði búin að
kveðja, systkinin mín litlu, sem
ég varð svo fegin að eignast.
Blessuð sé minning ykkar.
Takk fyrir að hafa verið til.
Stóra systir,
Oddný Björgólfsdóttir.
Það húmar að vetri, laufblöðin
fallin, myrkrið er skollið á og
fyrsti snjórinn umlykur allt og
gefur manni smá birtu og yl. Ég
var staddur í Noregi þegar ég
fékk þær slæmu fréttir að Björg-
ólfur frændi minn væri látinn.
Þegar ég hugsa til Björgólfs sé
ég alltaf fyrir mér ungan mann
sem hafði vonir og þrár eins og
við hin, en einhvern veginn fáum
við ekki öll endilega sömu tæki-
færi til að lifa og dafna. Björg-
ólfur átti við geðræn veikindi að
stríða bróðurpartinn af sínu lífi,
ef hann hefði verið ungur maður
á okkar tíma hefði hann fengið
mun betri aðhlynningu og lyf.
Það var hans hlutskipti að lifa á
þeim tímum þegar geðsjúkdóm-
ar voru feimnismál og úrræði fá.
Mín fyrsta minning um Björg-
ólf er þegar hann kom af sjónum
og færði mér lítinn leikfangabíl.
Ég var vanur því þegar móðir
mín kom heim úr langri vinnu-
ferð að hún kæmi með eitthvað
fyrir mig þannig að Björgólfur
vildi ekki vera eftirbátur og
keypti alltaf eitthvað fyrir mig í
kaupfélaginu, þrátt fyrir að hann
væri aðeins að koma úr veiðitúr.
Ég bar alltaf mikla virðingu
fyrir Björgólfi, hann var mikill
námsmaður og var alvitur. Aldr-
ei tókst mér að vinna hann í
skák. Eftir að Björgólfur komst
á ný lyf fyrir nokkur árum birti
heldur betur yfir honum. Eitt
kvöldið hringdi hann í mig, en
það hafði hann aldrei gert, og
bað mig að aðstoða sig við að
kaupa bifreið. Hann bað mig síð-
an að kenna sér að keyra, því
hann hafði ekki keyrt í tugi ára.
Það tók mig eina kvöldstund að
kenna honum að keyra, já hann
Björgólfur okkar var mjög klár.
Honum þótti voðalega vænt um
börnin okkar Villu og passaði
alltaf upp á að þau fengju gjafir
á afmælum og jólum. Það er ein-
læg ósk mín að hulunni og for-
dómunum verði svipt af þeim
sem glíma við geðræna kvilla,
það eiga allir að eiga rétt á því að
fara út í lífið með sömu tækifæri
og þrár og við hin.
Ég kveð þig með virðingu og
ást, kæri Björgólfur. Nú ertu
kominn á betri stað og í faðm
ömmu og afa.
Með ást,
Þórólfur, Vilborg,
Ólöf Oddný og Eiríkur.
Björgólfur Stefáns-
son Björgólfsson
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
RAGNHEIÐUR GESTSDÓTTIR,
Njarðarvöllum 2,
Njarðvík,
lést á Hrafnistu, Nesvöllum, fimmtudaginn
14. nóvember.
Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 26. nóvember
klukkan 13.
Sæunn Á. Sigurbjörnsdóttir Guðmundur Jónsson
Guðrún Hrönn Einarsdóttir Jóhann Steinsson
Þórunn Drífa Deaton
Aldís Dröfn Einarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
INGÓLFUR HELGASON
arkitekt og skipulagsfræðingur,
2 Meadow Place, Edinborg,
lést laugardaginn 16. nóvember.
Jarðarförin fer fram í Edinborg.
Þórkatla Óskarsdóttir
Ingibjörg Ingólfsdóttir Martin Smith
Þórunn Ingólfsdóttir Christopher Mason
Stefan Helgason Smith Finlay Helgason Smith
Robert Óskar Mason Matthew Ólafur Mason