Morgunblaðið - 19.11.2019, Page 22
22 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 2019
60 ára Finnbogi er
Reykvíkingur, ólst upp í
Vogahverfinu en býr í
Vesturbænum. Hann er
menntaður myndlistar-
maður frá Myndlistar-
og handíðarskólanum
og Jan Van Eyck aka-
demíunni í Maastricht í Hollandi. Hann
vinnur mikið með hljóðtengdar innsetn-
ingar og verk.
Maki: Kristína Ragnarsdóttir, f. 1962,
kennari í Háteigsskóla.
Börn: Bergur, f. 1982, Anna, f. 1986,
Stefán, f. 1992, og Marta, f. 1994. Barna-
börn eru orðin fjögur.
Foreldrar: Pétur Eiríksson, f. 1917, d.
1998, fiskmatsmaður í Reykjavík og
sundkappi, og Marta Finnbogadóttir, f.
1922, d. 1981, húsfreyja í Reykjavík.
Finnbogi
Pétursson
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Einhver sem þú þekkir þarf á þér
að halda núna. Það dregur ský fyrir sólu í
stutta stund. Stundum þarf maður að
synda á móti staumnum.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú þarft að leggja áherslu á að tjá
þig skýrt og skorinort svo enginn þurfi að
efast um skoðun þína. Hægðu aðeins á
þér, þó ekki væri nema til að vera kurteis.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Mundu að sátt innan fjölskyld-
unnar stuðlar að hamingju og heilbrigði.
Einhver heillar þig upp úr skónum.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Tafir á ferðaáætlunum fara í taug-
arnar á þér. Vertu eins óhefðbundin/n og
þig langar til. Ekki láta þér bregða þótt
makinn sé eitthvað fjarlægur þessa dag-
ana.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þótt hugmyndir þínar séu óhefð-
bundnar eru þær einstaklega hagnýtar.
Sláðu skjaldborg um ættingja sem glímir
við veikindi.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú ert allra vinur þessa stundina
og ættir að láta þér vel líka í flestum til-
vikum. Stór samningur er í kortunum.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þetta er ekki rétti dagurinn til þess að
deila við aðra. Láttu ekkert draga úr þér
kjark, þú ert sterkari en þú heldur.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú færð hugsanlega óvænt
tækifæri til þess að ferðast meira eða
mennta þig. Leitaðu ráða hjá þeim sem
hafa farið sömu braut.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú ert vinsæll meðal vina
þinna og þeir leita skjóls hjá þér þegar
þeir þurfa á að halda. Ekki stinga höfðinu í
sandinn hvað viðkemur fjármálunum.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Einhverra hluta vegna fara
samstarfsmenn þínir í taugarnar á þér
þessa dagana. Bíttu í tunguna á þér. Það
er í lagi að gera ekki neitt.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Eitthvað verður til þess að
gamlar minningar koma upp, bæði góðar
og sárar. Reyndu að skipuleggja þig betur
en þú hefur gert hingað til.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Reyndu að gera eitthvað skemmti-
legt með börnunum í kvöld. Það eru ýmis
ljón á veginum í lífi þínu um þessar mundir
en með seiglunni tekst þér allt.
Síðan bættist við laufabrauðið sem
vakti mikinn fögnuð íbúa á suðvest-
urhorninu, laufabrauðið var bæði
framleitt útskorið, steikt og tilbúið
beint á jólaborðið, en líka voru
framleiddar útflattar deigkökur,
sem voru tilbúnar í laufabrauðssam-
komur fjölskyldna, sem komu sam-
an, skáru og steiktu, þetta varð
mjög vinsælt.“
Haraldur hefur alla tíð verið mjög
virkur í félagsstarfi. Ellefu ára gam-
all gekk hann til liðs við skátahreyf-
inguna, upphaflega í Hafnarfirði,
síðar í Kópavogi, eftir að foreldrar
hans stofnuðu skátafélagið Kópa og
þar kynntist hann konuefni sínu,
Ásrúnu Davíðsdóttur, sem hann
kvæntist 1969 og það sama ár stofn-
aði Haraldur Hjálparsveit skáta í
Kópavogi, var þar fyrsti formaður
og gegndi svo ýmsum trúnaðar-
störfum fyrir Landssamband hjálp-
arsveita skáta. Hann gekk til liðs við
Landssamband bakarameistara og
var forseti þess í 5 ár, gegndi þar
gömlum og góðum íslenskum hefð-
um; flatkökur sem voru upphaflega
útflattar af miklum krafti með hönd-
unum, við bættust svo kleinur sem
urðu mjög vinsælar, ég man að fyrir
tilboð hjá Bónus steiktum við yfir
100 þúsund kleinur á einum degi.
H
araldur Friðriksson
bakarameistari,
fæddist 19. nóvember
1944 í Uppsölum í
Vestmannaeyjum og
þar ólst hann upp fyrstu tvö árin en
þá fluttist fjölskyldan á Eyrar-
bakka. „En tenging mín við Vest-
mannaeyjar er mjög sterk því ég
dvaldi mikið hjá ömmu og afa í
Vestmannaeyjum eftir að fjöl-
skyldan flutti burt.“
Faðir Haraldar, Friðrik bak-
arameistari, réð sig til bakarísins
sem kaupfélagið rak á Eyrarbakka
en tveimur árum seinna var það lagt
niður, fjölskyldan flutti á Selfoss og
Friðrik var ráðinn í bakaríið sem
Kaupfélag Árnesinga rak. Þar bjó
fjölskyldan í fimm ár en pabbi hans
hafði önnur áform, vildi flytja á höf-
uðborgarsvæðið og hefja rekstur
eigin bakarís. Hann hóf byggingu
íbúðarhúss við Þinghólsbraut í
Kópavogi og á meðan bjuggu bræð-
urnir Halli og Finnur ásamt
mömmu Steinu hjá ömmu og afa í
Vestmannaeyjum. Árið 1953 flutti
fjölskyldan í Kópavoginn, í húsið
hálfklárað, húsið sem Halli bjó í með
fjölskyldunni, þar til hann gifti sig
og þá hafði bæst við í fjölskylduna
lítil systir, Dröfn. Þar byrjaði hann
að hjálpa til í bakaríinu sem pabbi
hans setti upp, fyrst í kjallaranum,
en síðan í viðbyggingu við húsið.
Haraldur stundaði barna-
skólanám á Selfossi og í Vest-
mannaeyjum og nú hélt það áfram í
Kópavogi, í barnaskóla Kópavogs.
Þaðan lá leiðin í Gagnfræðaskóla
Austurbæjar, því á þeim tíma var
ekki farið að reka framhaldsskóla í
Kópavogi og síðan í Iðnskólann í
Reykjavík, eftir að Haraldur hóf
nám í bakaraiðn með samningi við
Sæmund Sigurðsson bakara-
meistara í Austurveri.
Að námi loknu hóf Haraldur störf
í bakaríi föður síns, Ömmubakstri
og 1975 fluttu þeir feðgar bakaríið í
nýtt húsnæði að Kársnesbraut 96.
Haraldur tók síðar við rekstri þess
og starfaði þar allt þar til hann lét af
störfum og seldi bakaríið, eftir 40
ára starf. „Frá upphafi var brauð-
meti Ömmubaksturs samkvæmt
ýmsum trúnaðarstörfum og sat í
stjórn Landssambands iðnaðar-
manna og í skólastjórn Mennta-
skólans í Kópavogi sem fulltrúi bak-
ara. Haraldur gekk til liðs við
Rotary-hreyfinguna, var upphaflega
í Rotaryklúbbi Kópavogs, þar sem
hann var forseti en flutti sig síðan
yfir í Rotaryklúbbinn Borgir.
Helstu áhugamál Haraldar hafa
mikið snúist um útivist. Skátastarfið
og hjálparsveitarstarfið kallaði á
mikla útiveru og þjálfun. Árið 1977
byggði fjölskyldan sumarbústað í
Vaðnesi í Grímsnesi, sem fékk nafn-
ið Uppsalir eftir æskustöðvunum í
Vestmannaeyjum og þar hefur fjöl-
skyldan átt sinn sælureit og dvalið
löngum, stundað útivist og skóg-
rækt og notið samveru við fjöl-
skyldumeðlimi á öllum aldri.
Annað sem hefur verið mjög stór
hluti af lífinu er skútusiglingar. „Við
hjónin keyptum hlut í skútu upp úr
1980, sem við sigldum um Mið-
jarðarhafið og Adríahafið í 25 ár.
Haraldur Friðriksson bakarameistari – 75 ára
Söngskólavinahópurinn Ingi, Haraldur, Snorri, Þórleifur, Soffía, Valgerður, Ásrún og Elísabet að halda upp á
samanlagt 200 ára brúðkaupsafmæli á Jómfrúnni en þau gengu öll í hjónaband árið 1969.
Steikti 100.000 kleinur á einum degi
Á skútunni Haraldur og Ásrún
stödd á Mallorca um aldamótin.
40 ára Guðjón er frá
Selfossi en býr í Hlíð-
unum í Reykjavík.
Hann lærði hagfræði
við Háskóla Íslands,
lauk meistaraprófi í
þjóðhagfræði frá
Kaupmannahafnar-
háskóla og starfar sem sérfræðingur hjá
Seðlabanka Íslands.
Maki: Kristrún Friðriksdóttir, f. 1985,
teymisstjóri félagslegrar heimaþjónustu
hjá Reykjavíkurborg.
Börn: Emilía Ólöf, f. 2007, Þórarinn
Smári, f. 2014 og Sigríður Oddný, f.
2018.
Foreldrar: Emil Rúnar Guðjónsson, f.
1947, póstbílstjóri og Oddný Magnús-
dóttir, f. 1947, kennari. Þau eru bús. á
Selfossi.
Guðjón
Emilsson
Til hamingju með daginn
Reykjavík Sigríður Oddný Guðjóns-
dóttir fæddist 15. september 2018.
Hún vó 2.634 g og var 45 cm löng.
Foreldrar hennar eru Kristrún Frið-
riksdóttir og Guðjón Emilsson.
Nýr borgari
Metabolic Reykjavík | Stórhöfða 17 | metabolicreykjavik.is
Metabolic Reykjavík
Ný þjálfunarstöð við Gullinbrú
Faglegt Fjölbreytt Skemmtilegt
Æfðu á þínum hraða, á þínu erfiðleikastigi