Morgunblaðið - 19.11.2019, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 19.11.2019, Qupperneq 24
VIÐTAL Sindri Sverrisson sindris@mbl.is „Þegar ég mætti inn í landsliðshópinn var ég alveg vel stressaður og vissi ekki hvernig ég ætti að vera og hvernig allt væri. En eftir einn dag fannst mér ég bara kominn inn í hóp- inn og hlakkaði til að spila fótbolta,“ segir Mikael Anderson, glaðbeittur og hress eftir sína fyrstu mótsleiki fyrir A-landslið Íslands í fótbolta. Mikael hefur fetað hratt upp met- orðastigann síðustu mánuði og ef- laust eru margir sem lítið þekkja til þessa 21 árs gamla, leikna og hæfi- leikaríka kantmanns, sem ólst upp í Keflavík og Sandgerði. Honum var hent í djúpu laugina þegar hann fékk að spila lokamínúturnar í leiknum mikilvæga við Tyrkland í Istanbúl síðasta fimmtudag, og lagði svo upp mark í sigri í fyrsta byrjunarliðsleik sínum, gegn Moldóvu í fyrrakvöld. „Ég er mjög ánægður og stoltur að hafa náð að spila fyrir landsliðið. Þetta er búið að ganga vel og það er létt að komast inn í hópinn. Það eru svo margir flottir gæjar sem að taka vel á móti manni og gera það létt fyrir mann að koma inn. Ég er mjög glaður með þessa ferð og vonandi heldur þetta áfram,“ segir Mikael sem á að baki 13 leiki fyrir U21-landslið Ís- lands. „Við erum nokkrir [í A- landsliðshópnum] sem þekkjumst úr yngri landsliðunum en þessir reynd- ari leikmenn eru góðir og vita alveg hvernig þeir eiga að taka á móti ung- um leikmönnum sem eru kannski að- eins stressaðir í byrjun,“ segir Mika- el. Leikurinn við Tyrki gleymist eflaust seint: „Þetta voru ógeðslega mikil læti og risastór stund fyrir mig. Ég hef aldrei prófað að spila á velli þar sem eru svona rosaleg læti og stemningin var bara geggjuð. En ég er líka svona leikmaður sem elskar svona stemn- ingu. Ég elska læti og að það sé margt fólk. Það hvetur mig enn frek- ar áfram,“ segir Mikael. Hlýddi skilaboðum Hamréns Hann stóð sig nægilega vel til að fá sæti í byrjunarliði gegn Moldóvu: „Ég bjóst ekki við þessu tækifæri þegar ég kom inn í hópinn en þegar ég fékk að vita að ég yrði í byrj- unarliðinu þá vissi ég að ég yrði að nýta þetta tækifæri eins vel og ég mögulega gæti. Það eru ekki margir sem fá að spila í byrjunarliði í und- ankeppni EM,“ segir Mikael, sem fékk skýr skilaboð frá Erik Hamrén fyrir leikinn og var snemma búinn að leggja upp mark: „Hlutirnir hafa gerst mjög hratt en ég er bara nokkuð sáttur með mína frammistöðu. Hamrén sagði mér að vera bara ég – ekki vera að breyta því hvernig ég spila. Ég er leikmaður sem finnst gott að fá boltann í fæt- urna og gerir eitthvað með boltann í nánast hvert skipti. Ég átti ekki að vera hræddur við að gera bara mína hluti. Ég hlustaði á þjálfarann og er sáttur með hvernig fór,“ segir Mika- el, sem ætti einnig að vera fullur sjálfstrausts sem leikmaður Midtjyll- and sem er langefst í dönsku úrvals- deildinni. Þar hefur hann skorað tvö mörk í síðustu fjórum leikjum: „Já, við erum í góðum málum, sjö stigum yfir FCK. Við höfum spilað vel og ég hef bæði skorað nokkur mörk og átt stoðsendingar. Þetta hef- ur verið fínt tímabil en ég verð að halda áfram, því þetta getur breyst svo fljótt,“ segir Mikael yfirvegaður. Mikael bjó fyrstu þrjú ár ævinnar í Keflavík en flutti svo í Sandgerði þar sem hann byrjaði að æfa fótbolta fjögurra ára gamall með liði Reynis. Níu ára gamall flutti hann svo með fjölskyldu sinni til Danmerkur þar sem hann æfði fyrst með liði Harlev en fór fljótlega til AGF Aarhus og þaðan til Midtjylland þar sem hann hóf meistaraflokksferilinn. Frá Midt- jylland hefur Mikael verið lánaður til Vendsyssel í dönsku 1. deildinni 2017- 2018, og svo til Excelsior í Hollandi á síðustu leiktíð. Mjög ánægður með að hafa valið Ísland Faðir Mikaels, Neville Anderson, er frá Jamaíku en hann kom til Ís- lands til starfa fyrir bandaríska her- inn. Þar kynntust þau María Guð- mundsdóttir, móðir Mikaels, árið 1996. Mikael gat því tæknilega séð valið á milli þriggja A-landsliða þegar ljóst var að hann hefði svo mikla hæfi- leika; Íslands, Danmerkur og Ja- maíku, en þriðja kostinum velti hann aldrei alvarlega fyrir sér. Hann lék hins vegar fyrir yngri landslið bæði Danmerkur og Íslands, áður en hann ákvað að klæðast bláu treyjunni: „Ég hugsaði mest út í fjölskylduna mína og stoltið sem fylgir því að spila fyrir landsliðið. Eftir leikinn sem ég spilaði við Tyrkland, og skilaboðin sem ég fékk frá fjölskyldunni, þá fann ég hvað þetta var allt þess virði. Þetta gerði mig svo stoltan og ég er mjög ánægður með að hafa valið Ísland. Ég hef vissulega búið lengur í Danmörku en á Íslandi, og hugsaði út í þetta þegar ég var 17-18 ára, en þegar ég spilaði fyrir Danmörku þá fann ég ekki fyrir þessu sama stolti og stuðn- ingi,“ segir Mikael. Næstu mótsleikir Íslands eru í lok mars þegar liðið leikur í umspili um sæti á EM og eftir frammistöðu sína er ljóst að Mikael gerir tilkall til þess að verða einnig í landsliðshópnum þá: „Við vitum bara að við þurfum að vinna tvo leiki og það er ekkert annað í boði í okkar huga. Ég vona bara að ég verði í hópnum, það er það eina sem ég hugsa um núna.“ Margir flottir gæjar sem að losa mann við stressið  Mikael valdi Ísland fram yfir Danmörku  Naut látanna í Tyrklandi í botn Morgunblaðið/Eggert Ísland Mikael Anderson hefur leikið fyrir U21-landslið Íslands og á nú þrjá leiki fyrir A-landsliðið, en sá fyrsti var vináttulandsleikur við Indónesíu. 24 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 2019 Uppselt er á leik heimsmeistara Dana og Íslendinga í 1. umferð riðlakeppni Evrópumóts karla- landsliða í handknattleik en Evr- ópumótið fer fram í janúar þar sem spilað verður í þremur löndum, Sví- þjóð, Noregi og Austurríki. E-riðill Íslands verður spilaður í Malmö Arena sem tekur 15 þúsund manns og að því er fram kemur í sænska blaðinu Expressen er upp- selt á leik Dana og Íslendinga sem eigast við 11. janúar. Rússland og Ungverjaland leika einnig í E-riðilinum. sport@mbl.is Uppselt á leik Ís- lendinga og Dana Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Fyrirliði Guðjón Valur Sigurðsson verður í eldlínunni á EM í janúar. Andri Þór Björnsson, Bjarki Pétursson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson eru allir úr leik á loka- stigi úrtökumóts fyrir Evr- ópumótaröðina í golfi eftir fjórða hringinn á Spáni í gær. Leika þurfti á samanlagt fjórum höggum undir pari eða betur til að komast í gegnum niðurskurðinn. Guðmundur var næstur því, sam- tals á pari, eftir að hafa verið á höggi undir pari fyrir gærdaginn. Bjarki lék samtals á þremur högg- um yfir pari og Andri samtals á sjö höggum yfir pari. Náðu ekki inn á Evrópumótaröð Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Á pari Guðmundur Ágúst Krist- jánsson lék best Íslendinganna. Undankeppni EM karla 2020 D-RIÐILL: Írland – Danmörk .....................................1:1 Gíbraltar – Sviss........................................1:6 Lokastaðan: Sviss 8 5 2 1 19:6 17 Danmörk 8 4 4 0 23:6 16 Írland 8 3 4 1 7:5 13 Georgía 8 2 2 4 7:11 8 Gíbraltar 8 0 0 8 3:31 0  Sviss og Danmörk eru komin áfram á EM. Írland fer í A- eða B-umspil og Georgía í D-umspil. F-RIÐILL: Svíþjóð – Færeyjar ...................................3:0 Spánn – Rúmenía ......................................5:0 Malta – Noregur........................................1:2 Lokastaðan: Spánn 10 8 2 0 31:5 26 Svíþjóð 10 6 3 1 23:9 21 Noregur 10 4 5 1 19:11 17 Rúmenía 10 4 2 4 17:15 14 Malta 10 1 0 9 3:27 3 Færeyjar 10 1 0 9 4:30 3  Spánn og Svíþjóð eru komin áfram á EM. Noregur fer í C-umspilið. Rúmenía fer í A- eða C-umspilið. J-RIÐILL: Liechtenstein – Bosnía ............................0:3  Helgi Kolviðsson þjálfar Liechtenstein. Ítalía – Armenía ........................................9:1 Grikkland – Finnland................................2:1 Lokastaðan: Ítalía 10 10 0 0 37:4 30 Finnland 10 6 0 4 16:10 18 Grikkland 10 4 2 4 12:14 14 Bosnía 10 4 1 5 20:17 13 Armenía 10 3 1 6 14:25 10 Liechtenstein 10 0 2 8 2:31 2  Ítalía og Finnland eru komin áfram á EM. Bosnía fer í B-umspilið. Vináttulandsleikur Argentína – Úrúgvæ.................................2:2 KNATTSPYRNA 1. deild karla Höttur – Skallagrímur ......................... 92:89 Breiðablik – Snæfell........................... 116:85 Sindri – Selfoss ..................................... 79:88 Staðan: Hamar 7 7 0 682:588 14 Höttur 8 7 1 699:632 14 Breiðablik 7 6 1 698:568 12 Vestri 7 4 3 628:551 8 Álftanes 7 3 4 552:593 6 Selfoss 7 2 5 533:577 4 Sindri 6 1 5 496:545 2 Snæfell 8 1 7 597:737 2 Skallagrimur 7 1 6 558:652 2 NBA-deildin LA Lakers – Atlanta .........................122:101 Orlando – Washington ..................... 125:101 New Orleans – Golden State ........... 108:100 Memphis – Denver ........................... 114:131 Cleveland – Philadelphia ................... 95:114 Sacramento – Boston ......................... 100:99 KÖRFUBOLTI Fallegar vörur fyrir heimilið Sendum um land allt Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is Pier leðursófi Fáanlegur 3 lengdum Verð frá 259.000 kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.