Morgunblaðið - 19.11.2019, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 19.11.2019, Blaðsíða 25
ÍÞRÓTTIR 25 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 2019 Hvað er gerast með besta spyrnumann þjóðarinnar og þótt víðar væri leitað? Gylfi Þór Sig- urðsson virðist vera búinn að missa allt sjálfstraust á víta- punktinum. Gylfa brást bogalistin í leikn- um gegn Moldóvum í fyrrakvöld og þar með hefur hann klúðrað fjórum af síðustu sex víta- spyrnum sem hann hefur tekið fyrir landsliðið. Nokkrir stuðningsmenn Everton voru fljótir að bregðast við á Twitter þegar þeir fréttu af vítaspyrnuklúðri Gylfa í leiknum á móti Moldóvum og þeir vilja ekki sjá hann taka fleiri víta- spyrnur fyrir lið sitt. Gylfi hefur tekið 6 víta- spyrnur fyrir Everton frá því hann kom til liðsins og hefur að- eins skorað úr helmingi þeirra. Á síðustu leiktíð fóru 3 vítaspyrnur í súginn hjá okkar manni. Ef Erik Hamrén landsliðs- þjálfari ákveður að velja aðra vítaskyttu legg ég til að hún verði Birkir Bjarnason, Kolbeinn Sigþórsson eða Alfreð Finn- bogason, sem hefur skorað úr öllum 9 vítaspyrnunum sem hann hefur tekið fyrir Augsburg. Það eru fleiri flottir spyrnu- menn en Gylfi sem hefur orðið á í messunni af vítapunktinum en Lionel nokkur Messi lét Alisson verja frá sér í leik Argentínu og Brasilíu í síðustu viku. Messi náði frákastinu og skoraði sig- urmarkið eins og Gylfi gerði á móti Moldóvum. Messi hefur á ferli sínum með landsliðinu og Barcelona tekið 112 vítaspyrnur. Hann hefur skorað úr 86 af þeim en klikkað úr 25. Messi heldur hins vegar áfram að taka vítin fyrir lið sín. Hann er kóngurinn! BAKVÖRÐUR Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is KÖRFUBOLTI Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Íslenska kvennalandsliðið í körfu- knattleik þarf á fleiri atvinnumönnum að halda ef liðið ætlar sér að vera sam- keppnishæft við sterkustu landslið Evrópu, að sögn Benedikts Guð- mundssonar, þjálfara liðsins. Íslenska liðið reið ekki feitum hesti frá fyrstu tveimur leikjum sínum í undankeppni EM 2021 á dögunum en liðið tapaði í Laugardalshöll fyrir Búlgaríu á fimmtudaginn síðasta, 84:69, og þá steinlá liðið í Tasos Kampouris- höllinni í Grikklandi á sunnudaginn, 89:54. „Þetta voru fyrstu leikir liðsins und- ir minni stjórn í Evrópukeppni og ég kynntist liðinu betur í þessu verkefni heldur en á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi síðasta sumar. Ég átt- aði mig líka betur á því hvar við erum á eftir, sérstaklega gagnvart þessum sterkari þjóðum eins og Grikklandi. Fyrir mig persónulega var þetta mjög lærdómsríkur gluggi því við fórum inn í þessi tvö verkefni með ákveðnar væntingar. Við ætluðum okkur klár- lega meira, en þetta varð niðurstaðan og þannig er það nú bara.“ Benedikt var meðvitaður um að Grikkir væru með talsvert sterkara lið en íslenska liðið enda leika margir leikmenn Grikkja í Evrópudeildinni, eða Euro League, sem er sterkasta fé- lagsliðakeppni Evrópu. „Við vissum að Grikkir væru með mun betra lið. Þeir hafa á að skipa leikmönnum sem spila sem dæmi í Evrópudeildinni en auðvitað hefðum við kannski viljað standa aðeins betur í þeim. Ég er pínu svekktur með að hafa ekki náð upp betri frammistöðu gegn Búlgaríu hérna heima. Eftir að hafa hins vegar horft á leik Búlgaríu gegn Slóveníu, sem vann Grikki og á að vera næstbesta lið Evrópu, áttaði maður sig á því að Búlgaría er hörkul- ið sem stóð vel í Slóvenum og gaf þeim hörkuleik.“ Ekki vanar svona körfubolta Sara Rún Hinriksdóttir var eini leikmaður íslenska liðsins sem leikur erlendis, en hún spilar með Leicester á Englandi. Aðrir leikmenn leika hér- lendis með liðum í efri hluta úrvals- deildarinnar. Benedikt segir nauðsyn- legt fyrir liðið að eignast fleiri atvinnumenn ef Ísland ætlar sér að taka skref fram á við. „Það er klárt mál að við þurfum fleiri atvinnumenn og við ræddum það inni í klefa eftir Grikkjaleikinn. Ef við ætlum að bera okkur saman við lið eins og Grikkland, þar sem flestir leik- menn liðsins spila í Evrópudeildinni, þurfum við fleiri atvinnumenn sem æfa og spila í hærri styrkleikaflokki. Úrvalslið Dominos-deildarinnar mun ekki sigra úrvalslið Evrópudeild- arinnar, það gefur alveg augaleið. Þetta er öðruvísi körfubolti sem er spilaður í hærri gæðaflokki og þú þarft að yfirdekka mun meira sem dæmi. Það er mun meiri pressa á bolt- ann og varnarleikurinn er mun stífari og harðari. Stelpurnar eru ekki vanar svona bolta hérna heima og þær lenda þess vegna í ákveðnum vandræðum gegn svona vörn. Það er þess vegna al- veg klárt að við þurfum fleiri atvinnu- menn, helst í deildum þar sem Helena Sverrisdóttir hefur verið að spila í í gegnum tíðina.“ Íslenska liðið vann ekki leik í síð- ustu undankeppni fyrir EM 2019, en liðið vann síðast Evrópuleik 23. nóv- ember 2016 þegar Portúgal mætti í Laugardalshöll í undankeppni EM 2017. Ísland vann 65:54-sigur en síðan eru liðin tæp þrjú ár og er liðið farið að hungra í langþráðan sigur. Viljinn hjá liðinu til staðar „Ég fann það strax um leið og ég tók við liðinu að þetta eru stelpur sem vilja ná árangri. Það er mikið hungur í sigur hjá liðinu enda nokkur ár síðan liðið vann síðast leik í Evrópukeppni. Það er mikill vilji til þess að standa sig en þær þurfa að taka næsta skref, fara í atvinnumennsku, og vinna sig svo upp hægt og rólega. Ég vona innilega að við munum eignast fleiri stelpur í framtíðinni sem eru tilbúnir að fara alla leið í þessu, ekki með einhverja vinnu til hliðar, heldur eingöngu 100% í körfuboltanum. Þannig tekur maður næstu skref í þessu.“ Helena Sverrisdóttir, besti leik- maður liðsins, var með slaka skotnýt- ingu í báðum leikjunum gegn Búlgaríu og Grikklandi en Benedikt ítrekar að það sé ekki hlutverk Helenu að bera liðið á herðum sér. „Það á ekki einhver einn leikmaður að þurfa að bera þetta uppi enda er körfubolti liðsíþrótt. Í gamla daga var ætlast til þess að Eiður Smári Guð- johnsen bæri uppi íslenska karlalands- liðið í knattspyrnu en það gekk aldrei. Um leið og við fórum að vera með fullt lið af atvinnumönnum sem voru allir góðir leikmenn og liðsheildin var mjög sterk fóru hlutirnir einhvern veginn að gerast. Þetta er það sem við þurfum að ná upp í kvennalandsliðinu líka. Ég er ekki að horfa í það að Helena eigi að draga vagninn og set einfaldlega ekki þá kröfu á hana að hún eigi að vinna alla leiki fyrir okkur,“ sagði Benedikt í samtali við Morgunblaðið. Dominos-úr- valsliðið vinnur ekki þær bestu  Þjálfari kvennalandsliðsins í körfu horfir til karlalandsliðsins í fótbolta Morgunblaðið/Hari Landsliðsþjálfari Benedikt Guðmundsson vill fleiri atvinnumenn í sitt lið. Árni Steinn Steinþórsson, einn af lykilmönnum Íslandsmeistara Sel- foss í handbolta, verður líklega frá keppni næstu sjö til níu mánuðina en hann varð fyrir meiðslum á hægra hné í viðureign Selfyssinga og Framara í fyrradag. „Það bendir allt til þess að kross- bandið hafi slitnað en það fæst úr því skorið á morgun (í dag) þegar ég fer í myndatöku. Ég lenti illa eft- ir uppstökk. Ég heyrði smell og grunaði þá strax að krossbandið hefði slitnað,“ sagði Árni Steinn við mbl.is í gær. gummih@mbl.is Mikið áfall fyrir Selfyssinga Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Meiddur Árni Steinn Steinþórsson er líklega frá út keppnistímabilið. U20 ára landslið karla í knatt- spyrnu mætir Englandi í vin- áttulandsleik í dag klukkan 19. Leikurinn fer fram á Adams Park í High Wycombe. U21 árs landsliðið tapaði fyrir Ítalíu í undankeppni EM 2021 á Paolo Mazza-vellinum í Ferrara á laugardaginn síðasta en liðið er í þriðja sæti 1. riðils með 9 stig eftir fyrstu fimm leiki sína. Meginþorri leikmannanna úr þeim leiknum gegn Ítölum er í hópnum í kvöld en sex þeirra leika með erlendum félagsliðum. U20 heimsækir enska landsliðið Morgunblaðið/Kristinn Magnúss U20 Kolbeinn Birgir Finnsson er í hópnum sem mætir Englandi. veita náttúrulega vörn gegn bakteríum í munninum Tvíþætt sink og arginín Dregur úr tannskán Styrkir glerunginn Dregur úr tannskemmdum Frískari andardráttur Dregur úr blettamyndun Dregur úr viðkvæmni Dregur úr tannsteini Fyrirbyggir tannholdsbólgu NÝTT Veruleg fækkun baktería á tönnum, tungu, kinnum og gómi eftir samfellda notkun í fjórar vikur. BYLTING FYRIR ALLANMUNNINN Heildarvörn fyrir tennur, tungu, kinnar og tannhold Frábær vörn í 12 tíma

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.