Morgunblaðið - 19.11.2019, Page 27

Morgunblaðið - 19.11.2019, Page 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 2019  Knattspyrnudeild ÍBV hefur gengið frá samningi við tyrknesku landsliðs- konuna Fatma Kara. Kemur hún til fé- lagsins frá HK/Víkingi þar sem hún hef- ur verið í lykilhlutverki síðustu tvö sumur. Kristjana Sigurz er einnig geng- in í raðir ÍBV á lánssamningi frá Breiða- bliki.  Sædís Rún Heiðarsdóttir, sem á leiki með U16 og U17 ára landslið Ís- lands í fótbolta, er gengin í raðir Stjörn- unar frá Víkingi Ólafsvík. Sædís lék ekki deildaleik með Víkingi í meistaraflokki, en á að baki fjóra leiki í deildabikarnum.  Spænski framherjinn Gonzalo Za- morano mun ekki leika með ÍA á næsta tímabili eftir að hann og félagið komust að samkomulagi um starfslok. Zamor- ano lék með Hugin og Víkingi Ólafsvík áður en hann gekk í raðir ÍA fyrir síð- asta tímabil. Zamorano skoraði ekki eitt mark í 20 leikjum í úrvalsdeildinni í sumar.  James Rodriguez, knattspyrnumað- ur hjá Real Madríd, verður ekki meira með á árinu eftir að hann meidd- ist á hné á æf- ingu með lands- liði Kólumbíu um helgina. Liðbönd í vinstra hné sködduðustu eftir því fram kem- ur í til- kynningu á heima- síðu Real Madríd. Eitt ogannað Gylfi Þór Sigurðsson er aðeins fjór- um mörkum frá markameti ís- lenska karlalandsliðsins í fótbolta eftir að hann skoraði sigurmarkið gegn Moldóvu í lokaumferð und- ankeppni EM í fyrrakvöld. Gylfi hefur þar með skorað 22 mörk en þeir Kolbeinn Sigþórsson og Eiður Smári Guðjohnsen deila metinu með 26 mörk. Gylfi hefur verið vítaskytta Ís- lands og skorað átta mörk af víta- punktinum. Hins vegar hefur hon- um gengið illa að nýta víti síðustu misseri. Hann klikkaði fyrst á víti fyrir Ísland í sigri á Finnum 2016, næst gegn Nígeríu á HM 2018, og gegn Andorra og Moldóvu í haust. Gylfi hefur ofan á þetta einnig klikkað á þremur vítaspyrnum fyr- ir Everton síðustu 14 mánuði en skorað úr þremur, samkvæmt Transfermarkt. Ef allt er tekið saman hefur hann skorað úr fjórum af síðustu tíu vítum, fyrir landslið og félagslið, á síðustu tveimur ár- um, eftir að hafa klikkað á tveimur af 23 fram að því. sindris@mbl.is Morgunblaðið/Eggert 22 mörk Gylfi Þór Sigurðsson er þriðji markahæstur í sögu landsliðsins. Gylfi með markamet ef vítin færu inn Í KAPLAKRIKA Ívar Benediktsson iben@mbl.is Ekki tókst Stjörnumönnum að reka af sér slyðruorðið í gærkvöldi og vinna leik þegar þeir sóttu FH-inga heim í Kaplakrika í lokaleik 10. um- ferðar Olís-deildar karla í hand- knattleik. Þeim tókst þó að halda í annað stigið sem er þó sannarlega betra en ekkert eins og staða liðsins er í 10. sæti deildarinnar. Birgir Már Birgisson sá til þess að jafna metin fyrir FH-inga þegar fimm sekúndur voru eftir af leiktímanum, 26:26, og þar við sat. Þótt stigið hafi ekki fleytt Stjörnumönnum ofar á stigatöflunni þá nægði það liði FH til þess að mjakast upp fyrir ÍBV og komast upp í fimmta sætið með 12 stig, sex stigum á eftir erkifjendunum í Haukum sem tróna á toppnum sem fyrr. Stjörnumenn léku afar vel í fyrri hálfleik í Kaplakrika í gærkvöldi. Sóknarleikur liðsins var afar góður sem skilaði sér í mörkum í flestum sóknnum. Framliggjandi vörn liðs- ins sló vopnin úr höndum FH-inga auk þess sem Brynjar Darri Bald- ursson, fyrrverandi leikmaður FH, náði sér ágætlega á strik í marki Garðbæinga. Staðan var vænleg að loknum fyrri hálfleik, 17:13, fyrir Stjörnuna. Endaskipti urðu á leiknum í síðari hálfleik. Þá tók FH-liðið við sér. FH- ingar tóku til við að leika framliggj- andi 3/2/1 vörn að hætti Stjörnu- manna. Breyting hreif. Jafnt og þétt unnu FH-ingar upp forskot Stjörn- unnar. Staðan var orðin jöfn, 21:21, um miðjan hálfleikinn í fyrsta sinn síðan á upphafsmínútunum. Við tók spennandi lokakafli þar sem jafnt var á öllum tölum. Stjörnumönnum tókst að halda sjó í þessari stöðu sem hlýtur að teljast framfaraskref eftir að þeir hafa farið illa að ráði sínu oft og tíðum á loka- kafla undanfarinna leikja. Nið- urstaðan, jafntefli, verður að teljast nokkuð sanngjörn. Stjarnan varð fyrir skakkaföllum í leiknum. Brynjar Darri markvörður meiddist á hné um miðjan leikinn og kom ekkert meira við sögu. Var jafn- vel talið í gærkvöld að meiðslin væru alvarleg. Reynist sú vera raunina er eru það slæm tíðindi því skortur er á markvörðum hjá liðinu, eins og fleir- um. Ólafur Bjarki Ragnarsson meiddist einnig á hné þegar sjö mín- útur voru til leiksloka. Óvíst var í gærkvöldi hvort meiðslin væri alvar- leg. Bjartsýnustu menn vonuðu að svo væri ekki. Deildu stigunum í kafla- skiptum leik í Kaplakrika  Jöfnunarmark Birgis færði FH upp í 5. sæti  Meiðslalisti Stjörnunnar lengist Morgunblaðið/Eggert Öflugur Einar Rafn Eiðsson skoraði 8 mörk fyrir FH gegn Tandra Má Konráðssyni og samherjum í Stjörnunni. Kaplakriki, Olísdeild karla, mánudag 18. nóvember 2019. Gangur leiksins: 1:0, 3:2, 5:5, 8:11, 10:14, 13:17, 16:19, 18:20, 21:21, 23:23, 25:24, 25:26, 26:26. Mörk FH: Einar Rafn Eiðsson 8, Ás- björn Friðriksson 8/3, Leonharð Þor- geir Harðarson 4, Ágúst Birgisson 2, Bjarni Ófeigur Valdimarsson 1, Birgir Már Birgisson 1, Einar Örn Sindrason 1, Arnar Freyr Ársælsson 1. Varin skot: Birkir Fannar Bragason 7/1, Phil Döhler 2. FH – Stjarnan 26:26 Utan vallar: 8 mínútur. Mörk Stjörnunnar: Andri Þór Helga- son 7/1, Ólafur Bjarki Ragnarsson 6, Ari Magnús Þorgeirsson 4, Tandri Már Konráðsson 3, Leó Snær Pét- ursson 2/1, Sverrir Eyjólfsson 2, Hannes Grimm 2. Varin skot: Brynjar Darri Baldursson 8, Ólafur Rafn Gíslason 2. Utan vallar: 10 mínútur. Dómarar: Sigurður Hjörtur Þrast- arson og Svavar Ólafur Pétursson. Áhorfendur: 617. Heill frumskógur af gæludýrum... Í fiskana mig langar svo að setja í búrið stóra mamma segir þú færð tvo en pabbi segir fjóra. Kauptúni 3 | Garðabæ | Sími: 564 3364 | fisko.is Opið laugardag 10-18 sunnudag 12-18 L i f and i v e r s l un kíktu í heimsókn Hundar Kettir Fiskar Fuglar Nagdýr

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.