Morgunblaðið - 19.11.2019, Qupperneq 32
Álfatrú, bann-
helgi og yfirnátt-
úra í náttúru
nefnist fyrir-
lestur sem þjóð-
fræðingurinn
Bryndís Björg-
vinsdóttir flytur
á vegum Sagn-
fræðingafélags
Íslands í fund-
arsal Þjóðminjasafns Íslands í dag
kl. 12.05. Í erindinu tengir Bryndís
íslenska hjátrú um álfa og bann-
helgi við náttúruvernd en dæmi er
um að hjátrú varðandi vissa bletti
leiði beint eða óbeint til þess að við
þessum stöðum er ekki hróflað.
Segir Bryndís frá nokkrum stöðum
sem hún hefur rannsakað þar sem
bannhelgi ríkir, frá samhengi henn-
ar og áhrifum. Aðgangur er ókeypis.
Álfatrú og bannhelgi
ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 323. DAGUR ÁRSINS 2019
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 670 kr.
Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr.
PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr.
Birgir Már Birgisson tryggði FH
annað stigið gegn Stjörnunni í loka-
leik Olís-deildar karla í handknatt-
leik í Kaplakrika í gærkvöldi, 26:26.
Hann jafnaði metin með marki úr
hægra horni fimm sekúndum fyrir
leikslok. FH færðist upp í fimmta
sæti, úr sjötta, með þessu stigi.
Stjarnan situr hins vegar áfram í
10. sæti. »27
Birgir jafnaði metin
og FH fór upp í 5. sæti
ÍÞRÓTTIR MENNING
„Það er klárt mál að við þurfum
fleiri atvinnumenn og við ræddum
það inni í klefa eftir Grikkjaleikinn.
Ef við ætlum að bera okkur saman
við lið eins og Grikkland, þar sem
flestir leikmenn
liðsins spila í
Evrópudeild-
inni, þurfum
við fleiri atvinnu-
menn sem æfa og
spila í hærri styrk-
leikaflokki. Úrvalslið Dom-
inos-deildarinnar mun
ekki sigra úrvalslið
Evrópudeildarinnar,“
segir Benedikt Guð-
mundsson, landsliðs-
þjálfari kvenna í körfu-
bolta, eftir byrjunina í
undankeppni EM. »25
Klárt mál að við þurf-
um fleiri atvinnumenn
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Guðmundur Tyrfingsson stofnaði
samnefnt fyrirtæki á Selfossi fyrir
50 árum og byrjaði með Dodge
Weapon og eina 32 manna heima-
smíðaða rútu en áður hafði hann ek-
ið með fólk um fjöll og firnindi á
litlum Weapon í um sex ár.
Árið 1971 gekk Guðmundur Laug-
dal Jónsson í lið með Guðmundi og
byrjuðu þeir á að smíða yfir rútur
„af því að okkur vantaði vinnu yfir
veturinn,“ útskýrir hann. Seinna
kom eiginkonan Sigríður V. Bene-
diktsdóttir og síðan börn þeirra,
Helena Herborg, Berglind, Tyrf-
ingur og Benedikt, inn í reksturinn.
Hjónin hafa að mestu stigið til hliðar
en börnin sjá um reksturinn. Yfir 50
rútur voru þegar best lét í grænmál-
aða flotanum, en bílunum hefur
reyndar fækkað örlítið undanfarin
tvö ár.
Náttúran heillaði Guðmund og
hann segir að stofnun fyrirtækisins
hafi komið af sjálfu sér. „Ég var
blankur en hafði mikinn áhuga á
fjallaferðum og vantaði einhvern til
þess að fjármagna ferðirnar,“ rifjar
hann upp. Til að byrja með hafi hann
tekið eina og eina ferð gegn greiðslu
og haustið 1969 hafi fyrirtækið verið
skrásett.
Í fyrstu var aðstaðan í bragga við
Nónhóla en 1993 var byggð ný að-
staða að Fossnesi 5 og þar eru aðal-
stöðvarnar. Þar hefur verið byggt
yfir rúturnar og öllu viðhaldi og við-
gerðum sinnt. Fyrirtækið á stóra lóð
í Norðlingaholti í Reykjavík og er
þar með útibú fyrir rútur og bíl-
stjóra.
Engin uppgjöf
„Margt eftirminnilegt hefur gerst
og við höfum alla tíð umgengist gott
fólk, en ég veit ekki hvort segja má
frá sumum uppákomunum, það er
ekki víst að farþegarnir í þeim ferð-
um yrðu ánægðir með þá opin-
berun,“ segir Guðmundur.
Reksturinn hefur oft verið erfiður
en Guðmundur leggur áherslu á að
aldrei hafi hvarflað að sér að leggja
árar í bát. „Grasið er aldrei grænna
hinum megin við ána,“ segir hann.
Til að byrja með snerist reksturinn
um skólaakstur á veturna og akstur
með ferðamenn á sumrin. Dregið
hefur úr skólaakstrinum og hann
hefur breyst talsvert undanfarin ár
en hópferðirnar eru veigamestar í
rekstrinum ásamt rekstri ferðaskrif-
stofu. „Við höfum þurft að hafa fyrir
þessu en það skemmtilegasta er að
ekkert hefur verið leiðinlegt í þess-
um rekstri,“ segir Guðmundur.
Samkeppnin hefur oft verið mikil
og sennilega aldrei meiri en um
þessar mundir. „Við höldum áfram
að sigla þennan sjó,“ segir Tyrf-
ingur, „höldum áfram að streða,“
bætir Guðmundur við.
Guðmundur hætti að keyra fyrir
um áratug. „Lykillinn að velgengn-
inni er að halda áfram ótrauður og
telja sér ekki trú um að það sé betra
að vera annars staðar,“ áréttar
hann.
Fjölskyldan Fyrirtækið hefur verið í höndum hjónanna og barna þeirra frá upphafi. Frá vinstri Helena Herborg,
Berglind, Sigríður Benediktsdóttir. Guðmundur Tyrfingsson, Benedikt og Tyrfingur.
Grasið aldrei grænna
hinum megin við ána
Grænu rútur Guðmundar Tyrfingssonar í hálfa öld