Morgunblaðið - 25.11.2019, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 25.11.2019, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2019 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Alexander Kristjánsson alexander@mbl.is Senn líður að því að Indverjar geti gætt sér á íslensku lýsi. Fyrirtækið Hesska stendur að útflutningnum, og eru fjögur bretti væntanleg til Indlands í febrúar. Eigendur fyrir- tækisins eru þrír ungir athafna- menn, Páll Ásgeir Björnsson og tveir indverskir félagar hans, Bharath Kumar og Dilip Prakash. Páll starfaði áður sem háseti á bátnum Fróða í Þorlákshöfn. Hann segir hugmyndina þó ekki hafa kviknað á sjónum, heldur þegar hann sótti sumarskóla í Stanford í Banda- ríkjunum, en Páll var þá langt kom- inn með BS-gráðu í vélaverkfræði við Háskóla Íslands, og var sum- arskólinn viðbót við það nám. Þar kynntist hann Bharath og segir að þeir hafi fljótt orðið góðir vinir. „Við sáum snemma að við vildum vinna að einhverri nýsköpun saman,“ segir Páll og bætir við að ákvörðunin um að láta reyna á innflutning hafi verið tekin eftir að hann heimsótti Bhar- ath á Indlandi í janúar. Mörg ljón á veginum Þeir hafi þá haft samband við Lýsi hf. og menn þar á bæ tekið vel í hug- myndina. Útflutningurinn er í sam- starfi við Lýsi hf., sem framleiðir vöruna, en fyrirtækið hefur ekki sótt á svo fjarlæg mið áður. Páll segir enda ekki hlaupið að því að koma á viðskiptasambandi við Indland. Ýmsar hindranir hafi staðið í vegi fyrir innflutningi, svo sem fjöldi inn- flutningsleyfa, sem nú hafa fengist, og háir tollar. „Regluverkið er ansi flókið, svipaðar vörur geta verið mjög misskattlagðar og oft erfitt að kom- ast að því hver skatturinn er.“ Þær hindranir eru þó að baki, og segir Páll að tengslanet indversku félaga hans hafi þar skipt miklu. Þeir séu báðir úr vel tengdum fjölskyldum. Sem fyrr segir er fyrsta sending væntanleg í febrúar, en hún inniheld- ur þrjár vörutegundir: þorskalýsi, omega-3 vökva með sítrónubragði og lýsistöflur, en þær tegundir komu best út hjá rýnihóp á Indlandi sem fenginn var til að prófa vörurnar. Markaðssetning fyrirtækisins verður fyrst um sinn einkum í gegn- um samfélagsmiðlana Instagram og Facebook. „Við höfum verið í sam- skiptum við áhrifavalda í heilsu- bransanum á Indlandi, sem eru að auglýsa hollar vörur á netinu.“ Hug- myndin sé síðan að fólk panti vöruna heim að dyrum eða kaupi í líkams- ræktarstöðvum. Þannig sé allt Ind- land undir. Íslenskt lýsi til Indlands  Sala á þorskalýsi og lýsistöflum hefst í febrúar  Páll Ásgeir sneri sér að lýsinu eftir að sjómennskunni lauk Morgunblaðið/Eggert Lýsisútflytjandi Páll Ásgeir Björnsson, fyrrverandi háseti, stendur að fyrirtækinu Hesska ásamt tveimur indverskum félögum sínum. Hin árlega Bókamessa í bók- menntaborg var haldin í Hörpu um helgina. Hið víðfræga jólabókaflóð fór því formlega af stað um helgina og er að minnsta kosti mánuður í að stríðum straumum þess linni. Á Bókamessunni böðuðu gestir sig í bókaflóði ársins, hittu höf- unda og útgefendur, hlustuðu á upplestra, fóru í ratleiki, spáðu í stjörnur, fylgdust með hljóð- bókum verða til, nutu ljóða- stunda og svo má heillengi telja. Komandi bókajól eru nokkuð mikil um sig en allar bækur sem útgefnar hafa verið á árinu voru viðfang messunnar. Því hefur verið nóg að skoða og ræða í Hörpu þessa helgina. Hér má sjá fólk lesa, skoða, hlusta á og ræða bækur en þær gjörðir hafa allar löngum notið vinsælda á meðal Íslendinga, innfæddra sem aðfluttra. Morgunblaðið/Eggert Árlegt flóð kynnt og rætt í Hörpu Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Hrein eign samtryggingardeildar lífeyrissjóðsins Gildis hækkaði um rúmlega 82 milljarða króna á fyrstu tíu mánuðum ársins, fór úr 556,3 milljörðum í 638,4. Þá var hrein raunávöxtun 12,4% á tímabilinu, sem þykir töluvert, en til saman- burðar var hrein ávöxtun samtrygg- ingardeildar 2,4% í fyrra. Þetta kom fram á sjóðfélaga- og fulltrúaráðsfundi Gildis, sem hald- inn var á Grand Hótel í síðustu viku. Í samtali við Morgunblaðið segir Gylfi Gíslason stjórnarformað- ur þetta góða gengi vissulega vera ánægjulegt þó að ávöxtun til langs tíma sé það sem mestu máli skipti við rekstur lífeyrissjóða. Hittir allt á sama tíma „[Ávöxtun] er auðvitað óvenju- lega há, en það eru líka tveir mán- uðir eftir af árinu,“ segir Gylfi og hann segir hlutina geta breyst hratt. Spurður hvað liggi að baki segir hann: „Þetta samanstendur af mörgu. Það er kannski óvenjulegt að íslensk og erlend hlutabréf hafi gert svona vel, og jafnframt bæði erlent og innlent skuldabréfasafn. Það er auðvitað óvenjulegt að þetta hitti allt saman á sama tíma.“ Sjóðfélagalán standa í stað Sem dæmi var nafnávöxtun er- lendra hlutabréfa 23,5% á umræddu tímabili, en þau eru 27% eignasafns- ins. Þá var nafnávöxtun innlendra hlutabréfa 15,4%, en þau eru um 18,7% eignasafns. Nafnávöxtun rík- istryggðra skuldabréfa, sem eru 21,5% eignasafns, var 9%. „Ég vil nú alltaf horfa á þetta yfir lengra tímabil. Kannski yfir tuttugu ár eða svo,“ segir Gísli glaðbeittur og heldur áfram: „Auðvitað er stóra málið fyrir okkur að ávaxta pen- ingana vel yfir langan tíma. Það er það sem skiptir máli í þessu. Sem betur fer er það reyndin.“ Hann bætir þó við: „En auðvitað er þetta ánægjulegt og gott. Maður gleðst auðvitað yfir því þegar vel gengur.“ Í gögnum sem fylgdu ofannefnd- um sjóðfélagafundi kemur fram að veittum sjóðfélagalánum Gildis hafi fjölgað hratt síðustu ár, farið úr 151 árið 2014 í 1.366 í fyrra, en standa nú um það bil í stað miðað við árið í fyrra. Voru á fyrstu tíu mánuðum ársins 2018 veitt 1.084 sjóðfélagalán en í lok október 2019 höfðu verið veitt 1.072. Gildi er þriðji stærsti lífeyrissjóð- ur landsins en 237.875 áttu í síðustu viku réttindi hjá sjóðnum. 82 milljarðar á tíu mánuðum  Hrein raunávöxtun 12,4% á fyrstu tíu mánuðum 2019  Ávöxtun til langs tíma er þó stóra málið Maðurinn sem lést í umferðarslysi við Hornafjörð síðast liðinn fimmtu- dag hét Bergur Bjarnason og var bóndi í Viðborðsseli. Bergur fæddist árið 1936 og var því 83 ára gamall. Bergur lætur eftir sig sambýliskonu og tvö uppkomin börn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Lést í um- ferðarslysi Nokkrir jarðskjálftar urðu viðBárðarbunguöskjuna í Vatnajökli á fimmta tímanum aðfaranótt sunnu- dags. Stærsti skjálftinn reið yfir klukkan 4.22 og var 4,0 að stærð. Stuttu síðar, klukkan 4.28, fylgdi annar skjálfti að stærð 3,5. Annars staðar urðu aðrir minni skjálftar í gær, sem dæmi varð einn að stærð 2,7, um 17,4 km norðvestur af Kolbeinsey síðdegis í gær. Bárðarbunga skalf

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.