Morgunblaðið - 25.11.2019, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2019
Rafstilling ehf
Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is
Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14
Hröð og góð þjónusta um allt land
Áratug
a
reynsla
Startar bíllinn ekki?
Við hjá Rafstillingu leysum málið
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Miklar breytingar eiga sér nú
stað í útgáfu dagblaða í heim-
inum, segir Ingi Rafn Ólafsson
sem á dögunum tók við starfi
framkvæmdastjóra yfir prent-
hluta starfsemi WAN-IFRA, sem
eru alþjóðasamtök dagblaða og
fjölmiðlafyrirtækja. Starfs-
stöðvar samtakana eru í eru í
fimm löndum, Þýskalandi,
Frakklandi, Singapore, Indlandi
og Mexikó. Aðild eiga um 3.000
fréttaveitur og tæknifyrirtæki
sem snerta þessa starfsemi á
einn eða annan hátt. Þar að auki
eru 60 landssamtök útgefenda
með 18.000 útgáfutitla í 120
löndum. Markmið samtakanna er
halda frelsi fjölmiðla á lofti
ásamt því að aðstoða aðildarfyr-
irtæki sín við að koma fréttum
og öðru efni á framfæri eftir þar
til bærum leiðum hvort, það er
með prentaðri útgáfu eða staf-
rænni tækni.
Falsfréttum fjölgar
Á vegum WAN-IFRA var ný-
lega gerð úttekt á stöðu dag-
blaða og stafrænna miðla og hún
greind. Þar kemur fram að fleiri
borga fyrir fréttir en nokkru
sinni fyrr. Þetta er að mestu
leyti keyrt áfram af stafrænum
fréttum. „Áskriftablöð eru víða
enn mjög sterk en annars staðar
hefur upplag minnkað,“ segir
Ingi Rafn „Bandaríkin hafa
gengið í gegnum mikið samdrátt-
arskeið og er kallað eftir því víða
þar um slóðir að borgarblöðin
hefji aftur útgáfu vegna aukn-
ingar á falsfréttum. Útgefendur
fjárfesta í gagnaöflun og hvernig
hægt væri að nota önnur við-
skiptamódel með þeirri fjárfest-
ingu sem er til staðar. Einnig
hafa þeir breytt prentrekstri til
að nýta betur þann búnað sem
þeir eru með. Talsvert er um
uppkaup og samþjöppun á þess-
um markaði. Þar eru Bandaríkin,
Evrópa og Ástralía í sérflokki.
Þessi iðnaður hefur í gegnum
tíðina tekist á við miklar breyt-
ingar en náð að aðlagast þróun-
inni.“
Í fjölmiðlastarfi er Netið að
taka æði margt yfir. Flestir
blaðaútgefendur hafa breytt fyr-
irkomulagi í rekstri sínum; eru
með vefútgáfu meðfram pappír-
num. Sumir hafa líka tekið skref-
ið í átt að sjónvarpi og útvarpi.
Með þessu móti geta þeir nýtt
efni sem er framleitt á fleiri
staði. „Meiri áhersla er lögð á
neytendur og koma efni til
þeirra á sem fjölbreyttastan hátt.
Prent er ennþá mjög mikilvægur
vettvangur fyrir útgefendur.
Tekjur af prenti hjá fjölmiðlum
eru 85% af veltu á heimsvísu og
dagblaðið er enn vinsælt sem
miðill og þarf að sjálfssögðu ekki
rafhleðslu. Það sem hefur gerst
er að útgáfa á vandaðri tímarit-
um hefur aukist samhliða dag-
blöðunum – það eru komin hlið-
arblöð með mjög mörgum
stórum dagblöðum sem fá mikinn
lestur og dreifingu. Dreifing og
lestur á dagblöðum hefur heldur
farið niður á við í Skandinavíu.
Þýskaland sem er fylkjaskipt er
ennþá með styrka stöðu að þessu
leyti. Okkar markmið hjá WAN
IFRA er að aðstoða okkar fólk til
að verða arðbært með þeim miðl-
um sem þeir velja að nota.“
Trump fjölgar
áskrifendum
Í blaðaútgáfu er ekkert al-
gilt. Staða dagblaða er mjög
sterk til dæmis í Asíu – þá ekki
síst á Indlandi. Einnig á
ákveðnum svæðum í Evrópu þar
sem svæðisblöð hafa mikla út-
breiðslu og eru lesin alveg ofan í
kjölinn.
„Bandaríkin hafa gengið í
gegnum samdráttarskeið þó að
kosning Trump í embætti hafi
fjölgað áskriftum að helstu dag-
blöðum Bandríkjanna. Það er at-
hyglisvert að sjá að almenningur
ætlast til þess að dagblöðin sinni
rannsóknarskyldu sinni eins þau
hafa gert í gegnum árin. Sem
sýnir í raun það traust sem al-
menningur hefur á þessum miðl-
um og þeirra hlutverki,“ segir
Ingi Rafn, sem í starfi sínu mun
leiða samstarf prentmiðladeilda
WAN-IFRA við útgefendur víða
um heim ásamt því að halda uppi
samskiptum við birgja fyrir
prent- og útgáfuiðnað.
„Við höldum stóra viðburði
þar sem markmiðið er að tengja
þessa hópa ásamt því að sjá um
endurmenntun í faginu heilt yfir.
Að auki gefum við út vandað
rannsóknarefni þar sem málefni
tengd þessum iðnaði eru skoðuð í
þaula með helstu sérfræðingum á
þessu sviði. Þetta er spennandi
vettvangur, frábært starfsum-
hverfi og ég mun starfa með afar
reynslumiklu fólki víða að úr
heiminum.“
Framkvæmdastjóri hjá WAN-IFRA, alþjóðasamtökum útgáfufyrirtækja
Ljósm/Aðsend
Útgáfa Áskriftablöð eru víða enn mjög sterk, segir Ingi Rafn Ólafsson,
sem mun leiða samstarf prentmiðladeilda WAN-IFRA við útgefendur.
Dagblöð njóta trausts
Ingi Rafn Ólafsson fæddist
1971. Er með BS-próf í fram-
leiðslustjórnun fyrir prentverk
frá háskóla í New York-ríki og
MBA-próf frá Edinborgarhá-
skóla. Var framkvæmdastjóri
Prenttæknistofnunar, mark-
aðsfulltrúi hjá Hvíta húsinu,
kynningastjóri hjá HÍ og síð-
ustu ár sviðsstjóri prent- og
miðlunarsviðs hjá Iðunni
fræðslusetri.
Hver er hann?
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
Huga þarf betur að tengslaneti
ungmenna af erlendum uppruna
hérlendis en vísbendingar um það
að ungmennum af pólskum og as-
ískum uppruna líði verr en ung-
mennum af íslenskum uppruna
koma fram í doktorsritgerð Ey-
rúnar Maríu Rúnarsdóttur, að-
junkts í uppeldis- og menntunar-
fræði.
Eyrún varði ritgerð sína síðast-
liðinn föstudag.
„Mér finnst þetta vera ákall fyr-
ir ýmsar stofnanir og samfélagið í
heild sinni að taka höndum saman
og gæta að öllum börnum í þessu
samfélagi, alveg sama hvaðan þau
eru eða hvaða
hópi þau til-
heyra,“ segir
Eyrún.
Hún tekur þó
fram að það sé
mikilvægt að al-
hæfa ekki um
ungmenni af er-
lendum uppruna.
„Það sem ég
vil fyrst og
fremst leggja áherslu á er að þetta
er afar fjölbreyttur hópur.“
Verri líðan skýrist að miklu leyti
af félagslegum og efnahagslegum
bakgrunni ungmennanna en ung-
mennin sem um ræðir voru á aldr-
inum 11 til 16 ára þegar rannsókn
Eyrúnar var framkvæmd.
„Þegar maður skoðar ungmenni
af erlendum uppruna án þess að
flokka þau eftir upprunalandi kom
ekki fram munur á líðan eftir upp-
runa. Það þýðir að það er líka tals-
vert um ungmenni af erlendum
uppruna hérlendis sem líður ekk-
ert verr en börnum af íslenskum
uppruna.“
Þegar litið er til ungmenna af
pólskum uppruna annars vegar og
af íslenskum uppruna hins vegar
sem eru með svipaðan félagslegan
og efnahagslegan bakgrunn kemur
í ljós að pólsk börn standa jafn-
fætis íslenskum börnum hvað
varðar líðan.
„Hins vegar virðist annars kon-
ar mynstur gilda um ungmenni af
asískum uppruna,“ segir Eyrún.
Eins og áður segir þá leiddi
rannsókn Eyrúnar í ljós að tengsl-
anet barna af erlendum uppruna
hérlendis væri almennt ekki jafn
gott og tengslanet barna af ís-
lenskum uppruna.
Skynja minni stuðning
Ungmennin í rannsókninni
skynjuðu ekki jafn mikinn stuðn-
ing frá foreldrum og bekkjarfélög-
um og ungmenni af íslenskum
uppruna.
„Í raun og veru eru það nið-
urstöður sem allir geta tekið til sín
vegna þess að það þýðir að við er-
um ekki að hlúa nægilega vel að
eða skapa nægileg tækifæri fyrir
þessi ungmenni til að sækja sér
stuðning í samfélaginu. Það eru
auðvitað tengsl í heimalandinu
sem rofna og það þarf eitthvað að
koma í staðinn. Það virðist ekki
gerast nægilega vel.“
Eyrún leit sérstaklega til vina-
tengsla ungmenna af erlendum
uppruna. Þá kom í ljós að ekki
næst sama tilfinningadýpt í vin-
áttu sem er þvert á þjóðerni. Þá
skiptir ekki máli hversu lengi
börnin hafa dvalið á Íslandi eða
hversu marga vini þau eiga.
Önnur niðurstaða sem Eyrún
greinir frá í ritgerðinni er sú að
ávinningur þess að búa í skóla-
hverfi þar sem efnahagsstaða fjöl-
skyldna er betri skilar sér síður til
ungmenna af erlendum en innlend-
um uppruna. „Ef eitthvað er þá
líður þeim verr þar,“ segir Eyrún.
Ákall um að samfélagið gæti barna
Börn af pólskum og asískum uppruna upplifa frekar vanlíðan en börn af íslenskum uppruna Fé-
lags- og efnahagslegur munur lykilatriði í mun á líðan Minni tilfinningadýpt í vináttu þvert á þjóðerni
Eyrún María
Rúnarsdóttir
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
Gert er ráð fyrir að útgjöld fæðing-
arorlofssjóðs verði 1.400 milljónir
króna umfram forsendur fjárlaga
ársins 2019.
Því hefur fjármála- og efnahags-
ráðuneytið lagt til að gerð verði
breyting á lögum um trygginga-
gjald og hlutfall fæðingarorlofs-
sjóðs í gjaldinu hækki úr 0,65% í
1,1%.
Þetta þarf að gera til þess að
standa undir fullri fjármögnun
sjóðsins á árinu 2020 að teknu tilliti
til halla ársins 2019, að því er fram
kemur í minnisblaði fjármála- og
efnahagsráðuneytisins sem sent var
á efnahags- og viðskiptanefnd Al-
þingis í síðustu viku.
Vegna hærri hlutdeildar fæðing-
arorlofssjóðs í Tryggingagjaldinu
þá lækkar hlutfall lífeyris- og slysa-
trygginga á móti.
„Tekjur sjóðsins af almenna
tryggingagjaldinu munu ekki duga
fyrir útgjöldum hans á árinu og
þrátt fyrir að tekið sé tillit til ríf-
lega 2,5 milljarða kr. jákvæðrar
stöðu sjóðsins í árslok 2018 stefnir í
að hann verði rekinn með halla í
árslok 2019“, segir í minnisblaðinu
sem fjallar um breytingartillögur á
frumvarpi til laga um breytingu á
ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir
árið 2020.
Í sama minnisblaði leggur dóms-
málaráðuneytið til breytingar á lög-
um um aukatekjur ríkissjóðs.
Meðal annars leggur ráðuneytið
til breytingartillögur um að hækka
gjald fyrir vegabréfsáritanir.
Verði þær tillögur samþykktar
þá hækkar gjald úr 4.200 krónum í
5.500 krónur fyrir sex til tólf ára
börn og úr 7.800 krónum í 11.000
krónur fyrir þrettán ára og eldri.
Fjármálaráðuneytið leggur einn-
ig fram tillögu að breytingum á
sóknargjöldum, þau verði hækkuð
og að lög um kirkjumálasjóð og
sérframlög til hans verði felld úr
gildi.
1.400 milljóna
framúrkeyrsla
Fæðingarorlofssjóður þurfi meira
Morgunblaðið/Ómar
Börn Útgjöld sjóðsins á árinu voru
mun meiri en gert var ráð fyrir.