Morgunblaðið - 25.11.2019, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2019
ESTRO Model 3042
L 164 cm Leður ct. 15 Verð 345.000,-
L 198 cm Leður ct. 15 Verð 385.000,-
ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla
Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is
Björn Bjarnason skrifar um eftir-leik þess sem hann kallar nýj-
ustu atlöguna að Samherja. Björn
ræðir hvernig málið hefur verið rek-
ið í fjölmiðlum og bendir á skrif
Brynjars Níelssonar
í því sambandi, þar
sem vakið hafi verið
máls á því „að frétta-
stofa ríkisútvarpsins
lét sem um lögbrot
væri að ræða þegar
sagt var frá vopna-
flugi Atlanta til
Sádi-Arabíu, man-
sali á kínverskum
veitingastað á Akur-
eyri, gjaldeyrisbroti
Samherja og skatta-
lagabrotum ráða-
manna tengdum
Vafningi og Wintris.
„Að vísu hefur
fréttastofa RUV ekki verið farsæll
uppljóstrari og reyndust þessi mál á
sandi byggð. Bundnar eru þó tals-
verðar vonir við að nýjustu upp-
ljóstranir um skattalagabrot, pen-
ingaþvætti og mútur eigi einhverja
stoð í raunveruleikanum,“ segir
Brynjar.“
Þessi reynsla af fréttastofu Rúv.gefur tilefni til að fara varlega í
að draga ályktanir og leyfa þar til
bærum yfirvöldum að rannsaka
málið fyrst.
En Björn segir líka að grein rit-stjóra Stundarinnar hafi orðið
til þess að hann hafi kynnt sér „að-
eins eignarhald Stundarinnar og þá
sem standa þar að baki. Sé ég ekki
betur en í þeim hópi séu útgerðar-
fyrirtæki sem eiga hagsmuna að
gæta víða um heim meðal annars í
Afríku. Þarna er kannski efni í nýj-
an Kveiks-þátt?“
Það sem Björn nefnir þarna rétt-lætir vitaskuld engin meint lög-
brot sem lýst hefur verið og verður
að rannsaka. En þetta er óneitan-
lega áhugavert innlegg í umræðuna.
Björn Bjarnason
Áhugavert innlegg
STAKSTEINAR
Jón Trausti
Reynisson
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Fjöldi fólks lagði leið sína á kröfufund
á Austurvelli á laugardag til að krefj-
ast nýrrar stjórnarskrár, afsagnar
sjávarútvegsráðherra og þess að arð-
ur af nýtingu sameiginlegra auðlinda
landsmanna renni í sjóði almennings.
Var mörgum heitt í hamsi yfir
meintu framferði forsvarsmanna
Samherja í viðskiptum sínum í Nami-
bíu. „Fasisminn er risinn upp í öllu
sínu veldi íklæddur kapítalismanum
sem er nýju fötin hans og hann bann-
ar okkur að benda á sig, að tala um
sig. Hann bannar okkur að tala um
spillingu nema í Namibíu,“ sagði
Auður Önnu Magnúsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Landverndar, í ræðu
sinni á fundinum.
Fjöldi fólks krafðist afsagnar
Ný stjórnarskrá, afsögn ráðherra og
almenningssjóður kröfur fundargesta
Morgunblaðið/Eggert
Fólksfjöldi Orðin „lýðræði ekki auðræði“ voru gestum ofarlega í huga.
Öll gögn og vitnisburður Samherja-
málsins benda til þess að mútur, pen-
ingaþvætti og skattsvik hafi átt sér
stað. Þetta kemur fram í yfirlýsingu
frá ACC, namibísku spillingarlög-
reglunni, sem greint var frá í nami-
bískum miðlum í gær. Bernhard
Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráð-
herra landsins, var handtekinn á
laugardag, en sleppt degi síðar, að
sögn vegna formgalla í handtökuskip-
un. RÚV hefur eftir framkvæmda-
stjóra ACC að önnur handtökuskipun
verði hins vegar lögð fram í dag. Þá
segja namibískir miðlar að þriggja
manna, svonefndra „hákarla“, sé enn
leitað, þeirra James Hatuikulipi, fyrr-
verandi stjórnarformanns ríkisút-
gerðarinnar Fishcor, Sacky Shang-
hala, fyrrverandi dómsmálaráðherra,
og Tamson Hatuikulipi.
Forsetinn snýr vörn í sókn
Þing- og forsetakosningar fara
fram í Namibíu á miðvikudag. Greint
er frá því í namibískum miðlum að í
fyrsta sinn í sögu þjóðarinnar eftir að
hún fékk sjálfstæði gæti stefnt í tví-
sýnar kosningar, en stjórnarflokkur-
inn Swapo hefur haft öll tögl og hagld-
ir í stjórnkerfi landsins frá því það
öðlaðist sjálfstæði árið 1990. Nú heyr
forsetinn, Hage Geingob, þó harða
baráttu um endurkjör við tannlækn-
inn Panduleni Itula, sem býður sig
fram sem óháður, þrátt fyrir að vera
einnig meðlimur Swapo. Forseti
landsins sneri vörn í sókn á Twitter
um helgina og beindi spjótum sínum
að Íslendingum. Fjölmiðlar hefðu
ráðist gegn Namibíumönnum og að-
eins sagt frá þeim sem tóku við mútu-
greiðslum. Hins vegar færi minna
fyrir umræðu um þá sem hefðu veitt
múturnar. Íslendingar ættu að ein-
beita sér að því að rannsaka spillingu
heima fyrir.
Öll gögn bendi
til spillingar
Esau á yfir höfði
sér handtökuskipun
Í ólgusjó Bernhard Esau, fyrrver-
andi sjávarútvegsráðherra Namibíu.