Morgunblaðið - 25.11.2019, Side 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2019
BROTINN
SKJÁR?
Við gerum v
allar tegun
síma, spjaldtö
og Apple t
ið
dir
lva,
ölva
Bolholti 4, 105 • Reykjavík • S 534 1400 • www.smartfix.is
SAMNINGAR VIÐ
ÖLL TRYGGINGAFÉLÖG
• Fagleg þjónusta
• Vönduð vinnubrögð
• Frítt tjónamat
Hvaleyrabraut 2, 220 Hafnarfirði | Sími: 547 0330 | hsretting@hsretting.is | hsretting.is
HSRETTING.IS
547 0330
LÁTTU OKKUR
UM MÁLIÐ
• BÍLARÉTTINGAR
• PLASTVIÐGERÐIR
• SPRAUTUN
Hægt er að bóka tjónaskoðun hjá okkur á netinu
25. nóvember 2019
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 122.95 123.53 123.24
Sterlingspund 158.29 159.05 158.67
Kanadadalur 92.5 93.04 92.77
Dönsk króna 18.186 18.292 18.239
Norsk króna 13.428 13.508 13.468
Sænsk króna 12.763 12.837 12.8
Svissn. franki 123.61 124.31 123.96
Japanskt jen 1.132 1.1386 1.1353
SDR 168.95 169.95 169.45
Evra 135.92 136.68 136.3
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 166.1658
Hrávöruverð
Gull 1468.9 ($/únsa)
Ál 1752.0 ($/tonn) LME
Hráolía 63.62 ($/fatið) Brent
● Bandaríski rafbílafram-
leiðandinn Tesla hleypti
öllu í háaloft á samfélags-
miðlum á fimmtudag þegar
nýr pallbíll, Cybertruck, var
frumsýndur. Skiptast
áhugamenn um bíla núna í
tvær andstæðar fylkingar,
þar sem annar hópurinn
heldur varla vatni yfir pall-
bílnum á meðan hinum
hópnum þykir ökutækið af-
spyrnuljótt.
Var það einkum tvennt
sem vakti athygli frétta- og
samfélagsmiðla: annars vegar fram-
úrstefnuleg hönnun bílsins, og hins
vegar að kynningin misheppnaðist
hrapallega þegar sýna átti hvað rúður
ökutækisins væru sterkar en þær möl-
brotnuðu þvert á það sem til stóð.
Virðist Cybertruck þó hafa hæft stór-
an hóp fólks í hjartastað og á laugardag
greindi Elon Musk, forstjóri Tesla, frá
því að þegar hefðu borist pantanir í um
146.000 eintök af bílnum. Lét hann
fljóta með að þetta hefði fyrirtækinu
tekist án þess að kaupa eina einustu
auglýsingu.
Vestanhafs mun Cybetruck kosta frá
39.900 dölum og þarf að reiða fram
100 dala innborgun til að leggja inn
pöntun. Ekki virðist hafa slegið á áhuga
Tesla-unnenda að framleiðsla á pall-
bílnum mun, að sögn Reuters, ekki hefj-
ast fyrr en síðla árs 2021.
ai@mbl.is
Pantanirnar streyma inn hjá Tesla
Brattur Elon Musk greindi frá að hátt í 150.000 pantanir
hefðu borist. Hart er deilt um útlit Cybertruck-bílsins. BAKSVIÐ
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Wang Yi, utanríkisráðherra Kína,
segir Bandaríkin vera helstu upp-
sprettu óstöðugleika í heiminum og
sakar bandaríska stjórnmálamenn
um að sverta orðspor Kína um allan
heim. Wang lét þessi ummæli falla á
fundi utanríkisráðherra G20
ríkjanna sem fram fór í Nagoya í
Japan um helgina.
Að sögn Reuters gagnrýndi ráð-
herrann Bandaríkin harðlega fyrir
að fara sínu fram án tillits til ann-
arra þjóða og beita verndarstefnu í
alþjóðaviðskiptum. Þá sagði Wang
Bandaríkin hafa skipt sér af innan-
ríkismálum Kína með groddalegum
hætti en bæði neðri og efri deildir
Bandaríkjaþings samþykktu í síð-
ustu viku frumvarp sem kveður á
um að refsiaðgerðum verði beitt ef
þrengt verður að mannréttindum
íbúa Hong Kong.
Trump segist vera vinur
bæði Xi og Hong Kong
Frumvarpið var fyrst lagt fyrir
þingið í sumar, og var samþykkt
með nærri öllum greiddum atkvæð-
um svo að Trump Bandaríkjaforseti
gæti í reynd ekki beitt neitunarvaldi
sínu til að koma í veg fyrir að frum-
varpið verði að lögum. Trump ýjaði
þó að því í viðtali í sjónvarpsþætt-
inum Fox & Friends að hann gæti
freistað þess að stöðva frumvarpið,
til að greiða fyrir því að samningar
náist í tolladeilu Bandaríkjanna og
Kína. Sagðist hann bæði stuðnings-
maður Hong Kong og Xi Jinping
Kínaforseta. Trump hefur áður
hreykt sér af því að það sé afskipt-
um hans að þakka að kínversk
stjórnvöld hafi ekki þegar sent her-
menn inn í Hong Kong til að brjóta
mótmælendur þar á bak aftur.
Á fundi með
blaðamönnum í
Halifax í Kanada
sagði bandaríski
þjóðaröryggis-
ráðgjafinn Ro-
bert C. O’Brien
að mögulega
tækist að sam-
þykkja drög að
samningi milli
Bandaríkjanna
og Kína áður en árið væri á enda en
ráðamenn í Washington muni samt
ekki leiða hjá sér hvernig málin eiga
eftir að þróast í Hong Kong og Suð-
ur-Kínahafi.
Segir Bandaríkin
orsök óstöðugleika
AFP
Klípa Trump hefur gefið til kynna að hann vilji ólmur gera viðskiptasamn-
ing við Kína en að ekki sé sama hver framvindan verður í Hong Kong.
Frumvarp Bandaríkjaþings til varnar Hong Kong kann
að spilla fyrir viðræðum um að binda enda á tollastríðið
Xi Jinping Wa ng YiRobert O’Brien
Bandaríska
skartgripafyrir-
tækinu Tiffany &
Co hefur tekist að
fá LVMH til að
hækka kauptilboð
sitt enn frekar og
eru núna horfur á
að franski tísku-
og áfengisrisinn
borgi 135 dali á
hlut í stað 120
eins og fyrsta tilboð hljóðaði upp á.
Áður hafði LVMH hækkað tilboð
sitt upp í 130 dali, og fékk þá aðgang
að bókhaldi skartgripaverslanakeðj-
unnar. Jafngildir það að markaðs-
virði Tiffany sé 16,3 milljarðar dala.
FT greindi frá þessu á sunnudag og
hefur eftir heimildarmönnum sínum
að það geti gerst strax á mánudag að
greint verði frá að samist hafi um
kaupin á Tiffany.
Tiffany & Co rekur m.a. fjölda
verslana í Bandaríkjunum og nýtur
töluverðra vinsælda í Asíu, en mark-
aðsgreinendur hafa bent á að það
stingi í stúf að LVMH kaupi félagið í
ljósi þess að skartgripaframleiðand-
inn þykir ekki lengur í hópi allra fín-
ustu lúxusmerkja. Fyrir á LVMH
ítalska skartgripafyrirtækið Bulgari
sem samsteypan keypti árið 2011 á
5,2 milljarða dala. ai@mbl.is
LVMH nær
því að eign-
ast Tiffany
Verslun Tiffany
& Co í París.
● Vöxtur fjárfest-
ingar í fjármunum
á þriðja ársfjórð-
ungi mældist und-
ir 1% hjá fyrirtækj-
unum sem mynda
S&P 500-
vísitöluna. Að sögn
WSJ hefði mælst
samdráttur á milli
ársfjórðunga ef
fjárfestingar Apple
og Amazon væru undanskildar. Þessi
þróun er rakin til vaxandi óvissu í al-
þjóðaviðskiptum allt síðan síðasta haust,
sem síðan leiddi til aukinnar varkárni í
fjárfestingum. Nú þegar horfur þykja
orðnar skárri óttast sérfræðingar að að-
haldið undanfarin misseri geti dempað
hagvöxt. ai@mbl.is
Bandarísk fyrirtæki
stíga á bremsuna
Óvissa hefur ein-
kennt undanfarin ár.