Morgunblaðið - 25.11.2019, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2019
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Evrópusam-bandiðglímir við
og hefur lengi glímt
við margvíslegan
vanda. Þar er ekki
síst um að ræða
fjárhagslegan vanda aðildar-
ríkja sambandsins sem í kjölfar
skuldakreppunnar fyrir rúmum
áratug hafa þurft að þola afleið-
ingar þess að hafa tekið upp
evruna. Fyrir sum hafa afleið-
ingarnar verið skelfilegar með
fjárhagslegum erfiðleikum sem
ekki sér fyrir endann á, svo sem
í Grikklandi. Fyrir önnur hafa
afleiðingarnar verið minni, en
þó umtalsverðar, líkt og í
Þýskalandi.
Viðbrögðin innan Evrópu-
sambandsins, meðal embættis-
manna þess og annarra heittrú-
aðra, hafa verið á einn veg.
Vandinn, eða í það minnsta sú
staðreynd að ekki hafi tekist að
ráða við hann, er rakinn til þess
að Evrópusambandið hafi ekki
nægilega öflug fjárhagsleg tæki
til að grípa inn í efnahagslífið í
aðildarríkjunum og rífa þau upp
úr öldudalnum. Þessi kenning
er jafn vafasöm og hún er
hættuleg, meðal annars vegna
þess að hún felur í sér að krafan
um aukinn samruna ríkja Evr-
ópusambandsins verður hávær-
ari.
Vandinn er ekki sá að Evr-
ópusambandið hafi ekki fullnýtt
þau tæki sem það hefur haft á
sviði peningamála. Seðlabanki
evrunnar hefur keyrt vexti nið-
ur fyrir eðlileg mörk og gengið
mjög langt að öðru leyti einnig
til að halda hjólum fjármálalífs-
ins gangandi. Mario Draghi,
sem lét af störfum sem seðla-
bankastjóri evrunnar fyrir hálfu
ári, sagði á sínum tíma að bank-
inn væri reiðubúinn að gera
hvað sem væri til að verja evr-
una, og bætti því við að enginn
skyldi efast um að það yrði nóg.
En allar þessar aðgerðir, jafn
óheftar og þær voru, dugðu ekki
til svo að enn er unnið að frekari
aðgerðum. Þar sem talið er að
seðlabanki evrunnar hafi gengið
alveg fram að hengifluginu og
komist því ekki lengra með
þeim tækjum sem honum standa
til ráðstöfunar, þá er horft til
ríkisfjármálanna.
Þegar að þeim kemur reka
menn sig á að ríkisfjármálin á
evrusvæðinu eru ekki sameig-
inleg. Þrátt fyrir að samruninn
hafi farið sífellt vaxandi og að
Evrópusambandið hafi afskipti
af ríkisfjármálum aðildarríkj-
anna halda þau engu að síður
enn í nokkurt sjálfstæði að
þessu leyti. Þessu telja ráða-
menn sambandsins að verði að
breyta með því að færa enn auk-
in völd til Brussel og draga enn
frekar úr sjálfstæði og fullveldi
aðildarríkjanna.
Draghi viðurkenndi til dæmis
þegar hann kvaddi seðlabank-
ann að tæki hans hefðu ekki
dugað og dró þá ályktun að þörf
væri á nýjum tækj-
um í baráttunni við
veikan efnahag
evrusvæðisins. Sú
lausn að hætta við
evruna er aldrei
rædd. „Augljóst er
að nú er tími meiri Evrópu, ekki
minni,“ sagði Draghi, og ruglaði
vísvitandi saman Evrópu og
Evrópusambandinu eins og
ráðamenn þess gera jafnan.
Hann sagði að sameiginleg rík-
isfjármál væru nauðsynleg til að
fyrir hendi væri miðstýrt fjár-
hagslegt vopnabúr til að tryggja
efnahagslegan stöðugleika.
Þessi umræða hefur haldið
áfram innan Evrópusambands-
ins og á sér ýmsar hliðar en
meginatriðið er að vilji þeirra
sem ráða för er að auka samrun-
ann. Þetta kemur meðal annars
fram í umræðu sem tengist út-
göngu Breta úr Evrópusam-
bandinu, Brexit, sem enn eru
líkur á að verði þrátt fyrir að
Evrópusambandið hafi unnið af
öllum mætti gegn útgöngunni
og þar með gegn vilja almenn-
ings í Bretlandi.
Eitt af því sem Evrópusam-
bandið stendur frammi fyrir við
útgönguna er að ráðstöfunarfé
þess minnkar, sem að öðru jöfnu
hefði þýtt að umsvifin minnkuðu
og ef til vill sömuleiðis bolmagn
þess til að ganga hraðar og
lengra í samrunaátt. Þetta er
nokkuð sem embættismenn í
Brussel og aðrir ákafamenn
Evrópusambandsins mega ekki
hugsa til. Þess vegna er nú róið
að því öllum árum að hækka
hlutfallið sem aðildarríkin
greiða til Evrópusambandsins.
Hlutfallið er nú 1,03% af lands-
framleiðslu ríkjanna en hækk-
unin þarf að vera upp í 1,11% til
að sambandið missi ekki spón úr
aski sínum við útgönguna. Þetta
er mikil hlutfallsleg hækkun, en
fyrir sum ríki er hún margföld,
því að mörg ríkjanna taka meira
til sín en þau greiða til sam-
bandsins. Þau sem halda því í
raun uppi þurfa því að taka á sig
verulega auknar byrðar til að
halda úti óbreyttum rekstri.
Þannig hefur verið reiknað út að
framlag Þýskalands myndi tvö-
faldast og Hollands aukast um
75%. Önnur ríki sem tækju á sig
verulega auknar byrðar eru
Austurríki, Danmörk og Sví-
þjóð, sem sýnir vel í hverju Ís-
land kynni að lenda hefði rík-
isstjórn Samfylkingar og VG
tekist að keyra landið inn í Evr-
ópusambandið fyrir nokkrum
árum.
Innan Evrópusambandsins er
nú tekist á um þetta og hversu
langt það eigi enn að ganga inn
á verksvið aðildarríkjanna. Nið-
urstaðan í hvorugu liggur fyrir
en viðvörunarljósin lýsa skærar
en nokkru sinni og má furðu
sæta að enn heyrist raddir hér á
landi sem kalla eftir aðild Ís-
lands að sambandinu eða
óþarfri eftirgjöf þegar kemur að
innleiðingu reglna þess.
Evrópusambandið
sér aðeins eina leið
út úr þeim vanda
sem við er að etja}
Vaxandi vandi
N
ú nýlega lauk á Alþingi 2. um-
ræðu fjárlaga fyrir árið 2020.
Umræðan var á margan hátt
dýpri en verið hefur und-
anfarin ár og þingflokkar
höfðu tækifæri til þess að gera betur grein
fyrir breytingartillögum sínum en oft áður.
Niðurstaða umræðunnar var þó hefð-
bundin. Allar tillögur stjórnarandstöðunnar
voru felldar af sitjandi meirihluta. Aðgerðir
ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur voru
hefðbundnar. Þeir sem minnst hafa og
minnst eiga munu bera skarðastan hlut og
þyngstar byrðar og þurfa því enn um sinn
að bíða eftir réttlæti. Breytingatillögur
stjórnarandstöðu á hverjum tíma eru mis-
vel fram settar. Í ár voru tillögur nokkurra
stjórnarandstöðuflokka í stórum slumptöl-
um sem voru að mestu ófjármagnaðar. Sem sagt
hefðbundin yfirboð. Tillögur Miðflokksins voru
raunsæislegar, þrauthugsaðar og fjármagnaðar að
fullu. Mig langar að gera hér örstutta grein fyrir því
helsta sem Miðflokkurinn lagði til en stjórnarmeiri-
hlutinn felldi.
Miðflokkurinn lagði til að breytingartillögur hans
yrðu einkum fjármagnaðar með tvennum hætti. Í
fyrsta lagi með hagræðingarkröfu á rekstur ráðu-
neyta sem endurspeglar þá stefnu flokksins að hafa
hemil á bákninu. Í öðru lagi með sölu á „holu“ eða
nýbyggingu Landsbanka Íslands við höfn-
ina sem einnig er byggð á þeim hinum
sama vilja flokksins auk þess að leggja
áherslu á ráðdeild í rekstri fyrirtækja í
eigu almennings.
En hvað vildi svo Miðflokkurinn gera við
þá fjármuni sem þarna eru undir? Í aðal-
atriðum má skipta útgjaldatillögunum í
fernt. 1. Að stuðla að öflugri atvinnu-
rekstri með raunverulegri lækkun trygg-
ingagjalds. 2. Að efla stöðu aldraðra og ör-
yrkja með því að atvinnutekjur rýri ekki
lífeyrisgreiðslur ásamt því að efla rekstur
hjúkrunarheimila. 3. Að efla löggæslu og
tollgæslu og þar með öryggi á landamær-
um til að freista þess að stemma stigu við
stórauknum fíkniefnainnflutningi. 4. Að
efla geðsvið Landspítalans einkum vegna
þeirrar ógnar sem steðjar að ungu fólki með geðræn-
an vanda oft af völdum fíknar. Þrátt fyrir að allar til-
lögurnar hafi verið felldar af stjórnarmeirihlutanum
munu einhverjar þeirra verða endurfluttar við 3. um-
ræðu innan skamms til þess að gefa mönnum tæki-
færi til að sjá að sér og sýna í verki hvort yfirlýst
stefna ríkisstjórnarinnar um eflingu Alþingis er
meira en orðin tóm. thorsteinns@althingi.is
Þorsteinn
Sæmundsson
Pistill
Fjárlög 2020 – Tillögur Miðflokksins
Höfundur er þingmaður Miðflokksins
í Reykjavíkurkjördæmi suður.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Framleiðsla landsmannajókst um allt land á ár-unum 2012 til 2017 en þómest á ferðamannaslóð-
um. Umsvifin eru mismikil í ein-
stökum landhlutum. Þetta má lesa
út úr nýrri skýrslu dr. Sigurðar
Jóhannessonar hjá Hagfræðistofn-
un Háskóla Íslands sem unnin var
í samvinnu við þróunarsvið
Byggðastofnunar. Þessar úttektir
hafa verið unnar með reglulegum
hætti á umliðnum árum en nú er
tekið fyrir eitt mesta hagvaxt-
arskeið landsmanna á síðari tím-
um, árin 2012-2017.
Í seinustu úttekt sem birt var
fyrir ári kom í ljós að mesti hag-
vöxturinn frá hruni þá var á Suð-
urlandi en nú hafa Suðurnesin tek-
ið forystuna. Þar munar mest um
16% hagvöxt á árinu 2017. Á
Suðurnesjum jókst framleiðsla að
meðaltali um rúm 10% á ári frá
2012 til 2017 á meðan framleiðsla
yfir landið allt jókst að meðaltali
um tæp 5% á þessum árum. Suður-
land kemur næst með 5,9% hag-
vöxt og framleiðsla jókst um 5% á
ári að jafnaði á höfuðborgarsvæð-
inu. Sé litið á uppsafnaðan vöxt
yfir þetta sex ára tímabil þá var
hann 64% á Suðurnesjum, 33% á
Suðurlandi og 28% á höfuðborgar-
svæðinu. „Suðurnes standa langt
upp úr, en þar jókst framleiðsla að
meðaltali um rúm 10% á ári frá
2012 til 2017. Meginskýringin á
hröðum hagvexti þar er straumur
ferðamanna hingað til lands, en á
árunum 2012 til 2017 fjölgaði út-
lendingum sem fóru um Keflavík-
urflugvöll úr tæplega 650 þús-
undum í 2,2 milljónir. Þjónusta við
ferðamenn er orðin mikilvægur at-
vinnuvegur á Suðurlandi, en þar
var hagvöxtur að meðaltali tæp 6%
á ári frá 2012 til 2017. Gistinóttum
erlendra ferðamanna á Suðurlandi
fjölgaði um 260% á þessum árum.
Þær voru um 1.650 þúsund árið
2017,“ segir í skýrslunni.
Ef litið er á þróunina í öðrum
landshlutum má sjá að allgóður
hagvöxtur var líka á þessum árum
á Norðurlandi eystra eða tæp 4%
að jafnaði á ári. Hann var hins
vegar undir þremur prósentum í
öðrum landshlutum sem njóta síð-
ur góðs af fjölgun ferðamanna, þ.e.
tæp þrjú prósent að jafnaði á ári á
Vestfjörðum og Vesturlandi, 2,4%
á Norðurlandi vestra og minnstur
á Austurlandi eða 1,1%. Lítinn
hagvöxt á Vestfjörðum, Norður-
landi vestra og Austurlandi má
meðal annars skýra með því að er-
lendir ferðamenn leita ekki mikið
þangað. Árið 2017 voru aðeins 4%
gistinátta útlendinga á Austur-
landi, 2% á Vestfjörðum og 2% á
Norðurlandi vestra. „Lítinn hag-
vöxt á Vestfjörðum, Norðurlandi
vestra og Austurlandi má meðal
annars skýra með því að erlendir
ferðamenn leita ekki mikið þangað.
Árið 2017 voru aðeins 4% gisti-
nátta útlendinga á Austurlandi, 2%
á Vestfjörðum og 2% á Norður-
landi vestra,“ segir í skýrslunni.
Ekki kemur á óvart þegar litið
er á hvaða atvinnugreinar bera
hagvöxtinn uppi að þær tengjast
að hluta til ferðaþjónustu. „Upp-
gangur ferðaþjónustu á Íslandi er
einstakur. Á árunum 2012 til 2017
jukust beinar tekjur Íslendinga af
þjónustu við ferðamenn úr 4,2% af
landsframleiðslu í 8,6%, og er það
miklu meiri breyting en í nokkru
öðru iðnríki, samkvæmt yfirliti
Efnahags- og þróunarstofnunar-
innar, OECD. Hlutdeild ferðaþjón-
ustu í landsframleiðslu er í lok
tímabilsins ekki fjarri því sem ger-
ist í þekktustu ferðamannalöndum.
Hún er rúmlega 11% á Spáni
(2016), 12½% í Portúgal (2016), en
tæp 7% í Grikklandi (2017).“
Morgunblaðið/Eggert
Leifsstöð 10 prósenta hagvöxtur á Suðurnesjum á ári er fyrst og fremst til-
kominn vegna stórfjölgunar ferðamanna um Keflavíkurflugvöll.
Suðurnesin taka
toppsætið í hagvexti
Flutningar og vöxtur
» Tölur um fólksflutninga
sýna að flestir fluttu til Suður-
nesja frá 2012-2017, 12% að-
fluttra af íbúafjölda á því svæði
komu frá útlöndum og 4% frá
öðrum landshlutum.
» Þegar reiknuð er fram-
leiðsla á mann kemur í ljós að
hún var mest á Austurlandi,
höfuðborgarsvæðinu og á
Vesturlandi 2017, en minnst
framleiddi hver maður á Vest-
fjörðum og á Norðurlandi
vestra.
» Vöxtur framleiðslunnar á
Suðurnesjum er sagður liggja
m.a. í því að þangað flutti í
miklum mæli fólk á aldrinum
25-40 ára, sem ekki hefur með
sér börn.
» Hlutfall veitinga- og
hótelrekstrar var lægst eða
2½% af framleiðslu á Vest-
fjörðum, en hæst tæp 10% á
Suðurlandi á árinu 2017.
» Á höfuðborgarsvæðinu
framleiddi hver maður að með-
altali 3,6 milljónir kr. árið 2017
og á Norðurlandi eystra er
meðalframleiðsla á mann 2,8
milljónir kr.