Morgunblaðið - 25.11.2019, Side 15

Morgunblaðið - 25.11.2019, Side 15
15 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2019 Reykjavíkurhöfn Unnið að endurbótum við gömlu höfnina. Eggert Á þessu ári eru liðin 11 ár frá því að Elon Musk, stofnandi TESLA, setti fyrsta alraf- magnaða sportbíl- inn á göturnar í Kaliforníu og meira en sjö ár síð- an fjöldafram- leiðsla fjöl- skyldubíla eingöngu með rafmagnsmótor hófst hjá sama framleiðenda. Við köllum þá bara rafbíla. Viðtökurnar voru ótrúlegar í ýmsu sam- hengi. Fjölmargir fögnuðu þessum tímamót- um og töldu að um straumhvörf yrði að ræða í framleiðslu fjölskyldubíla. Þeir trúðu því að rafbílar yrðu miklu ódýrari í rekstri en sam- bærilegir bílar og svo yrðu þeir afar umhverf- isvænir. Það gekk eftir og fjölmargir kaup- endur biðu jafnvel misserum saman eftir að fá afhentan rafbíl enda eftirspurnin langt um- fram framleiðslugetu fyrirtækisins. Hinir voru samt að því er virtist miklu fleiri sem spáðu því að þessi „tilraun“ með rafbíla myndi fá skjótan og dapurlegan endi, en það varð öðru nær og nú keppast flestallir bíla- framleiðendur í heiminum við að rafvæða bíla- framboð sitt. Það er vitanlega mikið ánægju- efni. Það er ekkert minna en bylting að sjá fram á endurnýjun fjölskyldubílsins á næstu mán- uðum og árum úr bensín- og dísilbílum í hreina rafbíla, sem bæði eru miklu ódýrari í rekstri og gríðarlega skemmtilegir í akstri. Andstæðingar rafbíla hafa reynt að halda því fram að svo mikil mengun fylgi förgun raf- hlaðna að það vegi upp á móti annars jákvæð- um þáttum í framleiðslu þeirra og rekstri. Bæði eldri og nýrri rannsóknir sýna að þetta er sem betur fer alrangt. Mengun af völdum rafbíla er afar lítil. Fyrst um sinn höfðu bíleigendur hérlendis vitanlega áhyggjur af því að drægnin væri lítil og fáar hleðslustöðvar á landinu. Það er hvort tveggja gjör- breytt. Segja má að nú sé runninn upp sá tími að það sé engin skyn- samleg ástæða til að kaupa eitthvað annað en rafbíla sem fjölskyldubíla. Hreinir rafjeppar og stærri rafbílar eru að komast eða þegar komnir í framleiðslu. Framleiðsla strætisvagna og annarra lang- ferðabíla, sem ganga eingöngu fyrir rafmagni er komin á fullan skrið og eru Kínverjar þar í fararbroddi. Aðrir framleiðendur eru jafn- framt að taka við sér. Nokkrir kínverskir vagnar eru þegar komnir í rekstur hérlendis og rafmagnsvögnum fjölgar hröðum skrefum víða erlendis. Rafvæðing farartækja á sjó er orðin það þekkt að fáir efast um að þar verði stórstígar framfarir á næstu árum. Norðmenn hafa t.d. reynslu af rafferjum og við Íslendingar þekkj- um dæmi um það með nýjum Herjólfi. Stór- kostlegt er að hugsa til þess að strandveiði- flotinn gæti til dæmis rafvæðst á fáum árum. Bjartsýnt, en mögulegt. Önnur fiskiskip koma svo á eftir. Rafvæðing í flugi er í huga flestra frekar draumkennd sýn, þar sem flugið er viðkvæmt fyrir þunga og rafhlöður eru vissulega þung- ar, að minnsta kosti enn sem komið er. En eins og í ljós kom við framleiðslu rafbíla þá sparast mikill þungi við að skipta út stórum bensín- eða dísilmótor fyrir lítinn og léttan rafmagnsmótor, sem er kannski á stærð við 20 lítra fötu eða þar um bil. Jafnframt sparast þungi bensíntanks og 50-70 lítra af bensíni o.s.frv. Leiðum þetta yfir í flugið. Hugsum okkur venjulega litla tveggja sæta flugvél þar sem níðþungur bensínmótor situr í nefi hennar. Í báðum vængjum vélarinnar eru svo bens- íntankar, sem taka mismikið af eldsneyti, en oftar en ekki býsna mikinn þunga. Í raf- magnsflugvél sparast þessi þungi og í staðinn kemur lítill en kraftmikill rafmagnsmótor, sem er knúinn af rafmagni, sem geymt er í rafhlöðum, sem vissulega eru þungar, en koma í staðinn fyrir mismuninn á þunga bens- ínmótors og rafmagnsmótors auk bensíntanka og bensíns sem rafmagnsvélin þarf ekki. Þetta er augljóst, ekki satt? Við ætlum ekki í þessari stuttu grein að þreyta lesendur á tölum en getum fullyrt að rafvæðing flugsins er komin á fulla ferð. Þeg- ar í dag eru nokkrar tilraunaflugvélar að fljúga og þeim fjölgar bara á næstu mánuðum. Fyrst um sinn eru það litlar flugvélar til kennslu og þjálfunar en mjög fljótlega koma fram stærri vélar til farþegaflugs á styttri flugleiðum. Fjöldi fyrirtækja er að hanna, þróa og prófa rafmagnsflugvélar og vitað er um samstarf risafyrirtækja í flug- og raf- magnsiðnaðinum sem mun skila merkilegum flugvélum á markaðinn innan tíðar. Flugmálayfirvöld margra landa hafa þegar mótað stefnu í átt að rafmögnuðu flugi. Það sem er sérstaklega áhugavert fyrir okkur hér á Íslandi er sú sérstaða okkar að eiga næga endurnýjanlega orku og jafnframt að þær flugvélar sem fyrst munu koma á markaðinn verða einkar hagkvæmar á styttri flugleiðum eins og hér innanlands. Margir telja að innanlandsflug með rafflug- vélum á styttri leiðum bæði í Bandaríkjunum og Evrópu og þar með hérlendis verði orðið að veruleika mun fyrr en ætla mætti, jafnvel innan 7 til 10 ára. Rekstrarkostnaður við flog- inn kílómetra í rafflugi hefur verið áætlaður um það bil 70-75% lægri en flug með hefð- bundnum flugvélum. Mörgum mun finnast erfitt að trúa þessu, en mismunurinn á kostn- aði við rekstur rafmagnsbíls og venjulegs bíls gefur vonir um að það muni einnig eiga við í flugi. Þessar áætlanir eru ekki komnar frá einhverjum leikmönnum heldur þeim, sem eru í fremstu röð við þessa þróun og framleiðslu og hafa þegar nokkra reynslu að byggja á. Talið er að um leið og innanlandsflug með rafflugvélum verður að veruleika muni mikil- vægi flugs í samgöngum aukast til muna, jafn- vel þannig að flugvellir sem lagðir hafa verið af verði opnaðir á ný og fjölgun farþega í flugi á styttri flugleiðum muni verða mikil. Margt bendir til að flugið verði umhverfis- vænasti samgöngumátinn. Ekki nóg með það að losun gróðurhúsalofttegunda verði nánast engin, hljóðspor þessara véla verður sáralítið og til að komast milli staða þarf ekki langa vegi heldur eingöngu u.þ.b. kílómetra braut á hvorum enda fyrir sig. Á Íslandi mun þetta þýða gjörbreytt lands- lag í samgöngum innanlands, þar sem mik- ilvægi flugsins mun vaxa, mikilvægi Reykja- víkurflugvallar mun verða öllum ljósara en nokkru sinni fyrr og aðgengi landsbyggðar- innar að stjórnsýslu og heilbrigðisþjónustu þjóðarinnar verður betra en áður hefur þekkst. Rafflug til annarra landa mun fylgja í kjölfarið. Rétt er að taka fram í lokin að ýmsir orku- gjafar munu hafa áhrif á næstu misserum og árum, metan, vetni og jafnvel kjarnasamruni, sem ýmsir binda vonir við. Þeir verða jafn- framt nýttir til að framleiða rafmagn. Nú er okkur Íslendingum þegar boðið upp á fjölbreytta og frábæra kosti í rafmagnsbílum og það eigum við ekki að hika við að nýta okk- ur enda bæði hagkvæmt og skemmtilegt. Rafvæðing flugsins er gríðarlega mikilvægt skref og þar mun reyna mest á flug- vélaframleiðendur, stjórnvöld í hverju landi og flugrekendur, en áhugi og stuðningur al- mennings við þau orkuskipti getur haft mikil áhrif. Eftir Friðrik Pálsson og Matthías Sveinbjörnsson »Rafvæðing flugsins er gríðarlega mikilvægt skref og þar mun reyna mest á flug- vélaframleiðendur, stjórnvöld í hverju landi og flugrekendur. Friðrik Pálsson Friðrik er hótelrekandi og áhugamaður um rafbíla og rafflug og fyrrverandi forseti Flugmálafélags Íslands. Matthías er flugmaður, áhugamaður um rafbíla og rafflug og forseti Flugmálafélags Íslands. Rafmagnsflug og orkuskipti Matthías Sveinbjörnsson Hinn 22. nóvember sl. var ég í Landsrétti sýknaður af kröfum Benedikts Bogason- ar hæstaréttardómara í máli sem hann höfðaði vegna um- mæla minna í bókinni „Með lognið í fangið.“ Ummælin, sem hann beindi skeytum sínum að, var að finna í kafla bókarinnar sem bar heitið „Dómsmorð“ og fjallaði um dóm Hæstaréttar 17. febr- úar 2012 í máli ákæruvalds- ins gegn Baldri Guðlaugssyni. Ég hygg að þetta hafi verið fyrsti dómur réttarins í sakamáli sem tengdist hruninu haustið 2008. Var Baldur með dóminum sakfelld- ur fyrir innherjasvik og dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi. Benedikt átti sæti í málinu og tók þátt í að sakfella ákærða. Í bókinni gagnrýndi ég þennan dóm, notaði um hann orðið „dómsmorð.“ Sagði ég að felldur hefði verið dómur sem dóm- ararnir vissu eða að minnsta kosti hlutu að vita að ekki stóðst hlutlausa lagafram- kvæmd. Á 23 blaðsíðum bókarinnar fór ég yfir annmarkana sem voru á þessum dómi og rökstuddi mál mitt nákvæmlega. Undir lokin var nefnt hvaða dómarar Hæstaréttar hefðu staðið að dóminum en Benedikt var einn þeirra. Að öðru leyti var ekkert vikið sérstaklega að þessum dómara í umfjöllun minni. Þetta dugði þessum lögvísindamanni til að höfða meiðyrðamál á hendur mér. Því lauk núna í Landsrétti með þeirri óhjákvæmi- legu niðurstöðu að ég var sýknaður af kröfum hans. Málsóknin reynist hafa op- inberað ótrúlegt þekkingarleysi dómar- ans á málum sem varða frelsi til tjáning- ar. Hann situr sem dómari við æðsta dómstól þjóðarinnar. Það hlýtur að setja að mönnum hroll. Hrein fjarstæða Landsréttur telur í forsendum sínum að ég hafi hoggið nærri mörkum tjáning- arfrelsis míns með þessum kafla bókarinnar og segir að efni ummæla minna gefi tilefni til að vekja verulegar efasemdir um hvort ég hafi farið út fyrir þau. Þessi orð eru að mínum dómi hrein fjarstæða. Tel ég af því til- efni ástæðu til að telja upp í stuttu máli í hverju gagn- rýni mín á dóminn var fólg- in, því um það hefur hvorki Benedikt né aðrir viljað fjalla, og þá ekki heldur Landsrétturinn. 1. Ég taldi að Hæstiréttur hefði legið undir of miklu álagi og því ekki getað fjallað um málið á þann hátt sem nauð- synlegt var. 2. Þrýstingur hefði verið á dómstólinn um að sakfella í hrunmálum. Þetta var fyrsta málið úr þeim flokki sem dóm- stóllinn fékk til meðferðar. 3. Formaður dómsins hafi verið van- hæfur vegna hlutafjáreignar sinnar í Landsbankanum. 4. Ákærði hefði ekki búið yfir inn- herjaupplýsingum. 5. Landsbankinn hefði ekki sinnt tilkynn- ingaskyldu sinni ef rétt teldist að um innherjaupplýsingar hefði verið að ræða. Ákærða hefði því óbeint verið refsað fyrir brot bankans. 6. Fyrir lá að Fjármálaeftirlitið hefði vit- að allt sem ákærði vissi, en ekki talið ástæðu til að meta upplýsingarnar sem innherjaupplýsingar og birta þær sem slíkar, eins og þá hefði verið skylt að gera. 7. Ákærði var dæmdur fyrir annað en ákært var fyrir. Munurinn skipti sköp- um um vörn hans. 8. Samantekt um efni dómsins var breytt á heimasíðu Hæstaréttar eftir að rétt- urinn hafði áttað sig á að sakfellingin í dóminum stóðst ekki. Ég birti báðar útgáfurnar í bók minni. 9. Brotið var gegn reglunni um að ekki mætti ljúka máli tvisvar (ne bis in idem). Ítarlegan rökstuðning var að finna í bók minni um öll þessi atriði. Með því að segja að dómararnir hafi að minnsta kosti mátt vita um þessi atriði þegar þeir kváðu upp dóminn var ég í reynd að hlífa þeim við því að halda því fram að þeir hafi ekki haft næga lög- fræðiþekkingu til að dæma málið. Ásök- un um slíkt hefði í reynd verið mun alvar- legri fyrir þá. Fór hvergi nærri mörkum til frjálsrar tjáningar Það er hreinasta fjarstæða að ég hafi ekki mátt segja það sem ég sagði um þetta allt saman eða verið í því efni ein- hvers staðar nálægt þeim mörkum sem frelsi mitt til tjáningar naut. Þetta virðist vera sagt í dóminum til að búa til grund- völl til að hlífa formanni dómstólasýsl- unnar við að greiða mér kostnaðinn sem ég hafði af því að verja mig gegn þessum langsóttu sökum hans. Við blasir að hagsmuna- og kunningjatengslin við for- manninn hafi valdið þessu. Þess vegna er dómurinn að hluta til dæmi um að ís- lenskir dómstólar bregðast stundum, þegar á reynir, skyldum sínum um að virða fullkomið hlutleysi í verkum sínum. Enginn annar íslenskur borgari hefði við sömu aðstæður notið þessara sætinda af borði dómaranna. Ég skora á landsmenn, lögfræðinga sem aðra að láta ekki svona dóm hindra sig í að segja opinberlega það sem þeir vita sannast um verk dómstóla. Gagnrýni á verk þeirra er eina aðhaldið sem þeir fá. Um dómsmorðið Eftir Jón Steinar Gunnlaugsson » Þess vegna er dóm- urinn að hluta til dæmi um að íslenskir dómstólar bregðast stundum, þegar á reynir, skyldum sínum um að virða fullkomið hlutleysi í verkum sínum. Jón Steinar Gunnlaugsson Höfundur er lögfræðingur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.