Morgunblaðið - 25.11.2019, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 25.11.2019, Qupperneq 17
MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2019 ✝ Ólafur ThÓlafsson fædd- ist í Reykjavík 3. október 1936. Hann lést á hjúkrunar- heimilinu Ási 16. nóvember 2019. Foreldrar hans voru Guðmundína Þ. Björnsdóttir, f. 9. apríl 1914, d. 16. nóvember 1997, og Ólafur Snóksdalín Ólafsson, f. 11. nóv- ember 1904, d. 5. nóvember 1969. Þau skildu en Guðmund- ína giftist síðar Gísla Þórð- arsyni, trésmiði í Hafnarfirði, sem varð stjúpfaðir Ólafs. Ólafur eignaðist þrjár yngri hálfsystur: 1) Jónína Björg Gísladóttir, f. 1947; 2) Bryndís Gísladóttir, f. 1950; 3) Kristín Erna Gísladóttir, f. 1953, d. 2016. Hinn 24. maí 1958 giftist Ólaf- ur Sigrúnu Gyðu Sveinbjörns- dóttur, f. 12. maí 1937, f. 26. október 2016, frá Vesturkoti á Skeiðum. Foreldrar hennar voru Guðrún Sigurðardóttir, f. 7. febrúar 1915, f. 30. nóvember 2014, og Sveinbjörn Krist- jánsson, f. 29. apríl 1913, d. 17.júlí 2003. Afkomendur Ólafs og Gyðu: 1) Elín Vigdís, f. 24. janúar 1958. Synir hennar eru Ólafur Uni Daníelsson, Kári og Matthías náms við Myndlista- og hand- íðaskóla Íslands og lauk þaðan prófi 1979. Einnig varð hann sér úti um kennsluréttindi. Eftir það vann hann sem kennari við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi og kenndi einkum grunnteikningu iðngreina. Ólafur hélt sýningar á verk- um sínum, bæði einkasýningar og einnig tók hann þátt í sam- sýningum á Selfossi, í Reykjavík og víðar. Ólafur lagði stund á skrautskrift og aðra skreytilist, hannaði skilti, vörumerki og kennimerki eða lógó. Skilti eftir Ólaf sjást enn víða um Selfoss. Ólafur Ólafsson hlaut menning- arviðurkenningu Sveitarfé- lagsins Árborgar 2014. Ólafur kom víða við í fé- lagslífinu á Selfossi. Hann starf- aði lengi með Leikfélagi Selfoss og sá þar um leikmyndahönnun og leikmyndagerð og ýmiskon- ar myndverk, gerði merki leik- félagsins, plaköt og fleira. Ólaf- ur var áhugasamur harmoniku- leikari og aðalhvatamaður að stofnun Harmonikufélags Sel- foss og nágrennis og sat lengi í stjórn þess sem og í stjórn Sam- bands íslenskra harmonikuunn- enda. Hann var einnig virkur í stjórnmálastarfi, ötull tals- maður jafnaðarstefnu og jafn- réttis og um hríð í stjórn Al- þýðubandalagsfélagsins á Selfossi. Jarðarför Ólafs Th Ólafs- sonar fer fram frá Selfosskirkju í dag, 25. nóvember 2019, klukkan 14. Aron Ólafssynir. Börn Ólafs Una eru Valdimar og Dagný; 2) Hrund, f. 17. janúar 1959. Börn hennar eru Arnór Bogason og Sigrún Gyða Sveinsdóttir; 3) Bragi, f. 16. desem- ber 1961. Börn hans eru Elfar Þór, Móeiður, Guð- mundur, Ragnar Bragi og Sigrún. Stjúpdóttir, Magnea Bjarnadóttir. Dóttir Elfars er Fanndís Lilja. Börn Móeiðar eru Frank, Sigge og Rio. Dóttir Guðmundar er Ragna Sigrún. Dóttir Ragnars Braga er Hedvig; 4) Ólafur Þór, f. 2. júlí 1964, d. 26. október 2006; 5) Sigrún Sól, f. 31. ágúst 1968. Synir hennar eru Sig- urhjörtur, Arnaldur og Ólafur Bragi, Pálmasynir. Ólafur og Gyða hófu búskap á Bjarnhólastíg 3 í Kópavogi en fluttu sig síðan á Skarphéð- insgötu 14 í Reykjavík en þaðan á Selfoss árið 1965. Þar bjuggu þau æ síðan, fyrst í Vallholti 23 en lengst af í Lambhaga 26 eða þar til Gyða lést. Ólafur lærði málaraiðn í Iðn- skólanum í Reykjavík og starf- aði nokkur ár sem húsamálari og síðar mun meira við bíla- málun. Seinna réðst hann til Faðir minn listamaðurinn: Ég er hjá honum úti í skúr, úti í vinnustofu, inni á skrifstofu, í eld- húsinu, í garðinum. Hann er við trönurnar, við vinnuborðið, við bílinn, við mótorhjólið, við teikni- borðið, við tölvuna, við blómabeð- ið, í snjónum á stéttinni, við eld- húsbekkinn, með harmóníkuna. Ég finn ilminn af viði, málningu, málmi, olíulitum, trélitum, vatns- litum, blýi, strokleðri. Og pípu- tóbaki. Ég heyri hljóðið í þumal- fingrinum þegar hann liðkar sig áður en hann hefst handa. Ég heyri í blýanti á pappír og í sýsli með verkfæri. Alltaf. Útvarpið er lágt stillt og við spjöllum saman um það sem skiptir máli. Alltaf. Röddin er róleg og þægileg og hann hlustar, segir frá; ráðlegg- ur, kennir. Alltaf. Hann segir mér og sýnir: Hvernig á að draga beina línu og teikna hring, hvernig á að stroka út og hreinsa blaðið. Hann kennir mér hvernig á að beita pensli og draga þannig að ekki komi klessa og ekki komi helgidagar; hvort sem er á vegg eða á málverki. Hann kennir mér hvernig á að mála vel í hornin og rúlla og hann kennir mér hvernig á að negla nagla, slípa, búa í haginn. Hann kenndir mér verksvit. Og hann kennir mér orðaforðann, eins og hvað það þýðir að oðra. Hann kennir mér um fjarvídd, um liti, um áferð, um eiginlega efnisins. Hann útskýrir hvernig hann hugsar og vinnur stig af stigi þeg- ar hann finnur upp hluti og verk- færi. Hann sýnir mér aðferðir við að raða, flokka og skipuleggja, hann kennir mér að beita skóflu, moka snjó og hvernig á að búa til snjóhús og snjókarl svo verkið standi. Hann býr sjálfur til list- ræna snjókarla og snjóhús og meira að segja snjóboltinn er full- komlega lagaður með hlýjum og öruggum höndum. Hann leggur alltaf fallega á morgunverðar- borðið; með servíettum og oft með blómum og svo kallar hann á mömmu og okkur hin. Hann kennir mér um feg- urðina. Hvernig hún virkar, hvernig hún er í öllum hlutum, formum og fólki og hvernig við getum búið til fegurð í kringum okkur. Ég sat hjá pabba og hélt í höndina á honum þegar hann fékk loks friðinn og er óendanlega þakklát fyrir það. Allt var kyrrt, úti var logndrífa og fegurðin ríkti. Hrund Ólafsdóttir. Hjá afa og ömmu í Lambhaga átti ég heimili. Mér leið aldrei öðruvísi þar og afi þreyttist ekki á að ítreka það. Þar var mitt annað, og fljótt þriðja, athvarf. Þar var ég oft sem barn og í minningunni var ekki stórmál hvort mamma væri á staðnum, ég var aldrei í pössun. Þarna átti ég heima. Það var margt sem ég aðhafð- ist í Lambhaganum sem barn, ýmist með frændum og/eða syst- ur, eða einn. Best fannst mér þó að vera einn. Þá fékk ég óskipta athygli afa sem var oft í hlutverki kennarans, hann var alltaf að sýna mér og kenna. Mis mikið sí- aðist inn en eftir sat áhugi og metnaður fyrir teikningu og hönnun sem átti eftir að verða mér mikið og gott veganesti. Það var eitthvað alveg sérstakt við það sem við afi áttum aðeins tveir saman. Að hlæja saman að einhverjum aulabröndurum sem engum öðrum þótti fyndið var okkar aðalsmerki. Ég minnist afa og stundanna okkar saman með hlýju. Ég er þakklátur fyrir afa og ömmu á Selfossi. Þeirra minning og andi mun lifa í huga mínum og svo margra annarra um ókomna tíð. Arnór Bogason. Óli Th, eins og hann var gjarn- an kallaður, hóf störf við Fjöl- brautaskóla Suðurlands haustið 1982, einu ári eftir að skólinn var settur í fyrsta sinn. Hann féll strax vel inn í hópinn enda ekki við öðru að búast. Óli var fé- lagslyndur, spilaði á harmónikku, teiknaði af list og tók strax til við að teikna okkur samstarfsmenn- ina, skemmtilegar skopmyndir. Hann sagði góðar sögur og styrkti góðan anda í skólanum og kraftinn í frumkvöðlastarfinu í upphafi. Óli kenndi grunnteikn- ingu og einnig myndlist enda með próf úr Myndlista- og handíða- skóla Íslands. Þá kenndi hann fagteikningu söðlasmíði. Óli var með sveinspróf og meistararétt- indi í bílamálun. Óli Th var ein- staklega ljúfur og elskulegur við nemendur og vildi allt fyrir þá gera, hjálpa og aðstoða. Eitt sinn kom hann til stjórnenda og þótti mjög leitt að hann næði ekki að kenna nemanda undirstöðuatriði grunnteikningar, þau virtust bara ekki skila sér og tók Óli það mjög nærri sér. Um langt árabil áritaði Óli all- ar verðlaunabækur skólans og var það framlag hans mikilvægt, bæði verðlaunahöfum og skólan- um. Óli var góður félagi og í starfs- mannaferðum og á samkomum skólans greip hann oft til nikk- unnar og skemmti félögunum. Hann fór í Frakklandsferð með nemendum og kennurum skólans, teiknaði eftirminnilegar myndir af frönsku kennurunum og átti þátt í að koma á frönsku kaffihúsi nemenda í Tryggvaskála. Á seinni árum færði Óli skólanum margvíslegar gjafir, t.d. sauma- vélapíanóið, mynd af Benedikt Gröndal, víkingamynd til ís- lenskudeildar og þjóðhátíðar- myndina frá 1874 með fjallkon- unni. Formleg starfslok Óla Th við skólann voru í lok vorannar 2006 en hann kenndi áfram stunda- kennslu til áramóta 2007. Hann var samt alltaf í sambandi við fé- lagana og kom oft í skólann að hitta fyrrverandi samstarfsmenn. Sérstaklega þótti honum vænt um að koma í myndlistardeildina sem hann hafði byggt upp í góðri samvinnu við Elísabetu Harðar- dóttur myndlistarkennara. Þá tók Óli virkan þátt í Ung- mennafélagi Fjölbrautaskóla Suðurlands (UmFSu) en í því fé- lagi eru fyrrverandi starfsmenn skólans sem komnir eru á eftir- laun. Óli myndskreytti vísnabók félagsins á mjög skemmtilegan hátt eins og hans var von og vísa. Óli og kona hans, Gyða Svein- björnsdóttir, voru góðir félagar og tóku virkan þátt í samkomum og ferðum starfsmannafélagsins og skólans. Hlýleiki, væntum- þykja og umhyggja eru mann- kostir sem þau áttu sameiginlega og skilja eftir í huga okkar sam- starfsmanna. Við sendum fjölskyldunni okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Fyrir hönd Fjölbrautaskóla Suðurlands. Örlygur Karlsson og Sigurður Sigursveinsson, fyrrverandi skólameistarar FSu. Mikill ljómi er yfir áratuga vin- áttu við þau heiðurshjón Óla Th og Gyðu. Betri og tryggari vini er ekki hægt að eignast. Skemmti- leg, listræn og með ríka réttlæt- iskennd sem skilaði sér meðal annars í einlægum stuðningi við og starfi fyrir félagshyggjuflokk- ana, Alþýðubandalagið og síðar Samfylkinguna. Það var sama hvort þurfti að manna vakt á kosningaskrifstofu eða hvaðeina annað, þau voru fyrst á vettvang, létt í lund með einkar þægilega nærveru. Litrík og sterkar persónur bæði tvö. Óla Th kynntist ég fyrst sem nemi í Fjölbrautaskóla Suður- lands, þar sem hann átti farsælan starfsferil. Eitt sinn er ég gekk út úr prófi hjá honum rétti hann mér teikningu sem hann hafði rissað upp af mér, en Óli var listmálari góður og eftir hann liggur mikið safn öndvegis mynda. Margar hverjar eru úr bæjarlífinu á Sel- fossi og nágrenni. Upp frá þessum kynnum urð- um við miklir vinir og leiðirnar lágu ítrekað saman, bæði í gegn- um stjórnmálin og önnur samtök þar sem menn sækja sér bata og betra líf. Sterkur þráður sem slitnaði aldrei batt okkur vinaböndum og alltaf var sama tilhlökkunarefnið að hitta listamanninn. Óli bjó yfir þeim mannkostum að sjá það góða í öllum og hafði manneskju- lega sýn á lífið og tilveruna. Leiftrandi greindur og næmur listamaður sem tók afstöðu með lítilmagnanum og þeim sem mega sín minna. Eftir að Gyða féll frá dró hratt af Óla. Þau skipti sem ég heim- sótti hann að Ási í Hveragerði, þar sem hann bjó á lokasprett- inum, blasti við að missir eigin- konunnar hafði verið honum mik- ið áfall. Nú mætast þau á ný Óli og Gyða í sumarlandinu eilífa. Í huga okkar sem vorum svo lánsöm að kynnast þeim og eignast að vinum lifir þakklæti og safn góðra minn- inga. Fjölskyldunni sendi ég mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Björgvin G. Sigurðsson Þegar Óli Th vinur minn, er fallinn frá streyma minningarnar fram. Ég kynntist þeim hjónum Gyðu og Óla fyrst í starfi Alþýðu- bandalagsins á Selfossi um og eft- ir 1970. Þar voru þau áhugasamir og góðir liðsmenn. Oft var leitað til Óla þegar eitthvað þurfti að teikna eða mála. Hann málaði fallegt nafnskilti á húsið sem Al- þýðubandalagið reisti á Kirkju- vegi 7 á Selfossi. Þegar áhuga- samir flokksmenn stofnuðu Bæjarblaðið teiknaði Óli útlit blaðsins. Það var síðan gefið út í níu ár, alls 95 eintök. Í blaðinu má víða sjá ýmis teikniverk Óla, en ég varðveitti blaðið og lét binda það inn í tvö bindi og mun það vera eina heila eintakið sem til er af blaðinu. Tvær andlitsmyndir af mér gaf Óli mér sem hann teiknaði með blýanti á fundum. Þau hjón voru síðan stofnfélagar í Samfylking- unni um aldamótin 2000 og Óli málaði nafnskiltið yfir dyrunum á fundarsal hennar á Eyravegi 15 á Selfossi. Tvö málverk eftir Óla prýða þennan fundarsal, hvort tveggja táknmyndir. Annað er af hópi fólks sem stendur við „rauða strikið“ og einn búinn að stíga öðrum fæti yfir! Hitt er af háum múr og er stigi reistur upp við múrinn, þannig er hægt að klífa það sem erfitt er! Óli var raunar víðkunnur listmálari. Ég heimsótti þau hjón oft í Lambhagann og átti þar góðar stundir. Það er gott að minnast þessa góða drengs. Ég vil að lokum þakka honum og þeim hjónum góð kynni og minnist þeirra með hlýjum hug. Sigurjón Erlingsson. Ég kynntist Óla og konu hans, Gyðu, fyrir rúmum áratug. Þau voru vinir tengdaforeldra minna frá því að þau fluttu úr Eyjum og í Hveragerði. Sú vinátta færðist til mín og Hrefnu, konu minnar. Það var tvennt sem sameinaði tengdapabba og Óla. Annað var trúin á „ríki verkamanna og bænda“ eða Alþýðubandalagið og hitt var tónaflóð harmónikkunn- ar. Þeir Óli og tengdapabbi hitt- ust gjarnan til að „draga seim- inn“ og spila einhver vel valin lög. Útkoman var sú að Óli vildi endi- lega gefa út geisladisk með harm- ónikkuleik tengdapabba, Gísla Hjálmars Brynjólfssonar. Disk- urinn var og er frábær og sam- einar þessa vini að því leyti til að Óli á eitt laganna sem tengda- pabbi spilar á diskinn. Óli kunni augljóslega að meta hæfileikana sem mættu honum í samtíma- mönnum enda æfður kennari og augljós listamaður sem Óli var. Óli og Gyða heimsóttu tengda- foreldra mína yfir sumartímann, meðan við bjuggum í Skógarhlíð 35 í Hörgársveitinni ásamt tengdaforeldrum mínumi. Þann- ig kynntist ég þessum hjónum, Óla og Gyðu. Mér þótti gott að finna fyrir því opna og kærleiksríka hugar- fari sem þau hjón sýndu mér þó svo að ég væri kallaður ýmist ofsatrúarmaður eða sértrúar og stjórnmálaskoðanir okkar lágu ekki endilega saman. Ég minnist þess ekki að samtöl okkar hafi farið í þrætur og leiðindi þegar trúna bar á góma og það var æði oft. Ég náði mjög mörgum skemmtilegum stundum milli „laga“ í spiliríinu hjá Óla og tengdapabba þar sem lífsskoðan- irnar voru lagðar á borð. Eitt sinn sem oftar lá leið mín til Vestmannaeyja. Ég greip tengdapabba með og skilaði hon- um í Lambhagann á Selfossi, til Óla og Gyðu, svo hélt ég mína leið. Einn daginn sitja þeir saman í eldhúsinu með kaffibolla og skrafa saman. Í eldhúsinu var eyja sem aðskildi ísskápinn og eldhúsborðið. Þar sem Óli og tengdapabbi sitja og spjalla þá skyndilega hristist allt og skelf- ur. Þeir berast um eldhúsgólfið í stólunum og allir skápar og skúffur opnast á austurveggnum og kasta úr sér. Ísskápurinn opn- ast, hendist fram og hvolfir öllu út og fellur á eyjuna. Leirtauið mélast á gólfinu og allar skúffur standa opnar eftir hamaganginn. Tengdapabbi horfir á Óla og seg- ir: „Óli þó, hvernig gengurðu um“! Óli var jafn hissa og segir: „Ja, Gísli, hvað ertu búinn að gera“! Svo var hlegið og gert að gamni sínu en næstu þrír dagar fóru í tiltekt, lagfæringar og spilirí. Það er eftirsjá að þessum mönnum og ljúfar minningar sem ég á um þá báða eða þau öll. Mér finnst eins og Óli og Gyða séu óaðskiljanleg og skrifa ég þessi minningabrot um þau sem óað- skiljanlega vini. Guði vil ég þakka fyrir að hafa fengið að kynnast Óla og Gyðu. Ég trúi því að ég fái að hitta þau í næstu sköpun vegna orða Jesú Krists: „Þegar ég er farinn burt og hef búið yður stað, kem ég aftur og tek yður til mín til þess að þér megið vera þar sem ég er“! Ekkert er betra veganesti manninum en hið lif- andi og sanna erindi trúarinnar á Jesú Krist, Guðs son. Dætrum Óla og Gyðu vottum við Hrefna samúð með þessari stuttu kveðju. Snorri Óskarsson. Óli Th hefur kvatt en minning- arnar rifjast upp og varðveitast. Óla var margt til lista lagt en fyrst og fremst leitaði hann fanga með vatnslitina að vopni. Listi- lega gerðar myndir – menn og landslag spruttu fram. Ég minn- ist margra góðra samverustunda. Og við brölluðum ýmislegt. Skop- skyn Óla var óbrigðult. Slóðin er víða, í blöðum og auglýsinga- spjöldum Leikfélags Selfoss og víðar. Við gáfum út Eilítið frétta- blað og höfðum gaman af. Hár- beitt grín en alvarlegur undir- tónn. Eitt sinn bankaði ég sem oftar upp á á heimili hans og við tókum tal saman. Niðurstaða fékkst. Listamaðurinn tók að sér kennslu í Fjölbrautaskólanum. Bættist í áhugasaman hóp starfs- fólks og kenndi þar um árabil. Í starfi kennarans sameinuðust hugur og hönd. Óli Th var óskiptur vinur. Við Kristjana minnumst Óla Th með þökk. Blessuð sé minning hans. Þorlákur Helgi Helgason. Ólafur Thorlacius lyfjafræð- ingur, eða Óli eins og hann var gjarnan kallaður í okkar vinahópi, náði níræðisaldri og gott betur. Ég minnist Óla með mikilli virðingu. Hann gat virst hæglátur en glettnisvipurinn var sjaldan langt undan. Það er ekki ofsagt að hann var öðlingur og afar greið- vikinn. Hann var fróðleiksmaður, hafði einlægan áhuga á þjóð- félagsmálum, var glöggskyggn og fylgdist vel með atburðum innan- lands og utan. Óli hafði gaman af því að rýna í hlutina, spyrja spurninga og rökræða. Þegar um smærri eða stærri nýjungar var að ræða átti hann til að þráspyrja og hætta ekki fyrr en hann skildi í þaula hvað var á ferð. Þetta gátu verið stórmál, enda var Óli rót- tækt þenkjandi, en ég minnist lít- ils skondins dæmis úr samræðum okkar. Óli segir: „Hvað eru þess- ar strikamerkingar og hvernig virka þær?“ Ég var þá ekki búin að setja mig inn í þessa hluti og varð því svaravant. Næst þegar við hittumst vissi Óli allt um þessa tækninýjung enda búinn að fylgja málinu eftir. Ég minnist líka góðlátlegrar stríðni Óla frá fyrri árum. Gat hann átt til að vera forvitinn og áhugasamur um líf vinanna og mátti maður þá sitja undir nokkurri eftirgrennsl- an. Óli var afburða hagur í hönd- um og var bílskúrinn mikið nýttur meðan heilsan leyfði. Einnig má nefna ferðagleði þeirra hjóna en Ólafur var lipur og laginn bíl- stjóri. Þau hjónin Guðrún og Óli notuðu mikið tjaldvagn í útileg- urnar, þar var öllu afar haganlega fyrir komið. Nú til skamms tíma létu þau af tjaldvistinni og tóku að ferðast um á „rúgbrauði“ sem var innréttað sem ferðabíll. Þótti sumum vinum orðið nóg um nægjusemi þeirra hjóna en vildu slást í hópinn og tóku sér gistingu á hóteli í grenndinni því að ferðast skyldi! Ég minnist margra góðra stunda á fyrri árum með þeim merkishjónum, Óla og Guðrúnu, í Heiðargerðinu og Sólheimum í Reykjavík auk útivistar og mikils gamans og glens í sumarbústaðn- um í Mýrdalnum. Þakka ég inni- lega fyrir þá samveru. Á síðari ár- um var gaman að koma í heimsókn á fallegt heimili þeirra á Selfossi, alltaf sömu hlýlegu móttökurnar. Það var afar ánægjulegt að fá að vera með á níræðisafmæli Óla í ágúst síðastliðið sumar í fjöl- skyldu- og vinahópi. Þrátt fyrir að dregið væri af Óla tók hann þátt og var gaman að hitta fjölskyld- una, unga sem gamla, og þá meðal annars systkini hans. Ég þakka fyrir áratuga hlýja vináttu, fróðlega, skarpa og skemmtilega samveru sem aldrei bar skugga á, svo og hjálpsemi í minn garð. Innilega samúð votta ég fjöl- skyldunni allri, Dagnýju, Ragn- heiði og Runólfi, barnabörnunum og systkinum Óla, þeim Ragnhildi og Agli, og þá ekki síst þér, elsku Guðrún mín. Guðrún Kristinsdóttir. Ólafur Th Ólafsson Sálm. 86.11 biblian.is Vísa mér veg þinn, Drottinn, að ég gangi í sannleika þínum, gef mér heilt hjarta, að ég tigni nafn þitt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.