Morgunblaðið - 25.11.2019, Page 24

Morgunblaðið - 25.11.2019, Page 24
24 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2019 Skeifan 3 • 108 Reykjavík • Sími 581 2333 • rafver.is • rafver@rafver.is (*á meðan birgðir endast) FC 5 Skúringarvél K5 Öflug háþrýstidæla FRÁ 26.099 TILBOÐ 56.516 TILBOÐ KB 5 Rafmagnssópur með batterí FRÁ 10.950 TILBOÐ RC 3 Ryksugu- vélmenni 90.872 TILBOÐ SC 2 Gufutæki sem þrífur án hreinsiefna 23.659 Hvít TILBOÐ WV 2 Gluggaskafa FRÁ 9.340 TILBOÐ Allt að70% afsláttur af* GULUR FÖSTUDAGUR 22.-29. nóvember Danmörk SönderjyskE – Lyngby............................. 2:2  Eggert Gunnþór Jónsson lék allan leik- inn fyrir SönerjyskE meðan Ísak Óli Ólafs- son vermdi varamannabekkinn.  Frederik Schram vermdi varamanna- bekk Lyngby allan leikinn. AGF – Bröndby ......................................... 2:1  Jón Dagur Þorsteinsson fór af leikvelli á 82. mín. Hann lagði upp mark.  Hjörtur Hermannsson lék fyrstu 82 mín., fyrir Bröndby. B-deild: Roskilde – Vejle......................................... 0:4  Kjartan Henry Finnbogason lék allan leikinn fyrir Vejle og skoraði 1 mark. Vendsyssel – Viborg................................. 1:0  Ingvar Jónsson stóð í marki Viborg allan leikinn. Noregur Viking – Rosenborg.................................. 2:2  Samúel Kári Friðjónsson lék allan leikinn fyrir Viking. Axel ÓskarAndrésson er frá keppni vegna meiðsla. Ranheim – Lilleström............................... 2:1  Arnór Smárason kom inn á sem varamað- ur hjá Lilleström á 76. mín. Búlgaría Levski Sofia – Tsarsko Selo .................... 2:0  Hólmar Örn Eyjólfsson lék allan leikinn fyrir Levski Sofia. Pólland Jagiellonia – Arka Gdynia....................... 2:0  Böðvar Böðvarsson lék allan leikinn fyrir Jagiellonia og skoraði annað markið. Grikkland PAOK – Larissa......................................... 1:0  Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn fyr- ir PAOK.  Ögmundur Kristinsson stóð að vanda í marki Larissa. Úkraína Kolos Kovalivka – Desna ......................... 2:0  Árni Vilhjálmsson skoraði 1 mark og var tekinn af velli í uppbótartíma hjá Kovalivka. Hvíta-Rússland BATE Borisov – Dinamo Minsk.............. 3:0  Willum Þór Willumsson kom inn á sem varamaður á 82. mín., í liði BATE. Ungverjaland Újpest – Diösgyöri .................................... 0:2  Aron Bjarnason kom inn sem varamaður Ujpest á 62. mín. Ítalía B-deild: Spezia – Frosinone.................................... 2:0  Sveinn Aron Guðjohnsen lék allan leikinn fyrir Spezia og skoraði fyrra markið. Tyrkland B-deild: Akhisarspor – Altay Izmir........................2:1  Theódór Elmar Bjarnason lék allan leik- inn fyrir Akhisarspor. KNATTSPYRNA KRAFTLYFTINGAR Ívar Benediktsson iben@mbl.is „Það má segja allt hafi gengið upp hjá mér þar sem ég bætti minn fyrri árangur í öllum greinum,“ sagði ný- krýndur bronsverðlaunahafi í +120 kílóflokki á heimsmeistaramótinu kraftlyftingum, Júlían J.K. Jóhanns- son,þegar Morgunblaðið náði tali af honum í Dúbaí í gær hvar hann keppti á laugardag með svo glæsi- legum árangri. Ekki aðeins vann hann til bronsverðlauna á mótinu heldur bætti hann einnig eigið heimsmet í réttstöðulyftu um hálft kíló, lyfti 405,5kg. „Maður nær sjaldan að púsla sam- an öllum greinum á einu móti, nær öllum greinum góðum en það er galdurinn við þessa íþrótt meðal annars þegar maður keppir í þremur greinum. Greinarnar eru ólíkar og mikil keyrsla á mótinu. Þess vegna má lítið út af bera. Fór fram úr vonum Júlían lyfti samtals 1.148 kg en fyrir mótið átti hann best 1.115 kg sem eru ekki litlar framfarir. Hann bætti sinn fyrri árangur í hnébeygju um 2,5 kg, lyfti 412,5 kg, og síðan lyfti Júlían 330 kg í bekkpressu sem er 15 kg meira en hann hefur áður gert í keppni. Árangurinn í bekk- pressunni er ekki síst athyglisverður í ljósi þess að Júlían tognaði á brjótsvöðva í sumar við undirbún- ingsæfingar fyrir heimsmeist- aramótið. Af þeim sökum fór árang- urinn í Dúbaí langt fram úr hans björtustu vonum. „Bætingin var kærkomin vegna þess að það hefur gengið á ýmsu hjá mér í bekkpressunni í gegnum tíð- ina. Ég hélt líka að eftir meiðslin í sumar væru engar líkur á að ég myndi bæta mig í þessari grein. Kærastan mín hefur hinsvegar verið annarrar skoðunar og hélt því fast að mér að árið í ár væri það sem ég myndi bæta mig í bekkpressu. Og það kom svo sannarlega hjá henni,“ sagði Júlían glaður í bragði og skal engan undra. Óð í heimsmetið Fyrir lokagreinina, réttstöðulyftu, var Bandaríkjamaðurinn Josep Cap- pelino 22 kg á undan Júlían í sam- anlagðri keppni. Cappelino lyfti 340 kg í fyrstu tilraun en Júlían 370. „Ég var ákveðinn í að bæta heimsmetið og um leið staðráðinn í að vinna bronsið. Þess vegna var ég ekkert að tvínóna heldur vatt mér í að gera at- lögu að heimsmetinu strax í annarri umferð í stað þess að bíða fram í þriðju og síðustu lyftu því ég vissi ekki hversu mikla orku ég hefði eft- ir. Ég lagði allt í sölurnar í annarri lyftu og það gekk allt upp, 405,5 kg. Þar með var forskot mitt á Cappel- ino orðið það mikið að hann átti ekki möguleika á að skjóta mér ref fyrir rass,“ sagði Júlían. Júlían hafnaði í fjórða sæti í +120 kg flokki á HM í fyrra en var síðan færður upp í þriðja sæti og fékk bronsverðlaunapeninginn sendan í pósti eftir að bronsverðlaunahafinn féll á lyfjaprófi. „Ég var ákveðinn í að taka við bronsinu á staðnum á þessu móti. Það var eitt af mark- miðum mínum. Hin voru að vinna Bandaríkjamanninn Cappelino og bæta heimsmetið. Þar af leiðandi má segja að ég hafi náð öllum mínum markmiðum á mótinu. Það er sætt að hitta á að allt gangi upp á heims- meistaramóti,“ sagði Júlían Jóhann Karl Jóhannsson, bronsverðlauna- hafi í +120 kg flokki á heimsmeist- aramótinu í kraftlyftingum. Bandaríkjamaðurinn Blaine Sum- ner varð heimsmeistari í +120 kg flokki. Hann lyfti samtals 1.275,5 kg. Rússinn Andrei Konovalov hlaut silfurverðlaun. Samanlagt lyfti hann 1.227,5 kg. Sætt þegar allt gengur upp á HM  Bætti eigið heimsmet og vann brons Ljósmynd/Kraftlyftingasamband Íslands Hraustir Júlían J.K. Jóhannsson t.v. og Auðunn Jónsson aðstoðarmaður. Júlían með verðlaunapeninga sína um hálsinn eftir keppnina í Dúbaí. Spretthlauparinn Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir og sleggjukastarinn Hilmar Örn Jónsson voru valin frjálsíþróttafólk ársins 2019 á uppskeruhátíð frjálsíþróttafólks sem fram fór á laugardagskvöld. Guðbjörg Jóna átti frábært ár þar sem hún bætti Íslandsmet kvenna í bæði 100 og 200 metra spretthlaupi og jafnaði Íslandsmet Tiönu Óskar Whitworth í 60 metra hlaupi. Hilmar Örn bætti m.a. Ís- landsmetið í sleggjukasti og varð þriðji á bandaríska háskólameist- aramótinu. iben@mbl.is Guðbjörg og Hilmar þau bestu Morgunblaðið/Eggert Fótfrá Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir setti Íslandsmet í sumar. Kjartan Henry Finnbogason er áfram markahæsti leikmaður dönsku B-deildarinnar í knatt- spyrnu en hann skoraði síðasta markið í 4:0-stórsigri Vejle á Rosk- ilde á útivelli um helgina. Kjartan Henry var í byrjunarliði Vejle og spilað allan leikinn en sam- herjar hans komu liðinu í þriggja marka forystu á fyrsta hálftíma leiksins. Hann rak svo smiðshöggið á stórsigurinn með því að skora fjórða markið á 89. mínútu en þetta var hans 12. mark á tímabilinu. Vejle situr enn í efsta sæti. Kjartan skoraði í Hróarskeldu AFP Skorar Kjartan Henry Finnbogason hefur verið iðinn við kolann. Ekkert lát er á sigurgöngu Íslandsmeistara Vals í Dom- inos-deildinni í körfuknattleik kvenna. Í gær vann Valur lið Grindavíkur, 77:70, í Origo-höllinni við Hlíðarenda. Valur hefur þar með unnið átta fyrstu leiki sína í deild- inni. Grindavíkurliðið hefur hinsvegar ekki náð sér á strik og er enn án sigurs. Þrátt fyrir að mikill munur sé stöðu liðanna í deildinni var Valur aldrei með yfirburði í leiknum í gær þótt frumkvæðið væri höndum heimaliðsins. Kiana Johnson átti stórleik í liði Vals, skoraði 24 stig, tók 11 fráköst og gaf tíu stoðsendingar en Dagbjörg Samúelsdóttir og Hallveig Jónsdóttir skoruðu báðar 16 stig fyrir heima- konur. Í liði Grindavíkur var Hrund Skúladóttir stigahæst með 19 stig en næst var Bríet Sif Hinriksdóttir með 18. Lið Keflavíkur gerði sér lítið fyrir og vann KR í Blue-höllinni í Keflavík, 68:60. KR er þar með fjórum stigum á eftir Val og aðeins tveimur stigum fyrir ofan Keflavík sem sækir hart að KR-liðinu. Daniela Wallen Morilli var stigahæst með 28 stig fyrir Keflavík en hún tók líka tíu fráköst. Danielle Victoria Rodriguez var burðarás KR-liðsins eins og svo oft áður, skoraði 26 stig og tók 13 fráköst en leikurinn var lengst af í járnum. iben@mbl.is Ekkert lát á sigurgöngunni Kiana Johnson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.