Morgunblaðið - 25.11.2019, Side 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2019
SVALALOKANIR
Svalalokanir frá Glerborg eru nýtískulegar
og falla vel að straumum og stefnum
nútímahönnunar.
Lokunin er auðveld í þrifum þar sem hún opnast inná við.
Hægt er að fá brautirnar í hvaða lit sem er.
Svalalokun verndar svalirnar fyrir regni, vindi og ryki og eykur
hljóðeinangrun og breytir notkun svala í heilsársnotkun.
Glerborg
Mörkinni 4
108 Reykjavík
565 0000
glerborg@glerborg.is
www.glerborg.is
2291árfregalgeps&nupílsrelg,raggulg,relG
FÁÐU TILBOÐ
ÞÉR AÐ
KOSTNAÐAR-LAUSU
HANDBOLTI
Olísdeild karla
KA – ÍBV............................................... 25:35
Fram – FH............................................ 26:36
Fjölnir – Selfoss.................................... 26:35
Stjarnan – Valur ................................... 25:30
Staðan:
Haukar 10 8 2 0 275:246 18
Afturelding 10 7 1 2 274:256 15
Selfoss 11 7 1 3 338:328 15
FH 11 6 2 3 310:295 14
ÍR 10 6 1 3 298:275 13
Valur 11 6 1 4 289:257 13
ÍBV 11 6 1 4 310:289 13
KA 11 4 1 6 304:317 9
Fram 11 3 1 7 273:289 7
Stjarnan 11 1 4 6 277:301 6
Fjölnir 11 2 1 8 280:328 5
HK 10 0 0 10 242:289 0
Meistaradeild karla
Barcelona – Flensburg ....................... 31:27
Aron Pálmarsson skoraði 2 mörk fyrir
Barcelona.
Aalborg – París SG ..............................29:32
Janus Daði Smárason skoraði 4 mörk
fyrir Aalborg en Ómar Ingi Magnússon er
frá vegna meiðsla.
Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 1 mark
fyrir PSG.
Zagreb – Elverum ............................... 30:27
Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði 7
mörk fyrir Elverum.
Sävehof – Tatran Presov.....................30:29
Ágúst Elí Björgvinsson var með 23%
markvörslu fyrir Sävehof og skoraði 1
mark.
Wisla Plock – GOG .............................. 27:24
Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði 2 mörk
fyrir GOG en Arnar Freyr Arnarsson lék
ekki vegna meiðsla. Viktor Gísli Hallgríms-
son varði 12 skot.
Kadetten – Kristianstad ..................... 26:29
Ólafur Guðmundsson skoraði 8 mörk
fyrir Kristianstad og Teitur Einarsson 2.
EHF-bikar karla
32ja liða úrslit, seinni leikur:
Bjerringbro/Silkeb. – Winterthur .... 34:30
Þráinn Orri Jónsson skoraði 2 mörk fyr-
ir Bjerringbro/Silkeborg sem vann
70:63samanlagt.
Áskorendabikar karla
32ja liða úrslit, seinni leikur:
Dicken – Drammen ............................. 29:32
Óskar Ólafsson skoraði 2mörk fyrir
Drammen sem vann 63:54 samanlagt.
Alingsås – Hurry Up ........................... 37:26
Aron Dagur Pálsson skoraði 1 mark fyr-
ir Alingsås sem vann 69:47 samanlagt.
Þýskaland
RN Löwen – Stuttgart ........................ 33:32
Alexander Petersson skoraði 2 mörk fyr-
ir Löwen. Kristján Andrésson þjálfar liðið.
Elvar Ásgeirsson skoraði ekki mark fyr-
ir Stuttgart.
Balingen – Ludwigshafen .................. 25:25
Oddur Gretarsson skoraði 9 mörk fyrir
Balingen.
HANDBOLTI
Jóhann Ingi Hafþórsson
Einar Sigtryggsson
Valsmenn unnu sinn fimmta sigur í
röð í Olísdeild karla í handbolta er
liðið lagði Stjörnuna á útivelli í
gærkvöldi, 30:25, í 11. umferðinni.
Sigurinn var öruggur og voru Vals-
menn skrefinu undan löskuðu liði
Stjörnunnar allan tímann. Um
skyldusigur var að ræða hjá Val í
ljósi þess að Ólafur Bjarki Ragn-
arsson var ekki með Stjörnunni
vegna meiðsla og þá vantaði þrjá
bestu markmenn liðsins. Ólafur
Rafn Gíslason gerði hvað hann gat,
en Stjarnan vinnur ekki marga leiki
í deildinni með hann á milli stang-
anna.
Þrátt fyrir að Valur hafi unnið
fimm leiki í röð í deildinni á liðið
enn mikið inni. Anton Rúnarsson
og Magnús Óli Magnússon eru enn
þá aðalmennirnir í liðinu, þrátt fyr-
ir að Róbert Aron Hostert og Agn-
ar Smári Jónsson hafi bæst í hóp-
inn fyrir síðustu leikíð. Róbert og
Agnar geta miklum mun betur en
þeir hafa sýnt í Valstreyjunni, enda
voru þeir báðir lykilmenn í Íslands-
meistaraliði ÍBV árið 2018. Nái þeir
sér á strik og markmennirnir sýna
meiri stöðuleika, á þetta Valslið að
geta verið nær óstöðvandi.
Stjörnumenn eru aðeins með
einn sigur í vetur og hafa þeir verið
bölvaðir klaufar oftar en einu sinni.
Í gær mættu þeir einfaldlega
ofjörlum sínum. Þrátt fyrir það
ætti liðið að vera með miklu fleiri
stig og að vera að berjast um sæti í
úrslitakeppninni, ekki að vera stigi
fyrir ofan fallsæti. Betur má ef duga
skal.
Eitt tap síðan í september
FH vann þægilegan 36:26-sigur á
Fram á útivelli. FH-ingar hafa ekki
alveg sprungið út eins og vonir
stóðu til, en liðið er samt sem áður
að ná í fín úrslit og er að komast á
skrið. FH hefur aðeins tapað einum
deildarleik síðan 23. september.
FH-liðið er það vel mannað að það
þarf ekki alltaf að bjóða upp á
stjörnuleiki til að vinna. Ásbjörn
Friðriksson er yfirleitt glæsilegur
og þá dugar fyrir hina að vera
þokkalegir, eins og sást gegn Fram.
Phil Döhler er óstöðugur, en þegar
hann dettur í gagn, er nánast víst að
FH taki tvö stig. Nái hann sama
stöðuleika og Ásbjörn, verður erfitt
að sjá eitthvað lið stöðva FH.
Framarar unnu síðast gegn HK
30. október og hafa ekki náð sér á
strik síðan. Þeir voru heppnir að ná
jafntefli við Stjörnuna, sem er eini
leikurinn sem liðið hefur ekki tapað
í síðustu fimm í öllum keppnum.
Leikmannahópur Framara er að
mestu skipaður mönnum sem fengu
ekki næg tækifæri annars staðar og
missir liðið 2-3 góða leikmenn eftir
hvert tímabil. Það hefur tekið sinn
toll og væri það vel gert hjá Fram
að halda sæti sínu í deildinni. Til
þess að það geti gerst þarf liðið að
fara að ná sigra. johanningi@mbl.is
ÍBV jarðaði KA
KA og ÍBV mættust á Akureyri á
laugardag. Í raun má segja að ÍBV
hafi haft leikinn í hendi sér frá byrj-
un. Lið Eyjamanna komst snemma í
6:1, leiddi 18:14 í hálfleik og jarðaði
loks heimamenn í 35:25-sigri.
Fátt gekk upp hjá KA og þá sér-
staklega varnarleikurinn en hann
hefur verið aðalsmerki liðsins í vet-
ur. Eyjamenn fundu góðar leiðir í
gegnum vörnina og þeir Hákon
Daði Styrmisson og Fannar Frið-
geirsson skoruðu að vild. Það var al-
veg sama hvað KA-menn reyndu,
fátt af því gekk upp. Reyndar verð-
ur að taka fram að línuspil og spil út
í hægra hornið voru með ágætum
hjá KA og nýttu Einar Birgir Stef-
ánsson og Allan Norðberg færin sín
vel. Skytturnar voru heillum horfn-
ar og ekki hjálpaði það heimamönn-
um að KA tapaði sautján boltum í
leiknum á meðan ÍBV tapaði sjö.
ÍBV er að rétta úr kútnum eftir
erfiðan fimm leikja kafla án sigurs.
KA þarf að ná upp sama dýrseðli og
í sigurleik sínum gegn FH ef þeir
ætla sér stig í næstu leikjum. Liðið
má illa við því að Áki Egilsnes haltri
nú um á hækjum.
Allan Nordberg, Andri Snær
Stefánsson og Einar Birgir Stef-
ánsson skoruðu fimm mörk hver
fyrir KA og voru markahæstir. Há-
kon Daði skoraði 11 mörk í 12 til-
raunum fyrir ÍBV-liðið. Kristján
Örn Kristjánsson og Fannar skor-
uðu sex mörk hvor.
Spennulítið í Grafarvogi
Íslandsmeistarar Selfoss unnu
sannfærandi níu marka sigur á
Fjölni í Dalhúsi í Grafarvogi í gær-
kvöld, 35.26.
Leikurinn var í járnum fyrsta
stundarfjórðunginn en svo fóru
meistararnir að færa sig upp á
skaftið og voru þeir yfir í hálfleik,
18:12. Selfyssingar voru svo miklu
sterkari eftir hlé og unnu að lokum
sannfærandi sigur en Hergeir
Grímsson var markahæstur með tíu
mörk. Guðni Ingvarsson og Haukur
Þrastarson skoruðu fimm mörk
hvor fyrir gestina. Í liði Fjölnis var
Breki Dagsson markahæstur með
sjö mörk.
Valsmenn
byrjaðir að
finna taktinn
Fimmti deildarsigur Valsmanna í röð
Þægilegt hjá FH í Safamýrinni
Morgunblaðið/Eggert
Stunga Róbert Aron Hostert stingur sér á milli tveggja Stjörnumanna.
Framhúsið, Olís-deild karla sunnu-
daginn 24. nóvember 2019.
Gangur leiksins: 2:3, 5:7, 7:9, 9:13,
11:17, 13:20, 16:23, 18:25, 21:28,
22:31, 24:33, 26:36.
Mörk Fram: Matthías Daðason 6/5,
Valdimar Sigurðsson 6, Þorgrímur
Smári Ólafsson 4, Svanur Páll Vil-
hjálmsson 3, Kristinn Hrannar
Bjarkason 2, Andri Dagur Ófeigsson
2, Stefán Darri Þórsson 2, Andri
Heimir Friðriksson 1.
Varin skot: Lárus Helgi Ólafsson 11,
Valtýr Már Hákonarson 5.
Utan vallar: 6 mínútur.
Fram – FH 26:36
Mörk FH: Ásbjörn Friðriksson 10/3,
Einar Rafn Eiðsson 5, Ágúst Birg-
isson 4, Jakob Martin Ásgeirsson 3,
Birgir Már Birgisson 3, Einar Örn
Sindrason 2, Bjarni Ófeigur Valdi-
marsson 2, Leonharð Þorgeir Harð-
arson 2, Arnar Freyr Ársælsson 2,
Ísak Rafnsson 1, Jón Bjarni Ólafsson
1, Benedikt Elvar Skarphéðinsson 1.
Varin skot: Phil Döhler 20, Birkir
Fannar Bragason 1/1.
Utan vallar: 10 mínútur.
Dómarar: Sigurður Hjörtur Þrast-
arson og Svavar Ólafur Pétursson.
Áhorfendur: 203.
TM-höllin, Olís-deild karla sunnu-
daginn 24. nóvember 2019.
Gangur leiksins: 2:2, 3:4, 7:10,
9:13, 11:15, 13:16, 14:18, 17:21,
21:23, 23:27, 25:30.
Mörk Stjörnunnar: Leó Snær Pét-
ursson 9/3, Tandri Már Konráðs-
son 6, Ari Magnús Þorgeirsson 5,
Andri Már Rúnarsson 2, Hannes
Grimm 1, Úlfar Páll Monsi Þórð-
arson 1, Birgir Steinn Jónsson 1.
Varin skot: Ólafur Rafn Gíslason
11, Sigurður Örn Arnarsson 1.
Utan vallar: 8 mínútur.
Stjarnan – Valur 25:30
Mörk Vals: Anton Rúnarsson 9/4,
Magnús Óli Magnússon 6, Ásgeir
Snær Vignisson 4, Finnur Ingi
Stefánsson 3, Ýmir Örn Gíslason
3, Róbert Aron Hostert 2, Vignir
Stefánsson 1, Agnar Smári Jóns-
son 1, Stiven Tobar Valencia 1.
Varin skot: Daníel Freyr Andrés-
son 10, Hreiðar Levý Guðmunds-
son 7.
Utan vallar: 6 mínútur.
Dómarar: Bjarki Bóasson og
Gunnar Óli Gústafsson.
Áhorfendur: 270.