Morgunblaðið - 25.11.2019, Side 27
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. NÓVEMBER 2019
Dominos-deild kvenna
Breiðablik – Snæfell............................. 73:68
Keflavík – KR ....................................... 68:60
Valur – Grindavík ................................. 77:70
Staðan:
Valur 8 8 0 699:498 16
KR 8 6 2 607:543 12
Skallagrímur 8 5 3 554:523 10
Keflavík 8 5 3 591:549 10
Haukar 8 4 4 523:532 8
Snæfell 8 2 6 518:593 4
Breiðablik 8 2 6 488:601 4
Grindavík 8 0 8 503:644 0
1. deild kvenna
Grindavík b – ÍR................................... 42:58
Keflavík b – Fjölnir .............................. 71:77
Njarðvík – Tindastóll ........................... 66:56
Staðan:
Njarðvík 9 6 3 577:495 12
Tindastóll 9 6 3 616:603 12
Fjölnir 8 5 3 611:553 10
ÍR 8 5 3 494:418 10
Keflavík b 8 5 3 574:551 10
Hamar 9 1 8 503:611 2
Grindavík b 7 1 6 355:499 2
Spánn
Zaragoza – Manresa ........................... 86:79
Tryggvi Snær Hlinason tók 2 fráköst
fyrir Zaragoza.
Þýskaland
Alba Berlín – Oldenburg .................... 90:77
Martin Hermannsson skoraði 18 stig,
átti 7 stoðsendingar og tók 2 fráköst fyrir
Alba.
Bretland
Leicester Riders – Cardiff Met.......... 64:56
Sara Rún Hinriksdóttir skoraði 12 stig,
tók 4 fráköst og átti 2 stoðsendingar fyrir
lið Leicester Riders.
Danmörk
Horsens – Værlöse .............................. 95:85
Finnur F. Stefánsson þjálfar Horsens.
NBA-deildin
Minnesota – Phoenix.......................... 98:100
Charlotte – Chicago ......................... 115:116
Indiana – Orlando ............................ 111:106
Atlanta – Toronto ............................. 116:119
New York – San Antonio ................ 104:111
Philadelphia – Miami ......................... 113:86
Cleveland – Portland ....................... 110:104
Memphis – LA Lakers..................... 108:109
Milwaukee – Detroit .......................... 104:90
Utah – New Orleans......................... 128:120
KÖRFUBOLTI
HANDKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Olísdeildin:
Austurberg: ÍR – Haukar.................... 19.30
Kórinn: HK – Afturelding ................... 19.30
Enski boltinn á Síminn Sport
Aston Villa – Newcastle ............................ 20
Í KVÖLD!
HANDBOLTI
Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
Íslenska kvennalandsliðið í hand-
knattleik vann landslið Færeyja í tví-
gang í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í
Hafnarfirði. Í gær munaði 15 mörk-
um á liðunum þegar upp var staðið
eftir sveiflukenndan leik, 34:19. Á
laugardaginn var munurinn átta
mörk þegar upp var staðið, 28:20.
Leikirnir mörkuðu lokin á viku æf-
ingabúða landsliðsins en næstu leikir
íslenska landsliðsins verða í mars
þegar þráðurinn verður tekinn upp í
undankeppni Evrópu-
meistaramótsins.
Leikurinn í gær var jafn í fyrri
hálfleik eftir að íslenska liðið hafði
leikið fremur illa gegn ungu liði Fær-
eyinga. Alls gerði íslenska liðið tíu
einföld mistök í sóknarleiknum í fyrri
hálfleik auk þess sem varnar-
leikurinn var alls ekki viðunandi. Um
var að ræða alltof mörg mistök hjá
liðinu þegar tekið er tillit til þess að
andstæðingurinn var ekki öflugur.
Aðeins skildu tvö mörk liðin að eft-
ir fyrri hálfleikinn, 13:11. Fljótlega í
síðari hálfleik skildi leiðir og mun-
urinn jókst eftir því sem á leiktímann
leið. Íslenska liðið skoraði níu af síð-
ustu tíu mörkum leiksins og vann
stóran sigur með 15 marka mun.
Færeyska liðið lagði niður vopnin
þegar það fékk alvöru mótspyrnu í
síðari hálfleik. Talsverð afföll voru í
hópnum að þessu sinni hjá Ágústi
Þór Jóhannssyni, landsliðsþjálfara
Færeyinga. Í samtali við Morgun-
blaðið sagði hann það m.a. stafa af
meiðslum sterkra leikmanna auk
þess sem einhverjar væru í barns-
burðarleyfi. Sagði hann meðalaldur
liðsins sem tók þátt í leiknum í gær
vera 19,4 ár. A.m.k. er ljóst að fær-
eyska liðið sem lék á Ásvöllum um
helgina er talsvert frábrugðið liðinu
sem stóð uppi í hárinu á rúmenska
landsliðinu í Þórshöfn í lok sept-
ember í undankeppni EM.
Hafdís Renötudóttir varði níu skot
í marki Íslands í fyrri hálfeik og Elín
Jóna Þorsteinsdóttir tíu í þeim síðari.
Karen Knútsdóttir var markahæst
með sjö mörk. Hrafnhildur Hanna
Þrastardóttir var næst með fjögur
mörk. Birna Berg Haraldsdóttir,
Díana Dögg Magnúsdóttir, Ragn-
heiður Júlíusdóttir og Steinunn
Björnsdóttir skoruðu þrjú mörk
hver.
Karen og Þórey Rósa Stefáns-
dóttir voru atkvæðamestar í íslenska
liðinu í fyrri viðureigninni með fimm
mörk hvor.
Góð vika að baki
„Fyrst og fremst er ég ánægður
með góða viku sem við höfum átt
saman til æfinga þar sem mikil
áhersla var lögð á sóknarleikinn,“
sagði Arnar Pétursson, þjálfari ís-
lenska landsliðsins, í samtali við
Morgunblaðið í gær.
„Fyrri hálfleikur í fyrri leiknum
var góður af okkar hálfu. Þar litu
margar flottar sóknir dagsins ljós.
Eins var síðari hálfleikur í dag góður
þegar við náðum upp góðum varn-
arleik,“ sagði Arnar sem segir að
ekkert nema áframhaldandi vinna og
agi geti skilað íslenska landsliðinu
fram á veginn.
„Við þurfum að halda áfram að
vinna í að fækka mistökum í sókn-
arleik okkar. Í því hefur verið unnið
og verður áfram gert. Skipulagið á
sóknarleiknum þarf að batna og það
mun gerast meðal annars með meiri
aga. Við sáum framfarir þótt hafi
komið kaflar í síðari leiknum sem
voru ekki sérstakir,“ sagði Arnar
Pétursson sem reiknar með að kalla
saman hóp til æfinga í desember.
Talsverðar sveiflur í
tveimur sigurleikjum
Íslenska liðið skoraði níu af síðustu tíu mörkunum Mikið um mistök
Morgunblaðið/Eggert
Mark Þórey Rósa Stefánsdóttir íhugar hvar best sé að senda boltann fram hjá Fríðu Petersen, markverði færeyska
landsliðsins. Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir fylgist með framvindunni í fjarska.
Þónokkrir Íslendingar voru í eldlínunni með sínum lið-
um í Meistaradeild Evrópu í handknattleik í gær. Ólafur
Andrés Guðmundsson var drjúgur er Kristianstad sótti
sigur til Sviss og Janus Daði Smárason spilaði vel þrátt
fyrir tap gegn ógnarsterku liði PSG frá Frakklandi.
Kristianstad frá Svíþjóð lyfti sér upp í 4. sæti D-
riðilsins þökk sé 29:26-sigri á Kadetten. Ólafur átti stór-
leik og var markahæstur með átta mörk en Teitur Örn
Einarsson skoraði tvö mörk. Kristianstad á afar litla
möguleika á að komast upp úr riðlinum.
Janus Daði Smárason skoraði fjögur mörk og þótti
standa sig vel er danska liðið Aalborg tapaði 32:29 á
heimavelli gegn franska stórliðinu PSG. Þá skoraði Sigvaldi Guðjónsson
sjö mörk fyrir Elverum sem tapaði 30:27 í Zagreb.
Aalborg er í 4. sæti A-riðils en Elverum er á botninum, stigalaust eftir
níu umferðir. Þá vann Pick Szeged 34:23-útisigur gegn Celje Lasko en
Stefán Rafn Sigurmannsson lék ekki með ungverska liðinu vegna meiðsla.
Ólafur markahæstur í Sviss
Ólafur Andrés
Guðmundsson
Framherjinn Árni Vilhjálmsson fór
vel af stað með Kolos Kovalivka í
úrkaínsku úrvalsdeildinni í fót-
bolta. Árni var á skotskónum í sín-
um fyrsta leik með liðinu í gær.
Kovalivka hafði þá betur gegn
Desna Chernihiv, 2:0. Árni var í
byrjunarliðinu og skoraði annað
markið á 71. mín.
Árni virðist kunna vel við sig í
Úkraínu því hann skoraði sjö mörk
í fjórtán leikjum fyrir Chornomo-
rets á síðustu leiktíð. Kolos Koval-
ivka er í áttunda sæti deildarinnar.
Árni var ekki
lengi að skora
Ljósmynd/Kolos Kovalivka
Skoraði Árni Vilhjálmsson var á
skotskónum með nýju liði.
ALLT Í VEISLUNA
Opnunartími verslunar
Mánudagur - Föstudagur ...................11-18
Laugardagur ......................................11-16
Vefverslun opin allan sólarhringinn!
Smiðjuvegi 9 • 200 Kópavogur • s. 567 9911 • www.alltikoku.is
SKOÐA
ÐU
ÚRVALI
Ð Á
ALLTIKO
KU.IS