Morgunblaðið - 25.11.2019, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 25.11.2019, Blaðsíða 32
Um Reykjavíkursollinn og sveita- sæluna er yfirskrift erindis sem Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir bók- menntafræðingur heldur í Borgar- bókasafninu í Spönginni í dag, mánudag, kl. 17.15. Fjallar hún um hvernig frásagnir af sveitadvöl barna birtast í barnabókum, skáld- sögum, ýmiss konar sjálfsævisögu- legum skrifum og jafnvel í ljóðum. Fjallar um Reykjavík- ursoll og sveitasælu MÁNUDAGUR 25. NÓVEMBER 329. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. Valsmenn eru komnir á skrið í Olís- deild karla í handknattleik. Þeir unnu í gærkvöld fimmta leik sinn í röð í deildinni er þeir skelltu Stjörnumönnum í TM-höllinni í Garðabæ, 30:25. FH-ingar áttu ekki í erfiðleikum með Fram, ekki frem- ur en Eyjamenn með KA-liðið. Nýlið- ar Fjölnis voru heldur engin hindrun fyrir Íslandsmeistara Selfoss. »26 Fimmti sigur Valsmanna í röð ÍÞRÓTTIR MENNING „Við þurfum að halda áfram að vinna í að fækka mistökum í sókn- arleik okkar. Í því hefur verið unnið og verður áfram gert. Skipulagið á sóknarleiknum þarf að batna og það mun gerast meðal annars með meiri aga. Við sáum framfarir þótt hafi komið kaflar í síðari leiknum sem voru ekkert sérstakir,“ sagði Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvenna í handknatt- leik, eftir viku æf- ingabúðir landsliðs- ins og tvo vináttu- landsleiki við færeyska landsliðið hér á landi um helgina. »27 Skipulagið á sóknar- leiknum fer batnandi fyrir því að karlar sækjast ekki eftir því að gegna þessu starfi, en það er aldrei gott þegar stétt er eingöngu skip- uð öðru kyninu,“ segir Erla. „Samkvæmt jafnréttis- lögum á að taka á þessu og hvetja karlkyns hjúkrunar- fræðinga að sækja um að fara í ljósmóðurnám en það er ekki gert. Samt státum við af því að Ísland sé í farar- broddi, þegar kemur að kynjajafnrétti í heiminum.“ Bókin byggist að hluta til á doktorsritgerð Erlu Dór- isar í sagnfræði, Fæðingarhjálp á Íslandi 1760-1889, og er löng upptalning tilvísana og heimilda í lokin. Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Enginn karlmaður starfar sem ljósmóðir á Íslandi og er slíkt fátítt á Vesturlöndum. Erla Dóris Halldórsdóttir rekur sögu karla í ljósmóðurstörfum í bókinni Þeir vöktu yfir ljósinu, sem kom út hjá bókaútgáfunni Uglu á dög- unum. „Ég hef alltaf haft áhuga á því hvernig starfsstétt myndast,“ segir hún. „1.626 ljósmæður eru taldar upp í ljósmæðratalinu og af þeim eru níu karlmenn.“ Fram kemur í bókinni að ljósmæður hafi haft starfstit- ilinn yfirsetukonur til ársins 1924 og að minnsta kosti 61 karlmaður hafi sinnt ljósmóðurstörfum, kallast yfir- setumenn eða ljósfeður, hérlendis á 18. öld og fram á fyrstu áratugi 20. aldar. „Þeir gátu sinnt starfinu þá, síð- ast 1912, en virðast ekki geta það nú,“ segir Erla og bæt- ir við að Yfirsetukvennaskólinn, sem stofnaður hafi verið 1912, hafi bara verið fyrir konur. „Alls staðar nema á Ís- landi eru karlar lærðar ljósmæður og sinna þessum störfum. Eitthvað í menningunni gerir það að verkum að karlar treysta sér ekki í þetta starf en þeir geta starfað sem fæðingarlæknar.“ Hún segir að ímynd starfsins sem kvennastarfs sé svo sterk og ljósmæður vilji ekki fá karla í stéttina auk þess sem mörgum mökum ófrískra kvenna sé í nöp við að karlar taki á móti börnum þeirra sem ljós- mæður. Ekki of lurkaleg, feit eða stirð Fyrsta kennslubókin á íslensku handa yfirsetukonum kom út 1749. Erla Dóris vitnar í hana og greinir frá eig- inleikum verðandi yfirsetukonu. Hún mátti hvorki vera of ung og óreynd né of gömul „heldur miðaldra, með full- um kröftum, minni og forstandi, heil og ósjúk, ekki of lurkaleg, of feit eða stirð í vikum; þar með skal hún vera snarráð, siðlát [og] glaðlynd“. Erla Dóris skiptir körlum í yfirsetukvennastörfum í tvo hópa. Í öðrum er 41 bóndi og 14 hreppstjórar, allir ólærðir í fræðunum nema einn sem lauk yfirsetukvenna- prófi 1776. Í hinum eru sex prestar með enga formlega menntun í yfirsetukvennafræði. Tafla yfir þessa menn, fæðingarár, starf og í hvaða sýslu þeir störfuðu fylgir. Í bókinni er greint frá því að enginn karlmaður á Ís- landi hafi lokið ljósmóðurprófi frá 1776. Sumir karlar sem tekið hafi á móti börnum hafi verið kvæntir yfirsetu- konum, fylgt þeim til fæðandi kvenna og þannig lært handtökin, en dæmi eru nefnd um menn sem hafi tekið á móti yfir sex hundruð börnum. Ljósmæðrafélag Íslands var stofnað 1919. „Enginn karlmaður hefur verið í félaginu,“ segir Erla, en ljós- mæðrastéttin er rótgrónasta kvennastétt landsins og karlar gátu fyrst sótt um nám fyrir ljósmæður hérlendis 1964. Frá 1982 urðu nemendur að hafa lokið prófi í hjúkrunarfræði til þess að fá inngöngu í Ljósmæðra- skóla Íslands, en enginn karlmaður hefur nýtt sér það. „Starfsheiti ljósmæðra er kannski hluti af ástæðunni Enginn starfandi ljósfaðir á Íslandi  Erla Dóris rekur sögu karla í ljósmóðurstörfum Morgunblaðið/Hari Höfundur Erla Dóris Halldórsdóttir með bókina. Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík • 414 84 00 • www.martex.is M A R T E X Góð þjónusta byrjar með flottu útliti Fatnaður fyrir fagfólk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.