Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.11.2019, Síða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.11.2019, Síða 2
Við hverju má búast á sunnudaginn? Þá fáum við loksins að vita hvað ástin er. Við munum fyllast af ást og kærleika á öllum hliðum ástarinnar þegar kvöldið er búið. Er ástin nauðsynlegur aflvaki í þróun okkar eða huggulegur skyndibiti? Ég hugsa að hvort tveggja eigi við því ástin er djúp og fer með okkur á mikið dýpi þar sem við uppgötvum sjálf okkur og afhjúpumst alltaf svolítið í ástinni, hver við erum með kostum og göllum. Ástin snýst svolítið um að elska þessa kosti og galla. Þegar maður elskar einhvern þá elskar maður líka gallana og það er kannski bara ástin sem getur afhjúpað svona náin sambönd. Um leið og við förum að elska verða gallarnir oft eitthvað annað en gallar heldur bara hluti af manneskjunni. En ég held líka að ástin sé svona huggulegur skyndibiti. Hún er náttúrlega til að fjölga mannkyninu og skoða okkur á djúpan hátt en hún er líka eitthvert fiðrildi í magunum, léttlyndi og angan. Er hægt að mæla ást? Það er spurning hvaða mælikvarða maður notar á það. Kannski hitamæli eða hamar? Barthosz ætlar að tala um það hvort hægt sé að mæla ást svo ég bíð bara spennt eftir fyrirlestrinum hans. Hvernig kviknaði hugmyndin að viðburðinum? Ég var úti í Póllandi því það var búið að þýða Ufsaklett, verðlaunabókina mína, á pólsku. Ég hitti Barthosz á hótelinu og við fórum að tala saman og hann sagði mér að hann væri að freista þess að lækna fólk með list og tónlist. Hann var að fara að halda fyrirlestur í Þýskalandi og stakk svo upp á því í okkar samtali að koma til Íslands. Hvað er á döfinni hjá þér? Ég er að fara í frí til Aþenu og bjóða fjölskyldunni í mat. Kannski gef ég út bók um jólin. ELÍSABET JÖKULSDÓTTIR SITUR FYRIR SVÖRUM Ástin er afhjúpandi Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.11. 2019 Börkur Gunnarsson, kvikmyndaleikstjóri, rithöfundur, majór og Sturlung-unörd með meiru, spjaldaði mig á samfélagsmiðlum í vikunni fyrir aðkunna ekki mína Sturlungu nægilega vel. Tilefnið var það að ég skrifaði frétt hér í blaðið fyrir réttri viku um bandarísku stuttmyndina Slayer: The Re- pentless Killogy og hélt því þar fram að meira blóð hefði ekki runnið frá Örlygs- staðabardaga árið 1238. Ég sá myndina í Bíó Paradís og þar gengu blóðslett- urnar upp um alla veggi. Þarna hljóp ég á mig enda féllu mun fleiri í Haugsnesbardaga átta árum síðar, 1246, yfir hundrað manns, og er það mann- skæðasti bardagi sem háður hefur verið á Íslandi, svo sem Börkur bendir rétti- lega á. Örlygsstaðabardagi var hins vegar sá fjölmennasti sem fram hefur farið hér um slóðir (mögulega ruglaði það mig eitthvað í ríminu) en þar féll þó „aðeins“ á sjötta tug manna. Þetta eiga allir menn að vita. Fyrir vikið get ég ekki annað en tekið undir skammir Barkar og vonbrigði í minn garð. Ég á mér engar málsbætur. Þetta er sérstaklega vandræðalegt í ljósi þess að ég kem úr fjölskyldu sem ber Sturlunga á höndum sér og í mínum nánasta frændgarði eru menn sem heita Snorri Sturluson, Þórður Sturluson og Sturla Sighvatsson, svo dæmi séu tekin. Afi minn, Snæbjörn Sigurðsson, bóndi á Grund í Eyjafirði, var raunar á sinni tíð einn helsti sérfræðingur þjóðarinnar í Sturlungu, las hana aftur á bak og áfram og undir það síðasta á hvolfi, og brögð að því að fræðimenn við Háskóla Íslands leituðu til hans með álitamál í sögunni. Eins og Börkur og önnur Sturlungunörd muna þá bjó Sighvatur Sturluson einmitt á Grund í Eyjafirði en hann féll sunnan við gerðið á Örlygsstöðum, þar sem Kolbeinn ungi og menn hans unnu á honum. Kolbeinn var sem kunnugt er bróðursonur eiginkonu Sighvats, Halldóru Tumadóttur. Það var einmitt sonur Sighvats, Þórður kakali, sem fór fyrir Sturlungum í Haugsnesbardaga. Er mjög áberandi að ég er að reyna að klóra hér í bakkann? Ekki veit ég hvort menn lesa Morgunblaðið og eftir atvikum Fésbókina með morgunkaffinu þarna fyrir handan en hafi afi minn haft veður af þessu vand- ræðalega máli hefur hann án efa tekið nokkrar byltur í gröf sinni í kirkjugarð- inum á Grund. Það veldur mér vanlíðan og hugarangri. Fyrirgefðu, afi minn! Þetta mun ekki koma fyrir aftur! Fyrirgefðu, afi minn! Pistill Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is ’Þetta eiga allir mennað vita. Fyrir vikiðget ég ekki annað en tekiðundir skammir Barkar og vonbrigði í minn garð. Ég á mér engar málsbætur. Gunnar Gunnlaugsson Ég les mjög mikið en það er engin bók sem er í sérstöku uppáhaldi. SPURNING DAGSINS Hver er uppáhalds- bókin þín? Anna Steinunn Ég á enga uppáhaldsbók. Ég var að klára Ströndina endalausu eftir Jenny Colgan. Yfir henni er ævintýrabragur og mér þótti hún mjög skemmtileg. Sigurður Jónasson Ég hef voða gaman af bókunum eftir Arnald og Yrsu. Það er svosem eng- in sérstök af þeim í uppáhaldi. Valgerður Guðmundsdóttir Ég las mikið áður en les ekki mikið þessa dagana vegna veikinda. Bæk- urnar eftir Guðrúnu frá Lundi eru með- al þeirra sem voru í miklu uppáhaldi. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri og umsjón Karl Blöndal kbl@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndina tók Eggert Jóhannesson Morgunblaðið/Eggert Í dag, 17. nóv- ember, klukkan 20 verður viðburður- inn „Ást og líf- fræði“ haldinn í Tjarnarbíói. Þar kynnir prófessor Bartosz Kara- szewski fólki ástina í félagi við skáld og tónlistarmenn. El- ísabet Jökulsdóttir stýrir viðburðinum. Sími 555 2992 og 698 7999 • Við hárlosi • Mýkir liðina • Betri næringar- upptaka Náttúruolía sem hundar elska Við höfum notað Dog Nikita hundaolíu fyrir hundana okkar í 3 ár og við erum ekkert á því að hætta. Feldurinn á þeim er mjúkur, fallegur og hárlosið á þeim gengur fyrr yfir. Þófarnir eru mjúkir og sléttir en ekki harðir og grófir eins og þeir verða oft.Við mælum með Dog Nikita hundaolíu. Páll Ingi Haraldsson EldurÍs hundar Við mælum með Dog NIKITA hundaolíu NIKITA hundaolía - Selaolía fyrir hunda • Gott við exemi • Betri og sterkari fætur

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.