Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.11.2019, Page 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.11.2019, Page 8
VETTVANGUR 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.11. 2019 Mér finnst oft pínu óþægilegt þegarfólk hrósar mér fyrir eitthvaðsem ég hef gert. Verð vandræða- legur og reyni að skipta um umræðuefni. Það er ekki að mér finnist ekki gaman að annað fólk sé ánægt með mig (og í guðanna bænum, ekki hætta að hrósa mér), meira svona eins og ég fari hjá mér og viti ekki hvernig ég að vera í framan á meðan ég hlusta á einhvern dásama mig. Sem er út af fyrir sig merkilegt því ég held að ég sé frekar duglegur að hrósa öðrum. Klapp á bakið getur verið vísbending um að maður sé á réttri leið. En ég velti því fyrir mér hvers vegna ég tek oft meira mark á gagnrýni en hrósi og hvers vegna illskeytt gagnrýni getur setið lengur í mér en fallegt og einlægt hrós. Ég hélt lengi vel að þetta væri bara ég. En svo las ég grein eftir prófessor í sál- fræði, Art Markman, sem heldur úti vinsæl- um útvarpsþætti á NPR í Bandaríkjunum. Hann lýsir nefnilega þessari sömu tilfinn- ingu. Flestir sem tjáðu sig um þáttinn hans voru mjög ánægðir, en aftur og aftur fann hann hvernig hann festist við neikvæðu um- mælin. Hvernig þau náðu til hans, sátu eftir og eyddu allri gleði sem, að því er honum fannst, vel heppnaður þáttur hafði gefið honum. Hann útskýrir þetta með frumþörf mannsins og náttúrulegum viðbrögðum sem eiga að hjálpa manninum að vara sig á mögulegri ógn. Það hefur sennilega ein- hvern tímann þótt góður kostur að óttast ýmis óargadýr í frumstæðri náttúru en það væri ágætt að illskeytt ummæli á Facebook vektu ekki sömu viðbrögð. Auðvitað þýðir ekkert að vera bara með já-fólk í kringum sig og gagnrýni getur ver- ið bráðnauðsynleg. Kannski er maður að gera einhverja bölvaða vitleysu og hefur gott af því að einhver láti mann vita af því. En Markman bendir á að fólk þurfi þrisvar sinnum meiri skammt af jákvæðni en nei- kvæðni til að hún komist í gegn. Hann bendir á nokkrar leiðir til að takast á við þessa neikvæðni. Ein leiðin er að skrifa niður svör við neikvæðum at- hugasemdum. Það hljómar undarlega en gefur þér vissu um að þú getir svarað og þannig megi rjúfa vítahring neikvæðninnar. Önnur leið er að finna hluti sem þú getur verið stoltur af og hrósa sjálfum þér fyrir að klára þá. Búa til litla sigra sem segja þér að þú getur, þrátt fyrir allt, gert eitthvað al- mennilega. Svo er nátt- úrlega núvit- und. Draga sig út úr amstrinu í smástund og beina allri orkunni að einhverju í umhverfinu. Það ró- ar hugann og kemur í veg fyrir að hann festist í endurteknum neikvæðum hugs- unum. Þetta hljómar allt frekar flókið og tíma- frekt. En það er að sjálfsögðu til önnur leið, sem höfðar sennilega meira til okkar sem kjósum einfaldleikann í lífinu. Hættið bara að lesa hvað aðrir hafa að segja um ykkur. Netið er ekki alltaf fullt af kærleika. Nei- kvæða fólkið hefur ekkert endilega rétt fyr- ir sér og jafnvel þótt svo sé þá þarftu ekk- ert að lesa það. Og ef þú hættir því má líka gera ráð fyrir að þú komir meiru í verk. Það var ekkert. ’En ég velti því fyrir mérhvers vegna ég tek oft meiramark á gagnrýni en hrósi oghvers vegna illskeytt gagnrýni getur setið lengur í mér en fallegt og einlægt hrós. Á meðan ég man Logi Bergmann logi@mbl.is Gleymum neikvæðni Elsku Aron. Þú ert fæddur á þeim guðs blessaða degi 22. apríl árið 1989 og þegar mað- ur leggur þessar fögru töl- ur saman kemur út talan þín, átta, sem er jafnframt tala eilífðarinnar, lífsins og dauðans í einni heild. Að hafa töluna 22 í afmælisdeginum gefur þér sérstakan andlegan mátt og næmi og í fótbolta er það afskap- lega mikilvægt að sjá aðeins lengra en nef manns nær og treysta á innsæið. Það hefur þú svo sannarlega gert frá því þú opnaðir aug- un fyrir þrjátíu ár- um. Þú fórst áfram mikinn hluta æv- innar án þess jafnvel að hugsa næsta skref gaumgæfilega; hjúp- aður hugrekki áttunnar og andlegu orkunni sem tengist afmælisdegi þínum. Fyrir um það bil þremur árum var mjög mikið álag á öllum þáttum lífsins hjá þér og sjálfstraustið bogn- aði rétt aðeins. Því þú hefur sjálfs- traust á við bambusinn; það bara bognar, en brotnar aldrei. Þú ert bú- inn að vera að raða þér svo flott saman undanfarið og útkoman verð- ur fullkomin. Þú færð meiri styrk- leika en þú hefur áður fundið fyrir og flýgur hærra en þú bjóst við. Eða kannski býstu bara alveg við því, því velgengni er í eðli þínu. Þetta ár hefur verið afskaplega hratt og merkilegt og þú hefur séð alveg svart á hvítu hverjir það eru sem efla kraftinn þinn. Fundið bæði til auðmýktar og orku sem aldrei fyrr. Þú ert búinn að taka nýjar og sterkar ákvarðanir sem eiga eftir að gefa þér gott brautargengi í fram- tíðinni og einhvers staðar á þessari leið og sérstaklega í kringum maí- mánuð á næsta ári opnast fyrir þér ný vídd eða þér verður boðið eitt- hvað spennandi og skemmtilegt sem mun bæði efla þig og fjölskyldu þína. Sterk orka verður yfir þér og þinni heittelskuðu og börnunum ykkar, því allt er að eflast til betri vegar og kærleikurinn og ást- in hjálpa þér og ykk- ur að taka þessar góðu ákvarðanir sem eru öllum í hag. Það er nefni- lega varla hægt gera spá um líf þitt fram í tímann án þess að skoða fjöl- skyldu þína sömuleiðis, gullið mitt, því fjölskyldan er tréð og afkom- endur ykkar eru laufblöðin. Ég hef þá sýn að þú munir jafna þig alveg á þeim meiðslum sem eru að hrjá þig um þessar mundir því það hefurðu gert áður og það er bara í lífsorkunni þinni að skapa ný og ný kraftaverk. 2021 verður krefj- andi ár og athyglisverðir hlutir verða tengdir þér og þú munt spila svo sterkt úr þeim spilum sem þér verða rétt að þjóðin mun standa á öndinni. Skilaboð mín til þín fyrir næstu daga og mánuði eru því þessi: Með einni hugsun fer allt af stað og að hika er sama og tapa. Stjörnumerki: Naut Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson ARON EINAR GUNNARSSON KNATTSPYRNUMAÐUR 22.4. 1989 Sterk orka verður yfir þér ’Þú færð meiristyrkleika en þúhefur áður fundiðfyrir og flýgur hærra en þú bjóst við. ALLT Í VEISLUNA Opnunartími verslunar Mánudagur - Föstudagur ...................11-18 Laugardagur ......................................11-16 Vefverslun opin allan sólarhringinn! Smiðjuvegi 9 • 200 Kópavogur • s. 567 9911 • www.alltikoku.is SKOÐA ÐU ÚRVALI Ð Á ALLTIKO KU.IS

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.