Morgunblaðið - 05.12.2019, Page 1
F I M M T U D A G U R 5. D E S E M B E R 2 0 1 9
Stofnað 1913 286. tölublað 107. árgangur
ENGLANDS-
DROTTNING
OG NJÓSNARI
FRÁ STÓR-
STEIKUM Í
KRYDDKÖKUR
FÓLK TAKI LÍFINU
MEÐ RÓ Í JÓLA-
MÁNUÐINUM
HÁTÍÐARMATARBLAÐ SIGRÍÐUR KLING SPÁKONA 22HRIFIN AF THE CROWN 14
Fjölmenni var að vanda og mikið fjör á árlegri jólahátíð fatl-
aðra sem haldin var á Hilton Reykjavík Nordica í gærkvöldi.
Þetta var í 37. sinn sem André Bachmann stóð fyrir hátíðinni
sem fyrir löngu er orðin ómissandi þáttur í jólaundirbúningi
fatlaðs fólks og aðstandenda þess. Kynnar voru Lárus Axel
Sigurjónsson og sjónvarpsstjarnan Steinunn Ása Þorvalds-
dóttir úr þáttunum Með okkar augum. Steindi Jr. var meðal
þeirra listamanna sem skemmtu og vakti hann lukku meðal
gesta með því að syngja lag sitt „Djamm í kvöld“.
Morgunblaðið/Eggert
Sjónvarpsstjörnur kynntu árlega jólahátíð fatlaðra
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Aksturskostnaður alþingismanna á
eigin bifreiðum hefur minnkað mikið
og er nú aðeins brot af því sem hann
var á árunum 2017 og fyrr. Á móti
hefur kostnaður við bílaleigubíla
aukist verulega en samt hefur heild-
arkostnaður vegna aksturs þing-
manna minnkað stórlega. Kostnaður
við bílaleigubíla fyrir þingmenn er
nú orðinn um 20 milljónir kr. á ári.
Á árinu 2018 var aksturskostnað-
ur alþingismanna tæplega 31 milljón
kr. Kostnaðurinn hafði minnkað um
12 milljónir frá árinu áður en á ár-
unum 2013 til 2016 var hann mun
hærri eða allt frá 68 og niður í um 50
milljónir. Fyrstu tíu mánuði ársins í
ár kostaði aksturinn 25 milljónir.
Grundvallarbreyting hefur orðið á
samsetningu kostnaðarins eftir að
Alþingi breytti reglum sínum í byrj-
un árs 2018. Þeir þingmenn sem
mest aka fengu bílaleigubíla á lang-
tímaleigu. Það varð til þess að kostn-
aður þingsins við akstur þingmanna
á eigin bílum hríðféll en í staðinn
jókst umtalsvert kostnaður við bíla-
leigubíla og eldsneyti.
Þingið sparar fjármuni
„Mér finnst þetta nýja fyrirkomu-
lag ganga framúrskarandi vel. Það
sem er jákvæðasst í þessu er að
þingið nær markmiðum sínum, að
spara umtalsverða fjármuni,“ segir
Guðjón S. Brjánsson, 1. varaforseti
Alþingis.
Milljónir í bílaleigubíla
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Á ferð Sumir þingmenn þurfa að
aka heim og aðrir um kjördæmið.
Heildarkostnaður við akstur alþingismanna minnkar
MAksturskostnaður hefur ... »4
„Auðvitað er
þetta áhyggju-
efni. Þjóðir kepp-
ast við að fjár-
festa í menntun
til að stuðla að
framþróun og
tryggja lífsgæði.
Við viljum að
sjálfsögðu vera
þjóð sem gerir
slíkt hið sama og
vísbendingar um að við þurfum að
gera betur ber að taka mjög alvar-
lega,“ segir Jón Atli Benediktsson,
rektor Háskóla Íslands, um árang-
ur íslenskra ungmenna í PISA-
könnuninni.
Rætt er ítarlega við Jón Atla um
stöðu háskólans og menntamál al-
mennt í Morgunblaðinu og á mbl.is í
dag. »16
Árangur í PISA
mikið áhyggjuefni
Jón Atli
Benediktsson
19 dagartil jóla
Jóladagatalið er á
jolamjolk.is