Morgunblaðið - 05.12.2019, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 05.12.2019, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2019 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Þessa dagana er litadýrðin ráðandi í gróðurhúsum Birgis S. Birgissonar í Hveragerði. Ræktun og framleiðsla á jólablómum er langt komin; nærri 9.000 jólastjörnur eru farnar út úr húsi og orðnar stáss og yndisauki á heimilum landsmanna. Flestar eru þær rauðar, en einnig má í flórunni finna hvítar og bleikar stjörnur. Þá eru tegundirnar ástareldur og begoníur undir gleri og ljósum í Ficus, en svo heitir gróðrarstöð Birgis sem er við Bröttuhlíð í blóma- bænum sem svo er nefndur. „Við byrjun í jólastjörnunum í júlí, þá fáum við hingað græðlinga með rótum frá Hollandi. Með þá er farið samkvæmt kúnstarinnar reglum varðandi hita, lýsingu og annað. Ræktunin núna gekk alveg ljómandi vel og að undanförnu er ég búinn að senda frá mér um það bil 9.000 jóla- stjörnur en alls eru ræktuð á landinu fyrir hátíðina um 20.000 blóm. Síðan eru hýasinturnar hér í húsi líka komnar vel á legg og munu blómstra fallega,“ nefnir Birgir sem segir blómabúskap ganga ágætlega um þessar mundir. „Á tímabili var naumhyggjan ráð- andi og á heimilum átti allt að vera klippt og skorið, rétt eins og við sáum á myndum í blöðum eins og Húsum og híbýlum og hinu danska Bo Bedre. Núna eru stofublómin hins vegar aftur komin í tísku eins og við finnum vel í sölu hjá okkur. Núna er jólaframleiðslan raunar að mestu farin héðan úr húsi og veitir ekki af, því í næstu viku setjum við lauka að páskaliljunum í potta. Í blómarækt koma helstu hátíðir árs- ins snemma inn; jól í júlí og páskar í desember. Og sjálfum finnst mér al- veg sjálfsagt að hafa blóm á heim- ilum, því þau framleiða súrefni og binda kolefni sem við þurfum svo mjög á að halda.“ Morgunblaðið/Sigurður Bogi Jólastjörnur Blómabóndinn Birgir S. Birgisson hér með litríkar stjörnur í gulum bjarma lampanna í gróðurhúsinu. Jólastjörnurnar blómstra  Litadýrð í Hveragerði  Stofublómin aftur í tísku Ásta Dóra Finnsdóttir, 12 ára píanó- leikari úr Garðabæ, komst ekki áfram úr annarri umferð Hnetu- brjótsins, sjónvarpskeppni ungra tónlistarmanna hjá TvKultura í Rússlandi í gærkvöldi. Kennari Ástu Dóru og faðir voru þó einstaklega ánægð með frammistöðu hennar. Ásta Dóra var meðal 16 þátttak- enda sem komust í úrslitakeppnina eftir forval. Hún var meðal átta keppenda sem komust áfram úr fyrstu umferð í Moskvu og stóð sig einnig vel í annarri umferð sem fram fór í gærkvöldi og var sjón- varpað beint um allt Rússland. Hún fékk góðar einkunnir og var hárs- breidd frá því að komast áfram í þriggja manna úrslit. „Maður getur bara óskað eftir því að hún geri sitt besta og það gerði hún svo sannarlega. Hvernig dóm- nefndin spilar svo úr þessu fer eftir allmörgum þáttum og getur til dæmis röð keppenda skipti máli þar sem stigin eru gefin jafnóðum,“ segir Finnur Þorgeirs- son, faðir Ástu Dóru. helgi@mbl.is Ungur píanóleikari stóð sig vel í beinni útsendingu sjónvarps um allt Rússland Ásta Dóra Finnsdóttir Már Gunnarsson, sundkappi og tónlistarmaður, er handhafi Kærleikskúlunnar 2019, en afhend- ing viðurkenningarinnar fór fram á Kjarvalsstöðum í gærmorgun. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra var kynnir há- tíðarinnar og sá systir hennar, Nína Kristín, um að veita verð- launin. „Már er framúrskarandi fyrir- mynd og hefur stjórn Styrktar- félags lamaðra og fatlaðra ákveðið að veita honum Kærleikskúluna í ár,“ segir í tilkynningu. Már er blindur en lætur það ekki hindra sig í að ná markmiðum sínum, þekktur afreksmaður í íþróttum og margfaldur Íslandsmethafi í sundi. Listakonan Ólöf Nordal gerði kúl- una og nefnist hún „Sól ég sá“. All- ur ágóði af sölu hennar rennur til Reykjadals, sumar- og helgarbúða fyrir fötluð börn og ungmenni. Morgunblaðið/RAX Afreksmaður Már Gunnarsson íþróttamaður tekur á móti verðlaununum. Már er handhafi Kærleikskúlunnar Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Kúabændur samþykktu samkomu- lag bændaforystunnar við ríkið í al- mennri atkvæðagreiðslu sem lauk á hádegi í gær. „Ég er mjög ánægður með niðurstöðuna. Við höfum stefnt að þessu í þrjú ár og nú er málið í höfn,“ segir Arnar Árnason, formað- ur Landssambands kúabænda. Samkomulagið var samþykkt með 447 atkvæðum en 132 voru á móti og níu tóku ekki afstöðu. Ef aðeins er litið til þeirra sem tóku afstöðu var samkomulagið samþykkt með 77,2% atkvæða. Á kjörskrá voru 1.332 kúa- bændur og greiddu 588 atkvæði þannig að þátttaka í atkvæðagreiðsl- unni var 44%. Kvótakerfi áfram Aðalbreytingin við endurskoðun búvörusamninga felst í því að fallið er frá því að afnema kvótakerfi í mjólkurframleiðslu, í samræmi við vilja meirihluta bænda. Í upphafleg- um samningi sem skrifað var undir á árinu 2016 var ákveðið að gefa fram- leiðsluna frjálsa. Landssamband kúabænda beitti sér síðar fyrir at- kvæðagreiðslu meðal kúabænda um kvótakerfið og var mikill meirihluti þeirra hlynntur því að haldið yrði í kvótakerfið, í svipaðri mynd og verið hefur undanfarna áratugi. Kristján Þór Júlíusson landbúnað- arráðherra mælti í fyrrakvöld fyrir frumvarpi um breytingar á búvöru- lögum, í samræmi við samkomulagið við bændur. Málið fór til atvinnu- veganefndar að lokinni fyrstu um- ræðu. Þá hefur atvinnuvegaráðuneytið kynnt drög að reglugerð sem gefin verður út þegar lögunum hefur verið breytt. Vonast Arnar til þess að allt þetta verði klárt um áramót. Þá hefst vinna við að ljúka málum sem ákveðið var að setja í ferli í sam- komulagi bænda og ríkisins. Þrír vinnuhópar verða skipaðir, einn um verðlagsmál, annar um loftslagsmál sem er veigamikið atriði í samkomu- laginu og sá þriðji um útfærslu á ýmsum öðrum nýjungum. Arnar segir að þessi mál verði leyst í því ferli sem er að hefjast. Sum málanna verða borin undir atkvæði kúabænda á næsta ári. Samþykkt með at- kvæðum 77% bænda  Þingleg meðferð breytinga á búvörusamningi hafin Morgunblaðið/Styrmir Kári Kýr Minni breytingar verða á starfsumhverfi kúabænda en áður var áform- að, nú þegar breytingar á búvörusamningum taka gildi. Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi ll 595 1000 lur .H i sf r ir s ia i i . Verð frá kr. 239.995 Vorferðirnar Fararstjóri: Gunnar Svanlaugsson 60+ til Tenerife komnar í sölu!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.