Morgunblaðið - 05.12.2019, Side 4

Morgunblaðið - 05.12.2019, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2019 Málverk eftir Jóhannes Sveinsson Kjarval, Gunnlaug Scheving og Ás- grím Jónsson voru seld á uppboði hjá Bruun Rasmussen í Kaup- mannahöfn í gær og var söluverðið nálægt hámarksmatsverði. Þannig seldist málverkið Svína- hraun eftir Kjarval fyrir 240 þúsund danskar krónur, jafnvirði 4,33 millj- óna íslenskra króna, en það var met- ið á 200-250 þúsund krónur. Mál- verkið Fjölnismenn, einnig eftir Kjarval, seldist fyrir 140 þúsund danskar krónur, jafnvirði 2,53 millj- óna íslenskra króna, en það var met- ið á 150 þúsund danskar krónur, og sjávarmynd eftir Gunnlaug Schev- ing, sem metin var á 200 þúsund danskar krónur, seldist fyrir 180 þúsund krónur, jafnvirði 3,25 millj- óna íslenskra króna. Eigandi tveggja síðastnefndu verkanna, sem vildi ekki láta nafns síns getið, sagði við Morgunblaðið að hann væri sáttur við niðurstöðu upp- boðsins og verðið sem fékkst fyrir málverkin væri talsvert hærra en fyrir sambærileg verk á uppboðum hér á landi. Eigandinn sagðist ekki vita hverj- ir keyptu málverkin á uppboðinu en hann hefði heyrt að söfn og stofnanir á Íslandi hefðu sýnt þeim áhuga. Landslagsmynd eftir Ásgrím Jónsson, sem metin var á 60-75 þús- und danskar krónur, seldist fyrir 70 þúsund krónur, um 1,3 milljónir ís- lenskra króna. Eitt verk eftir Kjar- val, metið á 200-240 þúsund danskar krónur, seldist ekki á uppboðinu í gær og ekki heldur stúlkumynd eftir Gunnlaug Blöndal, sem metin var á 40-50 þúsund krónur. gummi@mbl.is Eigandi málverka sáttur við söluverð á uppboði Birt með leyfi Bruun Rasmussen Hátt verð Verkið Fjölnismenn eftir Kjarval seldist á uppboði í gær.  Hátt verð fékkst fyrir íslensk verk Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Framkvæmdir eru hafnar við nýtt baðlón vestast á Kársnesi í Kópa- vogi. Það mun opna dyr sínar fyrir gestum á árinu 2021. Í fyrsta áfanga er gert ráð fyrir heitu baðlóni við sjóinn með útsýni út á hafið og til Bessastaða, kaldri laug og gufuböð- um. Kostnaður við þann áfanga er áætlaður 4 milljarðar króna. „Búið er að vinna að þessu verk- efni í mörg ár. Það er komið á þann stað núna að framkvæmdir eru að hefjast,“ segir Gestur Þórisson, einn af aðstandendum verkefnisins. Jarðvinna er hafin á lóð fyrir- tækisins og búist við að steypuvinna hefjist í næstu viku. Í þessum fyrsta áfanga verður baðlón ásamt kaldri laug og gufuböðum með tilheyrandi mannvirkjum. Jafnframt aðstaða fyrir veitingasölu og aðra þjónustu við gesti. Fyrirhugað er að ráðast í frekari uppbyggingu á lóðinni sem er um 3 hektarar að stærð, meðal annars að stækka baðlónið ásamt mann- virkjum sem því fylgir. Vinsæll ferðamannastaður Baðlónið er nálægt miðju höf- uðborgarsvæðisins og segir Gestur að staðsetningin sé góð og gott að komast að baðlóninu. Telur hann að staðurinn henti vel fyrir starfsem- ina. „Við teljum að það verði áhuga- vert fyrir alla að geta vippað sér í baðlón, svona stutt frá bænum en þó úti í náttúrunni og geta upplifað og notið. Þetta verður allt annað um- hverfi en fólk sækir í hjá sundlaug- unum,“ segir Gestur. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, telur að baðlónið og þjónustan sem því tengist verði eitt af sterkustu kennileitum höfuðborg- arsvæðsins um langa framtíð, að því er haft er eftir honum í frétta- tilkynningu, og um leið glæsilegur kyndilberi fyrir ferðaþjónustu á Ís- landi. Gestur tekur undir þetta og segist að aðstandendur verkefnisins búist við að baðlónið verði vinsæll ferðamannastaður. Samvinna við Kanadamenn Verkefnið er í eigu Nature Resort ehf. og hafa aðaleigendur þess, Gest- ur og Eyþór Guðjónsson, stýrt und- irbúningnum í samvinnu við kana- díska afþreyingar- og ferða- þjónustufyrirtækið Pursuit. Síðarnefnda fyrirtækið rekur af- þreyingarfyrirtækið FlyOverIce- land í Reykjavík og upplifunarstaði og hótel í Kanada og Bandaríkj- unum. Pursuit mun einnig annast rekstur baðlónsins. Dagný Hrönn Pétursdóttir, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri hjá Bláa lóninu, hefur verið ráðin framkvæmdastjóri rekstrarfélagsins. Baðlón opnar á Kársnesi á árinu 2021  Framkvæmdir hafnar á lóðinni  Framkvæmt fyrir 4 milljarða Tölvugerð mynd/Aðsend Við sjóinn Baðlónið verður vestast á Kársnesi og úr því verður fallegt út- sýni til hafs og til Álftaness og Reykjavíkur. Framkvæmdir eru hafnar. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Aksturskostnaður alþingismanna hefur dregist mjög saman á síðustu árum. Ef þróunin frá 2013 til 2019 er skoðuð kemur í ljós að umræddur kostnaður hefur lækkað úr um 68 milljónum króna í um 30 milljónir á ári síðustu tvö ár. Breytingar sem gerðar voru á reglum um þingfararkostnað í árs- byrjun 2018 hafa orðið til þess að umtalsvert minni kostnaður er vegna ferða á eigin bifreiðum þing- manna. Að sama skapi hefur kostn- aður vegna ferða með bílaleigubílum aukist. Skýrist það af því að þeir þingmenn sem aka mest eru með bíla í langtímaleigu í gegnum Al- þingi. Á vef Alþingis er hægt að rýna í sundurliðun á kostnaði einstaka þingmanna. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er með hæsta kostnaðinn vegna bíla- leigubíla. Nemur kostnaðurinn ríf- lega 2,8 milljónum króna á þessu ári. Kostnaðurinn hefur jafnan verið á milli 100 og 200 þúsund krónur í hverjum mánuði. Í október síðast- liðnum var kostnaðurinn þó ríflega 1,6 milljónir króna. Ásmundur kvaðst í samtali við Morgunblaðið ekki hafa skýringu á þessum aukna kostnaði. „Ég lít aldr- ei á þetta, hvorki hjá mér né öðr- um,“ sagði þingmaðurinn. Hann upplýsti þó að hann hefði nýverið skipt um bílaleigubíl og taldi mögu- legt að umræddur kostnaður væri því tengdur. Þetta staðfestir Eggert Jónsson, forstöðumaður hjá Alþingi. Hann segir að Alþingi leigi bíla- leigubíl fyrir Ásmund og inni í leig- unni sé 20 þúsund kílómetra akstur á ári. Láðst hafi að lesa af mælinum hjá Ásmundi og þarna sé um um- framakstur síðustu tveggja ára að ræða. „Það er alls ekki Ásmundi að kenna að þetta komi svona fram og ef til vill hefðum við átt að dreifa kostnaðinum,“ segir Eggert sem kvaðst telja að Ásmundur hefði ekið um fjörutíu þúsund kílómetra á ári á umræddu tímabili. Alls eru fimm þingmenn með langtímaleigu á bílaleigubílum í gegnum Alþingi. Auk Ásmundar eru það þeir Birgir Þórarinsson, Guðjón S. Brjánsson, Haraldur Benedikts- son og Sigurður Páll Jónsson. Allir eiga þeir sammerkt að keyra að heiman í sínu kjördæmi til vinnu og til baka. „Okkur ber að greiða ferðir þessara manna heim og að heiman. Við reynum að gera allt á sem hag- kvæmastan hátt og með þessum bílaleigubílum hefur sparast tölu- vert fé,“ segir Eggert. Aksturskostnaður alþingismanna 2013 til 2019 Tölur fyrir 2019 ná yfi r tímabilið janúar til október 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 Ferðir á eigin bifreið 59.407.414 47.888.488 36.200.099 36.968.690 27.780.874 8.603.210 5.049.563 Ferðir með bílaleigubíl 7.689.075 7.415.459 12.337.414 14.687.240 13.444.825 19.128.518 17.122.444 Eldsneyti 179.796 178.925 1.267.807 1.365.194 1.223.171 3.044.955 2.670.851 Annað (jarðgöng, leigub. o.fl .) 706.250 529.554 353.813 707.102 313.510 104.260 54.613 Samtals 67.982.535 56.012.426 50.159.133 53.728.226 42.762.380 30.880.943 24.897.471 68 m.kr. 56 m.kr. 50 m.kr. 54 m.kr. 43 m.kr. 31 m.kr. 25 m.kr. Heimild: Alþingi Mynd: Colourbox IH8 MYX Aksturskostnaður hefur minnkað mikið  Ánægja með breytt fyrirkomulag  Ásmundur ekur mest „Mér finnst þetta nýja fyrir- komulag ganga framúrskarandi vel. Það sem er jákvæðast í þessu er að þingið nær mark- miðum sínum, að spara umtals- verða fjármuni,“ segir Guðjón S. Brjánsson, 1. varaforseti Alþing- is, sem sjálfur notast við bíla- leigubíl. Hann segir að betri rammi sé nú um aksturs- kostnað þingmanna. „Nú ber okkur að skrifa akst- ursdagbók og skila henni inn með rafrænum hætti. Þar er greint á milli hvenær ekið er til og frá vinnu, hvenær ekið er í önnur verkefni og eftir atvikum hvenær ekið er í einkaerindum. Þeir sem voru öðru vanir þurfa kannski sinn tíma til að laga sig að breytingum en almennt hef- ur þetta reynst vel.“ Ragna Árnadóttir, skrif- stofustjóri Alþingis, segir að umrætt fyrirkomulag hafi reynst vel og hún viti ekki betur en almenn ánægja sé með það. Betri rammi GÓÐ REYNSLA Á ÞINGI Gefðu frí um jólin með gjafabréfi Icelandair

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.