Morgunblaðið - 05.12.2019, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2019
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Jólin og áramótin hafa fest sig í
sessi sem einn af hápunktum ferða-
þjónustu vetrarins hér á landi. Boð-
ið er upp á fjölbreytta afþreyingu
fyrir ferðafólkið og veitingahús sem
flest voru lokuð á árum áður á
stórhátíðardögum jóla og áramóta
eru nú mörg hver opin fyrir gestum.
Annasamasti mánuður ársins
Desember er langannasamasti
mánuður ársins hjá ferðaþjónustu-
fyrirtækinu Wake Up Reykjavik.
Daníel Pétursson, annar eigenda
fyrirtækisins, segir að þau bjóði upp
á margs konar ferðir í Reykjavík.
Þar á meðal bjórferð þar sem gestir
læra um íslenskan bjór og bjórgerð,
einnig pöbbarölt um helgar. Vinsæl-
astar eru matarferðir, það eru
gönguferðir á milli veitingahúsa.
Farið er með 5-6 hópa á dag þegar
mest er að gera. Í hópunum eru allt
að tólf manns auk leiðsögumanns.
„Við erum líka með áramótapartí
á gamlárskvöld fyrir um 400
manns,“ sagði Daníel. „Þar verða í
boði íslenskir drykkir, góð tónlist,
sýning og allur pakkinn!“ Áramóta-
veislan verður á skemmtistaðnum
Austur sem er leigður fyrir viðburð-
inn. Miðasala hófst í október og fór
vel af stað. Daníel reiknar með að
miðarnir seljist fljótlega upp.
Ágætlega bókað
„Það virðist vera ágætlega bókað
um jól og áramót miðað við sama
tíma í fyrra. Flestar ferðir halda
sér,“ segir Þórir Garðarsson,
stjórnarformaður Gray Line. Hann
segir að haldið sé fullri áætlun eins
og alla aðra daga ársins, nema eftir
hádegi á aðfangadag. Akstur hefst
aftur á jóladagsmorgun. Gullni
hringurinn er ekinn fjórum sinnum
á dag og norðurljósaferðir á kvöldin.
Á gamlárskvöld er boðið upp á sér-
ferðir, annars vegar á áramóta-
brennu og svo að skoða flugelda.
Þær eru tímasettar þannig að hægt
er að fara í báðar ferðirnar og gera
sumir það.
Útlitið er þokkalegt
„Þetta lítur bara þokkalega út og
það eru fínar bókanir,“ segir Sig-
urður Skarphéðinsson, fram-
kvæmdastjóri Into the Glacier.
Hann segir að jóla- og áramóta-
umferðin byrji um miðjan desember
og af fullum krafti skömmu fyrir jól.
Mikið er að gera fram yfir áramót.
„Það er eiginlega of snemmt að
segja til um jólin. Grunnbókanirnar
eru góðar en svo er lausatraffíkin
talsverð líka. Við gerum samt ráð
fyrir að vera aðeins undir því sem
var í fyrra eins og allir aðrir. Fram-
boð á flugsætum er minna nú en
þá,“ sagði Sigurður.
Hann segir að boðið verði upp á
hefðbundnar trukkaferðir og svo
vélsleðaferðir. Skipulagðir eru þrír
brottfarardagar í trukkaferðum og
tveir í vélsleðaferðum um hátíð-
arnar. Einnig er boðið upp á sam-
settar ferðir með göngu, trukkaferð
og vélsleðaferð upp á topp
Langjökuls.
Sigurður segir að veðrið
ráði miklu um hvernig
þetta verður. Nú fer í hönd
erfiðasti tími ársins á Lang-
jökli sem nær upp í 1.260
metra hæð. Stundum
þarf að fella niður
ferðir vegna veðurs.
Haustið hefur þó verið
mjög gott veðurfars-
lega og veður fallegt.
Ferðamenn njóta hátíðanna hér
Jólin og áramótin eru á meðal hápunkta vetrarferðaþjónustunnar Margs konar afþreying er í boði
fyrir ferðamenn Ólíkir hópar ferðamanna koma hingað annars vegar um jól og hins vegar um áramót
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Hátíðarferðir Áramótabrennur og flugeldar draga að erlenda ferðamenn líkt og jólin gera einnig í auknum mæli.
Skarphéðinn Berg Steinarsson
ferðamálastjóri sagði að ára-
mótin hefðu lengur verið anna-
tími í ferðaþjónustu hér á landi
en jólin. Jólin hafa þó sótt í sig
veðrið undanfarin ár. Hann
taldi að þokkaleg bjartsýni
ríkti gagnvart komandi jólum
og áramótum.
Sitt hvor hópur ferðamanna
kemur hingað um jól annars
vegar og áramót hins vegar.
„Um áramót kemur fólk sem er
að sækjast eftir þeirri upplifun
og stemmningu sem er í kring-
um brennur, flugelda og annað.
Um jólin eru áberandi náms-
menn frá t.d. Asíu sem eru við
nám í Bretlandi og víðar,“
sagði Skarphéðinn. Mörg fyrir-
tæki eru með sérstakt vöru-
framboð um áramót þar sem
boðið er upp á skoðunarferðir
á áramótabrennur og flugelda.
„Við höfum tekið okkur
verulega á varðandi opn-
unartíma. Sífellt fleiri veit-
ingahús eru opin allar hátíð-
irnar. Við getum ekki hvatt
fólk til þess að koma
og haft svo lokað á
matmálstímum.
Þetta er allt á
réttri leið,“
sagði Skarp-
héðinn.
„Þetta er allt
á réttri leið“
JÓLIN OG ÁRAMÓTIN
Skarphéðinn Berg
Steinarsson
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Póstsendingum til landsins hefur
fækkað um 12-15% á þessu ári.
Fækkunin er einkum rakin til nýs
sendingargjalds Íslandspósts sem
tók gildi í sumar
og leggst þyngst
á smærri send-
ingar. Fækkunin
er langmest á
ódýrum sending-
um frá kínverska
fyrirtækinu Ali
Express sem
kosta kannski 80
cent eða 1-2 doll-
ara, smáhlutum,
símahulstrum, skartgripum o.fl. Í
slíkum tilvikum er 600 kr. sending-
argjald hlutfallslega hátt. Þetta
staðfestir Birgir Jónsson, forstjóri
Íslandspósts, í samtali við Morgun-
blaðið.
Alþjóðleg viðbrögð
„En það er mikilvægt að hafa í
huga að gjaldið er fast. Það breytist
ekki með þyngd eða verðgildi. 600
kr. er mikið ef varan kostaði 200 kr.
en ekki mikið ef hún kostaði 50 þús-
und. En það liggur fyrir að það
kostar að koma sendingu yfir hálfan
hnöttinn og afgreiða hana á enda-
stöð og sá kostnaður verður að
greiðast af einhverjum og þá er eðli-
legast að viðskiptavinurinn greiði
hann,“ segir Bigir.
Birgir segir að í haust hafi Al-
þjóðapóstmálastofnunin (UPU)
samþykkt að hækka gjaldskrá fyrir
póstflutninga milli landa í þrepum á
næstu árum. Þetta eru viðbrögð við
miklum kostnaði póstfyrirtækja við
dreifingu á ódýrum varningi frá
Kína og hótunum Bandaríkjanna að
draga sig út úr samstarfinu ef ekki
yrði gripið til ráðstafana. Birgir
segir að það eigi hins vegar alveg
eftir að koma í ljós hverju þetta
muni raunverulega skila fyrir fyrir-
tæki eins og Íslandspóst.
„Aðalmunurinn á þessu og ís-
lensku leiðinni er að þar var tekið á
vandanum strax með sérstöku
gjaldi og tapið af vöruflokknum þar
með stöðvað,“ segir Birgir. Notand-
inn væri látinn borga fyrir þjón-
ustuna. Hann segir að í nágranna-
löndunum sé afgreiðslugjald
póstsendinga mun hærra (nær tvö-
falt) en hér á landi en í mörgum öðr-
um löndum séu póstfyrirtækin í tap-
rekstri vegna hins mikla umfangs
sendinga frá Kína. „Íslensk stjórn-
völd eiga heiður skilið fyrir að hafa
takið svona fast á þessu vandamáli
því það lagast ekki af sjálfu sér, og
þetta hefði kostað ríkið gríðarlegar
fjárhæðir að óbreyttu,“ segir Birg-
ir.
Ótengt annarri gagnrýni
Forstjóri Íslandspósts bendir á
að ákvörðun Póst- og fjarskipta-
stofnunarinnar frá því í vor kveði á
um að ófjármögnuð alþjónustubyrði
vegna erlendra sendinga sé um 1,5
milljarðar króna. Sendingargjaldið
umdeilda sé sett á til þess að stoppa
í þetta gat því annars þurfi ríkið að
greiða þennan kostnað.
„Þetta er áhugavert að skoða í
samhengi við neyðarlánið sem ríkið
veitti Íslandspósti 2018 því þar er
um að ræða næstum sömu upphæð
vegna sama máls. Sendingargjaldið
er því ekki sett á til að greiða fyrir
samkeppnisrekstur, óráðsíu eða
annað sem nefnt hefur verið í um-
ræðunni, heldur bara til að mæta
þessum kostnaði sem er þekktur og
ljós,“ segir Birgir.
Hann segir að gagnrýni á rekstur
Íslandspósts á síðustu árum sé svo
annað mál, en það sé vissulega
meira grípandi að blanda þessu
saman og segja að þetta sending-
argjald hafi verið sett á til að greiða
fyrir meint bruðl og óráðsíu.
Póstsendingum hefur
fækkað um allt að 15%
Nýtt gjald dregur úr netkaupum á smávarningi frá Kína
Morgunblaðið/Hari
Bögglar Samdráttur eftir nýtt gjald.
Birgir Jónsson
Vandaður
tískufatnaður
frá París
Austurveri, Háaleitisbraut 68,
sími 568 4240, astund.is
Fislétt
dúnúlpa
Loðfóðruð
gúmmístígvél