Morgunblaðið - 05.12.2019, Síða 14

Morgunblaðið - 05.12.2019, Síða 14
14 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2019 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Ég titraði vissulega aðeins í hnján-um frammi fyrir henni, en Elísabetgekk á milli okkar gestanna ogspjallaði. Þetta var lokað sam- kvæmi fyrir örfáa útvalda og mjög persónulegt boð, við vorum ekki nema tólf eða fimmtán gestir, sérlega notalegt og enginn mátti taka myndir. Elísabet vildi bara spjalla við fólk, ekki sem drottning heldur sem manneskja,“ segir Guðrún Kristjánsdóttir sem fyrir rétt tæpum 30 árum fékk boðskort frá hertoganum af Edinborg í samkvæmi í breska sendiráðinu samkvæmt skipan sjálfrar Elísabetar II Eng- landsdrottningar. Þá var Guðrún kornung blaðakona á Alþýðublaðinu en hún dró fram boðskortið á dögunum í framhaldi af því að ný þáttaröð fór af stað í Krúnuþáttunum, The Crown, sem fjalla um ævi Elísabetar en Guð- rún er mikill aðdáandi þáttanna. „Elísabet var hér í opinberri þriggja daga heimsókn en ég hafði á tilfinningunni að hún hefði fyrst og fremst verið að skoða íslenska hestinn, enda er hún mikil hestakona. Ég vann þetta sumar undir ritstjórn Ingólfs Margeirs- sonar heitins, sem var sannur rojalisti, enda lærði hann í Bretlandi. Ingólfi fannst að ég, 26 ára stelpan, ætti að fara í hið konunglega boð því hann hafði sent mig til að fylgja drottning- unni eftir í heimsókninni og skrifa um það í blaðið. Elísabet hafði ákveðið með stuttum fyrirvara að bjóða örfáum blaðmönnum í sendiráðið og ég þurfti að fá lánað sítt pils, því það voru fyrirmæli um klæðaburð. Ég veit núna hvers vegna ég var svona spennt fyrir að hitta Elísabetu og hvers vegna Ingó valdi mig til að fara í boðið, það er af því ég er mikill fem- ínisti. Elísabet er sannarlega feminísti, enda ekki annað hægt, hún er umvafin körlum sem vilja stjórna henni, hvort sem það eru forsætis- ráðherrar eða aðrir. Auðvitað var þetta æðis- legt tækifæri fyrir mig unga konuna, sem á þessum tíma var í stjórnmálafræðinámi að stúdera lýðræði, einræði, konungdæmi og fleira.“ Fannst ég vera að hitta ömmu mína Guðrún segir að Elísabet hafi í boðinu gert sér far um að spjalla við þau öll og hún hafi myndað augnsamband við hverja einustu manneskju. „Hún fór alveg inn í „comfort-sónið“ og spurði mig út í vinnuna mína. Hún var nýkom- in frá Árnastofnun og var að velta fyrir sér hvernig Alþýðublaðið myndi líta út þegar það næði aldri íslensku handritanna. Ég svaraði að sennilega yrði það orðið gult, rétt eins og handritin, sem var orðaleikur hjá mér með vís- an í „gulu“ pressuna, og henni fannst það mjög fyndið. Gula pressan var sterk á þessum tíma og gekk nærri konungsfjölskyldunni,“ segir Guðrún og bætir við að sumir segi að Elísabet sé hörð til augnanna, en henni fannst það alls ekki. „Mér fannst ég vera að hitta ömmu mína, hún var algerlega slök og afar alþýðleg. Hún var ekki formleg heldur hlý og mjög áhuga- söm. Hún hleypti fólki óhikað inn fyrir, var skörp til augnanna og mikil kímni í henni og hlýja. Ég hef komist að því að hún er í raun yfirjógi, hún hefur alla tíð kunnað þetta sem við erum að tileinka okkur, hvílir vel í sjálfri sér og núinu, yfirveguð og í jafnvægi. Mér fannst hún mjög merkileg þarna fyrir 30 árum en hún er sannarlega ennþá merkilegri í dag þessi lágvaxna kona með stóra persónuleik- ann. Hún er sterk og flott kona sem hefur tek- ist á við ótrúlega hluti á ævinni.“ Ég held hún sé blíðari en af er látið Guðrún segist hafa séð Elísabetu í nýju ljósi við að hitta hana. „Ég fékk áhuga á henni eftir þetta og hef fylgst með henni allar götur síðan. Ég held að sú mynd sem við sjáum af henni í Crown-þátt- unum sé nokkuð nærri sannleikanum; hún er almennileg um leið og hún er grjóthörð en líka breysk. Ég held hún sé blíðari en af er látið, hún þarf að standa sína plikt í þjóðhöfðingja- hlutverkinu og hún er af þeirri kynslóð sem formlegheitin skiptu meira máli en þau gera í dag. Hún hefur þó á margan hátt verið nútíma- leg, hún hefur til dæmis stutt hinsegin fólk í Bretlandi,“ segir Guðrún, sem er ekki rojalisti en þó ekki fylgjandi því að láta leggja emb- ættið niður. „Ég veit alveg að meðlimir kon- ungsfjölskyldunnar eru sirkusdýr og lífið sem þau lifa er vissulega áhugavert, en líka erfitt. Ég hef horft með áfergju á Crown-þættina, þeir eru guðdómlega fallegir, uppfræðandi og skemmtilegir enda mikið í lagt. Mér finnst vera Crown-æði í gangi, þættirnir hafa vakið áhuga ungu kynslóðarinnar á kóngafólkinu breska af því að þeir fjalla um mannlegt fólk.“ 007 var hér í Systrasamlaginu Guðrún segir að James Bond, njósnari hennar hátignar, hafi óvænt komið í heimsókn í haust í Systrasamlagið, heilsubúð sem hún rekur ásamt systur sinni. „Pierce Brosnan var staddur á Íslandi við tökur á kvikmynd og þau hjónin, hann og Keely Shaye Smith, óskuðu eftir því að borða hjá okkur. Þau lifa heilbrigðum lífsstíl og spjölluðu heilmikið við okkur og sátu hér lengi. Tvær níu ára stelpur sem voru hér hrópuðu upp yfir sig þegar þau sáu hann: Mamma mía! Þær réðu ekkert við sig og honum fannst stór- kostlegt að ekki sæju allir hann sem James Bond, svo hann leyfði þeim að taka mynd af sér með honum. Hann endaði á að standa upp og syngja fyrir þær Mamma mía-lagið. Þetta var mjög fallegt og óvænt uppákoma. Hann var alþýðlegur og yndislegur og kjaftaði við mig eins og hver annar. 007 var hér.“ Hitti Elísabetu og James Bond Með tæplega þrjátíu ára milli- bili hitti Guðrún Kristjánsdóttir Elísabetu Englandsdrottningu og njósnara hennar hátignar James Bond, eða þann sem hefur leikið hann. Og hann söng fyrir hana Mamma mía. Morgunblaðið/Eggert Guðrún Með konunglega boðskortið frá hertoganum af Edinborg sem bauð henni til kvæmis. Morgunblaðið/RAX Sterkar Elísabet og Vigdís forseti árið 1990 á Íslandi þegar Guðrún hitti drottninguna. Eitt af því sem er gaman á aðvent- unni er að líta inn á hina ólíkustu jólamarkaði. Einn af þeim er sá sem Ásgarður handverkstæði býður upp á fyrir hver jól en Ásgarður er vernd- aður vinnustaður þar sem starfa þroskaskertir einstaklingar við fram- leiðslu á leikföngum, listmunum og húsbúnaði. Jólamarkaðurinn verður í húsnæði Ásgarðs á Álafossvegi 14 og 22 í Mosfellsbæ nk. laugardag 7. desember frá kl. 12- 17. Allar leikfangalínur Ásgarðs verða til sýnis og sölu, einnig verður kaffi, heitt súkkulaði og kökur til sölu gegn vægu gjaldi. Góðir gestir ætla að koma í heimsókn og taka nokkur lög. Nú er lag að styrkja gott málefni og skreppa í Ásgarð, kaupa jólagjafir og drekka heitt ekta súkkulaði með rjóma og hlusta á tónlist. Allir eru hjartanlega velkomnir. Árlegur jólamarkaður Ásgarðs næstkomandi laugardag Listamenn Ásgarðs selja leik- fangalínur og bjóða í heitt kakó Skemmtilegt Tréblómin sem listamenn Ásgarðs hafa búið til eru falleg. ÞRJÁRÓMISSANDI DAG Í SENN eftir KARL SIGURBJÖRNSSON Hugleiðingar fyrir hvern dag ársins skalhol t su tga fan . is | k i rk juhusid . is KIRKJUHÚSIÐ — SKÁLHOLTSÚTGÁFAN | SÍMI: 528-4200 BÓKIN UM FYRIRGEFNINGUNA eftir DESMOND TUTU HVAÐ ER BIBLÍAN? eftir ROB BELL Hollt ognærandi veganesti „Ein af bestu bókumársins!” Því skyldumvið láta svonagamla bók skipta okkur einhverjumáli?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.