Morgunblaðið - 05.12.2019, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 05.12.2019, Qupperneq 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2019 Húðfegrun ehf | Vegmúli 2 | Sími 533 1320 | www.hudfegrun.is Tímapantanir í síma 533 1320 Við tökumvel ámóti ykkur í Vegmúla2 Gerðu vel við húðina þína í vetur Grynnkar línur og hrukkur Sléttir húðina 15% afsláttu rGelísprautun HydroDeluxe Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Í tillögu til þingsályktunar um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2020-2024, sem samgönguráðherra lagði fram á Alþingi á laugardaginn, er gert ráð fyrir alls 5.104 milljóna króna framlagi til hafnarbóta á land- inu á þessu tímabili. Þar að auki er gert ráð fyrir 2.645 milljóna framlagi í Landeyjahöfn á sama tímabili. „Við undirbúning samgönguáætl- unar sóttu hafnir um framlag til framkvæmda fyrir um 36 milljarða kr. á tímabili áætlunarinnar og þar af gæti framlag ríkissjóðs numið allt að 18 milljörðum kr. Framlag ríkis- sjóðs til nýrra hafnaframkvæmda, þ.e. að frádregnum hafnafram- kvæmdum á eldri áætlun, er aðeins um 5 milljarðar kr. og því er nauð- synlegt að forgangsraða hafnafram- kvæmdum í samgönguáætlun,“ segir m.a. í áætluninni. Stjórnvöldum er heimilt að styrkja framkvæmdir í höfnum sam- kvæmt hafnalögum. Hlutur ríkisins er frá 60% til 90% og ræðst af tekjum hafna og viðkomandi fram- kvæmdum. Í hafnalögum er það skil- yrði sett fyrir úthlutun styrkja úr ríkissjóði að viðkomandi höfn hafi skilað rekstrarafgangi að teknu til- liti til vaxta eða hafi nýtt möguleika sína til tekjuöflunar með eðlilegum hætti. Ekki styrktar vegna EES „Samkvæmt 1. mgr. 24. gr. hafna- laga skal framlag ríkissjóðs ekki raska ótilhlýðilega samkeppni milli hafna samkvæmt ákvæðum samn- ingsins um Evrópska efnahags- svæðið. Eftirtaldar hafnir fá ekki ríkisstyrk vegna þessa ákvæðis: Faxaflóahafnir, Kópavogshöfn, Hafnarfjarðarhöfn og hafnir í Fjarðabyggð,“ segir m.a. í sam- gönguáætlun. Þessar hafnir þurfa að fjármagna framkvæmdir og hafnar- bætur fyrir sjálfsaflafé. „Umsóknir hafna varpa skýru ljósi á þá þörf sem er á viðhaldi hafn- armannvirkja víða um land og þörf á nýframkvæmdum,“ segir Gísli Gísla- son, hafnarstjóri Faxaflóahafna, en hann er formaður stjórnar Hafna- sambands Íslands. Hann ítrekar að nokkrar stærri hafnir landsins séu ekki hluti af þeim tölum sem nefndar eru í samgönguáætlun. Gísli segir að framlag ríkisins til framkvæmda í höfnum hafi verið svipað síðustu ár en aukist aðeins frá niðurskurði fyrir um 10 árum. Ljóst sé að fjárhagur of margra hafna leyfi ekki miklar fjárfestingar eða útgjöld í endurnýjun mannvirkja og þess vegna sé vissulega mikilvægt að for- gangsraða fjárveitingu. „En einnig er nauðsynlegt að móta heildstæða stefnu sem miðaði að því að gera fleiri hafnir sjálf- bærar og styrkja þannig hlutverk hafna í einstökum landshlutum sem hluta af samgöngukerfi landsins. Öllum ætti að vera ljóst mikilvægi hafna í flutningum og útgerð, sem skila beinum störfum inn í sam- félagið. Í samgönguáætlun er að mestu fjallað um einstakar fram- kvæmdir án þess að horft sé til stefnumótunar í hafnamálum,“ segir Gísli. Of lítið fjallað um hafnamál Drög að samgönguáætlun voru rædd á fundi stjórnar Hafna- sambands Íslands 18. október sl. Fram kom í ályktun stjórnarinnar að rými sé fyrir talsvert meiri um- fjöllun um hafnir í þeim tveimur samgönguáætlunum sem lagðar hafa verið fram. M.a. þar sem ít- arlegar verði fjallað um þróun flutn- inga til og frá Íslandi, þróun í kom- um farþegaskipa, aðgerðir í orkuskiptum í höfnum, tækifæri í höfnum til hagvaxtar og atvinnu- sköpunar og stefnu varðandi hafna- mál almennt. „Athygli er vakin á því að þó svo að flutninga- og fiskihafnir séu í eigu sveitarfélaga þá eiga sveitarfélögin engan fulltrúa í Samgönguráði. Hafnasambandið telur því mikilvægt að eigendur hafna hafi aðkomu að gerð samgönguáætlana,“ segir m.a. í ályktuninni. Fimm milljarðar til hafnarbóta  Við undirbúning samgönguáætlunar sóttu hafnir um allt að 18 milljarða vegna framkvæmda  Stærstu hafnir landsins fá ekki krónu  Gert er ráð fyrir 2.645 milljóna framlagi í Landeyjahöfn Morgunblaðið/ Hallur Már Hallsson Landeyjahöfn Sérstakar fjárveitingar verða á næstu árum til endurbóta á höfninni og til að halda nægu dýpi. Ýmsum brá í brún þegar fréttir bárust af því á dögunum að Vegagerðin hefði lagt niður siglingasvið stofnunarinnar og fært málefni hafna og vita í deildir á öðrum sviðum. Minntust menn þeirra tíma þegar sérstakar ríkisstofnanir fóru með þessi málefni, þ.e. Hafna- málastofnun og Vitastofnun. „Hafnamálin hafa óneitanlega farið halloka eftir að Siglingastofnun var færð undir Vegagerðina og Samgöngustofu,“ segir Gísli Gíslason. „Vissulega eru hafnir á forræði sveitarfélaga, en ein af þeim tillögum sem nefnd lagði fram á sínum tíma (2009) gerði ráð fyrir sérstakri stofnun hafna og stranda. Þar hefði verið kostur að sinna m.a. málefnum hafna, sem að mörgu leyti eru nú dreifð á margar stofn- anir. Niðurstaðan var að fela Vegagerðinni umsýslu í hafnamálum, en þar virðist áherslan á þau mál hafa breyst,“ bætir Gísli við. Hann segir að í sjálfu sér þoli hafnirnar breytingar á umsjón, hönnun og útboðum einstakra verkefna, en mik- ilvægt sé að tryggja miðlæga þjónustu varðandi rann- sóknir, aðgengi hafna að grunngögnum og aðgengi að sérfræðiþjónustu á ýmsum sviðum svo sem umhverfis- málum, tækniþróun og fleira. Starfshópur á vegum Hafnasambandsins hafi það verkefni að ræða við Vega- gerðina um hvernig málum verði háttað þannig að ásættanlegt sé fyrir hafnirnar. „Hafnamálin hafa óneitanlega farið halloka“ MIKLAR BREYTINGAR HAFA ORÐIÐ Á MÁLEFNUM HAFNA OG VITA Í ÁRANNA RÁS Gísli Gíslason Endurnýjuð gufustöð Landsvirkj- unar í Bjarnarflagi í Mývatnssveit hefur verið tekin í fulla notkun, en gamla vélin var stöðvuð í febrúar 2018 eftir áratuga rekstur. Verkefnið í gufustöðinni sneri að uppsetningu á nýrri vélasamstæðu, þ.e. hverfli og rafala, ásamt endur- nýjun á rafbúnaði stöðvarinnar og endurbótum á stöðvarhúsi. Samhliða var varmaskiptir fyrir rekstur hita- veitu Skútustaðahrepps endurnýj- aður sem eykur afhendingaröryggi veitunnar mikið, að því er fram kem- ur í frétt á heimasíðu Landsvirkj- unar. Settur var upp nýr vélar- spennir á lóð Landsvirkjunar í Bjarnarflagi og tenging stöðv- arinnar við dreifikerfi RARIK end- urnýjuð. Prófanir á endurnýjaðri stöð hóf- ust í lok apríl og stöðin fór í rekstur um mitt sumar, þá á hálfu afli. Loka- prófanir fóru fram nú í haust og er stöðin nú komin í fullan rekstur. Með tilkomu endurnýjaðrar gufu- stöðvar eykst afhendingaröryggi raforku í Mývatnssveit. Ný aflvél nýtir sama gufumagn og sú eldri gerði, en þar sem nýtni hennar er mun meiri en þeirrar gömlu er málafl nýju vélarinnar tæpum tveimur megavöttum meira en þeirrar eldri, eða 5 MW. Gefin hafa verið út nýtt starfs- leyfi, endurnýjað virkjunarleyfi og nýtingarleyfi jarðhitaauðlindarinnar og er framtíð orkuvinnslu í Bjarnar- flagi þar með tryggð um næstu framtíð. Hverfill stöðvarinnar var upp- haflega tekinn í notkun í sykurverk- smiðju í Bretlandi árið 1934 og því má segja að löngum lífsferli hans sé lokið. Laxárvirkjun lét byggja gufu- stöðina árið 1969 og eignaðist Landsvirkjun hana við sameiningu fyrirtækjanna árið 1983. sisi@mbl.is Ljósmynd/Landsvirkjun Gufustöðin Nýja vélasamstæðan er glansandi flott í vélasalnum. Afköst jukust um tvö MW í gufustöð  Gufustöð í Bjarnarflagi endurnýjuð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.