Morgunblaðið - 05.12.2019, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 05.12.2019, Blaðsíða 32
32 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2019 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Það er alveg ljóst að vasa- og höfuðljósin frá Fenix standast ströngustu kröfur útivistarfólks um gæði, endingu og styrkleika. Þau gera þér kleift að sjá lengra og létta þér leit við krefjandi aðstæður. Ljósstyrkur: 3200 lumens Drægni: 408 m Lengd: 266,2 mm Þvermál: 28,6 mm Þyngd: 365 g (fyrir utan rafhlöður) Vatnshelt: IP68 Fenix UC35 V2 Létt og sterklegt vasaljós með 1000 lúmena hámarksljósstyrkleika og allt að 266 m drægni. Sannkallað ofurvasaljós hannað með öryggis- og löggæslu í huga. 3200 lúmena ljósgeisli, yfir 400 metra drægni og góð rafhlöðuending. Vasaljósið er einnig útbúið fjölnota afturljósi með fjórum stillingum, m.a. rauðu ljósi til merkjasendinga. FENIX HL60R Lipurt og létt höfuðljós með góða rafhlöðu- endingu. Ljósgeislinn getur náð allt að 950 lúmenum og allt að 116 m drægni. SKÚTUVOGI 1C | 104 REYKJAVÍK | SÍMI 550 8500 | WWW.VV.IS Fenix TK47UE Hægt að hlaða um USB snúru. Hægt að hlaða um USB snúru. Alls bárust 17 umsóknir um emb- ætti skrifstofustjóra á skrifstofu lýðheilsu og forvarna í heilbrigðis- ráðuneytinu en umsóknarfrestur rann út 29. nóvember sl. Sérstök hæfnisnefnd mun meta hæfni um- sækjenda og skila greinargerð til ráðherra, segir í tilkynningu. Nefndin starfar samkvæmt reglum nr. 393/2012, um ráðgef- andi nefndir er meta hæfni um- sækjenda um embætti við Stjórnar- ráð Íslands. Umsækjendur eru Ari Matthías- son, heilsuhagfræðingur og fráfar- andi þjóðleikhússtjóri, Arna Hrönn Aradóttir verkefnastjóri, Ásthildur Knútsdóttir, settur skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu, Berglind Anna Aradóttir forstöðumaður, Dagmar Sigurðardóttir lögfræð- ingur, Elsa Kristín Sigurðardóttir sérfræðingur, Finnur Þ. Gunn- þórsson markþjálfi, Guðlaug Ingi- björg Þorsteinsdóttir nemi, Helga Pálmadóttir aðstoðardeildarstjóri, Helga María Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur, Helga Sif Friðjónsdóttir hjúkrunardeildar- stjóri, Inga Birgisdóttir stunda- kennari, Ingunn Björnsdóttir dós- ent, Jóhann Kristjánsson rekstrar- stjóri, Lúðvík Þorgeirsson framkvæmdastjóri, Sigríður Krist- ín Hrafnkelsdóttir verkefnastjóri og Sjöfn Kjartansdóttir markaðs- stjóri. 17 sóttu um starf skrifstofustjóra lýð- heilsu og forvarna vist Þelamerkurskóla. Húsnæðið er um 1.100 fermetrar að stærð í allt og er hluti þess nýttur undir skólahald og fleira, m.a. eru þar fyrir 3 íbúðir. Til stendur að bæta 6 íbúðum við þannig að alls yrðu í byggingunni 9 íbúðir. Sveitarfélagið fékk á dög- unum 3 milljónir króna í hönn- unarstyrk frá Íbúðalánasjóði og seg- ir Snorri næsta skref að hefja hönnunarvinnuna. Með því að breyta heimavistinni í íbúðar- húsnæði fjölgar leiguíbúðum í sveit- arfélaginu. Mikill skortur hefur ver- ið á húsnæði í Hörgársveit um lengri tíma meðal annars vegna nálægðar við Akureyrarbæ, þar sem mikill vöxtur hefur verið undanfarin ár. Til greina kemur að leigufélag taki við rekstri íbúðanna þegar þar að kem- ur.    Fyrirhugað er að lega Eyjafjarð- arbrautar vestri, sem nú liggur gegnum Hrafnagilshverfi, muni fær- ast út úr hverfinu árið 2021 og er slík breyting nú á samgönguáætlun. Finnur Yngvi Kristinsson sveit- arstjóri í Eyjafjarðarsveit segir að öryggi barna og annarra íbúa hverf- isins muni í kjölfarið stóraukast, en nýi vegurinn á að liggja meðfram Eyjafjarðará norðan við Jólahúsið og suður að Stokkahlöðum. Með- alökuhraði bílstjóra á Eyjafjarðar- braut vestri gegnum Hrafnagils- hverfi er um 58 km á klukkustund samkvæmt úttekt Vegagerðarinnar. Það er töluvert meira en hámarks- hraði vegarins leyfir og er tilfærsla hans því stórt skref í átt að auknu umferðaröryggi á svæðinu. Áætlun Vegagerðarinnar gerir ráð fyrir að framkvæmdin verði í tveimur áföng- um. Við færslu vegarins opnast möguleikar til aukinnar uppbygg- ingar í Hrafnagilshverfi og mun nýtt deiliskipulag taka mið af því að sögn sveitarstjóra. Þannig er gert ráð fyrir að á næstu tveimur árum rísi um 12 ný einbýlishús þar auk raðhúss í Bakkatröð. Þá stendur til að skipuleggja nokkurn fjölda nýrra lóða á árinu 2020 en unnið að nýju deiliskipulagi fyrir Hrafnagilshverfi í heild.    Þá er verið er að undirbúa far- veginn fyrir nýja leikskólabyggingu og stækkun Hrafnagilsskóla en samkvæmt fjárhagsáætlun 2020- 2023 er gert ráð fyrri viðamiklum framkvæmdum í tengslum við það á árunum 2021-2023. Þetta stór- breytir skólaumhverfi í Hrafnagils- hverfi sem nú þegar má telja fram- úrskarandi gott en með þessu vill sveitarstjórn leggja enn meiri áherslu á það flotta skólastarf sem unnið er í Eyjafjarðarsveit,“ segir Finnur. Landeigendur á Kroppi sem liggur í norðurjaðri Hrafnagils- hverfis, rétt ofan við Jólahúsið, hafa kynnt áhugaverð áform sín um upp- byggingu á jörðinni en að sögn Finns hafa þeir lýst áhuga á að byggja upp allt að 212 íbúða hverfi í tengslum við Hrafnagilshverfið. Fram eru komnar frumhugmyndir frá landeigendum sem hafa óskað eftir heimild til að deiliskipuleggja svæðið. Aðalskipulag gerir ráð fyrir að þar geti risið 80-100 íbúðir til ársins 2030 „og verður spennandi að fylgj- ast með framvindu þessa en þetta svæði er afar spennandi kostur,“ segir Finnur.    Það er því ljóst að í sveitarfélög- unum beggja vegna Akureyrar er heilmikil íbúðauppbygging fram- undan. Það er líka bara heilmikið um að vera í þessum sveitarfélögum um helgina, jólamarkaður í Hlíðarbæ í Hörgársveit þar sem kennir margra grasa og ferðaþjónustan í Eyjafjarð- arsveit tekur höndum saman á laug- ardag og býður gestum og gangandi að njóta þess sem sveitin hefur upp á að bjóða. Mikill framkvæmdahugur  Framkvæmdagleði í Hörgársveit og Eyjafjarðarsveit  Lítil lóðaeftirspurn þó á Hjalteyri Morgunblaðið/Margrét Þóra Eyjafjörður Fyrsta skóflustunga að nýju hverfi við Lónsbakka var tekin 1. mars síðastliðinn og nú níu mánuðum síðar eru þær fyrstu tilbúnar, íbúarnir í startholum að pakka og flytja. Mikill framkvæmdahugur er víða í Eyjafirðinum, eins og í Eyjafjarðarsveit og Hörgársveit. Morgunblaðið/Margrét Þóra Hjalteyri Hörgársveit hefur boð- ið lausar lóðir, við litlar undirtektir. ÚR BÆJARLÍFINU Margrét Þóra Þórsdóttir Eyjafirði Fyrstu íbúarnir í nýju hverfi á Lónsbakka í Hörgársveit eru líkast til byrjaðir að pakka ofan í kassa. Fyrstu húsin eru tilbúin, annars vegar 12 íbúðir í parhúsi og eitt rað- hús með 6 íbúðum, alls 18 íbúðir. Sala á íbúðunum hefur gengið vel, allar seldar utan tvær. Góður gang- ur hefur verið í framkvæmdum á svæðinu að sögn Snorra Finnlaugs- sonar sveitarstjóra en 1. mars síð- astliðinn þegar fyrsta skóflustunga var tekin var svæðið eitt samfellt tún. Greinilegt að fólk vill gjarnan búa á Lónsbakka, en þaðan er stutt að fara í leikskólann Álfastein og vitanlega inn í þéttbýlið á Akureyri. Allt í allt verða yfir 100 íbúðir á þessu svæði.    Verr hefur gengið að fá fólk til að koma sér fyrir á Hjalteyri, en Hörgársveit hefur boðið upp á nýjar lóðir þar um skeið. Fyrirspurnir hafa borist segir Snorri en við það situr. Enginn hefur sérstakan áhuga á að byggja. Telur hann lík- legt að þar spili fjarlægð frá þjón- ustu inn í, ferð í leikskólann eða inn á Akureyri taki um eða yfir 20 mín- útur. „Við þurfum að hugsa þetta upp á nýtt, það er oft mjög líflegt á Hjalteyri á sumrin og ef til vill hægt að skoða með að bæta enn við í þeim efnum,“ segir Snorri.    Landeigendur á Glæsibæ í Hörgársveit eru að skipuleggja 18 einbýlishúsalóðir á jörðinni í sam- vinnu við sveitarfélagið. Hver lóð verður stærri en almennt tíðkast í þéttbýlinu þannig að höfðað er til þeirra sem vilja nægt rými t.d. fyrir stóran garð. Góð sjávarsýn er á þessum slóðum yfir Eyjafjörð sem örugglega spillir ekki fyrir.    Heimavistir heyra sögunni til og gildir það um fyrrverandi heima-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.