Morgunblaðið - 05.12.2019, Page 36

Morgunblaðið - 05.12.2019, Page 36
36 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2019 Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995 Fljót, örugg og persónuleg þjónusta Allar almennar bílaviðgerðir ÞÍN ÚTIVIST ÞÍN ÁNÆGJA FANNAR | Vetrar ParkaKr. 37.990.- Gengur vel að selja alþjóðlegar kræsingar Matvöruverslanaflóra höfuðborgarsvæðisins er orðin æði fjölbreytt, þökk sé sérhæfðum búðum sem bjóða upp á alls kyns hráefni frá fjarlægustu heimshornum og sælkeravöru sem matgæðingar geta ekki staðist. Blaðamaður ræddi við eigendur tveggja slíkra verslana í aðdraganda líflegrar jólavertíðar. Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Liðin eru tvö ár frá því þeir Ar- naud-Pierre Forutané og Didier Fitan opnuðu sælkeraverslunina Hyalin á Hverfisgötu. Þeir hjónin lögðu strax í byrjun mikinn metnað í að færa íslenskum neytendum það allra besta frá frönskum framleið- endum, og í hillum búðarinnar má finna einstakt úrval matvöru frá litlum framleiðendum hér og þar um Frakkland. „Við gerðum okkur alveg grein fyrir því að það væri áhættusamt að opna svona búð á Íslandi: búð sem væri ekki „frönsk verslun fyrir Íslendinga“ heldur einfaldlega sælkeraverslun af ná- kvæmlega þeim toga sem fólk get- ur vænst að finna í dæmigerðri franskri borg,“ segir Arnaud- Pierre. „Án þess að þurfa að eyða miklu í auglýsingakaup og mark- aðsstarf kvisaðist það smám saman út að ný verslun hefði verið opnuð í miðbænum og viðskiptavinunum fjölgaði jafnt og þétt. Þeir sem svo komu til okkar á annað borð voru fljótlega orðnir fastagestir enda fólk fljótt að átta sig á hve mikils virði það er þegar hægt er að stóla á gæðin og uppruna vörunnar.“ Stórmarkaðirnir gætu ekki keppt við svona rekstur Það er einmitt sérhæfingin og hátt þjónustustig sem Arnaud- Pierre segir að veiti Hyalin sam- keppnisforskot. Stórmarkaðirnir gætu freistað þess að bjóða upp á sömu eða sambærilegar vörur, en eðli franskra sælkeraverslana sé þannig að það er ekki hægt að end- urskapa sömu upplifun og vöruúr- val í verslun þar sem fólk þræðir langa ganga og raðar ofan í körfu: „Þeir framleiðendur sem við störf- um með velja það af ásetningi að eiga ekki í viðskiptum við risastóru keðjurnar, þó ekki væri nema vegna þess að umfang framleiðsl- unnar þýðir að aðeins er hægt að anna takmarkaðri eftirspurn. Við getum verslað beint við þessa aðila, og þekkjum með nafni fólkið á bak við allar vörurnar í búðinni, en ef íslenskur stórmarkaður ætlaði að selja það sama myndi þurfa að fá vörurnar í gegnum millilið og út- koman yrði miklu hærra verð en okkur tekst að bjóða.“ Arnaud-Pierre upplýsir að við- skitpavinirnir geri sjaldan stór- innkaup í Hyalin en heimsæki verslunina þeim mun oftar. „Það sem þau finna hér finna þau ekki annars staðar, og það sem flestir eru að leita að er eitthvað eitt eða tvennt sem er viðbót við reglubund- in matarinnkaup heimilisins – eitt- hvað ljúffengt sem gerir heim- ilislífið ánægjulegra.“ Undarlegar ostareglur Þegar hann er spurður hvað helst vanti í búðina er Arnaud- Pierre búinn að svara áður en spurningin er kláruð: vín og osta. Honum þykir undarlegt að það skuli vera dýrt að flytja inn franska osta og jafnvel ómögulegt að flytja inn suma þeirra og þannig eru strangar takmarkanir á innflutningi osta sem framleiddir hafa verið úr ógerilsneyddri mjólk. „Sagt er að þetta sé gert í öryggisskyni, en þó er eftirlit með gæðum matvöru óvíða jafn vandað í Frakklandi, og þetta er matvara sem er flutt út og seld um alla Evrópu án nokkurra vandkvæða,“ segir hann og bætir við að það væri líka gaman að flytja inn franska hráskinku. „En þá rek- um við okkur á aðra hindrun; að starfsemi þeirra framleiðenda sem við verslum við er svo smá í sniðum að það svarar ekki kostnaði að ráð- ast í allar þær mælingar, og útbúa öll þau vottorð sem aðeins Ísland biður um.“ Þá langar Arnaud-Pierre ekki að opna vínbúð, eða byrja að selja sterkt vín, en honum þætti af- skaplega gott að fá að bjóða þó ekki væri nema fjórar víntegundir sem væru, eins og allt annað hjá Hyalín, sérvaldar af mikilli kost- gæfni. Búð eins og fólk myndi finna í Frakklandi Morgunblaðið/Eggert Metnaður Arnaud-Pierre til þónustu reiðubúinn. Honum þætti gaman að geta flutt inn franska eðalosta og selt vín. Freistingar Lukkulegir íslenskir sælkerar venja komur sínar í Hyalin

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.