Morgunblaðið - 05.12.2019, Page 38
38 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2019
ur skuldabréfsins hafi verið á annan
tug, og lífeyrissjóðir atkvæðamestir.
Hún kveðst ánægð með kjörin.
„Þetta er verðtryggt til 47 ára, og
ávöxtunarkrafan er 1,9%,“
Spurð að því hvort fjármunirnir
verði einnig notaðir til endurfjár-
mögnunar eldri lána, segir Sigrún að
ramminn utan um útgáfuna heimili
slíkt, og það verði gert.
Tímamótaskráning
Magnús Harðarson, forstjóri
Kauphallar Íslands, segir að um
tímamótaskráningu sé að ræða.
„Þetta fyrsta félagslega skuldabréf á
markaði er merki um þá auknu
áherslu sem fjárfestar leggja á
ábyrgar fjárfestingar, hvort sem um
er að ræða í grænum eða félagsleg-
um verkefnum,“ segir Magnús í sam-
tali við Morgunblaðið, en hann segir
að Ísland hafi skipað sér framarlega
í flokk í útgáfu sjálfbærra skulda-
bréfa. „Þetta er einungis önnur
skráning félagslegs skuldabréfs í
kauphöllum Nasdaq á Norðurlönd-
um. Það er bara ein önnur skráning í
Svíþjóð. Við höfum nú skráð fjögur
sjálfbær skuldabréf, en til saman-
burðar hafa Finnar skráð þrjú bréf
og Danir sex. Svíar eru þó sér á báti
með næstum 200 skráningar.“
Vottuð af óháðum aðila
Eins og segir í tilkynningunni hafa
Félagsbústaðir sett sér félagslegan
skuldabréfaramma um útgáfuna (e.
Reykjavik Social Housing Social
Bond Framework) sem fylgir alþjóð-
legum viðmiðum um félagsleg
skuldabréf gefnum út af ICMA, Al-
þjóðasamtökum aðila á verðbréfa-
markaði. Ramminn hefur hlotið
óháða vottun frá Sustainalytics sem
er leiðandi aðili í slíkum vottunum á
heimsvísu.
Byggja og endurfjármagna
með félagslegu skuldabréfi
Ljósmynd/Haraldur Guðjónsson
Skráning Magnús Harðarson, Sigrún Árnadóttir og Dagur B. Eggertsson í Kauphöllinni í gær.
Íbúðir
» Undir lok ársins 2018 áttu
Félagsbústaðir 2.654 íbúðir.
» Fossar markaðir höfðu um-
sjón með útgáfu og sölu
skuldabréfanna.
» Circular Solutions veitti ráð-
gjöf við gerð skuldabréfa-
rammans um félagsleg skulda-
bréf.
Ísland framarlega meðal Norðurlandaþjóða í útgáfu sjálfbærra skuldabréfa
BAKSVIÐ
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Félagsbústaðir, hlutafélag í eigu
Reykjavíkurborgar sem á og rekur
félagslegar íbúðir, seldi í gær fyrsta
félagslega skuldabréfið á markaði
Nasdaq Iceland fyrir sjálfbær
skuldabréf. Nafnverð bréfsins er 6,4
milljarðar króna. Tilgangurinn með
útgáfunni er að fjármagna byggingu
á leiguíbúðum, og fjölga þeim um 500
fram til ársins 2022, eins og segir í
tilkynningu.
Sigrún Árnadóttir, framkvæmda-
stjóri Félagsbústaða, segir í samtali
við Morgunblaðið að viðtökurnar við
útgáfunni hafi verið mjög ánægju-
legar. „Við seldum meira en við átt-
um von á, og við munum halda þessu
áfram. Þetta er skuldabréfaflokkur
sem gefur okkur tækifæri til að fara
aftur út á markaðinn. Lánsfjáráætl-
un næsta árs hljóðar til dæmis upp á
3,4 milljarða króna, og við munum
sækja það með sama hætti.“
Aðspurð segir Sigrún að kaupend-
Jólasveinninn verslar hjá okkur
Fyrirtæki og verslanir
www.danco.is
Heildsöludreifing
Rocket Dragon
FUNNY
POO-Snapper
SHRIEKING
MAD-Gúmmi
kjúklingur
Unicorn Spirit
Snákur
65 cm
Ný vefverslun fyrir fyrirtæki og verslanir á
www.danco.is
CutieKins Handgel
SQUISHIMI Bangsi
Stessbolti
Monster
Street Machine Mótorhjól
Spikey Teddy með ljósi
Un corn ounc ng
Ball m/LjósiBINGO
Spil-POOP HOOP Game
Vasaljós m/
LED ljósum
–– Meira fyrir lesendur
NÁNARI UPPLÝSINGAR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105 kata@mbl.is
Í blaðinu verður kynnt fullt af þeim
möguleikum sem í boði eru fyrir þá sem
stefna á heilsuátak og bættan lífsstíl.
PÖNTUN AUGLÝSINGA:
Fyrir föstudaginn 20. desember
fylgir Morgunblaðinu
fimmtudaginn 2. janúar 2020
Heilsa& lífsstíll
SÉRBLAÐ
● Bréf Icelandair Group hækkuðu um
2,3% í viðskiptum í Kauphöll í gær.
Heildarumfang viðskipta með bréf fé-
lagsins námu 212 milljónum króna.
Hækkunin kom í kjölfar tíðinda um að
félagið Play, sem hyggur á flugrekstur,
hafi ekki getað greitt starfsfólki sínu
laun um nýliðin mánaðamót. Í samtali
við mbl.is í gær sagði upplýsingafulltrúi
félagsins að dráttur yrði á greiðslunum
á meðan lokið væri við að afla nýs
hlutafjár til félagsins. Um nokkurt skeið
hafa forsvarsmenn félagsins unnið að
því að afla 1,7 milljarða króna til rekst-
ursins en hægt hefur gengið.
Icelandair hækkaði í
kjölfar tíðinda af Play
5. desember 2019
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 121.29 121.87 121.58
Sterlingspund 157.38 158.14 157.76
Kanadadalur 91.12 91.66 91.39
Dönsk króna 17.962 18.068 18.015
Norsk króna 13.216 13.294 13.255
Sænsk króna 12.713 12.787 12.75
Svissn. franki 122.45 123.13 122.79
Japanskt jen 1.1135 1.1201 1.1168
SDR 166.75 167.75 167.25
Evra 134.22 134.98 134.6
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 162.4816
Hrávöruverð
Gull 1470.4 ($/únsa)
Ál 1789.0 ($/tonn) LME
Hráolía 61.05 ($/fatið) Brent
STUTT