Morgunblaðið - 05.12.2019, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 05.12.2019, Blaðsíða 40
40 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2019 Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666      Kæli- & frystiklefar í öllum stærðum www.gjofsemgefur.is P IP A R \T B W A • S ÍA • 102985 Danski herinn hefur af öryggis- ástæðum bannað orrustuflug- mönnum og starfsmönnum á jörðu niðri, sem sendir eru til Siauliai- herstöðvarinnar í Litháen, að nota snjallsíma. Þess í stað hafa hermenn- irnir fengið gamla Nokia-farsíma, sem aðeins er hægt að nota til að tala í, senda SMS og spila leikinn Snake. Danska ríkisútvarpið hefur eftir Thomas Baunsgaard, flugmanni á F-16-orrustuflugvélum og yfirmanni danska herflokksins í Siauliai, að þetta sé gert vegna þess að áhættu- samt sé að nota snjallsíma því auð- velt sé fyrir tölvuþrjóta að brjótast inn í þá. Danski herinn er með fjórar F-16 orrustuflugvélar í Litháen og eru þær hluti af varnarsveitum Atlants- hafsbandalagsins, NATO, í Eystra- saltsríkjunum. Segir danska ríkis- útvarpið að ítrekað hafi orðið vart við tilraunir Rússa til að brjótast inn í snjallsíma hermanna og því sé gripið til þessa ráðs. Danska blaðið Jyllands-Posten segir að eiginkonur og unnustur hol- lenskra hermanna, sem sendir hafi verið til Eystrasaltsríkjanna, hafi fengið upphringingar frá mönnum, sem talað hafi ensku með rúss- neskum hreim og spurt hvort ekki væri hollara fyrir maka þeirra að koma sér heim. Þetta hafi gerst eftir að hermennirnir notuðu snjallsíma í herstöðvunum. Einnig hafi enskir hermenn í Eistlandi fengið hótanir á samfélagsmiðlum og í smáskilaboð- um. Um 60 danskir hermenn eru að jafnaði í Eystrasaltsríkjunum. Ekki er vitað til að þeir eða fjölskyldur þeirra hafi fengið svipaðar hótanir. Snjallsímabannið gildir einnig um fjölskyldur dönsku hermannanna, sem eru í varnarsveitunum. Og þeir sem heimsækja Siauliai-herstöðina verða að stilla snjallsíma sína á flug- stillingu. Danskir hermenn með gamla farsíma Morgunblaðið/Þorkell Traustir Gamlir farsímar geta stundum komið í góðar þarfir.  Banna snjallsíma af öryggisástæðum Kameldýrið Delilah tók í gær þátt í sýningu hópsins Faith & Liberty framan við hús hæstaréttar Bandaríkj- anna í Washington. Hópurinn túlkaði þar jóla- guðspjallið og var fólk í hlutverkum vitringanna þriggja, fjárhirða, engla og þorpsbúa. Auk Deliluh voru asni og sauðfé með í sýningunni. Þetta var í ellefta skipti sem samtökin standa fyrir jólasýningu af þessu tagi á Capitol Hill í höfuðborginni þar sem þinghús og dómhús Bandaríkjanna standa en sýnt var beint frá viðburðinum á Facebook. AFP Jólaguðspjallið á Capitol Hill Evrópusambandið ætlar að gera aðra atlögu að því að endurskoða reglur um eftirlit með netsíma- og smáskilaboðaþjónustum á borð við WhatsApp, Skype og Messenger. Tillögur um hert eftirlit voru lagðar fram í janúar 2017 en mættu harðri andstöðu frá aðild- arríkjum og stórum tæknifyrir- tækjum. Thierry Breton, sem fer með málefni innri markaðar Evrópu- sambandsins í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, sagði á fundi fjarskiptamálaráðherra aðildar- ríkjanna í Brussel í vikunni að von væri á nýjum tillögum. Samkvæmt núgildandi reglum, sem eru frá árinu 2002, gilda strangar reglur um persónuvernd aðeins um símtöl og smáskilaboð sem fara í gegnum hefðbundin fjarskiptafyrirtæki en ekki um sams konar samskipti sem Face- book, Google, Skype og fleiri slík fyrirtæki bjóða gegnum netið. ESB vill herða reglur um netsíma og SMS AFP Samskipti Hnappar á spjaldtölvu frá helstu samskiptamiðlunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.