Morgunblaðið - 05.12.2019, Blaðsíða 40
40 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2019
Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666
Kæli- & frystiklefar
í öllum stærðum
www.gjofsemgefur.is
P
IP
A
R
\T
B
W
A
•
S
ÍA
•
102985
Danski herinn hefur af öryggis-
ástæðum bannað orrustuflug-
mönnum og starfsmönnum á jörðu
niðri, sem sendir eru til Siauliai-
herstöðvarinnar í Litháen, að nota
snjallsíma. Þess í stað hafa hermenn-
irnir fengið gamla Nokia-farsíma,
sem aðeins er hægt að nota til að tala
í, senda SMS og spila leikinn Snake.
Danska ríkisútvarpið hefur eftir
Thomas Baunsgaard, flugmanni á
F-16-orrustuflugvélum og yfirmanni
danska herflokksins í Siauliai, að
þetta sé gert vegna þess að áhættu-
samt sé að nota snjallsíma því auð-
velt sé fyrir tölvuþrjóta að brjótast
inn í þá.
Danski herinn er með fjórar F-16
orrustuflugvélar í Litháen og eru
þær hluti af varnarsveitum Atlants-
hafsbandalagsins, NATO, í Eystra-
saltsríkjunum. Segir danska ríkis-
útvarpið að ítrekað hafi orðið vart við
tilraunir Rússa til að brjótast inn í
snjallsíma hermanna og því sé gripið
til þessa ráðs.
Danska blaðið Jyllands-Posten
segir að eiginkonur og unnustur hol-
lenskra hermanna, sem sendir hafi
verið til Eystrasaltsríkjanna, hafi
fengið upphringingar frá mönnum,
sem talað hafi ensku með rúss-
neskum hreim og spurt hvort ekki
væri hollara fyrir maka þeirra að
koma sér heim. Þetta hafi gerst eftir
að hermennirnir notuðu snjallsíma í
herstöðvunum. Einnig hafi enskir
hermenn í Eistlandi fengið hótanir á
samfélagsmiðlum og í smáskilaboð-
um.
Um 60 danskir hermenn eru að
jafnaði í Eystrasaltsríkjunum. Ekki
er vitað til að þeir eða fjölskyldur
þeirra hafi fengið svipaðar hótanir.
Snjallsímabannið gildir einnig um
fjölskyldur dönsku hermannanna,
sem eru í varnarsveitunum. Og þeir
sem heimsækja Siauliai-herstöðina
verða að stilla snjallsíma sína á flug-
stillingu.
Danskir hermenn
með gamla farsíma
Morgunblaðið/Þorkell
Traustir Gamlir farsímar geta
stundum komið í góðar þarfir.
Banna snjallsíma af öryggisástæðum
Kameldýrið Delilah tók í gær þátt í sýningu hópsins
Faith & Liberty framan við hús hæstaréttar Bandaríkj-
anna í Washington. Hópurinn túlkaði þar jóla-
guðspjallið og var fólk í hlutverkum vitringanna
þriggja, fjárhirða, engla og þorpsbúa. Auk Deliluh
voru asni og sauðfé með í sýningunni. Þetta var í ellefta
skipti sem samtökin standa fyrir jólasýningu af þessu
tagi á Capitol Hill í höfuðborginni þar sem þinghús og
dómhús Bandaríkjanna standa en sýnt var beint frá
viðburðinum á Facebook.
AFP
Jólaguðspjallið á Capitol Hill
Evrópusambandið ætlar að gera
aðra atlögu að því að endurskoða
reglur um eftirlit með netsíma- og
smáskilaboðaþjónustum á borð við
WhatsApp, Skype og Messenger.
Tillögur um hert eftirlit voru
lagðar fram í janúar 2017 en
mættu harðri andstöðu frá aðild-
arríkjum og stórum tæknifyrir-
tækjum.
Thierry Breton, sem fer með
málefni innri markaðar Evrópu-
sambandsins í framkvæmdastjórn
Evrópusambandsins, sagði á fundi
fjarskiptamálaráðherra aðildar-
ríkjanna í Brussel í vikunni að von
væri á nýjum tillögum.
Samkvæmt núgildandi reglum,
sem eru frá árinu 2002, gilda
strangar reglur um persónuvernd
aðeins um símtöl og smáskilaboð
sem fara í gegnum hefðbundin
fjarskiptafyrirtæki en ekki um
sams konar samskipti sem Face-
book, Google, Skype og fleiri slík
fyrirtæki bjóða gegnum netið.
ESB vill herða reglur
um netsíma og SMS
AFP
Samskipti Hnappar á spjaldtölvu
frá helstu samskiptamiðlunum.