Morgunblaðið - 05.12.2019, Blaðsíða 48
48 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2019
Háaleitisbraut 58–60 • 108 Reykjavík • Sími: 553 1380 STOFNAÐ 1953
Njóttu jólabakstursins,
við hreinsum fötin
Er nýtt kalt stríð í
uppsiglingu? Banda-
ríkin tala um mikla
ógn sem stafar af
Rússum. Rússar telja
með ljósi á söguna að
þeir þurfi mjög að
gæta að öryggi sínu.
Til þess að mynda sér
skoðun þurfa menn að
afla sér upplýsinga.
Vestræn ríki hafa á
síðustu 500 árum ráð-
ist inn í Rússland með alvarlegum
afleiðingum. Þjóðverjar 1414 og
1941 Hitler, gríðarleg eyðilegging
varð og árásin og umsátrið um Len-
ingrad er enn lifandi í hugum
margra Rússa. Napóleon réðst inn í
Rússland 1812, Svíar 1708 og Pól-
verjar 1605. Hörmulegar minningar
í hugum Rússa. Bandaríkjamenn
eyða líklega þrisvar sinnum meira
fé á ári hverju til hernaðaruppbygg-
ingar en Rússar. Rússar eiga aðeins
eina höfn sem er opin allt árið, ísinn
lokar höfnum þeirra stóran hluta
ársins alla norðurströndina og að
austan gildir það sama
um Vladivostok. Eina
opna höfnin er á Krím-
skaga. Rússar höfðu
átt Krímskaga í 300 ár
þegar Krustshev gaf
Úkraníu skagann og
hélt að Sovétríkin
væru eilíf. Þegar
breytingar urðu á
stjórnarfari Úkraínu
og Pútín sá fram á að
Krímhöfnin mundi
lenda inni í NATO sá
hann sig eiga aðeins
eina leið, halda höfn-
inni innan Rússlands, 80-85% íbúa
skagans eru Rússar, þjóð-
aratkvæðagreiðsla fór fram um vilja
íbúanna. Nú hafa Bandaríkjamenn,
Nato, reist eldflaugastöðvar hring-
inn kringum Rússland, í Póllandi,
Eistlandi, Lettlandi og Litháen að-
eins fá hundruð km frá Moskvu og
meðfram Kyrrahafsströndinni. Allt
flaugar sem draga til Moskvu. Er
ekki hætta á að einkavædd vopna-
og hergagnaframleiðsla í Bandaríkj-
unum hvetji mjög til hervæðingar,
auki á spennuna? Saga Sovétríkj-
anna er hörmuleg og ekki allt fal-
legt sem sagt er um stjórnunar-
aðferðir Putíns.
En Berlínarmúrinn er fallinn,
Sovétríkin eru fallin og liðuðust
sundur í mörg ríki. Frá 2004 hafa
nær öll fyrrverandi ríki Varsjár-
bandalagsins gengið í Nató eða
Evrópusambandið. Bandaríkin hafa
ráðist inn í Írak og Afganistan, hóta
innrásum í Venesúela og Íran
o.s.frv. Rússland er fátækt land,
fólksfjöldi er innan við 150 m.
manns. Þegar Ísland átti í erf-
iðleikum og viðskiptaþvingunum,
t.d. í landhelgisbaráttunni, keyptu
Rússar framleiðsluvörur okkar,
sjávarafurðir, ullar- og skinnavörur.
Nú erum við áhrifamikil í við-
skiptaþvingunum á Rússa. Þurfa
þjóðirnar ekki að tala saman? Ekki
láta vopnaframleiðendur ráða ferð-
inni. Rússneska þjóðin á merka
sögu, skákmennirnir sem ég kynnt-
ist vel menntaðir, vinsamlegir, fræg
menning á sviði ritlistar, tónlistar
og balletts. Hér er ekki rúm til ít-
arlegrar umræðu um utanríkismál.
Ef ég væri Pútín hefði ég ekki
þorað að láta einu ísfríu höfnina
verða innlimaða í Nató. Mér finnst
utanríkisstefna Bandaríkjanna ekki
alltaf til fyrirmyndar og við eigum
ekki að fylgja þeim í blindni.
Eftir Guðmund
Þórarinsson »Er ekki hætta á að
einkavædd vopna-
og hergagnaframleiðsla
í Bandaríkjunum hvetji
mjög til hervæðingar,
auki á spennuna?
Guðmundur G.
Þórarinsson
Höfundur er verkfræðingur.
gudm.g.thorarinsson@gmail.com
Útsýn á tvo vegu – Rússland
Í kringum aldamótin
1800 var sagt að
Reykjavík byrjaði í
Bráðræði og endaði í
Ráðleysu. Var þá vísað
til ystu húsa bæjarins,
sem hétu þessum nöfn-
um og stóðu hvort í sín-
um enda bæjarins. Nú,
ríflega tveimur öldum
síðar, mætti enn taka í
sama streng. Verkefni
borgarinnar byrja gjarnan af bráð-
ræði – og enda gjarnan í ráðleysu.
Þeir tekjustofnar Reykjavíkur sem
lög gera ráð fyrir eru nær fullnýttir.
Borgin innheimtir hæsta lögleyfða út-
svar, fasteignaskattar á atvinnu-
húsnæði eru í hámarki og krónutala
fasteignagjalda fer hækkandi árlega,
samhliða síhækkandi fasteignamati.
Tekjutuskan er undin til fulls, sam-
hliða stóraukinni skuldsetningu.
Rekstrarkostnaður borgarinnar
hefur aukist um 16% á fyrstu tveimur
árum þessa kjörtímabils. Skuldir
halda áfram að aukast og verða 64
milljörðum hærri árið 2022 en lagt var
upp með fyrir kosningar. Kostnaður
við framkvæmdir fer reglulega fram
úr áætlunum.
Meirihluti borgarstjórnar er stór-
huga hvað varðar framkvæmdir og
fjárfestingar. Ársreikningur Reykja-
víkurborgar sýnir þó glöggt að enginn
afgangur er af venjubundnum rekstri
sem staðið getur undir slíkum fjárfest-
ingum – ekki án frekari eignasölu eða
stórkostlegrar skuldsetningar. Veru-
lega skortir á ábyrgð, ráðdeild og aga í
rekstri borgarinnar.
Við afgreiðslu fjár-
hagsáætlunar lagði und-
irrituð til útsvarslækkun
í Reykjavík. Hana mætti
hæglega fjármagna með
arðgreiðslum frá Orku-
veitu Reykjavíkur. Eins
lagði annar fulltrúi Sjálf-
stæðisflokks til lækkun
fasteignaskatta á at-
vinnuhúsnæði. Báðum
tillögum var einróma
hafnað af meirihluta
borgarstjórnar. Enginn vilji er til
skattalækkana í Reykjavík.
Borgarkerfið verður að undirgang-
ast tiltekt. Við þurfum minni yfir-
byggingu og skipulega niðurgreiðslu
skulda. Við þurfum öflugri grunnþjón-
ustu og svigrúm til lækkunar skatta á
fólk og fyrirtæki. Við verðum að sýna
ábyrgð og ráðdeild þegar sýslað er
með fjármuni borgarbúa. Þá fyrst
mun draga úr bráðræði og ráðleysu
innan borgarmarkanna.
Bráðræði
og Ráðleysa
Eftir Hildi
Björnsdóttur
Hildur Björnsdóttir
» Við þurfum minni
yfirbyggingu og
skipulega niðurgreiðslu
skulda. Við þurfum
öflugri grunnþjónustu
og svigrúm til lækkunar
skatta á fólk og
fyrirtæki.
Höfundur er borgarfulltrúi fyrir
Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík.
hildurb@reykjavik.is
Nú finnur
þú það sem
þú leitar að
á FINNA.is