Morgunblaðið - 05.12.2019, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 05.12.2019, Qupperneq 52
52 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2019 ✝ Anna Skúla-dóttir fæddist á Eskifirði 30. októ- ber 1948. Hún lést af völdum fram- heilabilunar 27. nóvember 2019. Foreldrar hennar voru Anna Sigurð- ardóttir, forstöðu- maður og stofnandi Kvennasögusafns Íslands, f. 5. desem- ber 1908, d. 3. janúar 1973, og Skúli Þorsteinsson, skólastjóri á Eskifirði og síðar námsstjóri Austurlands, f. 24. desember 1906, d. 25. janúar 1973. Systk- ini Önnu eru Þorsteinn Skúla- son, f. 22. nóvember 1940, lög- fræðingur, og Ásdís Skúladóttir, f. 30. júní 1943, félagsfræð- ingur. Anna lauk námi frá Fóstru- skóla Sumargjafar, sem síðar varð Fóstruskóli Íslands en er nú deild í Háskóla Íslands árið 1968. Anna starfaði m.a. við Blindraskólann í Reykjavík og Barna- og unglingageðdeildina að Dalbraut í Reykjavík. Lengst af starfaði hún sem leikskóla- stjóri Grandaborgar í Reykjavík og leikskólastjóri Glaðheima í Bolungarvík. Anna bjó í mörg ár með fjöl- skyldu sinni í Afríku, í Tansan- íu, Kenía og Níger- íu. Síðan um tíma í Englandi. Anna afl- aði sér víða fram- haldsmenntunar, m.a. stundaði hún framhaldsnám í kennslufræðum og stjórnun. Meðal síð- ustu starfa hennar var að skipuleggja uppbyggingu og starfshætti í leik- skóla í Kenía sem hún fylgdi síð- an eftir. Þetta starf var á vegum Tears Children and Youth Aid. Með fyrri eiginmanni sínum, Sigurði Jónssyni verslunar- ráðgjafa, f. 12. mars 1946, eign- aðist Anna Eirnýju Ósk, f. 3. maí 1973, viðskipta- og markaðs- fræðing MSC, og Áslaugu Dröfn, f. 12. október 1979, hár- greiðslumeistara og gervahönn- uð, sem er gift Kolbrúnu Ósk Skaftadóttur. Með seinni eigin- manni sínum Barry Woodrow átti Anna dótturina Karen Emil- íu, f. 2. nóvember 1986, reið- kennara og MPM, maki Fabio La Marca. Anna eignaðist fjögur barnabörn, Felix Skafta, Róbert Mána, Anney Sögu og nýfædda litla stúlku. Minningarathöfn um Önnu fer fram í Fossvogskirkju í dag, 5. desember 2019, kl. 13. Það er skrítið hvernig minnið virkar, um leið og maður reynir að leita að minningum þá er eins og þær hlaupi allar í burtu eins og styggar rollur. Svo þegar maður sest niður og slakar á þá koma þær hægt og rólega. Það koma mörg minningabrot upp í hugann um mömmu, allskyns samtöl, góðar máltíðir, söngur, bílferðir og kaffi- bollar í eldhúsinu á Barónsstíg þar sem alltaf var hlegið og gert góðlát- legt grín. Barónessan á Baróns- stígnum var alltaf með kaffi og smá gúmmelaði fyrir alla. Mamma mín var kjarnakona, úr- ræðagóð, lausnamiðuð og lenti allt- af á löppunum eins og köttur sama hvað gekk á. Hún dvaldi stutt við vandamál, reyndi bara að leysa þau eins og hún best gat og halda svo áfram með smjörið. Horfði bara fram á við og tók lífinu fagnandi með frasann „Hakuna Matata“ að vopni. Ég held að ég geri það líka héðan af henni til heiðurs. Mamma var veik og föst á hjúkrunarheimili alltof lengi og við systur þurftum að fylgjast með kviku, lífsglöðu mömmu okkar með glettna blikið í augunum hverfa inn í hræðilegan sjúkdóm. Hún var löngu horfin og andlát hennar var líkn og ljúfsár léttir. Það sem mér þykir sárast er að hafa ekki sagt „mamma, ég elska þig“ fyrr en eftir að hún veiktist og gat ekki meðtekið það. En ég ætla ekki að dvelja við þá minningu heldur muna mömmu mína hlæjandi og glaða með lítinn postulínskaffibolla í hönd og hálfan sykurmola í hinni á Barónsstíg. Ég mun halda minningu hennar á lofti þegar ég segi barnabörnunum hennar frá ömmu Önnu og öllum þeim skemmtilegu minningum sem ég varðveiti í hjartanu. Mamma, ég sakna þín og ég elska þig. Áslaug Dröfn Sigurðardóttir. Aðdragandinn að minningar- grein um mömmu hefur verið allt of langur, en ég hélt alltaf að pistill- inn yrði fullmótaður þegar þessi tími kæmi. En svo er ekki, hvar á ég að byrja? Minningarnar eru svo margar en líka mjög handahófs- kenndar. Minningar um ferðalög, samveru við matarborðið, samtöl, vatnsslag og annan fíflagang. Góðu minningarnar yfirtaka smám sam- an þær erfiðari. Það varð snemma vani að hringja beint í mömmu eftir skóla, þó það væri ekki nema til þess að segja hæ. Þessi vani fylgdi mér þegar ég flutti að heiman og fór í nám, en ég hringdi daglega í mömmu fyrstu önnina bara til þess að segja hæ en oft líka til þess tala mig í gegnum eitthvað, allt frá því að taka ákvörðun um hvort ég ætti að kaupa skó upp í mun stærri málefni. Alltaf var mamma með góða punkta, spurði opinna spurn- inga og leiddi mig að svarinu. Mamma var alltaf með mér í liði, þó svo að hún væri kannski ekki alltaf sammála mér. Það voru þessi símtöl sem ég saknaði svo mikið þegar mamma fór að veikj- ast, því mamma veit best. Mamma sýndi því sem ég gerði áhuga og var hvetjandi í verki. Hún gaf mér frelsi til að prófa mig áfram og þegar hlutirnir fóru ekki eins og ég hafði séð fyrir mér tók hún á móti mér án fordóma. Til dæmis þegar ég ákvað að lita á mér augabrúnirnar bláar og þær urðu grænar eftir sundferð tók hún á móti mér þegjandi og hljóð- laust og litaði þær fyrir mig svart- ar aftur! Hún mætti á alla tónleika og skólasýningar sem ég tók þátt í og kom svo upp í hesthús til að baka vöfflur eða moka skít. Þegar ég var unglingur bjuggum við í litlu sveitarfélagi og engin þörf var á að keyra mig í skólann en það gerði hún samt þar sem þar náðist nokkurra mínútna samvera í amstri dagsins. Matartíminn var einnig stund þar sem við settumst nánast undantekningarlaust niður saman. Hún fylgdi mér norður á Hóla í inntökupróf, fór með í hestaferðir sem bílstjóri, kom með í skólaferðalög, las ritgerðir yfir af stundum óþolandi nákvæmni og seinna meir ferðuðumst við saman um Tansaníu og Ástralíu. En það var líka þannig að mamma gat allt, og það sagði hún upphátt við hvert tækifæri sem gafst. Hún var sjálfstæð, sterk kona og stolt af því. Það var ekk- ert sem hún gat ekki gert ef hún ætlaði sér það, og hún stóð við það. Hún sýndi vinum mínum áhuga og það er greinilegt á öllum þeim skilaboðum sem mér hafa borist að undanförnu að þeir hafa skemmtilegar og stundum smá skrýtnar minningar um hana. Enda var kannski ekki beint hefð- bundið heimilishaldið hjá okkur, með snák sem gæludýr, strútskjöt á steinasteikinni og rjómasprau- tuslag sem endaði úti á bílastæði. Það verður seint hægt að segja að það hafi verið leiðinlegt í kring- um mömmu og það er erfitt að hugsa til þess að stelpurnar okkar tvær munu ekki fá að verja tíma með henni, en þær munu þekkja hana af öllum sögunum sem við munum segja þeim. Mamma, takk fyrir allt, og þá meina ég allt. Því að þú hefur mót- að mig í þá manneskju sem ég er í dag. Þín dóttir, Karen. Mér þykir við eiga að minnast Önnu systur minnar með nokkr- um orðum. Mér kemur fyrst í hug ljós- myndin sem móðir mín tók af okk- ur Ásdísi systur minni þar sem við horfðum á Önnu nýfædda og það leynir sér ekki að við erum hrifin af barninu. Á Eskifirði voru venjulega bæði héraðslæknirinn og ljósmóðirin við fæðingu og svo var þegar Anna fæddist. Ég man þegar við Ásdís biðum úti í garði heima á Eskifirði meðan Anna var að koma í heim- inn og þegar við sáum lækninn koma út spurði ég hann hvort barnið hefði verið strákur eða stelpa. Ég mun nú fara nokkrum orð- um um Önnu og ýmislegt sem ég á henni að þakka. Hún hafði góða hæfileika til þess að vera fóstra, var lagin við börn og lét þau hlýða sér. Síðustu störf hennar á þessu sviði voru við að koma á stofn leikskóla í Kenýa, landinu sem hún unni svo mjög. Anna var laghent og hafði fal- lega rithönd svo eftir var tekið. Hún var sterk, fór meðal ann- ars létt með að bera þung hús- gögn. Hún var dýravinur og átti oft- ast kisur, alin upp við köttinn Gilla á Eskifirði og kisuna Lipurtá á Hjarðarhaga en hún kom með hana á heimilið og átti hana lengi. Hún hafði gaman af að vera úti í óspilltri náttúrunni. Ég man eftir ferðum okkar upp í fjallið á Eski- firði og jafnvel alla leið upp í Lambeyrardal að tína fjallagrös. Einnig minnist ég ferða okkar til Hesteyrar þar sem ilmur úr grasi var svo góður eftir indæla rigning- arskúr. Anna var víðförul. Auk Afríku kom hún m.a. til Bandaríkjanna, Kúbu, Indlands og Ástralíu og margra landa í Evrópu. Hún hafði góð tök á ensku máli eftir langa dvöl í Skotlandi, Englandi og Afr- íku. Hún kom mér í kynni við Suð- austur-Afríku. Án hennar atbeina hefði ég sennilega hvorki verið svo lengi í Kenýa né komið til Úganda. Vegna tíðra ferða minna til Bol- ungarvíkur, þegar hún bjó þar, kynntist ég Vestfjörðum. Ég minnist sameiginlegra ut- anferða okkar til Edinborgar, Kaupmannahafnar, Parísar, Berl- ínar, Portúgals og Prag og ég man þegar ég heimsótti hana í Lindh- urst suður við Ermarsund á Eng- landi þegar hún vann þar á hóteli. Mér kom í hug þegar Karen dóttir Önnu sat með nýfædda dóttur sína við banabeð móður sinnar: einn kemur þá annar fer. Lífið heldur áfram. Þorsteinn Skúlason. Sól rís, sól sest. Eitt sinn skal hver deyja. Um það er ekki deilt, en dauðans óvissi tími og það hvernig menn skilja við eru óþekktu stærðirnar. Litríkri ævi Önnu lauk eins og vænta mátti og hún kvaddi umkringd sínum nán- ustu og kærustu. Vegna sjúkdóms síns er óvíst hvernig hún upplifði umhverfi sitt, en fyrir hana var viðskilnaðurinn væntanlega líkn. Ástvinamissir er ætíð sár fyrir aðstandendur, en minning um hinn látna lifir og margs er að minnast frá liðnum samvistar- tíma. Ljúfar minningar eru mikils virði. Far þú í friði, vina. Dætr- unum og fjölskyldum þeirra votta ég samúð vegna fráfalls Önnu. Sigurður Jónsson. Við kynntumst ungar, rétt farn- ar að heiman eins og sagt er. Við störfuðum á sama vinnustað. Áhugamál okkar beggja var það sama; uppeldi ungra barna og uppeldis- og sálarfræði. Þarna vorum við, tvær ungar stúlkur fyr- ir allt að hálfri öld, að velta fyrir okkur framhaldsnámi. Það þótti ekki jafn sjálfsagt mál í þá daga og það er í dag. Nýlegur uppeldis- skóli varð fyrir valinu, Fósturskóli Sumargjafar, sem nú er kominn á háskólastig. Við útskrifuðumst úr þessum metnaðarfulla skóla ánægðar og sælar. Ég vissi ekki fyrr en síðar að skólastýran sjálf var móðursystir Önnu. Ekki leið- um að líkjast þar sem hún var. Fljótlega eftir að námi lauk kynnt- ist Anna öndvegismanni, Sigurði Jónssyni, og segir mér frá þessu leyndarmáli sínu og ég samgleðst minni góðu vinkonu. Glæsileiki og myndarskapur þeirra hjóna var engu líkur. Þau eignuðust tvær stúlkur. Fljótlega venda þau sínu kvæði í kross, sýndu þar mikla áræðni og dugnað, og taka að sér þróunarstarf í Afríku sem ekki var algengt á þessum árum. Þegar heim var komið, eða svona inn á milli landa, voru haldnar mynda- sýningar og Anna fræddi mig um menningu, daglegt líf og ekki síst sára fátækt þessa góða fólks og um vini sína sem hún kynntist á þessum árum í Kenýa, Tansaníu og Nígeríu. Þetta voru mjög merkilegar og fróðlegar stundir fyrir mig. Leiðir okkar lágu til allra átta á þessum árum. Tíminn leið og Anna eignaðist þriðju stúlkuna sína. Allar dætur hennar þrjár eru fallegar og dugmiklar ungar konur hver á sinn hátt. Árin líða og lífið er eins og það er. Öll eigum við okkar góðu og erfiðari tíma. Anna var greind kona, hörkudugleg og að mörgu leyti á undan sinni samtíð. Anna vissi hvaðan hún kom en gleymdi gjarnan að setja sér sín eigin markmið og hlúa að sjálfri sér. Anna Skúladóttir var heimsborg- ari í eðli sínu. Ég er þakklát fyrir alla hennar hlýju í minn garð og þakklát fyrir að hafa verið henni samferða á lífsins vegi. Hallfríður Hrólfsdóttir. Enn fækkar í hópnum okkar sem settist á skólabekk í Fóstru- skóla Sumargjafar haustið 1967. Þetta var skemmtilegur hópur, sem hefur haldið góðu sambandi sín á milli í öll þessi ár. Anna átti sinn þátt í því að gera skólavistina og árin sem fylgdu skemmtileg og eftirminnileg. Þegar við lítum til baka munum við Önnu alltaf bros- andi og glaða. Hún var litrík, skemmtileg og gaf mikið af sér, hafði góðan húmor og alltaf var stutt í hláturinn hjá henni. Að ekki sé nú talað um hvað hún var alltaf fín og vel tilhöfð, algjör pæja. Anna var hugmyndarík og uppátækjasöm og fannst gaman að ögra kennurunum. Eftirminni- legt er þegar við áttum við að vera í sálfræðitíma og Anna vildi bara gera eitthvað allt annað. Hún vissi að kennarinn talaði frönsku og þar sem frönsk herskip lágu við bryggju í Reykjavíkurhöfn þótti henni alveg tilvalið að kennarinn færi með okkur að skoða þau. Og það gerði hann. Við höfum oft hlegið að þessari uppákomu, fremstur í flokki kenn- arinn með 24 ungar skólastúlkur á eftir sér. Anna hafði líka ákveðnar skoð- anir á starfi og kjaramálum leik- skólakennara eða fóstra eins og það hét í þá daga og lét þá skoðun óspart í ljós við kennara og skóla- stjórann, sem reyndar var móður- systir hennar. Þær voru kannski ekki alltaf sammála og eflaust hef- ur þetta ekki alltaf verið auðvelt fyrir Önnu að standa fast á sínum skoðunum. Þegar veikindin fóru að láta á sér kræla reyndi Anna í lengstu lög vera með okkur þegar við hitt- umst, hún var stolt og var ekki tilbúin að gefast upp. Síðasta sam- veran okkar með Önnu var á ost- anámskeiði hjá Eirnýju dóttur hennar. Þá var mikið af henni dregið, hún gat aðeins sagt já og nei, en hún brosti og naut þess að vera með okkur. Þetta var ynd- isleg samvera og átti Eirný stóran þátt í því. Við söknum hennar Önnu og sendum dætrum hennar og fjöl- skyldunni allri okkar innilegustu samúðarkveðjur. Skólasystur, María Kristín Lárusdóttir. Anna Skúladóttir Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram- kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Jón G. Bjarnason, umsjón útfara Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, AUÐUR STEFÁNSDÓTTIR, Hjarðarlundi 3, Akureyri, sem lést 23. nóvember, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju mánudaginn 9. desember klukkan 13:30. Sérstakar þakkir til Heimahlynningar á Akureyri fyrir ómetanlega umönnun og hlýhug. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Heimahlynningu á Akureyri og Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis. Herbert B. Jónsson Stefán Þór Sæmundsson Rannveig B. Hrafnkelsdóttir Valur Sæmundsson Hafdís G. Pálsdóttir Hermann Herbertsson Freyja Sigursveinsdóttir ömmu- og langömmubörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÚN STEFÁNSDÓTTIR, Akureyri, lést á Dvalarheimilinu Hlíð sunnudaginn 1. desember. Útförin fer fram í kyrrþey. Guðlaug, Páll og Friðrik Sigurðarbörn og fjölskyldur Ástkær eiginmaður minn, faðir, afi og tengdafaðir, SIGURÐUR VALDIMARS GUNNARSSON múrari, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 29. nóvember. Útför hans verður gerð frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði þriðjudaginn 10. desember klukkan 13. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Guðrún Stefanía Guðjónsdóttir Guðrún Berglind Sigurðard. Guðmundur M. Sigurðsson Gunnar Heimir Kristjánsson Selma Gísladóttir Ragnar Steinn Ragnarsson María Lísa Benediktsdóttir Rúnar Steinn Ragnarsson Helga Kristrún Hjálmarsdóttir og barnabörn Ástkær systir okkar, mágkona og frænka, MARGRÉT KÁRADÓTTIR, Þórðarsveig 17, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðjudaginn 26. nóvember. Útför fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 6. desember klukkan 13. Þorsteinn Kárason Díana Ragnarsdóttir Sigurbjörn Kárason Vicky Connolly Lúkas Kárason Gerður E. Tómasdóttir og frændsystkini
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.