Morgunblaðið - 05.12.2019, Blaðsíða 55
MINNINGAR 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2019
✝ HöskuldurBjarnason
fæddist á Syðri-
Haga 8. júní 1929.
Hann lést á lyfja-
deild SAK 26. nóv-
ember 2019.
Foreldrar hans
voru Bjarni Pálsson,
f. á Ytri-Reistará
27. janúar 1886, d.
10. mars 1957,
bóndi í Hátúni á Ár-
skógsströnd, og Guðrún Emilía
Jónsdóttir húsmóðir, f. í Birnu-
nesi 6. júní 1894, d. 10. ágúst
1979.
Höskuldur var yngstur fjög-
urra systkina. Hin voru Hjalti, f.
18. maí 1917, d. 13. júní 2010,
kona hans var Gíslína Vigfús-
dóttir og eignuðust þau sex
börn; Steinunn, f. 8. júní 1920, d.
13. október 2001; Jón Reynir, f.
26. september 1925, d. 20. jan-
úar 1996.
Hinn 2. júlí 1959 kvæntist
Höskuldur eftirlifandi eig-
inkonu sinni Ingibjörgu Ólafs-
dóttur húsmóður, f. 2. júlí 1933
á Ísafirði. Foreldrar hennar
voru Ólafur Guðmundur Elí Sig-
urðsson skipstjóri, f. 14. nóv-
or Emil og Ísfold Marý. 6) Ólaf-
ur Páll, f. 31. mars 1975, giftur
Önnu Laugu Pálsdóttur og eiga
þau þrjú börn, Ísadóru, Sól-
björtu og Tindra Pál.
Barnabörn Höskuldar og
Ingibjargar eru 18 og barna-
barnabörnin eru orðin 20.
Höskuldur bjó alla sína tíð á
Hátúni á Árskógsströnd, fyrst
með foreldrum og systkinum og
síðar með Ingibjörgu konu sinni
og börnum þeirra.
Höskuldur var til sjós bæði á
Ísafirði og Kaldbak á Akureyri.
Hann fór á vertíð í Njarðvík.
Ungur að aldri fór hann með
bræðrum sínum í vegavinnu upp
á Lágheiði. Hann bjó með
sauðfé í Hátúni ásamt annarri
vinnu. Hann var atvinnubílstjóri
mestallt sitt líf og mikill bíla-
áhugamaður. Hans fyrsti vöru-
bíll var Austin árg. 1946. Sá
hann ásamt Hjalta bróður sínum
um mjólkurflutninga á milli Ár-
skógsstrandar og Akureyrar
1960-1974. Mörg ár var hann í
vegavinnu hjá Vegagerðinni.
Hann sá um skólaakstur á Ár-
skógsströnd og til Dalvíkur. Eft-
ir að Höskuldur hætti sjálfur í
rekstri réð hann sig hjá Soffíu
dóttur sinni og tengdasyni árið
2000 við hópferða- og skóla-
akstur.
Útför Höskuldar fer fram frá
Stærri-Árskógskirkju í dag, 5.
desember 2019, og hefst athöfn-
in klukkan 14.
ember 1907 á Nesi
við Skutulsfjörð, d.
6. júní 1974, og
Emma Ragnheiður
Halldórsdóttir
húsmóðir, f. 21.
október 1915 á
Minnibakka í
Skálavík, d. 13.
október 1989.
Höskuldur og
Ingibjörg bjuggu
alla tíð í Hátúni á
Árskógsströnd.
Börn Höskuldar og Ingi-
bjargar eru: 1) Bjarni Halldór, f.
3. október 1957, d. 25. febrúar
1996. Börn hans eru Steinunn,
Elín Jóhanna og Höskuldur. 2)
Elías Þór, f. 25. apríl 1959, kona
hans er Elísabet Sigur-
sveinsdóttir, börn þeirra eru Jó-
hann Björgvin, Margrét Ósk og
Birkir Páll. 3) Guðrún Emilía, f.
4. júní 1961, börn hennar Ásta
Ingibjörg, Höskuldur Freyr og
Bjarni Jón. 4) Soffía Kristín, f.
19. maí 1963, gift Bóasi Ævars-
syni, börn þeirra: Freydís Inga,
Hjördís Jóna, Ævar og Arnar
Óli. 5) Ragnheiður Inga, f. 8. júlí
1971, gift Sigtryggi Sigtryggs-
syni og eiga þau tvö börn, Vikt-
Elsku heimsins besti pabbi er
farinn frá okkur. Hann kvaddi á
svo fallegum og björtum degi,
sem var lýsandi eins og hann
sjálfur var. Þakklæti er mér
efst í huga. Þú gafst mér
dásamlega æsku. Þú elskaðir
svo fólkið þitt og vildir allt fyrir
okkur gera. Pabba þótti svo
vænt um sveitina og sveitunga
sína. Sýndir afa og langafabörn-
unum þínum svo mikla vænt-
umþykju. Ég veit að það verður
erfitt fyrir litla fólkið á efri
hæðinni í Hátúni þegar enginn
afi er niðri í holunni sinni og
enginn afi til að kúra hjá. Ég
var ekki há í loftinu þegar ég
sóttist í að vera með pabba í bíl-
unum og á tækjunum. Bílar var
okkar sameiginlega áhugamál.
Ung vann ég með pabba í Vega-
gerðinni. Öll sumur var ég með
honum í heyskapnum. Pabbi
vann lengst af ævi sinnar við
akstur og fyrsti vörubíllinn hans
var Austin árg. 1946. Hann
vann við vegagerð, keyrði
mjólkinni úr sveitinni í mjólk-
urbrúsum til Akureyrar. Á vet-
urna þegar allt var á kafi í snjó
gat það tekið alveg upp í sólar-
hring að komast til Akureyrar.
Hann keyrði í mörg ár skólabíl-
inn á Árskógsströnd og þegar
hann „hætti“ að vinna fór hann
að keyra rútur hjá mér og
Bóasi.
Pabbi var húmoristi og gat
alltaf séð spaugilegu hliðina á
öllu. Oft erum við búin að gera
grín hvort að öðru og hlæjum
svo saman. Honum hlýnaði allt-
af um hjartarætur þegar hann
heyrði Hátúnshláturinn í okkur
skellibjöllusystrunum. Ég var
ekki nema 18 ára þegar ég eign-
aðist tvíburana mína, sem voru
fyrstu afabörnin hans. Ég bjó
hjá mömmu og pabba í eitt og
hálft ár með tvíburana í Hátúni.
Ég er svo þakklát fyrir hvað
pabbi var hjartahlýr og góður
við okkur. Honum fannst alltaf
að tvíburarnir væru dætur sínar
frekar en barnabörn, því við
vorum svo mikið í Hátúni. Eins
voru synir mínir mikið með afa
sínum, enda allir bílaáhuga-
menn.
Pabbi er mín fyrirmynd í líf-
inu. Hann var alltaf hörkudug-
legur, vandvirkur og ósérhlíf-
inn. Svolítið sérvitur og með
fullt fang af Hátúns-þráa, gafst
ekki upp svo auðveldlega. Eftir
vinnudaginn var legið í grasinu
undir bílunum og heyvinnutækj-
um, sá sjálfur um allar viðgerð-
ir. Nú síðustu árin var hann að
gera upp gamlan Willys-jeppa
árgerð 1946 og er sá bíll eins og
nýr. Bíllinn fékk skráningu
núna 22. nóv. síðastliðinn. Vel
gert af níræðum manni. Pabbi
vildi alltaf hafa snyrtilegt í
kringum sig, hann beygði sig
eftir einu strái ef hann sá það í
hlaðinu. Hann var gestrisinn
maður og höfðingi heim að
sækja, ef einhver kom í hlaðið
þá dreif hann fólkið inn í mat
eða kaffi, því enginn átti að vera
svangur. Pabbi hafði gaman af
því að aka upp á hálendið og
var ég búin að fara margar æv-
intýraferðir með honum. Ég
veit að Bjarni bróðir tekur vel á
móti þér. Þið voruð eins með
það að birtast í kaffi hjá mér
þegar enginn var á ferðinni
vegna hríðarbyls, vel veður-
barnir og brosandi út að eyrum.
Ég sakna þín svo mikið elsku
pabbi, takk fyrir öll símtölin og
allar samverustundirnar sem
voru margar. Ég mun ætíð
sakna þín.
Hvíl í friði elsku pabbi.
Þín dóttir,
Soffía Kristín.
Pabbi minn, nú eru 29 lífin
þín talin. Það eru forréttindi að
eiga pabba eins og þig í 48 ár.
Þú vannst þessa lotu með reisn.
Ég er þakklát fyrir að nú hvílir
þú í friði án allra verkja og van-
líðunar. Þú hefur gert fjöl-
skyldu þinni og samfélaginu svo
mikið. Þið mamma eignuðust
sex börn, 15 barnabörn og 17
barnabarnabörn. Þvílíkt ríki-
dæmi, enda varstu stoltur af
þínum fjölskyldumeðlimum.
Logn eða ekki logn þegar hitt-
ingur var, þá þótti þér alltaf
mjög vænt um alla ólátabelgina,
það var bara kókómjólk og kúl-
ur á línuna.
Einstök heppni þín í óheppn-
inni var alveg takmarkalaus.
Hvort sem það spólaði á þér
traktor, þú fékkst felgu í haus-
inn eða stórsjó uppi á dekki þá
var þinn tími ekki kominn. Þér
þótti vænt um systkini þín enda
ólst ég upp hjá stórfölskyldu
þar sem bróðir þinn byggði með
þér Hátún og þar bjuggum við
saman, þú og mamma með sex
börn, bróðir þinn Jón, systir þín
Steinunn og mamma þín Emilía.
Hjalti var svo skammt undan.
Ég er innilega þakklát fyrir að
hafa fengið að alast upp við
svona aðstæður þar sem allir
hjálpuðust að við að láta hlutina
ganga.
Að öllum ólöstuðum þótti þér
vænst um mömmu enda genguð
þið hlið við hlið allt ykkar líf í
62 ár og það er mér mikil fyr-
irmynd að hafa það að leiðar-
ljósi. Minningar um allar há-
lendisferðirnar standa sterkar.
Þú kenndir mér að skilja hversu
ómetanlegt hálendið var, sér-
staklega á þessum tíma þar sem
náttúran var algjörlega ósnortin
og hvergi hræðu að sjá. Fjöl-
skyldan, Axel með eða án gíra,
nestið hennar mömmu og enda-
laus ævintýri og allt þér að
þakka.
Með aldrinum myndaðist með
okkur mikill vinskapur og trún-
aður og það styrktist meir og
meir allt til enda. Þú varst ein-
staklega ljúfur og vel innrættur
maður og varst mér alltaf hjálp-
samur og félagi í senn. Ég er
svo óendanlega þakklát fyrir að
hafa notið þess heiðurs að vera
dóttir foreldra minna og einnig
þakklát fyrir þann tíma sem þið
fenguð saman því bæði eruð þið
mínir rúbínsteinar. Ég á eftir að
sakna samræðnanna við þig
pabbi minn um allt og ekkert og
aðallega það sem við vorum
sammála um að vera ósammála
um. Tilfinningin að sjá ekki
græna súbbann keyra upp að
húsinu mínu og heyra „er ekki
einhver heima“ sönglað glaðlega
í forstofunni er einkennileg. Ég
er þakklát fyrir að hafa fengið
þessa síðustu viku með þér uppi
á spítala og náð vonandi að létta
aðeins til með þér síðasta spöl-
inn. Það er stórt skarð sem
myndast þegar svona sterkur
einstaklingur eins og þú, pabbi,
kveður. Þetta skarð verður mér
áskorun að takast á við. Ég
vona svo innilega að þér líði vel
núna vegna þess að þú átt það
svo skilið. Takk fyrir að hrósa
ávallt börnunum mínum og
manni, það gleður mitt hjarta.
Ég veit að þér þótti mikið vænt
um þau. Það gleður mig líka að
þú fékkst ósk þína uppfyllta um
að búa alltaf í Hátúni og halda
bílprófinu allan þinn lífstíma.
Elsku besti pabbi minn, ég
elska þig óendanlega mikið og
bið að heilsa Bjarna og öllu
teyminu.
Sjáumst síðar!
Ragnheiður Inga
Höskuldsdóttir.
Nú hefur haft vistaskipti
minn góði granni og vinur
Höskuldur í Hátúni. Hann var
kominn á 10. áratuginn þegar
hann kvaddi, en samt er maður
óviðbúinn umskiptunum. Hann
hafði sýnt það á langri ævi að
hann var fljótur í heimanbúnaði
þegar á hann var kallað. Svo
var og í þetta sinn. Við ólumst
upp saman sitt hvoru megin við
Kálfsskinnslækinn, sem liggur í
alldjúpu gili og myndar að
mörgu leyti umgjörð um æsku-
minningar okkar til áratuga.
Þetta gil notuðum við til að
renna okkur á skíðum, niður
öðrum megin og aðeins upp hin-
um megin, því snjórinn í þá
daga lokaði læknum svo okkur
var óhætt. Aðeins um tvö og
hálft ár skilja okkur að í aldri
svo að við lékum okkur mikið
saman á barnsárunum. Fyrir
skömmu síðan er við dvöldum
við gamlar minningar kom í ljós
að við mundum mjög vel eftir
sama atvikinu, sem tengdist
Studebaker-vörubíl, sennilega
árgerð 1929, 1 1/2 tonn að burð-
argetu, grænn að lit. Það var að
hausti 1934 að þessi bíll kom
með Skandia miðstöðvareldavél
í nýja viðbyggingu í Kálfsskinn.
Var þetta mikill viðburður og
mörg börn á bæjunum hópuðust
saman til að fylgjast með þessu
undratæki. Hraði bílsins ekki
meiri en svo að við fylgdum
honum fast eftir, enda farið eft-
ir troðningum og yfir óbrúaða
læki, en engir nothæfir vegir
voru til á þessum tíma hér í
sveit. Þessi atburður varð okkur
minnisstæður og mótaði e.t.v.
að einhverju leyti þá tækni og
vélaöld sem fram undan var.
Við urðum sjálfir að smíða okk-
ar bíla og báta, sem notaðir
voru til að byggja þorp við bæj-
arlækinn. Þetta varð okkur
óþrjótandi verkefni æskudag-
anna. Þar voru fá boð og bönn
og frelsið óheft til athafna, eng-
um leiddist að vera til. Frá
þessum tíma hafa orðið ótrúleg-
ar breytingar, sem engan óraði
fyrir. Áhyggjuleysi æskudag-
anna breyttist síðar í alvöru at-
hafnir. Eftir að Höskuldur tók
bílpróf 18 ára, hefur starfsvett-
vangur hans að miklu leyti snú-
ist um bíla og viðhald þeirra.
Hann hefur verið atvinnubíl-
stjóri alla sína starfsævi. Hann
hefur oftast ekið eigin bílum og
átt farsælan feril í sinni útgerð.
Hann ók mjólkurbílum um ára-
tuga skeið. og ávann sér hylli
allra sem umgengust hann.
Þetta var óeigingjarnt starf,
sem þurfti úthald og þolinmæði.
Hann var hraustmenni og hafði
mikið úthald sem kom oft sér
vel. Hann ók hertrukkum, á ár-
um sem virkilega innihéldu
mikla snjóavetur. Mjólkurbíl-
stjórarnir yrðu nútíma þjóð-
sagnapersónur fyrir störf sín í
þágu sveitafólksins. Ekki ein-
göngu fyrir að halda úti akstri
sólarhringum saman við ótrú-
legar aðstæður, heldur einnig til
að þjóna bændum við ýmislegt
svo sem innkaup, bankaviðskipti
og flutninga margs konar. Í
mörg ár ók Höskuldur ferða-
fólki í lengri og styttri ferðir og
aldrei var það vandamál að tala
við fólk frá öðrum löndum, þótt
aldrei hefði hann farið í tungu-
málanám. Hann var trúr yfir
litlu og nýtti hlutina vel.
Hann var skilvís í öllum okk-
ar viðskiptum gegnum árin, þar
var handsalið næg trygging og
þannig vildi hann að aðrir væru.
Hvíli hann í friði. Ingibjörgu,
börnum þeirra og fjölskyldum
öllum sendum við Ása innilegar
samúðarkveðjur.
Sveinn Elías Jónsson.
Höskuldur
Bjarnason
Sálm. 6.3
biblian.is
Líkna mér, Drottinn,
því að ég er
magnþrota,
lækna mig, Drottinn,
því að bein mín
tærast af ótta.
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð, vináttu og hlýhug vegna andláts og
útfarar okkar ástkæru
HILDAR DAVÍÐSDÓTTUR,
Háteigsvegi 6,
Reykjavík.
Hreinn Hafliðason
Valborg Davíðsdóttir Ragnar Breiðfjörð Ragnarsson
Kristrún Davíðsdóttir Ásgeir Eiríksson
Jenný Davíðsdóttir Ólafur Einarsson
Elsa María Davíðsdóttir Daníel Sveinsson
Jónína B. Sigurðardóttir Hafliði Hjartarson
Hjörtur Hafliðason Anna Bára Baldvinsdóttir
og systkinabörn
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar
móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
MARÍU GÍSLADÓTTUR
húsmóður
frá Bjargi í Norðfirði.
Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheimilisins Ísafoldar
í Garðabæ.
Helga Heimisdóttir
Pétur Heimisson Ólöf S. Ragnarsdóttir
Fanný Kristín Heimisdóttir Breki Karlsson
Þorgerður Ragnarsdóttir
Birna Heimisdóttir
Heimir Heimisson Elín S. Óladóttir
María Heimisdóttir Ófeigur Tryggvi Þorgeirsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ÁGÚSTÍNA SVEINSDÓTTIR,
Hrafnistu, Reykjavík,
áður til heimilis í Bólstaðarhlíð 48,
lést laugardaginn 16. nóvember.
Útförin fór fram föstudaginn 29. nóvember í kyrrþey að ósk
hinnar látnu. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug.
Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki Hrafnistu fyrir góða
umönnun.
Svanlaug Ragna Þórðardóttir
Halldór Þórðarson Guðrún Gísladóttir
Sveinn Þórðarson Guðbjörg Áslaug Magnúsd.
barnabörn og barnabarnabörn
Elsku vinur minn og félagi,
EÐVARÐ H. VILMUNDARSON,
Flatahrauni 1, Hafnarfirði,
er látinn. Útförin fer fram frá Garðakirkju
mánudaginn 9. desember klukkan 13.
Dýrley Sigurðardóttir
Elskuleg mamma mín, tengdamamma,
amma, langamma og langalangamma,
PÁLÍNA BJARNADÓTTIR,
áður til heimilis í Heiðargerði 49,
lést 26. nóvember á hjúkrunarheimilinu
Mörk. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju
mánudaginn 9. desember klukkan 13.
Blóm og kransar afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hennar
er bent á Minningarsjóð Einars Darra, kt. 510718-1510,
rnr. 552-14-405040.
Sigrún Einarsdóttir Kristján Sigurgeirsson
Einar Páll Tómasson Sigrún Erla Valdimarsdóttir
Bára Tómasdóttir
Andrea Ýr Arnarsdóttir Pétur Freyr Jóhannesson
Erla María Einarsdóttir Vilhjálmur Pétursson
Aníta Rún Óskarsdóttir Árni Kristján Rögnvaldsson
Valdimar Einarsson Kristín Erla Einarsdóttir
Ísabella Rós Pétursdóttir Baltasar Aron Pétursson