Morgunblaðið - 05.12.2019, Side 56

Morgunblaðið - 05.12.2019, Side 56
56 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2019 Fyrstu minning- ar mínar um ömmu Þóreyju eru úr Skipasundinu þar sem ég var tíður gestur og bjó um tíma hjá ömmu og afa. Ég man eftir dekurhelgunum þar sem amma var með nýbakaðar kleinur, farið var út í Rangá til að kaupa sælgæti og svo var horft á kúrekamyndir í svart- hvíta sjónvarpinu þeirra. Þetta voru miklar gæðastundir og minningar sem eru mér afar kærar. Það á einnig við um lax- veiðiferðirnar sem ég fór í með þeim á hverju sumri í Hrúta- fjörðinn. Þar sem ég var alltaf bílveik bjuggu þau afi um mig í aftursætinu á gamla Land Rov- ernum, auðvitað fyrir tíma ör- yggisbeltanna og þarna lá ég eins og prinsessa og fann varla fyrir ferðalaginu. Ég gleymi því aldrei þegar ég veiddi fyrsta laxinn með þeim en miðað við þeirra viðbrögð þá var eins og um væri að ræða fyrsta laxinn sem veiddur væri í heiminum, svo mikið var látið með þetta – mér til mikillar gleði. Amma var með ótrúlegt jafn- aðargeð og minnist ég þess ekki að hafa nokkru sinni séð hana skipta skapi, hún fékk þó yfirleitt sitt fram, með sínum hætti. Hún var ofurkona síns tíma, var byrjuð að vinna og hjálpa til á símstöðinni hjá Þórey Hrefna Proppé ✝ Þórey HrefnaProppé fæddist 17. október 1925. Hún lést 22. nóv- ember 2019. Útför Þóreyjar fór fram 2. desem- ber 2019. mömmu sinni áður en hún varð ung- lingur. Hún var fyrirmyndarhús- móðir, heimilið var alltaf opið fyrir vini og ættingja, en samt vann hún full- an vinnudag í fyrir- tæki þeirra afa, Stálsmiðju Magn- úsar Proppé. Hlý og um- hyggjusöm eru orð sem koma upp í hugann, amma Þórey var alltaf fyrst að hringja ef eitt- hvað amaði að og einnig til þess að fagna ef einhverjum áfanga var náð. Hún hugsaði vel um fólkið sitt, faðmur hennar var stór og styrkur mikill. Ég var hjá henni í nokkra daga eftir að afi dó fyrir tæpum tuttugu ár- um, þau voru náin og falleg hjón, við vissum að missirinn var mikill fyrir hana og sorgin sár. En aldrei hef ég séð mann- eskju syrgja jafn fallega, ein- lægt, en af svo miklum styrk og svo einbeitt á að lífið skyldi halda áfram en að minningu hans væri haldið á lofti. Enda átti amma mörg góð ár eftir það, hún ferðaðist tölu- vert, var virk í félagslífi og sinnti vinum og fjölskyldu. Eft- irminnileg er ferð okkar mæðgna, mín, mömmu og ömmu, til London þegar amma varð 85 ára. Það mátti ekki merkja að þarna væri háöldruð kona á ferð enda gekk hún borgina þvera og endilanga og naut í botn. Ég vona innilega að ég muni bera aldurinn jafn vel og elsku nafna mín, stálminni fram á síðasta dag og það var ekki fyrr en núna allra síðustu tvö árin sem líkamleg heilsa var aðeins farin að gefa sig. Það tók á hana en ég veit að hún var þakklát fyrir það líf sem hún lifði, fyrir fólkið sitt, fyrir að fá að lifa í 94 ár og búa heima hjá sér fram á síðasta dag. Ég tók ömmu og afa afsíðis þegar ég var 6 ára og næsta barnabarn í röðinni var nýfætt, Gunni bróðir minn, og ég vildi tryggja stöðu mína sem fyrsta barnabarnið. Þá lofuðu þau amma og afi mér því að ég yrði alltaf númer eitt. Nú lofa ég þér, elsku amma mín, að þú verður alltaf númer eitt í mínu hjarta um ókomna tíð. Þín Þórey. Fyrir rúmri viku fékk ég þær fregnir að móðursystir mín Þórey Hrefna Proppé, alltaf kölluð Gógó, væri fallin frá. Á þessum tímamótum reikar hug- urinn til baka og minningarnar streyma að. Ég var 7 ára gamall og send- ur til Reykjavíkur í kirtlatöku. Mér var komið fyrir hjá Gógó og Magga manni hennar. Í þessari ferð verða til mínar fyrstu minningar um þessi ynd- islegu hjón. Frænka mín sá um að koma mér undir læknishend- ur og undirbúa mig sem best undir það sem fram undan var. Ég man að þegar ég vaknaði eftir aðgerð var ég nokkuð aumur, gat varla komið upp nokkru orði. En þarna við rúm- stokkinn sat þessi yndislega kona og talaði við mig af mikilli uppörvun. Nokkru seinna verður akfær vegur yfir Dynjandisheiði og fóru þá Gógó og Maggi og fjöl- skylda að koma vestur í Dýra- fjörð í sumarfríum sínum. Ég man að tilhlökkun okkar krakk- anna á Nesi var alltaf mikil þegar von var á þessu sóma- fólki. Á unglingsárum mínum var orðið tímabært að fara suður í tannviðgerðir. Gógó taldi sjálf- sagt að hún skipulegði þetta ferli og var ég hjá þeim hjónum í nokkrar vikur seinnipart sum- ars. Hafði hún áhyggjur af að unglingnum að vestan leiddist meðan á dvölinni stóð og ýtti honum til að rækta samband við jafnaldra sem fluttur var suður fyrir nokkru. Einnig fór ég með þeim nokkrar sunnu- dagsferðir austur fyrir fjall, þar sem m.a. útsýni til Vestmanna- eyja heillaði piltinn að vestan. Á ferðum mínum fyrr á árum milli landshluta kom ég iðulega við í Skipasundinu hjá frænku, þáði hjá henni góðgerðir og jafnvel gisti ef þannig stóð á ferðum. Það var gaman að spjalla við Gógó og komst ég fljótt að því að hún var fjár- sjóður af fróðleik um gamla tíma og sérlega ættfróð. Þau hjón Gógó og Maggi og foreldrar mínir stunduðu um árabil laxveiðar norður á Ströndum. Ég kom því miður aldrei til þeirra þangað, en við hjónin ásamt yngsta barni okk- ar heimsóttum þau í sumarbú- staði sem þau leigðu sér gjarn- an vikutíma á sumrin. Sérstaklega er okkur minn- isstæð ferð að Hellnum á Snæ- fellsnesi, þar sem við gistum hjá þeim og skoðuðum helstu náttúruundur svæðisins undir þeirra leiðsögn. Ég ætlaði alltaf að vera bú- inn að spjalla meira við frænku um gamla tíma, en það verður að bíða um sinn. Þegar ég hugsa til baka er mér efst í huga þakklæti fyrir hjálpsemi og væntumþykju þessa yndislega fólks í minn garð. Við Gerður sendum börn- um þeirra, Elínborgu og Ing- ólfi, og öðrum aðstandendum okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Ólafur Bjarnason. Við tökum allt sem sjálfsagðan hlut, við gerum kröfur um að allir séu til staðar, alltaf. Aldrei er reiknað með að sá sem heldur öllum saman í fjölskyldunni hverfi skyndilega og skilji eftir sig sára sorg sem markar djúp- an söknuð í huga þeirra sem eftir lifa. Í dag kveð ég elsku- lega móður mína sem hefur ein- mitt verið sú sem hefur haldið öllu saman á sinn hátt sem ein- hvern veginn hefur virkað. Glaðlegt bros hennar og fas hef- ur heillað okkur öll og stutt var í grín og glens ef svo bar undir, börnin mín og Gurru áttu mörg Helga Jóna Guðjónsdóttir ✝ Helga JónaGuðjónsdóttir fæddist 27. apríl 1933. Hún lést 17. nóvember 2019. Útför Helgu fór fram 3. desember 2019. falleg orð um ömmu sína, ömmu sem veitti þeim margar ánægju- stundir með sinni einstöku gleði. „Undir bláhimni“ söng hún oft með sinni fallegu rödd og tilfinningu og á sinn töfrandi hátt gerði hún allt að sínu, heillaði við- stadda í hamingju sinni sem smitaði út frá sér og gerði allt gott. Mamma fæddist á Hesti í Önundarfirði, fjórða elst í stórum systkinahópi. Hún skilur eftir sig 24 barnabarnabörn sem hún fylgdi eftir fram á síðasta dag. Við systkinin vorum svo lánsöm að hugur hennar var alltaf hjá okkur öllum og var henni annt um líðan allra þótt oft gengi hún ekki heil til skóg- ar sjálf. Hún var einstaklega ljúf og góð kona. Gurra, börnin mín, makar þeirra og barnabörn okkar minnast hennar með hlýju og söknuði. Í dag er dagurinn, endanleg kveðja. Elsku mamma, ég sakna þín, sakna þess að geta ekki lengur átt með þér spjall, því miður voru þær stundir ekki of margar undir það síðasta en ég veit að þú kunnir að meta hverja stund sem þú áttir með mér, það sá ég í augum þínum og væntumþykju. Í dag treysti ég því að þú sért hjá pabba og sért í faðmi hans, umvafin þeirri hlýju sem þú átt skilið og hann veitti þér í lifanda lífi. Blessuð sé minning þín elsku mamma. Þinn sonur, Þorsteinn Pálmarsson. Systur. Með skömmu millibili hafa tvær systur mömmu lokið lífs- göngu sinni. Fyrst Svava og nú Helga. Það er sosum allt í lífinu hverfult en þegar maður áttar sig á endanleika þessa alls renn- ur upp fyrir manni kannski ein- mitt mikilvægi þess sem ein- kenndi þær báðar alla tíð; að vera samferðafólkinu trúr og raungóður. Enda eigum við systkinin aðeins ljúfar minning- ar sem tengjast bernskuárunum í félagsskap þeirra systra. Báðar voru þær oft gestkom- endur á okkar heimili og það fylgdi þeim umvefjandi hlý nær- vera og auðvitað oft trylltur hláturinn. Helga var gleðigjafi og með svo sterka útgeislun og smitandi hlátur að engum var stætt á að vera með óyndi þegar hún mætti. Hún hreif alla með sér og lagði alltaf eitthvað gott til manns. Svava átti einstakt samband við mömmu og var umhugað um hagi hennar. Líkt og í hlutverki verndarengils. Þegar þær systur tóku hús á okkur, hvort sem var í Heið- argerði eða Giljalandi, sköpuðu þær einstaklega skemmtilegt og hlýlegt andrúmsloft með kímn- inni. Einlægur var áhuginn á því sem við systkinin vorum að bauka og allt vildu þær vita milli himins og jarðar því tengt. Frá því við systkinin vorum lítil og fram á fullorðinsár var tryggðin söm og taugin sterk þrátt fyrir stopulli endurfundi í seinni tíð. Það var alltaf dásam- legt að sjá samband þeirra systra og mömmu. Öll systkini mömmu, tólf að tölu, fæddust á Hesti í Önund- arfirði, því býli sem við afkom- endur höfum nú tekið við. Nú stendur upp á okkur að varð- veita þær gersemar sem fóstr- uðu þennan stóra systkinahóp. Bærinn er ljóslifandi minning um horfna tíma en pabbi hefur verið ötull við að halda til haga myndum og sögum sem skreyta alla veggi hússins. Í þessu húsi andanna má m.a. sjá á myndum nokkrar ungar vestfirskar blómarósir í hey- skap á hásumardegi. Þar eru systurnar frá Hesti komnar með bros á vör og blik í auga eins og þær fóru síðar gegnum lífið. Oft hef ég hugsað til þess tíma, æskuheimilis mömmu, hvernig þau þraukuðu öll við þröngan kost en öll systkinin verið svo vel af guði gerð að láta ekki fortíðardrauga né skort á nauðsynjum í æsku íþyngja sér. Þvert á móti mætt lífinu með reisn, æðruleysi og léttleika. Genið frá Hesti virðist sum- staðar vera nokkuð áberandi ef ekki ríkjandi í kvenlegg nokk- urra ónefndra í okkar ætt. Það leynir sér ekki og er auðvitað gleðilegt. Ég minnist systranna, Svövu og Helgu, með innilegu þakk- læti fyrir einstaka vináttu, dýr- mætar stundir og samfylgd. Magnús Guðmundsson (Maggi frændi). Smáauglýsingar Hljóðfæri                 !    Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Bókhald NP Þjónusta Sé um liðveislu við bókhaldslausnir o.þ.h. Hafið samband í síma 831-8682. Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 660 0230 og 561 1122. Ýmislegt Laugavegi 178, 105 Reykjavík sími 551 3366. Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl. 10-14 Misty Vinsælu Smoothease buxurnar okkar eru komnar aftur. Ein stærð sem gengur fyrir stærðir S-XL. Saumlausar, teyjanlegar og einstaklega mjúkar. Verð 2.450,- stk Tilvalið í jólapakkann Húsviðhald Hreinsa þakrennur fyrir veturinn og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com     ÁSKRIFTASÍMI 569 1100 Við þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ELÍNAR PÁLMADÓTTUR frá Snóksdal. Sérstakar þakkir færum við starfsfólkinu á 3. hæð suður á hjúkrunarheimilinu Eir í Grafarvogi. Elvira Viktorsdóttir Guðmundur St. Sigmundsson Kristín Viktorsdóttir Sveinbjörn Guðjónsson Lýður Pálmi Viktorsson Sigríður Jóna Eggertsdóttir Elín Berglind Viktorsdóttir Unnar Smári Ingimundarson ömmu- og langömmubörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.