Morgunblaðið - 05.12.2019, Síða 71
Martin Scorsese þarf vartað kynna fyrir lesend-um, enda einn þekktastikvikmyndahöfundur
sögunnar. Scorsese húkkar sér far
með Netflix-vagninum í sinni nýjustu
kvikmynd, The Irishman, sem hefur
verið sýnd í takmarkaðan tíma í kvik-
myndahúsum áður en hún rataði inn
á streymisveituna.
The Irishman byggist á sönnum at-
burðum og segir frá hinum írskætt-
aða Frank Sheeran, sem er leikinn af
Robert De Niro. Frank er vörubíl-
stjóri sem leiðist út í glæpi þegar
hann áttar sig á að hann getur hagn-
ast á því að selja farminn undir borð-
ið. Þegar hann er gómaður nýtur
hann aðstoðar stéttarfélags vörubíl-
stjóra, sem kallast „teamsters“ á
enskunni, og þeir koma honum undan
fangelsisdómi fyrir þjófnaðinn sem
hann hefur augljóslega framið. Í kjöl-
far þessa kemst Frank sífellt nær
innsta kjarna stéttarfélagsins, hann
rís til hæstu metorða og verður meðal
annars hægri hönd verkalýðsleiðtog-
ans Jimmys Hoffa (Al Pacino), sem
var afar þekktur í bandarísku sam-
félagi.
Áhorfendur utan Bandaríkjanna
þurfa að hafa svolítið fyrir því að
setja sig inn í aðstæður, því
stéttarfélagsfyrirkomulagið þar
vestra er ólíkt því sem gengur og ger-
ist annars staðar í heiminum. Nú er
ég enginn sérfræðingur í þessum
málum en mun þó gera tilraun til að
gera stuttlega grein fyrir þessu. Í
kreppunni miklu urðu til tengingar
milli stéttarfélaga og skipulagðrar
glæpastarfsemi, sem undu síðar upp
á sig. Stundum sáu stéttarfélögin um
lífeyri félagsmanna og önnuðust að
ávaxta þá peninga og í sumum til-
fellum, t.d. hjá „teamsterunum“, voru
þessir peningar ávaxtaðir með ólög-
legum hætti, með því að veita skúrk-
um og mafíumeðlimum lán, mönnum
sem gátu ekki fengið lán í banka.
Þannig varð til óheilbrigð menning
þar sem skipulögð glæpastafsemi
varð að mikilvægum stólpa í sam-
félaginu sem teygði anga sína út í
stjórnmál, spilling grasseraði og
mörkin milli verkalýðsstarfsemi og
mafíustarfsemi svo gott sem máðust
út.
Líkt og Scorseses er von og vísa er
söguþráður myndarinnar þéttur og
margslunginn og persónurnar marg-
ar. Takturinn í The Irishman er hæg-
ari en í mörgum fyrri myndum hans,
það er ekki sami slagkraftur í henni.
Maður fær á tilfinninguna að þetta sé
algjörlega viljandi, hér er mikil með-
vitund um hverfulleika lífsins og ljóst
að sjónarhorn Scorseses er sjónar-
horn manns sem er kominn af létt-
asta skeiðinu. Myndin er líka óhemju-
löng; slagar upp í fjóra klukkutíma
með hléi. Þeim sem finnst bíómiðar
dýrir nú til dags geta þarna huggað
sig við að fá mikið fyrir peninginn, þú
færð ígildi tveggja bíómynda á verði
einnar. Þótt hún sé löng er hún ekk-
ert endilega langdregin, manni leiðist
svo sem ekkert en þessi ógurlega
lengd er samt alls ekki nauðsynleg.
Síðustu 40 mínúturnar, þar sem við
fylgjumst með efri árum Franks,
bæta til dæmis engu við söguna og
eru algjörlega óþarfar.
Myndin er mikil leikaraveisla,
þarna er valinn (karl)maður í hverju
rúmi og allir sýna þeir glæsilega
takta. Al Pacino stendur upp úr sem
Jimmy Hoffa og vafalaust mun hann
raka inn verðlaunum fyrir frammi-
stöðuna. Hér vinnur Scorsese, eins og
svo oft áður, með einhverjum bestu
leikurum sinnar kynslóðar, sem er
gott og blessað, fyrir utan það að þeir
eru ekki á réttum aldri fyrir hlut-
verkin. Al Pacino er 79 ára gamall.
Hann leikur mann sem er á milli
fimmtugs og sextugs. Robert De
Niro er 76 ára og leikur mann sem er
á milli fertugs og fimmtugs. Vissu-
lega flakkar De Niro í aldri, við fylgj-
um persónunni gegnum helming ævi
hennar, en lengst af á persónan að
vera rúmlega 50 ára og það er alls
ekki sannfærandi. Hvorki De Niro né
Pacino líta illa út, raunar eru þeir
glæsilegir báðir tveir, en þeir líta út
fyrir að vera um áttrætt, ekki fimm-
tugt. Það sést á liðagigtinni í hönd-
unum, á slútandi herðunum, þrátt
fyrir að reynt sé að galdra nokkur ár
í burtu með einhverjum strekkingum.
Auðvitað er þetta ekkert lykilatriði
en þetta er samt ofurlítið kjánalegt
því þetta dregur úr sannleiksgildi
myndarinnar. Þetta eru engir aldurs-
fordómar, þetta er bara svolítið eins
og þegar 27 ára gamlir leikarar eiga
að vera menntaskólanemar.
Persónur með tvo X-litninga eru,
að hætti Scorseses, bæði fáar og
ómerkilegar. Það er raunar eins og
þetta hafi versnað hjá karlinum í
seinni tíð, það voru nú nokkrar flottar
konur í gömlu myndunum, í Good-
fellas og Cape Fear til dæmis. Síð-
asta stóra mynd Scorseses, The Wolf
of Wall Street, var skemmtileg mynd
en hún var líka mikið karlrembusvín-
arí, sem getur tæplega dulist bak við
að vera ádeila á meðan það er engin
þrívíð kvenpersóna í myndinni.
Peggy, dóttir Franks, er áhugaverð-
asta kvenpersónan í The Irishman en
hún fær nánast engar línur og þjónar
eiginlega einungis táknræku hlut-
verki sem samviska Franks, sem er
mikil vannýting.
The Irishman er fínasta mynd, þótt
hún teljist ekki til bestu verka
Scorseses. Aðdáendur verða samt lík-
lega ekki sviknir. Hér er boðið upp á
flest sem góð Scorsese-ræma þarf að
innihalda; löng og tilkomumikil
steadicam-skot, stjörnufans og svöl
samtöl.
Rosknir glæponar
Bíó Paradís/Netflix
The Irishman bbbnn
Leikstjórn: Martin Scorsese. Handrit:
Steven Zaillian og Charles Brandt. Kvik-
myndataka: Rodrigo Prieto. Klipping:
Thelma Schoonmaker. Aðalhlutverk:
Robert De Niro, Al Pacino, Joe Pesci,
Harvey Keitel og Anna Paquin. 210 mín.
Bandaríkin, 2019.
BRYNJA
HJÁLMSDÓTTIR
KVIKMYNDIR
Glæpamenn Joe Pesci og Robert
De Niro stinga saman nefjum í
The Irishman. Hér hafa brellu-
meistarar gert hina rosknu leik-
ara unglegri með tölvubrellum.
MENNING 71
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2019
ICQC 2020-2022
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambíó.is