Morgunblaðið - 05.12.2019, Qupperneq 72
72 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2019
SMÁRALIND – KRINGLAN – DUKA.IS
KRUMMI grófur
Lítill verð 9.900,-
KRUMMI grófur
Stór verð 14.900,- Ljósahátíð – hátíðar-
söngvar úr austrinu er
yfirskrift tvennra jóla-
tónleika Söngfjelagsins
sem haldnir verða í
Langholtskirkju á
sunnudag kl. 16 og 20.
„Á efnisskrá þessara
níundu jólatónleika
Söngfjelagsins er hvort
tveggja sígild og þjóð-
lagatónlist; trúarleg
hátíðar- og jólatónlist,
ástarlög, borðsálmar
og danslög, rússneskir
söngvar frá 18. og 19.
öld, jiddísk lög tengd
ljósahátíðinni Hanuk-
kah, aðalhátíð gyðinga
á vetrarsólstöðum, og
klezmertónlist. Sam-
kvæmt hefðinni verður
einnig frumflutt nýtt
íslenskt jólalag, samið
sérstaklega fyrir Söngfjelagið. Höfundur lagsins að þessu sinni er söngfje-
laginn Hjörleifur Hjartarson, einnig þekktur sem helmingur dúósins
Hundur í óskilum,“ segir í tilkynningu frá kórnum.
Stjórnandi Söngfjelagsins er Hilmar Örn Agnarsson og meðleikari Iveta
Licha. Sérstakir gestir Söngfjelagsins á tónleikunum eru söngkonan Pol-
ina Shepherd á píanó, Merlin Shepherd á klarínett, Igor Outkine á harm-
onikku og balalaiku, Sarah Harrison á fiðlu og fleiri strengjahljóðfæri, Ás-
geir Ásgeirsson á mandólín og fleiri strengjahljóðfæri og Nathalía Druzin
Halldórsdóttir mezzósópran. Miðar fást á tix.is og hjá kórfélögum. Miða-
verð er 4.500 kr.
Hæfileikar Hjónin Polina og Merlin Shepherd.
Hún syngur og leikur á píanó. Hann leikur á klar-
ínett. Bæði eru, samkvæmt upplýsingum skipu-
leggjenda tónleikanna, í fremsta flokki þegar
kemur að flutningi og kennslu klezmertónlistar.
Hátíðarsöngvar úr
austri í Langholtskirkju
Tvennir jólatónleikar Söngfjelagsins
Íþessari bók eru æviþættir 11landskunnra leikara, IndriðaWaage, Soffíu Guðlaugsdótt-ur, Arndísar Björnsdóttur,
Brynjólfs Jóhannessonar, Haraldar
Björnssonar, Sigrúnar Magnúsdótt-
ur, Alfreds Andréssonar, Lárusar
Pálssonar, Regínu Þórðardóttur,
Þorsteins Ö. Stephensen og Vals
Gíslasonar. Hinn elsti er fæddur 1891
(Haraldur), sá yngsti 1914 (Lárus).
Þorsteinn lifði þeirra lengst, til 1991.
Í formála segistJVJ nota „ævisögur
eða öllu heldur æviþætti helstu leik-
ara þjóðarinnar
til að skapa les-
endum sýn á
sögu listgrein-
arinnar, ein-
kenni hennar
og inntak,
styrkleika og
veikleika“ (9).
Viðamikil rita-
skrá tekur til
bóka, tímarita og greina, en veiga-
mestu heimildir JVJ eru umsagnir
gagnrýnenda í blöðum, ýmis handrit,
eigin rannsóknir á öðrum frumheim-
ildum, umsagnir samferðamanna og
kynni hans af leikurum, einkum Þor-
steini og Vali. Tilvísanir er fáar eins
og greinir frá í formála sem rýrir
fræðilega þáttinn.
Æviþættirnir eru mislangir og
lengstir þeir sem fjalla um Indriða
(72 bls.), Lárus (58) og Þorstein Ö.
(52). Í öllum þáttum er vikið að ætt
og uppruna, menntun, borgaralegu
lífi, störfum og því sem mestu varðar,
leikferlinum. Hann greinir hvers
konar hlutverk hentuðu hverjum og
einum best og tilgreinir kosti og
galla. Heilsíðumynd er gegnt forsíðu
allra þáttanna af viðkomandi og
myndir af leiksviði. Í alla þættina er
skotið rammagreinum um ýmsa leik-
ara sem nefndir eru í meginmáli,
leikstjóra, birt viðtöl og ýmislegt
annað sem tengist eða leiklist yfir-
leitt; þar er margur fróðleiksmoli.
Tímarammi er smíðaður í bókarheit-
inu, en önnur mikilvæg ártöl í þessu
samhengi er stofnun LR 1897 og
opnun Þjóðleikhússins 1950; stór
varða þar á milli er setning laga um
þjóðleikhús 1923; kannski var það
kveikjan að t.d. leiklistarnámi Har-
aldar og vissulega hvatti það áhuga-
leikara til dáða. Ellefumenningarnir
vörðuðu m.a. veginn frá LR upp í
Þjóðleikhús þótt sumir þeirra yrðu
þar aldrei innanhússfólk. JVJ minnir
á að leikarar fyrri tíðar þurftu meira
og minna sjálfir að móta leik sinn og
túlkun, stórleikarar hverrar kyn-
slóðar lögðu þar línuna fyrir hina
(Stefanía Guðmundsdóttir, Lárus,
Þorsteinn Ö.), „við munum ekki að
fyrr á tímum höfðu sviðssetjarar það
ægivald sem þeir hafa fengið á síðari
tímum og allt of oft tekur á sig bæði
öfgafullar og ógeðfelldar myndir“
(224). Hér vantar dæmi.
Lárus Pálsson vann einn sinn
mesta leiksigur sem leikari og leik-
stjóri þegar nýtt leikrit eftir Davíð
Stefánsson var frumsýnt 1941,
Gullna hliðið. „Davíð var afar vont
leikritaskáld,“ segir JVJ. „Hann náði
nokkrum góðum samtalssprettum í
Gullna hliðinu, sem er þó fjarri því að
vera fullkomið verk. Annars eru sam-
tölin í leikritum hans yfirleitt upphaf-
in, snyrtilega skrifuð á vönduðu máli,
en líflaus“ (244). Líklega er þetta
réttur dómur. Lárus sótti um stöðu
þjóðleikhússtjóra móti Guðlaugi Rós-
inkranz, Þorsteini Ö. og Lárusi Sig-
urbjörnssyni og hreppti Guðlaugur
hnossið. „Guðlaugur Rósinkranz bar
hins vegar, vægt orðað, afar lítið
skynbragð á bókmenntir eða listir yf-
irleitt. … Er þeirri spurningu í raun
ósvarað enn hvað í ósköpunum réði
því að Eysteinn [Jónsson mennta-
m.rh.] fól slíkum manni yfirráð Þjóð-
leikhússins“ (66). JVJ rekur síðan
sögu sem gekk manna á meðal, án
nafngreindrar heimildar, til að skýra
það, spillingarmál á ábyrgð Fram-
sóknar sem þurfti að liggja í þagnar-
gildi (67) og keypt þessu verði. Síðar
segir m.a.: „Það verður að segja
hverja sögu eins og hún er. Guð-
laugur Rósinkranz gat verið fádæma
klaufalegur, að ekki sé sagt aulaleg-
ur, í orðum og framgöngu. Hann átti
til að missa út úr sér eitt og annað
miður gáfulegt, sem menn hentu á
lofti og bæði var hægt að hlæja að og
hneykslast á. Ekki bætti um fyrir
honum sérkennilegur talandi, eilítið
flatur og hálfsönglandi, sem auðvelt
var að herma eftir“ (70). Leikhúsið
rak leiklistarskóla sem margir töldu
sjálfsagt að Lárus stýrði en svo fór
að Guðlaugur tók stjórnina sjálfur og
Lárus vildi ekki kenna þar. Ákvörð-
un Guðlaugs var „forkastanleg“ segir
höf. (264) og hnykkir á: „Það var
gríðarlegt áfall, að ekki sé sagt
ógæfa, fyrir íslenska leiklist að
fremsti leiklistarkennari sem Íslend-
ingar höfðu eignast – og hafa jafnvel
eignast allt til þessa dags – skyldi
hverfa úr kennarastóli“ (265). Hér er
engin tæpitunga töluð – og skilaboð
send!
Skv. einni heimild var illa komið
fram við Sigrúnu Magnúsdóttur þeg-
ar Þjóðleikhúsið var opnað. Í fram-
haldi af frásögn um það segir höf.:
„Klíkuskapur og alls kyns vanhæfni í
stjórnun hafa eitrað íslenskt leikhús
frá upphafi. Kraftar hafa ekki verið
nýttir sem skyldi, aðrir verið ofnýtt-
ir; oft og einatt hefur einstaklingum
verið teflt ákaft fram tímabundið og
þeim síðan ýtt til hliðar, þegjandi og
hljóðalaust. Um þetta eru mörg
dæmi, einnig frá síðari árum“ (199).
Nefnd eru augljós dæmi frá fyrri ár-
um í bókinni, en ekkert úr nútíma.
Kafla um áhorfendur er skotið inn
í Alfredsþátt (202-7) en góð leiksýn-
ing er í raun allt í senn textinn, flutn-
ingur hans í viðeigandi umgjörð og
viðtökur áhorfenda. Íslandsklukkan
var leikgerð Lárusar Pálssonar
fremur en HKL sem þó fékk mest-
allan heiðurinn. Sýningunni var tekið
forkunnar vel og JVJ tekur nokkuð
djúpt í árinni: „Íslenskir áhorfendur
voru við sama heygarðshornið og
löngum áður [og kannski síðar?].
Enn og aftur sýndu þeir að það voru
sögur og persónur úr þjóðlífi fyrri
alda sem áttu greiðasta leið að hjarta
þeirra; rómantísk drömu sem endur-
spegluðu veruleika og hugarheim
forfeðranna“ (272).
Hvað kemur áhugasömum lesanda
mest á óvart við lesturinn? Fyrst má
kannski nefna hvað margir leikarar
fyrri tíma voru ölkærir, jafnvel svo
að aflýsa þurfti sýningum af því að
leikari var ófær á sviði. Í öðru lagi
hvað klíkuskapur réð miklu, jafnvel
hrein (flokks)pólitík og þá sérstak-
lega á kaldastríðsárunum, en bæði
fyrr og síðar. En það þurfti ekki póli-
tík til. Persónulegur metnaður og
samkeppni leiddu til fæðar milli
manna þannig að þeir misnotuðu t.d.
leikstjórnarvald sitt þegar þeir skip-
uðu í hlutverk. Þetta birtist líka í
mannaráðningum leikhúsanna. Í
þriðja lagi hvað þetta fólk lagði mikið
á sig til þess að þjóna list sinni. Loks
er hér myndarlega dreginn fram
hlutur útvarpsins í leiklistarmálum.
Eldri kynslóðir í landinu muna vel
eftir metnaðarfullum leikritum og
spennandi framhaldsþáttum; Þor-
steinn Ö. Stephensen þulur og síðar
leiklistarstjóri útvarps lék rúmlega
600 hlutverk í útvarpsleikritum á
sinni tíð – jafnvel þó að milli hans og
Vilhjálms Þ. Gíslasonar útvarps-
stjóra hafi geisað kalt stríð (348).
Þetta er læsilegt rit, JVJ er vel að
sér í hvers kyns leikbókmenntum,
hann er prýðilega máli farinn og stíll
hans er þróttmikill; honum er líka
mikið niðri fyrir. Hann er yfirleitt
viss í sinni sök og sendir öðrum höf-
undum nokkuð skýrar bendingar.
Hann er jafnan dómharður og vafn-
ingalaus, á köflum alvörugefinn. 11
þættir í röð um leikara sem áttu oft
samleið í leikhúsinu hljóta að kalla á
endurtekningar; formið býður bein-
línis upp á það. Þær eru þó ekki að
marki íþyngjandi. Útlitslýsingar eru
sumar býsna nærgöngular og hljóta
að lýsa viðhorfum JVJ fremur en við-
tekinni skoðun áhorfenda/almenn-
ings á sínum tíma; á nokkrum stöð-
um eru hálfkveðnar vísur. Rýnir las
ritið með augum áhugamanns um
leiklist og skemmti sér vel. Þetta er
stórfróðlegt rit.
Bak við tjöldin var lítt af setningi slegið
Morgunblaðið/G.Rúnar
Sagnfræði
Stjörnur og stórveldi á leiksviðum
Reykjavíkur 1925-1965 bbbmn
Eftir Jón Viðar Jónsson.
Skrudda, 2019. Innb., 411 bls.
SÖLVI
SVEINSSON
BÆKUR
Jón Viðar Jónsson „Þetta er læsilegt rit,“
segir rýnir. Þá er höfundurinn sagður „vel
að sér í hvers kyns leikbókmenntum, hann er
prýðilega máli farinn og stíll hans er þrótt-
mikill; honum er líka mikið niðri fyrir“.