Morgunblaðið - 05.12.2019, Síða 74
74 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2019
Selkórinn heldur jólatónleika sína í
Seltjarnarneskirkju á sunnudag kl.
16. Á efnisskránni verða jólalög frá
miðöldum og þekkt jólalög frá síð-
ari tímum. Með kórnum spilar
málmblásturskvartett úr Sinfóníu-
hljómsveit áhugamanna, Steinar
Matthías Kristinsson og Kjartan
Örn Styrkársson á trompet, Torfi
Þór Gunnarsson á horn og Valgeir
Geirsson á básúnu.
Kórfélagarnir Inga Erlingsdóttir
sópran, Hulda Hákonardóttir alt,
Sigurður J. Grétarsson tenór og
Skúli Þór Magnússon bassi syngja
einsöng með kórnum í laginu „In
the bleak midwinter“.
Oliver Kentish stjórnar Selkórn-
um og Ísak Jónsson er píanóleikari
kórsins. Kórinn býður tónleikagest-
um upp á kaffi og konfekt að tón-
leikum loknum í safnaðarheimilinu.
Miða má nálgast hjá kórfélögum og
við inngang. Miðaverð er 2.500 kr.
Í jólaskapi Selkórinn ásamt stjórnanda sínum, Oliver Kentish.
Jólatónleikar Selkórsins
Jólalög frá miðöldum og þekkt jóla-
lög síðari tíma í Seltjarnarneskirkju
Ljóð bókarinnar Kærastinn er rjóðurfjalla um ástina sjálfa, andstæðurhennar sem þykjast vera ást ogólíkar birtingarmyndir hvors
tveggja. Höfundur vekur lesandann til um-
hugsunar um ást og ástleysi, nánd og fjar-
lægð og það sem ástin skilur eftir þegar hún
er horfin á braut. Þetta framkvæmir höfund-
ur með átakanlegum ljóðum sem eru jafn-
framt full af örlítið dökkum húmor, eins og í
ljóðinu „Kærasti nr. 4“:
hann gefur mér rauðan kjól af fyrrverandi
og áframsendir á hana emailsamskipti okkar
við ákveðum að byrja að búa saman
ég segi honum frá manni sem hrinti mér niður
tröppur á skemmtistað
hann segist líka þurfa að heyra hans hlið á
málinu
við ákveðum að kaupa.
Viðfangsefnið er gríðar-
stórt en Kristín nær að
gera því skil í sjötíu og
þriggja blaðsíðna ljóðabók
og vegna þeirrar þéttu og
yfirgripsmiklu sögu sem
ljóðin segja fær lesandinn
jafnvel frekar á tilfinning-
una að hann sé að lesa
skáldsögu en ljóð. Ljóð-
mælandi stiklar vissulega á stóru og kafar
mismikið á dýpið með hverjum kærasta fyrir
sig en það kemur ekki að sök. Sumir kærast-
anna eru einfaldlega mikilvægari en aðrir, í
bókinni sem og í raunheimi.
Bókinni er skipt upp í sex hluta af annars
samhangandi ljóðum. Þetta skipulag fær les-
andann til að átta sig betur á umfangi og
samhengi ljóðanna en tengsl þeirra eru mikil.
Þráðurinn sem tengir ljóðin saman gerir það
að verkum að lesandinn verður helst að lesa
bókina í einni lotu til þess að ná sem best ut-
an um efnið og húmorinn.
Það er vart hægt að minnast á Kærastinn
er rjóður án þess að taka fyrir kápu og titil
bókarinnar. Hallgrímur Helgason rithöfund-
ur hefur nú þegar úrskurðað að hér sé bæði
um kápu og titil ársins að ræða. Þar verður
undirrituð að vera sammála. Kápan og titill-
inn sem umlykja ljóðin bæta miklu við þau,
gefa ljóðunum aukna dýpt og skvettu af húm-
or.
Morgunblaðið/Hari
Lotulestur „Þráðurinn sem tengir ljóðin saman gerir það að verkum að lesandinn verður helst
að lesa bókina í einni lotu til þess að ná sem best utan um efnið og húmorinn,“ segir m.a. í dómi.
Ljóð
Kærastinn er rjóður
bbbbb
Eftir Kristínu Eiríksdóttur.
Forlagið, 2019. Kilja, 73 bls.
RAGNHILDUR
ÞRASTARDÓTTIR
BÆKUR
Rjóðir kærastar,
ást og ástleysi
Ég get staðist allt nema freistingar,sagði Oscar Wilde um árið ogkjarnaði þannig heimspeki svomargra okkar. Fögur orð eru
ódýr, en það er oft erfiðara þegar kemur að
því að færa fórnir, hvort sem þær felast í að
leggja sænsku snusi eða einkabílnum.
Áhugamenn um loftslagið vilja ólmir
bjarga jörðinni frá glötun, nema ef ske
kynni að ráðast þyrfti í einhverjar aðgerðir
í því skyni. Loftslagsváin er tekin fyrir í
Fjallaverksmiðju Íslands, nýútkominni ung-
lingabók Kristínar Helgu Gunnarsdóttur.
Nokkur ungmenni stofna
með sér einhvers konar
kommúnu undir jökli og
einsetja sér að koma að-
eins betur fram við plán-
etuna en við hin. Úr
verður hin mjög svo
óljósa fjallaverksmiðja,
sem er þó alls engin
verksmiðja heldur ein-
ungis hugmynd, áróðurs-
verksmiðja eða bara lífs-
stíll, eins og skírlífi eða ketó.
Hugmyndin berst á ævintýralegan hátt
um heiminn, þökk sé vinsældum forsprakk-
ans Emmu. Hún er nefnilega áhrifavaldur á
Instagram, með hundruð þúsunda fylgjenda
sem hlýða daglega á dómsdagserindið um
hvernig auðvaldið er á hraðri leið með að
stefna jörðinni og þar með mannskepnunni í
glötun. Engin ný sannindi þar. En þegar
hugmynd laðar að sér fylgismenn unnvörp-
um er auðvaldið ekki lengi að renna á lykt-
ina og sjá þar gróðavon, og þá er spurning
hvort menn standa við stóru orðin.
Bókin líður helst fyrir það hve óskil-
greind hugmyndin um fjallaverksmiðjuna
er. Það er erfitt að sjá fyrir sér að nokkur
hafi áhuga á að kaupa slíka hugmynd, hvað
þá helstu stórlaxar íslensks viðskiptalífs.
Við erum ekki að selja neitt. Söluvaran er
loft, bendir ein sögupersónan á, en það
kemur þó ekki í veg fyrir að maður álíti við-
komandi algjöran svikara fyrir að vilja
þekkjast boð kaupsýslumannsins, slíkur er
sannfæringarkraftur söguhetjunnar. Áhersl-
an á loftslagsvána tekur sinn toll og önnur
framvinda sögunnar fellur eilítið í skugg-
ann. Eins og unglingabók sæmir eru sögu-
hetjur skotnar hver í annarri og ná ýmist
saman eða ekki, án þess að áhugasamur les-
andinn fái botn í þau mál. Hvað gerði Jökull
í partíinu um vorið sem varð til þess að
eitra samband þeirra Eiríku? Ekki spyrja
mig!
Það eru orðin einhver ár síðan ég las síð-
ast þartilgerða unglingabók, en í minning-
unni voru umfjöllunarefnin oft léttvægari,
og er það til marks um aukinn áhuga á
loftslagsmálum hve áreynslulaust gera má
slíkt stórmál, sem er í grunninn pólitískt, að
umfjöllunarefni unglingabókar. Kristínu
tekst að skapa skrautlegar persónur með
ólíkan bakgrunn svo úr verður áhugaverð
saga sem talar vel inn í samtímann, stund-
um dálítið klisjukennd, en ætti að höfða vel
til markhópsins. Fínasta skemmtun!
Morgunblaðið/Hari
Kristín Helga „… áhugaverð saga sem talar
vel inn í samtímann,“ skrifar gagnrýnandi.
Allt nema aðgerðir
Unglingabók
Fjallaverksmiðja Íslands bbbbn
Eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur.
Mál og menning 2019. Innb., 278 bls.
ALEXANDER GUNNAR
KRISTJÁNSSON
BÆKUR