Morgunblaðið - 05.12.2019, Side 76
76 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2019
laugavegi 47 www.kokka.is kokka@kokka.is
Sjóðheit steypujárnssending
Lodge járnpanna, 26 cm
Verð 9.500 kr.
Morgunblaðið/Hari
Undirliggjandi spenna „Ég skrifa oftast um eitthvað sem ég skil ekki alveg,“ segir Dóri DNA um sína fyrstu
skáldsögu, Kokkál. Aðalpersónan fékk ungur hjartasár sem Dóri segir engan hafa viljað stoppa upp í.
Árni Matthíasson
arnim@mbl.is
Skáldsagan Kokkáll eftir Dóra
DNA hefst þar sem Örn og Hrafn-
hildur eru stödd í skemmtiferð í
Chicago. Sú skemmtiferð er óðum
að breytast í martröð, fyrir Örn í
það minnsta, þótt helvítið sem
hann lendir í sé notalegt og mar-
tröðin kósí.
Örn er aðalpersóna bókarinnar,
fórnarlamb framvindunnar og eins
og Dóri lýsir honum: „Hann er
með sár í hjartanu sem hann fékk
ungur og það kom enginn til hans
sem vildi stoppa upp í þetta gat.
Einn af þráðum bókarinnar er að
hann kann ekki að elska, getur
hvorki þegið né gefið ást nema þá
sem kemur úr bíómyndum eða
eitthvað svoleiðis.“
– Það er ein persóna í bókinni
sem elskar Örn skilyrðislaust, en
þótt hann sé að leita að ást notar
hann viðkomandi til að láta sér líða
betur og það er alltaf á hans for-
sendum.
„Það er til að undirstrika þetta
gat í honum, hann er svo rosalega
þurfandi og þarf svo mikið á ást að
halda að hann tekur hana þegar
hann loksins finnur hana og þá al-
gerlega á sínum forsendum.“
– Þetta er sorgarsaga, en þó
bráðfyndin, grátbrosleg.
„Þetta er saga um nútímaangist,
en ég skrifa þó ekki þannig að ég
setjist niður til að tækla einhverjar
tilteknar tilfinningar eða aðstæður.
Ég skrifa oftast um eitthvað sem
ég skil ekki alveg, reyni ekki að
lýsa því sem ég þekki í þaula held-
ur er ég frekar að labba í gegnum
frumskóg hluta sem ég skil ekki og
lýsi því sem ég sé, ef ég má vera
svo skáldlegur.“
– Meðal þess sem þú ert að lýsa
er íslenskt nútímasamfélag, aug-
lýsingabransinn og dekur við bófa-
hiphop.
„Eiríkur Örn Norðdahl skrifaði
mjög fallega um bókina á blogginu
sínu um daginn en kallaði hana
líka rasíska. Það er líka einn af
þeim þráðum sem ég nennti ekki
að tala um sjálfur en er nokkuð
meðvitaður um; ósýnilega brúin á
milli óra og fordóma.
Ég var með buxurmar á hælun-
um í Mosó sem unglingur, tilbað
fátækrahverfi Bandaríkjanna, en
vissi ekkert um svarta menningu
eða hvað það er að vera svartur.
Ég hafði samt mjög skýra hug-
mynd um hvað það væri og það var
að vera úr hoodinu á hlýrabol með
klút og skjóta einhvern. Ég veit
ekki hvort ég vil ljóstra því upp í
viðtali, en bókin hefst á fullorðins-
órum um svarta og henni lýkur á
barnæskuórum um svarta.“
Hægfara lestarslys
– Í síðustu ljóðabók var spenna
undirliggjandi og mér finnst ég
finna hana í þessari bók.
„Ekki spurning, kannski eins og
Þorgeir Tryggvason nefndi „þessi
óbærilegi léttleiki tilverunnar“.
Það er í henni hægfara lestarslys,
einhver taktur sem ég fíla mjög vel
en ég varð að horfa á ógeðslega
margt í bókinni. Líka á fólk sem ég
þekki ekki en er af minni kynslóð,
ógeðslega sætt og alltaf í útlönd-
um, en ég veit ekkert um líf þess.
Kannski sér maður stelpurnar
meira, en á tíundu hverri mynd
birtist einhver draugalegur kær-
asti eins og hann sé aukaleikari í
lífi þeirra. Það er fólkið sem ég var
að ímynda mér og það plús harm-
urinn sem ég er svo upptekinn af
verður einhvern veginn að þessu
hægfara lestarslysi.“
„Þetta er saga
um nútímaangist“
Dóri DNA segir skáldsöguna Kokkál hefjast og enda á órum
Myndlistarmaðurinn Sigurður Guð-
jónsson verður fulltrúi Íslands á
næsta Feneyjatvíæringi, sem hefst í
maí árið 2021. Sigurður, sem er
fæddur árið 1975, er þekktur fyrir
áhrifamikil myndbandsverk þar
sem mynd, hljóð og rými mynda
órofa heild. Hann sýndi fyrst um
aldamótin síðustu í listamanna-
reknum rýmum í Reykjavík og hef-
ur nú, auk þess að taka þátt í ýms-
um samsýningum, sett upp yfir
tuttugu einkasýningar víða um
lönd. Þá hlaut hann Íslensku
myndlistarverðlaunin árið 2018
fyrir verkið Innljós sem sett var
upp í kapellu og líkhúsi St. Jósefs-
spítala í Hafnarfirði.
Hans nýjasta verk ber titilinn
Enigma, er unnið í samstarfi við
tónskáldið Önnu Þorvaldsdóttur og
er meðal annars sýnt samhliða tón-
verki hennar í Kennedy Center í
Washington, Adler Planeterium í
Chicago og Carnegie Hall í New
York.
Val á fulltrúa Íslendinga á næsta
Feneyjatvíæring var í höndum fag-
ráðs Kynningarmiðstöðvar ís-
lenskrar myndlistar. Það skipa
Helga Björg Kjerúlf, framkvæmda-
stjóri KÍM; Ásdís Spanó myndlist-
armaður og Ágústa Kristófersdótt-
ir, forstöðumaður Hafnarborgar. Í
rökstuðningi fagráðs segir: „Með
vali Sigurðar teflir Ísland fram
listamanni sem unnið hefur að
áhrifamiklum innsetningum á
óvenjulegum sýningarsvæðum og
byggt upp afar sterka röð sýninga
sem vakið hafa verðskuldaða at-
hygli í heimi samtímalistarinnar.“
Sigurður Guðjónsson næsti
fulltrúi Íslands í Feneyjum
Morgunblaðið/Ófeigur
Listamaðurinn Myndbandsverk
Sigurðar vekja mikla athygli.
Allir fjórir listamennirnir sem til-
nefndir höfðu verið til hinna virtu
Turner-verðlauna, sem veitt eru ár-
lega í Bretlandi fyrir samtíma-
myndlist, voru lýstir sigurvegarar
keppninnar.
Þau Lawrence Abu Hamdan,
Helen Cammock, Oscar Murillo og
Tai Shani höfðu verið tilnefnd og
undanfarið hefur staðið yfir sýning
á verkum þeirra í Tate-safninu í
Margate. Þegar verðlaunin voru af-
hent þar í fyrrakvöld og ritstjóri
Vogue, sem falið hafði verið að til-
kynna hver hreppti verðlaunin,
opnaði umslagið, þá stóð þar að
listamennirnir hefðu ákveðið að
stofna samstarfshóp sem myndi
hljóta verðlaunin. Skipta þeir því
með sér verðlaunafénu, 40 þúsund
pundum.
Í ávarpi listamannanna, sem
fögnuðu ákvörðuninni í faðmlögum
á sviðinu, útskýrðu þeir að við upp-
setningu sýningarinnar hefði hug-
myndin kviknað, að ala ekki á
sundrungu í þeirra hópi, nóg væri
af slíku í samtímanum, og báðu þau
dómarana því að virða á táknrænan
hátt samstöðuna og margbreyti-
leikann sem fælist innan hennar,
rétt eins og í samfélaginu sjálfu.
Skjáskot/Frá útsendingu BBC frá afhendingunni
Samstaða Listamennirnir fjórir fagna vali dómnefndar Turner-verðlaunanna.
Allir tilnefndir hrepptu verðlaunin
Sakramentið, skáldsaga Ólafs Jó-
hanns Ólafssonar, kom út í Banda-
ríkjunum í vikunni og hefur útgáf-
an hlotið mikið umtal og sagan
góða dóma. Hin ástralska Hannah
Kent, höfundur bókarinnar sem
nefnist Náðarstund á íslensku, ritar
langa og lofsamlega umsögn sem
birtist í The New York Times.
Á vef Amazon.com er mælt með
Sakramentinu sem einni af tíu
bestu bókum sem komi út í mán-
uninum vestra; í USA Today er
bókin nefnd sem ein af fimm bestu
bókunum sem komu út í vikunni og
svipað er uppi á teningnum í The
New York Times, þar sem bókin er
sögð ein af níu bókum sem lesendur
blaðsins megi ekki missa af nú í
desember.
Þá fékk sagan afar góða dóma í
fagritum útgáfubransans vestra,
Kirkus Review og Publishers
Weekly.
Sakramentið vekur athygli vestanhafs
Morgunblaðið/Eggert
Ólafur Jóhann Gagnrýnendur í Bandaríkj-
unum lofa skáldsöguna Sakramentið.
Hin dáða ítalska
mezzósópran-
söngkona Cecilia
Bartoli hefur
samið um að taka
við stjórnar-
taumum óperu-
hússins í Monte
Carlo árið 2023.
Bartoli, sem er
53 ára gömul,
verður fyrsta konan til að gegna
þeirri stöðu.
Í yfirlýsingu segir Bartoli stöð-
una vera draum sem sé að rætast.
Hún kveðst í stafinu ætla að ganga í
sjóð reynslunnar en jafnframt
koma með ýmiskonar nýjungar.
Þrátt fyrir að taka við stjórn óp-
eruhússins mun Bartoli halda
áfram að ferðast um heiminn og
koma fram í óperum og á tón-
leikum, en hún er afar eftirsótt út
um heimsbyggðina, enda ein þekkt-
asta óperusöngkona síðustu ára-
tuga.
Bartoli tekur við óperunni í Monte Carlo
Cecilia Bartoli