Morgunblaðið - 10.12.2019, Side 6

Morgunblaðið - 10.12.2019, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 2019 BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Starfsmönnum Isavia á Keflavíkurflugvelli og hjá Fríhöfninni hefur fækkað um 150 milli ára. Þeir eru nú álíka margir og í árslok 2016. Eins og grafið hér til hliðar sýnir eru starfs- mennirnir nú 885. Þeir voru til samanburðar 1.037 í lok síðasta árs. Með falli WOW air 28. mars sl. minnkaði umferð um flugvöllinn til muna. Samkvæmt tölum Isavia fóru 435 þúsund farþegar um flugvöllinn í nóvember, en voru 629 þúsund í sama mánuði í fyrra. Það er 31% samdráttur. Þá fóru 6,79 milljónir far- þega um völlinn fyrstu 11 mánuði ársins, en 9,19 milljónir á sama tímabili í fyrra. Það er 26% samdráttur. Veitir þetta vísbendingu um að hlutfallsleg fækkun ferðamanna á Kefla- víkurflugvelli í ár sé meiri eftir því sem lengra líður frá falli WOW air. Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar voru 887 einstaklingar án vinnu í Reykjanesbæ í október, á móti 380 í október í fyrra. Það er ríflega tvöföldun á einu ári. Hefur atvinnu- leysið í bænum aukist úr 3,4% í 7,6%. Samdrátturinn á Keflavíkurflugvelli birtist með ýmsum hætti. Til dæmis áætlar Isavia nú að hafa um 6.100 aðgangspassa virka í árslok, eða um 200 færri en í árslok 2015. Passarnir voru til samanburðar 9.500 í árslok 2017. Stefndu að nær 50% fjölgun Morgunblaðið fjallaði í nóvember í fyrra um mikil uppbyggingaráform Isavia á Keflavíkur- flugvelli. Markmiðið var að völlurinn skyldi verða miðstöð flugs yfir Norður-Atlantshaf. Birtist þar meðal annars sú áætlun að far- þegum myndi fjölga úr um 10 milljónum 2018 í 14,5 milljónir upp úr 2025. Þá myndi farþeg- um á dag fjölga úr 27 þúsund í 40 þúsund. Þessi mikla fjölgun var talin kalla á mikla stækkun flugvallarins. Rætt var um að flug- stöðin gæti stækkað úr 73 þúsund fermetrum 2018 í 163 til 178 þúsund fermetra upp úr 2025. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir aðspurður óvíst hversu margir muni starfa hjá Isavia á Keflavíkurflugvelli á næsta ári. Það sama gildi um Fríhöfnina. „Vinnu við mannaflaspá fyrir Keflavíkur- flugvöll fyrir komandi ár og sumar er ólokið. Það er vegna þeirrar óvissu sem hefur verið í rekstri flugfélaga síðustu mánuði og sem er enn. Því er afar erfitt að segja til um á þessari stundu hversu margir muni starfa fyrir Isavia á Keflavíkurflugvelli á næsta ári.“ Jarðvinna hefst haustið 2020 Hefja átti stækkun flugstöðvarinnar. Spurður hvenær nú sé áformað að hefja fram- kvæmdir segir Guðjón málin í undirbúningi. „Vinna við undirbúning og forhönnun tengi- byggingar er í gangi og stefnt er að því að framkvæmdir við jarðvinnu hefjist á haust- mánuðum 2020. Þar er um að ræða áfram- haldandi breikkun landgangs milli norður- og suðurbyggingar flugstöðvarinnar.“ Isavia miðaði áður við að 14,5 milljónir far- þega myndu fara um völlinn upp úr 2025. Guð- jón segir enn gert ráð fyrir fjölgun farþega. „Fyrri áætlanir um 14,5 milljónir farþega árið 2025 miðuðust við áframhaldandi vöxt tveggja flugfélaga með tengistöð á Kefla- víkurflugvelli. Verði ekki úr þeim áformum má gera ráð fyrir að upprunalegar farþega- forsendur í Þróunaráætlun til ársins 2040 – sem gerð var 2015 – séu nærri lagi. Það þýðir um 13,8 milljónir farþega árið 2040,“ segir Guðjón um horfurnar á næstu árum. Það er veruleg breyting frá fyrri áætlun. Hefja framkvæmdir við tengibyggingu Sem áður segir áformaði Isavia haustið 2018 að flugstöðin á Keflavíkurflugvelli yrði orðin um 170 þúsund fermetrar upp úr 2025. Spurður hversu stór flugstöðin verður árið 2025 segir Guðjón áætlanir gera ráð fyrir að flugstöðin verði stækkuð fram til ársins 2024 með framkvæmd við tengibyggingu milli norð- ur- og suðurbyggingar flugstöðvarinnar. „Það er stækkun um u.þ.b. 40 þúsund fer- metra. Heildarstærð flugstöðvarinnar er nú 73 þúsund fermetrar, en eftir breytingar yrði mannvirkið um eða yfir 113 þúsund fermetrum,“ segir Guðjón Helgason. Tugprósenta samdráttur í fluginu  Álíka margir starfa nú hjá Isavia á Keflavíkurflugvelli og hjá Fríhöfninni og gerðu í árslok 2016  Fjórðungi færri farþegar en í fyrra  Isavia hyggst hefja jarðvinnu við tengistöð um haustið 2020 Farþegafjöldi og fjöldi starfa á Kefl avíkurfl ugvelli 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 Milljónir farþega 2010-2019* Fjöldi starfa 2010-2019* ’10 ’11 ’12 ’13 ’14 ’15 ’16 ’17 ’18 ’19 Starfsmenn Isavia Fríhöfnin 629.1892018 2019 435.339 31% fækkun Farþegafjöldi í nóvember 2018 og 2019 Starfsmenn í lok hvers árs** fækkun m.v. sama tímabil 2018 *Janúar-nóvember 2019 *Október 2019. **Kefl avíkurfl ugvöllur, Flugstöð Leifs Eríkssonar, fl ugturn. 885 1.037 9,8 6,8 8,8 6,8 4,9 3,9 3,2 2,8 1,71,5 Heimild: Isavia 26% Guðjón Helgason Ingólfur Bender, aðal- hagfræðingur Sam- taka iðnaðarins, segir samdrátt í fluginu og fjölda ferðamanna birtast í minni um- svifum í ýmsum greinum hagkerfisins, þ.m.t. iðnaðinum. „Fjárfesting at- vinnuveganna hefur dregist talsvert sam- an og er það að koma niður á byggingar- iðnaði og mannvirkjagerð svo dæmi sé tekið. Hvað snertir iðnaðinn í heild sjáum við nú merki um samdrátt í öllum helstu greinum hans líkt og í viðskiptahagkerf- inu almennt. Lítillar bjartsýni gætir varð- andi framhaldið þótt hún sé eitthvað meiri nú en fyrr á þessu ári,“ segir Ing- ólfur. Spurður hvað muni knýja hagvöxt á næsta ári segir Ingólfur óvissu um það. Erfitt sé að segja til um hvort botninum hafi verið náð í niðursveiflunni í efna- hagslífinu en fastlega megi reikna með að lítill hagvöxtur verði á næsta ári. „Spár gera ráð fyrir að hagvöxturinn á næstunni verði fyrst og fremst vegna vaxandi einkaneyslu. En við byggjum hins vegar ekki hagvöxt til lengdar á vexti einkaneyslu einvörðungu. Það þarf eitt- hvað annað að koma til. Við þurfum auknar gjaldeyristekjur og til þess að það verði þurfum við sterka samkeppnishæfni atvinnuveganna,“ segir Ingólfur. Hagvaxtarhorfur fyrir næsta ár hafi versnað. Fyrr á þessu ári hafi spár hljóð- að upp á 2,5% hagvöxt á næsta ári. Samkvæmt nýrri hagspá Arion banka verður hins vegar aðeins 0,6% hagvöxtur á næsta ári. Að sögn Ingólfs hafa horf- urnar verið að breytast. Fyrir vikið megi nú reikna með meira atvinnuleysi á næsta ári en í ár. Finna þarf nýja aflvaka hagvaxtar ÓVISSA Í EFNAHAGSLÍFINU Ingólfur Bender Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) fái 40 milljóna króna fjárveit- ingu á fjáraukalögum fyrir árið 2019, „til að mæta auknu álagi vegna auk- ins atvinnuleysis í umdæminu“, eins og segir í nefndaráliti með breyting- artillögum nefndarmanna sem mynda meirihluta í fjárlaganefnd. Fram kemur að ríkisstjórnin sam- þykkti á fundi í apríl sl. aukið fram- lag til Heilbrigðisstofnunar Suður- nesja en við gerð frumvarpsins hafi láðst að gera ráð fyrir fjárveiting- unni á þeim tíma og er bætt úr því með þessari tillögu. „Lýðheilsuvísar sem Embætti landlæknis birtir sýna að ýmsir þættir í daglegu lífi sem hafa áhrif á líðan og heilsu eru lakari á Suður- nesjum en annars staðar á landinu. Síðustu ár hefur verið mikill upp- gangur á svæðinu, fólksfjölgun meiri en annars staðar á landinu og fjöldi fólks af erlendum uppruna mikill sem gerir stofnuninni erfiðara fyrir að bregðast við án viðbótarfjárveit- ingar,“ segir í rökstuðningi nefndar- innar með þessari tillögu. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur glímt við fjárskort vegna auk- innar eftirspurnar eftir heilbrigðis- þjónustu og birti framkvæmdastjórn stofnunarinnar tilkynningu 26. nóv- ember sl. þar sem segir að af gefnu tilefni vilji framkvæmdastjórnin taka fram að engar áætlanir séu uppi um að leggja niður deildir á stofn- uninni eða segja upp starfsfólki. „Það er þó ekkert launungarmál að HSS stefnir í hallarekstur á árinu, sem rekja má til þess að fjárveiting- ar til stofnunarinnar hafa ekki tekið mið af þjónustuþörf á Suðurnesjum og verulegri íbúafjölgun á svæðinu undanfarin ár. Framkvæmdastjórn og starfsfólk HSS leita nú leiða til að mæta halla- rekstrinum en sem fyrr segir eru engar uppsagnir fyrirhugaðar í því sambandi,“ segir þar. omfr@mbl.is Framlag vegna álags og fjölgunar  Lagt til að HSS fái 40 milljónir Morgunblaðið/Helgi Bjarnason HSS Álag vegna fólksfjölgunar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.