Morgunblaðið - 10.12.2019, Side 14
SVIÐSLJÓS
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Frumvarpið er í alla staðifagnaðarefni og rökréttnæsta skref í hinni stór-bættu áfengismenningu
Íslendinga frá því sem var,“ segir í
umsögn um breytt áfengislög sem
nú er í Samráðsgátt stjórnvalda.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
dómsmálaráðherra áformar að
leggja fram frumvarp til breytinga á
áfengislögum sem felur m.a. í sér
tvær undanþágur á einokun ÁTVR á
smásölu áfengis. Annars vegar verð-
ur heimiluð innlend vefverslun með
áfengi til neytenda í smásölu og hins
vegar verður framleiðendum áfengis
heimilað að selja áfengi til neytenda
með ákveðnum takmörkunum.
Í greinargerð á Samráðsgátt-
inni segir að frumvarpinu sé ætlað
að mæta sívaxandi kröfum neytenda
um aukið valfrelsi. „Þá er nauðsyn-
legt að jafna stöðu innlendrar versl-
unar við þá erlendu, en neytendum
er, eins og fyrr segir, nú þegar heim-
ilt að flytja áfengi til landsins til
einkanota heim að dyrum, t.d. í
gegnum erlendar vefverslanir með
áfengi,“ segir þar og að með skír-
skotun til jafnræðis fái ekki staðist
að mismuna verslunum með þessum
hætti.
Í frumvarpinu er einnig gert
ráð fyrir að mæta kröfum minni
áfengisframleiðenda, einkum og sér
í lagi svokallaðra handverksbrugg-
húsa, um að heimilt verði að selja
áfengi í smásölu til neytenda. Um-
rædd brugghús eru mörg hver á
landsbyggðinni og munu þau, ef
breytingarnar ná fram að ganga, fá
leyfi til að selja eigin framleiðslu til
neyslu annars staðar. Slíkt tíðkast
víða í löndunum í kringum okkur, til
að mynda í tengslum við ferðaþjón-
ustu.
Fjöldi umsagna hefur þegar
borist og flestar eru jákvæðar, eink-
um og sér í lagi um þann hluta er
snýr að sölu beint frá býli.
„Það er vandséð hvernig það
samrýmist að geta farið í heimsókn í
brugghús, gera sér ferð og mega
drekka þar ótæpilega í kynning-
arskyni en það að kaupa vörurnar
sem framleiddar eru á staðnum sé
óæskilegt og teljist til aukningar á
aðgengi,“ segir í umsögn Höskuldar
Sæmundssonar, fyrrverandi kenn-
ara í Bjórskólanum og annars höf-
undar bókarinnar Bjór.
Segir Höskuldur að fyr-
irmyndir að slíku fyrirkomulagi sé
víða að finna, til að mynda í Noregi.
„Þar var lagt í sérstakt átak til að
styðja við smærri brugghús á lands-
byggðinni (bændur) með því að veita
þeim heimild til að selja fram-
leiðsluvörur sínar að ákveðnum skil-
yrðum uppfylltum og með takmörk-
unum. Eins er fjöldinn allur af litlum
brugghúsum í Danmörku sem selja
vörur sínar beint frá verksmiðju. Þá
er fyrirmyndir að svona breytingum
að finna í t.d. Maine-ríki í Bandaríkj-
unum, þar sem lögleiðing svokall-
aðra gestastofa og viðskiptanna sem
þar fylgdu hefur leitt til gríðarlegrar
innspýtingar í veltu fyrir svæðið
annarsvegar ásamt því að þau 70
handverksbrugghús sem starfa í
fylkinu skapa beint og í afleiddum
störfum í kringum 1.500 stöðugildi.
Vissulega er um ólíkar stærðir að
ræða en þó ber að benda á að í Sam-
tökum íslenskra handverksbrugg-
húsa er 21 brugghús skv. fésbók-
arsíðu samtakanna auk líklega í
kringum 5 annarra aðila sem ekki
eru meðlimir. Þessi íslensku brugg-
hús eru vissulega töluvert smærri í
sníðum mörg hver en bein og af-
leidd störf eru samt þónokkur.
Þannig er beinn hagrænn
hvati af þessari starfsemi og í
erfiðu rekstrarumhverfi
sprotafyrirtækja er beinlínis
óábyrgt að skoða ekki
hvernig hægt er að búa bet-
ur í haginn fyrir þessi fyrir-
tæki.“
Horft til fyrirmynda í
Noregi og Danmörku
14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 2019
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Alþjóða-lyfja-nefndin,
WADA, úrskurð-
aði Rússa í gær í
fjögurra ára
bann frá öllum
meiriháttar íþróttavið-
burðum fyrir að eiga við
gögn um lyfjanotkun
íþróttamanna. Munu Rúss-
ar ekki geta keppt undir
rússneska fánanum á Ól-
ympíuleikunum í Tókýó á
næsta ári og heimsmeist-
aramóti karla í knattspyrnu
í Katar árið 2022, svo dæmi
séu tekin. Þeir munu hvorki
fá að bjóða í né halda
íþróttamót og rússneskum
embættismönnum verður
meinað að vera viðstaddir
meiriháttar viðburði. Þó
munu Rússar fá að halda þá
leiki sem ráðgert var að
færu fram í Pétursborg á
næsta ári með þeim rökum
að þar sé um að ræða álfu-
bundinn viðburð og evr-
ópska knattspyrnusam-
bandið, UEFA, heyri ekki
beint undir regluverk
WADA, þótt alþjóða-
sambandið, FIFA, hafi
skuldbundið sig.
Rússneskir íþróttamenn,
sem sýnt geta fram á að
þeir hafi ekki haft rangt við,
munu hins vegar geta keppt
undir hlutlausum fána.
Niðurstaða WADA er
ekki endanleg. Rússar geta
áfrýjað henni til sjálfstæðs
áfrýjunardómstóls í íþrótt-
um, sem er með höfuð-
stöðvar í Lausanne í Sviss
og freistað þess að fá henni
hnekkt.
Rússar voru staðnir að
stórfelldu svindli með at-
beina ríkisins til að fela
lyfjanotkun íþróttamanna á
Vetrarólympíuleikunum,
sem þeir héldu í Sotsí árið
2014.
Hneykslið varð til þess að
Rússar voru settir í bann.
Meðal skilyrða fyrir því að
þeir yrðu gjaldgengir á ný
var að þeir afhentu öll gögn
um lyfjahneykslið í sept-
ember í fyrra til þess að
hægt yrði að sjá umfang
þess og grípa til aðgerða
gegn þeim íþróttamönnum,
sem neyttu lyfja til að bæta
frammistöðu sína.
Samkvæmt WADA voru
gögnin, sem Rússar af-
hentu, mjög ófullnægjandi.
Átt hafði verið við þau og
upplýsingar ýmist þurrk-
aðar út eða gerðar breyt-
ingar í nokkur
þúsund tilvikum
til þess að
vernda íþrótta-
menn.
Júrí Ganus,
forstöðumaður
rússneska lyfjaeftirlitsins,
viðurkenndi að átt hefði
verið við gögnin í viðtali við
Der Spiegel í nóvember, en
Pavel Kolobkov, ráðherra
íþróttamála í Rússlandi, vís-
aði því alfarið á bug.
Misnotkun lyfja í íþrótt-
um verður seint stöðvuð
með öllu. Í áranna rás hefur
fjöldi íþróttamanna verið
gripinn og margir sviptir
verðlaunum og misst heims-
met. Lyfjanotkun stríðir
gegn hinum sanna anda
íþróttanna, en baráttan um
sekúndubrot og millimetra
er hörð og það getur verið
erfitt að standast freist-
inguna til að ná í þann litla
aukakraft, sem vantað get-
ur upp á til að komast á pall.
Á tímum kalda stríðsins
litu yfirvöld í löndunum
austan járntjalds svo á að
frammistaða íþróttamanna
ætti að vera til marks um
yfirburði þeirra. Íþrótta-
mönnum voru einfaldlega
gefin lyf til að bæta frammi-
stöðu þeirra. Svo nærri
mörgum þeirra var gengið
að þeir hafa á efri árum bú-
ið við örkuml.
Stundum hafa grunsemd-
ir vaknað í seinni tíð um að
lyfjamisnotkun sé svo um-
fangsmikil hjá tiltekinni
þjóð í ákveðnum íþrótta-
greinum að hún hljóti að
vera með vitund ef ekki að
undirlagi viðkomandi
íþróttasambanda.
Óskammfeilni Rússa var
hins vegar slík að ekki var
hægt að láta hjá líða að
grípa til aðgerða. Rússar
hafa gagnrýnt aðgerðirnar
og sagt að þær séu svo yfir-
gripsmiklar að saklausir
íþróttamenn verði einnig
fyrir barðinu á þeim. Reynt
var að bregðast við því með
því að gefa rússneskum
íþróttamönnum kost á að
keppa undir hlutlausum
fána.
Rússar verða hins vegar
að gera sér grein fyrir því
að þeir brutu reglurnar með
einbeittum brotavilja og
bættu gráu ofan á svart með
því að falsa gögn. Ef þeir
hefðu spilað eftir reglunum
hefðu aðgerðir WADA aldr-
ei komið til.
Alþjóðalyfjanefndin
úrskurðar Rússa
í fjögurra ára
keppnisbann}
Einbeittur brotavilji
Í
liðinni viku kynnti ég áform um stofnun
sérstaks geðheilsuteymis fyrir fanga.
Teymið mun sinna geðheilbrigðisþjón-
ustu við fanga í öllum fangelsum lands-
ins en verkefnið er afrakstur metn-
aðarfullrar samvinnu heilbrigðis- og
dómsmálaráðuneytis undanfarna mánuði.
Samningur þessa efnis milli Sjúkratrygginga
Íslands og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
var undirritaður á fjölmiðlafundi í fangelsinu á
Hólmsheiði í síðustu viku og ásamt mér kynntu
Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar,
og Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu
höfuðborgarsvæðisins, hvernig unnið hefur
verið að því að móta nýtt skipulag þessarar
þjónustu við fanga.
Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hefur
verið falið að sinna þjónustunni en stofnað
verður sérhæft, þverfaglegt geðheilsuteymi fanga í þessu
skyni sem mun starfa með og styðja við starfsemi heilsu-
gæslunnar í fangelsum. Teymið verður hreyfanlegt og
mun einnig nýta tæknilausnir á sviði fjarheilbrigðisþjón-
ustu. Teymið verður mannað geðlæknum, sálfræðingum
og hjúkrunarfræðingum og öðrum fagstéttum á þessu
sviði eftir því sem þörf krefur. Áhersla verður lögð á sam-
starf við aðra þjónustuveitendur og að tryggja viðeigandi
eftirfylgni og stuðning félags- og heilbrigðisþjónustu eftir
að afplánun lýkur.
Síðastliðið vor gerði úttekt í fangelsum hér á landi nefnd
Evrópuráðsins (CPT-nefndin) um varnir gegn pyntingum
og ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða
refsingu. Bráðabirgðaniðurstöður nefndar-
innar bárust dóms- og heilbrigðismálaráðu-
neyti í sumar og komu þar m.a. fram at-
hugasemdir varðandi fyrirkomulag
geðheilbrigðisþjónustu við fanga. Meðal þess
sem nefndin leggur áherslu á er að geðheil-
brigðisþjónusta innan fangelsa eigi að vera
sambærileg þeirri þjónustu sem aðrir lands-
menn njóta eftir því sem mögulegt er, að teknu
tilliti til sérþarfa fanga.
Ákvörðun um að byggja geðheilbrigðis-
þjónustu fanga upp í sérstöku geðheilsuteymi
fanga sem hluta af opinbera heilbrigðiskerfinu
og á vettvangi heilsugæslunnar samræmist
ábendingum CPT-nefndarinnar. Ákvörðunin
er jafnframt mikilvægur liður í því að tryggja
föngum einstaklingsmiðaða og samhæfða
þjónustu með skilvirkum boðleiðum milli þjónustustiga
eftir því hvort um er að ræða fyrsta, annars, eða þriðja
stigs heilbrigðisþjónustu, líkt og nánar er skilgreint í heil-
brigðisstefnu til ársins 2030. Í þessu skyni voru framlög til
heilbrigðisþjónustu við fanga aukin umtalsvert á þessu ári.
Alls voru 55 milljónir króna sérstaklega ætlaðar í geðheil-
brigðisþjónustu og nú hef ég ákveðið að auka fjárveit-
inguna í 70 milljónir króna á næsta ári. Ég bind vonir við
að með þessari nýjung komum við geðheilbrigðisþjónustu
við fanga í farveg sem við getum öll verið stolt af.
Svandís
Svavarsdóttir
Pistill
Geðheilsuteymi fanga sett á fót
Höfundur er heilbrigðisráðherra.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
Jóhann Ólafur Guðmundsson,
einn eigenda The Brothers
Brewery í Vestmannaeyjum,
fagnar áformum um breytingar
á áfengislögum. „Mjög jákvætt
skref til að jafna kjör íslenskra
smáframleiðenda við þá stóru,
en í mjög mörgum tilfellum er
framleiðsla það lítil að hún ein-
faldlega stendur ekki undir því
ferli og kostnaði sem er að
koma vörum sínum í sölu í vín-
búðum ÁTVR. Með þessu geta
smærri áfengisframleiðendur
selt vöru sína út frá fram-
leiðslustað sem hefur verið
ómögulegt fram til þessa,“
skrifar hann. „Það er furðulegt
að horfa til þess að
ferskvara sem fram-
leidd er 100 metrum
frá áfengisverslun
þurfi stundum að fara
í allt að 10 daga
ferðalag um Ís-
land í meng-
andi flutn-
ingabílum til
þess eins að
verða fáan-
leg í versl-
un.“
Jafnar kjör
framleiðenda
LÍTIL BRUGGHÚS FAGNA
Jóhann
Guðmundsson
Morgunblaðið/Eggert
Skálað í bjór Fyrirhugaðar breytingar á áfengislögum fela það í sér að
hægt verði að kaupa bjór af handverksbrugghúsum og taka með sér.