Morgunblaðið - 10.12.2019, Side 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 2019
PFAFF • Grensásvegi 13 • Sími: 414 0400 • www.pfaff.is
LeIðIsKrOsS
SeM ÞOlIr
ÍSlEnSkA
VeÐRÁTtU!
M/TÍMaRoFa Og JaRðVeGsHÆL
VERÐ 8.990 KR.
70 ára Sigurður er Pat-
reksfirðingur og hefur
alltaf búið þar. Hann er
vélstjóri að mennt og
starfaði sem slíkur alla
tíð á sjó.
Maki: Esther Krist-
insdóttir, f. 1952, fyrr-
verandi fulltrúi á pósthúsinu.
Börn: Kristín Berta, f. 1973, Alda Hrund,
f. 1975, og Bergsteinn, f. 1979. Barna-
börnin eru átta og langafabörn eru tvö.
Foreldrar: Bergsteinn Snæbjörnsson, f.
1918, d. 2000, verslunarmaður, og Krist-
ín Berta Ólafsdóttir, f. 1922, d. 1986, hús-
móðir. Þau voru búsett á Patreksfirði.
Sigurður
Bergsteinsson
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Það er ekkert sem segir að þú
þurfir alltaf að deila þínu með öðrum.
Vertu djarfur en láttu vera að berjast gegn
öflum sem þú veist að eru þér yfirsterkari.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú ættir að íhuga hvort þú haldir í
einhvern af ótta eða óöryggi. Fólk er stað-
ráðið í að telja aðra á sitt band og neitar
því að hlusta á nokkrar mótbárur.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Til að forðast að brenna út í ná-
inni framtíð skaltu koma reglu á orkuna
þína. Berðu fram spurningar og veittu því
nákvæma athygli á hvaða hátt er svarað.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú sérð fram á að þurfa að gera
einhverjar breytingar en skalt ekki rasa
um ráð fram. Ræktaðu það sem vekur
áhuga þinn.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Nú er að rofa til hjá þér í starfi og þú
ferð að sjá árangur erfiðis þíns. Einhver
eldri og vitrari bíður þess að segja þér
eitthvað mikilvægt.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú átt erfitt með að einbeita þér
vegna innri togstreitu. Þú ert önnum kaf-
inn þessa dagana, þótt einhverjum finnist
ef til vill ekki mikið ganga undan þér.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þeir eru margir sem keppa um athygli
þína og það reynir á þolinmæðina. Vinur
kemur þér á óvart í dag.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þótt smáóreiða sé kannski
ekki skaðleg eru hlutirnir undrafljótir að
fara úr böndunum þegar skriðan einu
sinni leggur af stað.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þetta er góður tími til að
ígrunda framtíðaráformin. Nýttu þetta
tækifæri til að hjálpa öðrum og styrkja
sjálfsmynd þína.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Láttu ekki hugmyndir þínar eða
hugsjónir koma upp á milli þín og vinar
þíns. Leyfðu fleirum að láta ljós sitt skína
og sýndu öðrum þolinmæði.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú færð hverja hugmyndina
annarri betri en getur ekki gert upp á milli
þeirra.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Talaðu þér ekki þvert um hug til
þess eins að halda friðinn við aðra. Til að
forðast vandræði skaltu telja upp að tíu
áður en þú talar.
Ég á engin áhugamál,“ segir
Agnes aðspurð. „Þegar ég er ekki í
vinnunni þá forgangsraða ég hlut-
unum fyrir fjölskylduna. Foreldrar
mínir búa hérna á Árskógsströnd og
að framleiða bjórsápur og -olíur. Við
notum það í bjórböðin en þurfum að
kaupa allt að utan.“ Í janúar 2019
hlaut Agnes riddarakross hinnar ís-
lensku fálkaorðu á Bessastöðum.
A
gnes Anna Sigurðar-
dóttir er fædd 10. des-
ember 1969 á Árskógs-
sandi og hefur hún búið
þar allt sitt líf. Hún
gekk í Árskógsskóla og síðan Dal-
víkurskóla.
Fyrst um sinn vann Agnes í fisk-
vinnslunni Sólrúnu á Árskógssandi
og síðan í versluninni Konný. Ólafur
eiginmaður Agnesar hafði verið sjó-
maður frá unga aldri en slasaðist á
fæti árið 2003 og stóðu hjónin þá á
krossgötum. Fékk Agnes þá hug-
mynd árið 2005 að byrja að brugga
bjór og opnuðu þau hjónin fyrsta
handverksbrugghúsið á landinu árið
2006 og byrjuðu að brugga bjórinn
Kalda, en þá voru á Íslandi eingöngu
starfrækt tvö fjöldaframleiðslu-
brugghús, Vífilfell og Ölgerðin.
Allur bjór frá Kalda er ógeril-
sneyddur, án rotvarnarefna og án
viðbætts sykurs ef frá er talinn
Súkkulaði Porter. Byggið kemur frá
Tékklandi, en humlarnir frá t.d.
Tékklandi, Bandaríkjunum, Ástralíu
og Nýja-Sjálandi. Vatnið kemur úr
lind í Sólarfjalli við utanverðan
Eyjafjörð. Bruggsmiðjan framleiðir
tíu tegundir auk þess sem reglulega
koma nýjar tegundir sem eru bara
seldar á kútum á veitingastöðum
sem selja bjór frá Kalda. Fram-
leiðslan á þessu ári verður um
650.000 lítrar, 12 starfsmenn starfa
á veturna en með bjórböðunum eru
þeir 25, en árið 2017 opnuðu þau
hjónin einnig bjórböðin á Árskógs-
sandi.
„Það er einstök upplifun að fara í
bjórbað, bæði fyrir líkama og sál, og
hafa þau slegið í gegn bæði hjá Ís-
lendingum og erlendum ferðamönn-
um, en bjórböðin eru þau einu á
Norðurlöndum. Útsýnið er líka ein-
stakt. Við erum líka með flottan veit-
ingastað þar og reynum eftir bestu
getu að nota bjór í allar sósur og
marinerum allt í bjór.“ Veitingastað-
urinn tekur á móti 50-60 manns í
sæti.
Agnes hefur alltaf verið mikill
frumkvöðull í sér og er með fleiri
hugmyndir sem hana langar til að
hrinda í framkvæmd. „Mig langar að
bjóða upp á gistingu hérna og fara
flest börnin mín og systkini. Ég hef
líka gaman af því að umgangast dýr
og á tvö hunda og ketti. Svo er gott
að taka gönguferðir hér í sveitinni.
Það eru margar fallegar gönguleiðir
hérna.“
Fjölskylda
Eiginmaður Agnesar er Ólafur
Þröstur Ólafsson, f. 24.5. 1967,
stjórnarformaður Bruggsmiðjunar
Kalda. Foreldrar hans voru hjónin
Ólafur Andrés Andrésson, f. 4.3.
1927, d. 5.7. 2006, sjómaður, ættaður
frá Hornströndum. og Oddný Pét-
ursdóttir, f. 15.1. 1937, d. 10.11. 2011,
verkakona, ættuð frá Árskógs-
strönd.
Börnin eru 1) Þorsteinn Hafberg
Hallgrímsson, f. 26.11. 1983, starfs-
maður Kalda og búsettur á Ár-
skógssandi. Þorsteinn er í sambúð
með Birgittu Femu og börn þeirra
eru Jón Tryggvi Þorsteinsson, Ingi-
björg Lea Þorsteinsdóttir og Sandra
Líf Þorsteinsdóttir; 2) Sigurður
Bragi Ólafsson, f. 22.8. 1991, brugg-
meistari Kalda og búsettur á
Agnes Anna Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Bruggsmiðjunnar Kalda – 50 ára
Fjölskyldan Agnes er mikil fjölskyldumanneskja en stærstur hluti fjölskyldu hennar býr á Árskógssandi.
Frumkvöðullinn á Árskógssandi
Með einn Kalda Agnes stofnaði fyrsta handverksbrugghúsið á Íslandi.
40 ára Erla Sonja
er Reykvíkingur og
er ferðamálafræð-
ingur að mennt.
Hún er söluráðgjafi
hjá Iceland Travel.
Maki: Kristinn Sig-
urðsson, f. 1984,
kerfisfræðingur hjá Advania.
Börn: Sigurður Muggi, f. 2019, og
tvíburar á leiðinni í janúar.
Foreldrar: Guðmundur Magnús
Kristjánsson, f. 1956, hafnarstjóri á
Ísafirði, og Kristín Arnardóttir, f.
1956, sjúkraliði í Lönguhlíð í Reykja-
vík.
Erla Sonja
Guðmundsdóttir
Til hamingju með daginn
Börn og brúðhjón
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum
borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría
áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is