Morgunblaðið - 10.12.2019, Side 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 2019
ICQC 2020-2022
Nánari
upplýsingar
um
sýningartíma
á sambíó.is
Pepsí bíó
á þriðjudögum
50%
afsláttur
í bíó
Gyða Valtýsdóttir hefur verið til-
nefnd til Norrænu kvikmynda-
tónskáldaverðlaunanna af hálfu
Íslands. Er hún tilnefnd fyrir tón-
listina í kvikmyndinni Mihkel –
Undir halastjörnu. Verðlaunin
verða afhent í febrúar. Davíð Þór
Jónsson hreppti þau síðast fyrir
tónlistina í Kona fer í stríð og Daní-
el Bjarnason árið áður fyrir tónlist-
ina í Undir trénu.
Tónskáldið Gyða hreppti á dögunum
Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs.
Gyða tilnefnd fyrir
kvikmyndatónlist
Hildur Guðna-
dóttir er tilnefnd
til Golden Globe-
verðlauna fyrir
tónlist sína í
Hollywood-
stórmyndinni
Jókernum. Verð-
launin verða af-
hent í 77. sinn
hinn 5. janúar.
Aðrir tilnefndir
eru Daniel Pemberton, Alexandre
Desplat, Thomas Newman og
Randy Newman. Hildur hefur einn-
ig verið tilnefnd til bandarísku
Critics’ Choice-verðlaunanna.
Tilnefnd til Golden
Globe-verðlauna
Hildur
Guðnadóttir
Tilnefningar til Íslensku þýðingaverðlaunanna
voru kunngjörðar um helgina. Verðlaunin fyrir
vandaða þýðingu á fagurbókmenntaverki hafa ver-
ið veitt árlega frá 2005 en til þeirra var stofnað til
að vekja athygli á ómetanlegu framlagi þýðenda til
íslenskrar menningar. Að þessu sinni eru sjö þýð-
ingar og jafnmargir þýðendur tilnefndir til verð-
launanna. Þetta eru, í stafrófsröð þýðenda: Arthúr
Björgvin Bollason, fyrir þýðingu sína á Tími töfra-
manna eftir Wolfram Eilenberger sem Háskóla-
útgáfan gefur út; Elísa Björg Þorsteinsdóttir, fyrir
þýðingu sína Kona í hvarfpunkti eftir Nawal el
Saadawi sem Angústúra gefur út; Guðbergur
Bergsson, fyrir þýðingu sína Skáldið er eitt skrípa-
tól. Um ævi og skáldskap Fernando Pessoa eftir
Guðberg Bergsson með ljóðum eftir Fernando
Pessoa sem JPV gefur út; Guðni Kolbeinsson, fyrir
þýðingu sína Kalli breytist í kjúkling eftir Sam
Copeland sem JPV gefur út; Ingunn Ásdísardóttir,
fyrir þýðingu sína Blá eftir Maju Lunde sem Mál
og menning gefur út; Jón St. Kristjánsson, fyrir
þýðingu sína Hin ósýnilegu eftir Roy Jacobsen
sem Mál og menning gefur út, og Þórarinn Eld-
járn, fyrir þýðingu sína Jónsmessunæturdraumur
eftir William Shakespeare sem Vaka-Helgafell gef-
ur út.
Lesið verður upp úr tilnefndu verkunum í Gunn-
arshúsi 11. og 17. desember kl. 20. Fyrra kvöldið er
lesið upp úr verkunum: Skáldið er eitt skrípatól.
Um ævi og skáldskap Fernando Pessoa;
Jónsmessunæturdraumur; Kona í hvarfpunkti og
Hin ósýnilegu. Seinna kvöldið er lesið úr verkunum
Tími töframanna; Kalli breytist í kjúkling og Blá.
Sjö þýðingar tilnefndar
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Spök Guðni Kolbeinsson, Halldór Eldjárn sem tók við tilnefningunni fyrir hönd föður síns Þórarins Eldjárn, Guðbergur Bergsson, Elísa Björg Þorsteins-
dóttir, Arthúr Björgvin Bollason, Jón St. Kristjánsson og Ingunn Ásdísardóttir tóku við tilnefningum til Íslensku þýðingaverðlaunanna um helgina.
Þrír eftirlifandi meðlimir banda-
rísku hljómsveitarinnar Earth,
Wind & Fire, þeir Philip Bailey,
Ralph Johnson og Verdine White
voru meðal þeirra listamanna og
menningarforkólfa sem hlutu um
helgina virt heiðursverðlaun sem
kennd eru við menningarmiðstöðina
Kennedy Center í Washington-borg.
Fjórði meðlimurinn, lagahöfund-
urinn Maurice White, lést fyrir fimm
árum. Önnur sem heiðruð voru eru
tónlistarkonan Linda Ronstadt,
Michael Tilson Thomas sem er list-
rænn stjórnandi sinfóníuhljóm-
sveitar San Francisco, leikkonan
Sally Field og aðstandendur sjón-
varpsþáttanna Sesame Street. Einn
hinn þekktasti úr þeim hópi, Caroll
Spinney, maðurinn að baki stóra
gula fuglinum „Big Bird“, lést á
sunnudag. Meðal þeirra sem hylltu
verðlaunahafa á sviði voru Tom
Hanks og Steven Spielberg.
Listamenn verðlaun-
aðir í Washington
AFP
Verðlaunahafar Meðlimir Earth, Wind & Fire, Verdine White, Ralph John-
son og Philip Bailey. Lag þeira, September, var flutt í Kennedy Center.