Morgunblaðið - 10.12.2019, Side 18

Morgunblaðið - 10.12.2019, Side 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 2019 ✝ Sigríður Hall-dóra Gunnars- dóttir fæddist í Reykjavík 3. febr- úar 1951. Hún lést 29. nóvember 2019. Foreldrar hennar voru Gunnar Pét- ursson verslunar- maður, f. 6. júlí 1926, d. 21. ágúst 1983, og Sigrún Guðbjarnadóttir hárgreiðslukona, f. 26. nóvember 1926, d. 18. september 1982. Systir Sigríðar er Sigrún Gunn- arsdóttir, f. 14. júní 1954, maki Jón Kristján Johnsen, og synir hennar eru Hrólfur Sigurðsson og Lárus Kristján Johnsen. Börn Sigríðar eru fjögur: Gunnar Skúli Guðjónsson, f. 1968, maki Ragnheiður Valdimarsdóttir, börn þeirra eru Ágústa Hann- esdóttir, f. 1985, Sigríður Gunn- arsdóttir, f. 1989, Stefanía Svav- arsdóttir, f. 1992, Steinunn Svav- arsdóttir, f. 1992, Melkorka Gunnarsdóttir, f. 2002, og Valdi- mar Gunnarsson, f. 2004. Sigrún Másdóttir/Vöggsd. íþróttafræð- ingur, f. 1972, maki Stefán Þór Jónsson verslunarstjóri, börn þeirra eru Gunnar Ágúst Stef- ánsson, f. 1994, Sara Lind Stef- ánsdóttir, f. 1998, og Sindri Þór Stef- ánsson, f. 2014. Ólafía Björg Más- dóttir, grafískur hönnuður, f. 1977, maki Ólafur Tryggvi Brynjólfs- son viðskiptafræð- ingur, börn þeirra eru Brynjólfur Már Ólafsson, f. 2003, og Regína Saga Ólafs- dóttir, f. 2004. María Másdóttir, f. 1978, maki Sigurður Arnar Her- mannsson viðskiptafræðingur, börn þeirra eru Ásdís Arna Sig- urðardóttir, f. 2002, Emma Sig- urðardóttir, f. 2007 og Jónatan Sigurðson, f. 2009. Sigríður ólst upp í Reykjavík og hóf ung að árum störf við Búnaðarbanka Íslands. Hún starfaði þar á fjórða áratug, þar til hún lét af störfum á sextugs- aldri vegna heilsubrests. Eftir að hún hætti störfum tók hún til við að spila bridge, bæði við tiltekna spilafélaga, með öryrkjum og öldruðum sem og á ýmsum bridgemótum. Sigríður verður jarðsungin frá Áskirkju í dag, 10. desember 2019, og hefst athöfnin klukkan 13. Guð mun ráða hvar við döns- um næstu jól. Þrátt fyrir mikil veikindi var ekkert annað í kortunum en að Sigga yrði í faðmi fjölskyldunn- ar í Svöluhöfðanum næsta að- fangadagskvöld, en kallið kom föstudaginn 29. nóvember. Sigga ólst upp í Selvogs- grunni ásamt systur sinni Rúnu. Einstakt samband hefur alla tíð verið á milli þeirra systra og þær stutt hvor aðra. Sigrún móðir þeirra var hárgreiðslu- kona og rak stofu á heimilinu eins og gjarnan tíðkaðist í þá daga. Gunnar maður hennar vann í Málaranum. Mikill sam- gangur var á milli heimilanna. Mæður okkar voru góðar vin- konur. Við bjuggum beint á móti. Hefur þessi vinskapur gengið í ættir og sjálf er ég svo lánsöm að eiga einstakt sam- band við Sigrúnu dóttur Siggu og hennar systkini. Hún yngdi upp foreldra sína, tvö eldri börn hennar, Gunnar og Sigrún, voru mikið hjá ömmu og afa. Amma Siggu og nafna var tíður gestur, smávaxin kona sem kom ávallt fótgangandi neðar úr hverfinu. Húsmóðirin seldi egg og oft var bakað á heimilinu og nutum við góðs af því. Sigga flutti í næstu götu, gift- ist og síðar komu skotturnar tvær, Ólafía og Mæja. Stutt var fyrir krakkana að sækja til þeirra. Allt er þó breytingum háð, fjölskyldan tók sig upp og flutti í Mosó. Það var langur vegur í þá daga. Oft fór ég til þeirra og gisti. Krakkarnir komu áfram til ömmu og afa og um tíma bjó Gunni hjá þeim. Fráfall þeirra var mikill missir. Lífshlaupið er ekki alltaf eins og áætlað er. Sigga og maður hennar skildu og hún flutti þá í Breiðholtið og gerði sér hreiður með börnum sínum. Sigga var lánsamari en margir. Hún vann í barnalottóinu. Afar vandaðir krakkar sem hafa ávallt verið til staðar fyrir hana í einu og öllu. Hún var mikill stuðningsmaður barna sinna og þá sérstaklega í handboltanum. Starfsferillinn var í Búnaðar- bankanum. Þar eignaðist hún vinkonur fyrir lífstíð. Banka- saumaklúbbinn. Listakokkur var hún, naut þess að gefa að borða og bera fram veitingar. Öll höfum við okkar lesti og þar var hún engin undantekning. Stundum voru teknar ákvarðanir sem erfitt var að bakka með og þrjóskuköst áttu til að vara of lengi. En lífið væri nú ekki eftirminnilegt ef allir væru stöðugt með geisla- baug út allt lífið. Hún spilaði bridge af miklum áhuga. Vann til margra verðlauna. Krakkarn- ir höfðu unnið í boltanum. Henn- ar tími kom, hún keppti heima og erlendis. Dvaldi hún lang- dvölum fyrir austan hjá Einari vini sínum. Síðustu árin bjó Sigga í Há- túni. Samfélag sem vafði hana kærleika. Þar gaf hún og þáði, eignaðist góða vini sem léttu henni og fjölskyldu hennar lífið. Með umhyggju fór Siggi vinur hennar með henni norður svo hún gæti spilað við Einar vin sinn og félaga. Þar lagði hún spilin á borðið og féll frá 29. nóv- ember. Þennan morgun sótti hún svo að mér að ég skrifaði henni kveðju. Síðar um daginn barst mér símtal frá Sebba tengdasyni hennar um andlátið. Ég hef fengið svar: hún hefur það fínt, komin í faðm foreldra sinna. Takk fyrir allt, mín kæra. Vinskapur þessara fjölskyldna heldur áfram. Börnin mín og barnabörn þín eru vinir. Við munum vernda minningu þína. Þín vinkona, Margrét Sæberg Þórðardóttir. Hryggðar hrærist strengur hröð er liðin vaka ekki lifir lengur ljós á þínum stjaka. Skarð er fyrir skildi skyggir veröldina eftir harða hildi horfin ertu vina. Klukkur tímans tifa telja ævistundir ætíð lengi lifa ljúfir vinafundir. Drottinn veg þér vísi vel þig ætíð geymi ljósið bjart þér lýsi leið í nýjum heimi. (Hákon Aðalsteinsson) Við sendum fjölskyldunni innilegar samúðarkveðjur. Guðrún Á., Guðrún G., Guðný, Jóna, Kolbrún, Lea, Oddrún, Ragnheiður, Sigríður og Þórunn. Elsku Sigga okkar. Það er stórt skarð höggvið í vinahópinn. Allar minningarnar um þig hrannast upp. Þú ert bú- in að vera svo sterk í þínum erf- iðu veikindum öll þessi ár. Við minnumst jólanna og allra góðu stundanna sem við áttum saman með þér. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Við kveðjum þig með söknuði og sendum innilegar samúðar- kveðjur til fjölskyldu þinnar. Þínir vinir Matthildur Valgeirsdóttir, Sigurður Guðmundsson, Guðmundur Haraldsson, Sigurjón Grétarsson. Vætir marga vinabrá, vinir hverfa úr heimi. Nú er Sigga fallin frá, fagurri sál ei gleymi. (Einar Sigfússon) Það tengjast margir sterkum böndum á Heilsuhælinu í Hvera- gerði. Fyrir 26 árum hittist svo á að við Sigga vorum þar sam- tíða. Við kynntumst við spila- borðið, þar sem við höfðum bæði gaman af að spila bridds. Við spiluðum þar alla daga að pró- grammi loknu, ásamt tveimur öðrum. Eftir þetta heimsótti ég hana þegar ég var staddur í Reykjavík og einnig kom hún og heimsótti okkur hjónin austur. Næsta sumar fóru Austfirðingar í briddsferðalag til Færeyja. Við gripum tækifærið og skelltum okkur með í þessa ævintýraferð. Við spiluðum á móti í Færeyjum og á leiðinni fram og til baka með ferjunni. Þar var dansað á nóttunni og lifðum við Sigga okkur vel inn í gleðskapinn. Fólkið spurði hvað við ættum mörg börn og ég svaraði að við ættum tíu samanlagt. Sigga hló dátt og leiðrétti að við værum ekki hjón. Við fórum í aðra svona spilaferð nokkrum árum síðar og voru þær báðar ákaf- lega skemmtilegar og vel heppn- aðar. Eftir að konan mín veiktist og gat ekki lengur verið heima kom Sigga til mín og var hjá mér tíma og tíma, þegar hún gat. Siggu líkaði vel í rólegheitunum fyrir austan. Hún kom sér vel við alla og eignaðist marga vini, sem söknuðu hennar sárt þegar ferðunum fækkaði vegna veik- inda hennar. Dögum oftar kom fólk til okkar í spilamennsku og Sigga reiddi fram góðgerðir af sínum einstaka myndarskap og dugnaði. Einnig áttu sér stað fjörugar umræður um pólitík. Sigga fylgdist vel með og hafði sterkar skoðanir á þjóðmálun- um. Þegar ég varð sjötugur bauðst hún til að koma austur og halda upp á afmælið mitt. Við lögðum undir okkur skemmti- húsið í sveitinni og hún stóð fyr- ir veglegri veislu og töfraði fram kræsingar. Hún kom aftur og hjálpaði mér að halda upp á 75 ára afmælið mitt, þrátt fyrir að vera í erfiðri krabbameinsmeð- ferð. Sigga tók veikindunum af ein- stöku æðruleysi og kjarkurinn virtist óbilandi. Við töluðum um að verja nokkrum mánuðum fyr- ir austan við spilamennsku og skemmtilegheit en þá kom í ljós að krabbameinið var komið í höfuðið. Hún lét það þó ekki stoppa sig í að koma og heim- sækja mig, af sinni einstöku tryggð, þar sem ég dvel hjá dóttur minni á Akureyri. Við dáðumst að viljastyrknum og kjarkinum að drífa sig í þessa ferð því svo var af henni dregið. Hún spurði hvort ég vildi ekki skrifa um sig minningargrein og sagðist hafa komið með bridds- bakkana sína sem ég fengi í arf. Ég sagði henni að ég hefði aldrei skrifað minningargrein en að mér væri það óhætt því að ég hefði ekkert nema gott um hana að segja. Við áttum saman tvo góða daga. Eftir að hafa spilað bridds, borðað góðan mat hjá dóttur minni og spjallað mikið gekk hún glöð til hvílu en vakn- aði ekki daginn eftir. Ég tel að hún hafi frekar viljað kveðja svona en á sjúkrastofnun. Sigga kvaddi, eins og hún lifði, með reisn. Ég þakka Siggu minni langvarandi og góða vináttu og aðstoð í gegnum árin og votta börnum hennar, öðrum aðstand- endum og vinum mína dýpstu samúð. Einar Sigfússon, Skálateigi. Sigríður Halldóra Gunnarsdóttir ✝ Sigurður Valdi-mars Gunnars- son fæddist í Hafnarfirði 13. júlí 1946. Hann lést á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi 29. nóvember 2019. Foreldrar hans voru Gunnar Sig- urðsson, f. 28.4. 1920, d. 19.9. 1995 og Ólafía Helga- dóttir, f. 17.7. 1917, d. 3.10. 1971. Bræður Sigurðar eru: Jóel Hreiðar Georgsson, f. 5.3. 1937; Helgi Rúnar Gunnarsson, f. 16.11. 1950 og Sigurður Sverrir Gunnarsson, f. 31.8. 1955. Sigurður kvæntist Halldóru Ívarsdóttur 26. ágúst 1972. Þau skildu. Dóttir þeirra er Guðrún Sigurður kvæntist Guðrúnu Stefaníu Guðjónsdóttur 27. sept. 2014, en þau höfðu verið í sam- búð frá 1998. Börn Guðrúnar Stefaníu eru: 1) Rúnar Steinn Ragnarsson, f. 19.12. 1969, sem er kvæntur Helgu Kristrúnu Hjálmarsdóttur. Börn þeirra eru Tanja Stefanía og Tumi Steinn. 2) Ragnar Steinn Ragnarsson, f. 11.12. 1970, sem er kvæntur Mar- íu Lísu Benediktsdóttur. Börn þeirra eru Lísa Rán og Nína Rún. Sigurður ólst upp í Hafnarfirði og bjó þar lengst af þar til hann fluttist í Kópavoginn árið 1996. Sigurður fékk meistararéttindi í múraraiðn árið 1972 og vann lengst af við þá iðn, ýmist sjálf- stætt eða með öðrum. Sigurður hafði frá unga aldri áhuga á ljós- myndun og dansi sem hann stundaði lengst af á meðan heilsa leyfði. Sigurður var félagi í Odd- fellowreglunni frá árinu 1977. Útför Sigurðar verður gerð frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag, 10. desember 2019, klukkan 13. Berglind Sigurð- ardóttir, f. 6.12. 1974, sem er gift Guðmundi M. Sig- urðssyni. Börn þeirra eru Gunnar Erik og Elvar Sindri. Börn Guð- mundar eru Elísa- bet og Alexandra Tanja. Börn Elísa- betar eru Hilma Stefanía og Malik. Áður eignaðist Sigurður Gunnar Heimi Kristjánsson, f. 13.6. 1966, sem er kvæntur Selmu Gísladóttur. Börn þeirra eru Eydís og Birgitta. Barn Gunnars Heimis er Anton Smári. Móðir Gunnars Heimis var Jó- hanna Guðrún Gunnarsdóttir, d. 6.10. 2018. Við viljum minnast okkar elskulega afa Sigga og hann mun alltaf eiga stað í hjarta okkar. Þegar við hugsum um afa Sigga þá hugsum við um laugardaga. Á laugardögum fórum við oft í Kringluna með pabba þar sem hann, afi og félagar sátu við sitt borð á Kaffi Klassík og fengu sér kaffi á meðan þeir spjölluðu. Afi talaði alltaf um okkur sem íþróttastelpurnar sínar. Hann sýndi okkur stuðning og mætti stundum að horfa á okkur keppa. Hann eldaði langbesta lamba- kjötið og við mættum reglulega í matarboð til hans. Afi mætti líka alltaf fyrstur í öll afmæli þar sem hann var með myndavélina á lofti. Við eigum ómetanlegt safn af minningum þar sem við getum horft aftur og aftur á vídeóin. Við erum þakklátar fyrir allar þessar góðu minningar sem eig- um um afa Sigga. Eydís og Birgitta. Fallinn er frá góður drengur og kær vinur, Sigurður Valdimars Gunnarsson, eftir erfið veikindi. Siggi eins og hann var jafnan kallaður var múrari að mennt og vann alla tíð í þeirri grein. Hann var sérstaklega vandvirkur verk- maður svo eftir var tekið. Ég kynntist Sigga fyrir um það bil 50 árum og hélst sú vinátta alla tíð. Þegar við Siggi vorum að byggja eða kaupa húsnæði hjálp- uðumst við að við það verkefni og var sú vinna oftast unnin á kvöldin og um helgar. Saman fórum við í nokkrar veiðiferðir og einnig var farið nokkrar ferðir um hálendið. Síðasta ferðin okkar var farin fyrir nokkrum árum á Arnar- vatnsheiðina og þar naut Siggi sín við veiðar. Fyrir um það bil fimm árum veiktist hann af krabbameini og gekkst hann þá undir áhættusama aðgerð. Síðustu árin voru honum erfið og barð- ist hann hetjulega við þennan sjúkdóm þar til yfir lauk. Siggi var ekki einn í þessari baráttu, við hlið hans stóð eins og klett- ur eiginkonan sem annaðist mann sinn eins og hægt var. Siggi vildi vera heima eins lengi og hann mögulega gat, því heima er best. Svo kom sú stund að hann gat ekki verið heima og lagðist inn á líknardeildina í Kópavogi. Þar naut hann frá- bærrar umönnunar starfsfólks. Ég heimsótti Sigga daglega á líknardeildina og var hjá honum er hann kvaddi. Ég votta eiginkonu hans og börnum innilega samúð. Hvíl í friði, kæri vinur, og takk fyrir allt sem þú varst mér. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Þinn vinur, Sævar Örn Stefánsson. Sæll vinur. Nú höfum við verið samtíða í rúm 53 ár þar sem þú eignaðist mig tvítugur að aldri og móðir mín sautján ára. Ég á þó ekki margar minningar úr æsku því við bjuggum ekki saman og sam- band okkar var stopult framan af en ég man þó vel eftir heim- sóknum á Hringbrautina þar sem amma var í eldhúsinu sínu og stofunni sem var bara notuð sem stássstofa. Ég man líka eft- ir heimsókn til skyldmenna í Keflavík og ferð norður í Vatns- dalinn. Ég man eins og gerst hefði í gær þegar þú hringdir í mig rétt fyrir stúdentspróf mitt og við ákváðum að hittast. Síðan höfum við staðið þétt saman. Samband okkar hefur verið traust vináttu- samband umfram annað með gagnkvæmri væntumþykju. Það var gott að sækja þig heim og spjalla um heima og geima. Það var líka gott að ræða við þig um edrúmennsku en þar náðir þú 29 árum og því reynslunni ríkari. Þú sagðir að það tæki 5 ár að ná jafnvægi og það er ugglaust rétt hjá þér eins og margt annað. Við ræddum oft um sérsviðið okkar sem eru húsbyggingar og þú last oft yfir mér verkfræðingnum og uppfræddir sem reyndur múr- arameistari. Svo hittumst við í kaffi vikulega í góðum vinahópi í Kringlunni, flesta laugardaga ársins. Við horfðum á boltann saman um helgar síðustu árin. Við átt- um vissulega okkar föstu punkta í tilverunni og þannig vildum við hafa það. Þú varst bóngóður og aðstoð- aðir mig af stórmennsku við framkvæmdir í Breiðagerðinu, tókst myndbönd af barnaafmæl- um og myndir við öll tækifæri og skilur þar eftir þig dýrmætan fjársjóð og fyrir hann er ég þakklátur. Veikindaárin voru erfið en þú tókst þeim af miklu æðruleysi sem þú hafðir tileinkað þér í líf- inu. Það er huggun harmi gegn að þrautagöngu þinni sé nú lokið og við taki betri tímar á nýjum stað. Þín verður vissulega sárt saknað. Bless vinur. Þinn Gunnar Heimir. Elsku Siggi. Okkar kynni urðu fyrir rúm- lega tveimur áratugum þegar mamma og þú kynntust. Ég og María vorum á milli íbúða og úr varð að þið mamma ákváðuð að flytjast saman í íbúð þína í Kjarrhólmanum, og við María fengum íbúð mömmu lánaða. Þetta var gott dæmi um hjálp- semi ykkar, enda reyndist þetta góð ákvörðun því þar bjugguð þið saman fram á þinn hinsta dag. Mig langar að þakka þér fyrir þá hjálp sem þú veittir okkur með ýmsum múrverkum eða vinnu, því auðvelt var að biðja þig um vinnutengda aðstoð, enda frábær fagmaður sem þú varst. Við áttum margar góðar stundir saman bæði í Kjarrhólmanum, heima eða á skrifstofu minni, þar sem þú komst oft við. Við rædd- um marga hluti og vorum ekki alltaf sammála, en aldrei geng- um við ósáttir frá borði, enda sagðir þú oft: „Raggi, erum við ekki vinir?“ Jú, við vorum vinir. Þú varst góður hlustandi og hélst trúnað, verð ég þér ævin- lega þakklátur fyrir það. Þú vild- ir okkur alltaf vel með þínum ráðleggingum, þó svo að stund- um fyndist manni þú segja sama hlutinn einum of oft. Þú hafðir gaman af tækjum og tólum og var myndbandsupptökuvélin aldrei langt undan þegar einhver fjölskylduviðburður var. Til urðu skemmtileg augnablik með dætrum mínum sem þér fannst gaman að sýna mér. Þetta eru gullmolar sem okkur finnst gam- an að eiga. Ég vil aftur þakka þér fyrir margar góðar stundir, þín verður verður sárt saknað. Elsku mamma, megir þú vera sem sterkust í þínum mikla missi. Ragnar Steinn. Sigurður Valdimars Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.