Morgunblaðið - 10.12.2019, Side 8

Morgunblaðið - 10.12.2019, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 2019 atnsheldir Kuldaskór SMÁRALIND www.skornirthinir.is V Verð 11.995 Stærðir 36 - 47 • Hlýir og léttir • Waterproof filma • Rennilás að framan • Grófur stamur sóli Þegar hlustað er á foringjaverkalýðsfélaganna, sumra þeirra að minnsta kosti, mætti ætla að félögin ættu félagana með húð og hári. Fólk gengur í verkalýðs- félög vegna þess að það telur að það gagnist því á vinnumark- aðnum en full- yrða má að fáir ef nokkrir geri það til að styðja pólitíska baráttu foringja félag- anna. Slíka baráttu styðja flestir, sem á annað borð láta sig slíkt varða á milli kosninga, með allt öðrum hætti.    Foringjar verkalýðsfélagannasem hæst láta í dag hafa ákveðið að reyna að beita þessum félögum vegna mála sem hafa ekk- ert með kjör félagsmannanna að gera. Þeir taka til dæmis þátt í úti- fundum um mál sem snerta félags- menn þeirra ekkert umfram aðra landsmenn. Sumir félagsmenn eru sennilega sammála þeim, aðrir ósammála.    Þannig bætti formaður VR félag-inu í hóp samtaka sem stóðu að mótmælafundi á Austurvelli um helgina. Sá fundur var haldinn tveimur vikum eftir annan sam- bærilegan fund. Foringjarnir virt- ust telja þessa þátttöku mikil tíð- indi og til marks um að nú hefðu tugir þúsunda bæst í hóp mótmæl- enda. En svo virðist sem fjöldi mót- mælenda, sem er mjög óviss eins og jafnan og tölur almennt mjög ýkt- ar, hafi um það bil helmingast við að VR bættist í hópinn.    Er það til marks um að félagar íVR kæri sig um að láta for- ingjann teyma sig í málum sem snerta kjaramál ekki neitt? Eða ætti hann að taka þessu sem skila- boðum um að halda sig við það sem félaginu er ætlað að sinna? Eiga félögin félagsmennina? STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt þrjá menn í samtals nítján ára fangelsi fyrir stórfellda amfeta- mínframleiðslu og kannabisrækt. Alvar Óskarsson hlaut þyngsta dóminn, eða sjö ára fangelsi, og þeir Einar Jökull Einarsson og Margeir Pétur Jóhannsson hlutu sex ára fangelsisdóm hvor. Mennirnir neituðu því allir að hafa framleitt amfetamín í sum- arbústað í Borgarfirði en bústað- urinn er í eigu föður Margeirs. Einar Jökull neitaði sök í kanna- bisframleiðslu sem fór fram í úti- húsi bóndabæjar í Þykkvabæ. Mar- geir Pétur játaði sök og Alvar játaði að hluta. Þrjú önnur höfðu áður játað sök vegna kannabisframleiðslunnar og fengið innan við ársdóma hvert og eitt. Á meðal þeirra voru íbúarnir á bænum. Margeir, sem einn var viðstaddur dómsuppkvaðningu, og Alvar hafa ákveðið að áfrýja dómnum en Einar hefur tekið sér frest til að ákveða sig. Alvar og Einar Jökull fengu þunga dóma í Pólstjörnumálinu fyr- ir rúmum áratug. Einar Jökull var þá dæmdur í níu og hálfs árs fang- elsi en Alvar í sjö ára fangelsi. Mar- geir Pétur á ekki að baki sakaferil. Einn fékk sjö ára fangelsisdóm  Þrír fundnir sekir um mikla amfeta- mínframleiðslu og kannabisrækt Morgunblaðið/Eggert Héraðsdómur Þungir dómar kveðnir upp yfir þremur mönnum. „Þetta er náttúrlega niðurstaðan sem ég vonaðist eftir, en maður náttúr- lega býr sig undir það versta. Þetta er búið að taka þrjú ár og búið að taka mikið á mig og sérstaklega fjöl- skyldu mína, sem hefur mátt þola alls konar hótanir og leiðindi undanfarin þrjú ár, en ég vona að þetta sé loka- hnykkurinn í þessu máli,“ sagði Atli Már Gylfason blaðamaður eftir að máli Guðmundar Spartakusar Óm- arssonar gegn honum var vísað frá af Hæstarétti Íslands í gærmorgun. Með frávísuninni féllst Hæstirétt- ur á aðalkröfu Atla Más í málinu en hann og lögmaður hans hafa allt frá því málareksturinn hófst í Héraðs- dómi Reykjaness sagt að vísa ætti málinu frá þar sem Guðmundur Spartakus var hvergi nafngreindur í umfjöllunum Atla Más um óútskýrt hvarf Friðriks Kristjánssonar í Suð- ur-Ameríku árið 2013. „Ég held að það séu næstum því upp á dag komin þrjú ár síðan þetta mál hófst með birtingu þessara frétta sem ég skrif- aði um hvarf Friðriks, sem hefur ekkert spurst til síðan 2013. Það eru komin sex ár síðan hann hvarf, þrjú ár síðan þetta mál fór af stað og ég vil árétta það og ég hvet alla til þess að hafa samband við lögregluna á höf- uðborgarsvæðinu ef þeir telja sig búa yfir einhverjum upplýsingum sem geta hjálpað fjölskyldu Friðriks sér- staklega, að fá einhvern endapunkt á þetta mál,“ segir Atli Már. Niður- staða Hæstaréttar setur væntanlega punkt fyrir aftan þetta mál en ef Guðmundur Spartakus vill enn lög- sækja Atla Má þarf hann að byrja slíkt mál algjörlega á byrjunarreit. Hann var dæmdur til að greiða Atla Má eina milljón króna í málskostnað fyrir héraðsdómi, auk þess sem hon- um er gert að greiða 1,6 milljónir í málskostnað fyrir Landsrétti og Hæstarétti. Atli Már hafði betur fyrir Hæstarétti  Meiðyrðamáli gegn blaðamanni vísað frá í gær Morgunblaðið/Kristinn Frávísun Atli Már Gylfason með lögmanni sínum, Gunnari Inga Jó- hannssyni, er málið var í Landsrétti.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.