Morgunblaðið - 10.12.2019, Side 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 2019
Það er alltaf til-
finningaþrungið að
heyra að ástvinir
hafi kvatt. Í tilfelli
ömmu okkur var það samt líka
gott að vita að hún hefði fengið
að fara, eins og hún hafði lengi
þráð. Fyrir okkur sem eftir er-
um getum við verið stolt af
þessari sterku konu og glaðst
yfir öllum þeim góðu stundum
sem við fengum með henni.
Hún amma, eða Imma í
Runnum, var mikil listakona.
Hún hefur líklegast málað yfir
300 verk sem eru á heimilum
um land allt. Amma bjó norður
á Ólafsfirði um árabil og rak
þar meðal annars verslun.
Amma málaði oft langt fram
eftir nóttu þegar hún bjó fyrir
norðan. Síðustu 20 árin hefur
amma búið á suðvesturhorninu,
lengst af í Mosfellsbæ með
Guðna Sörensen sem var henn-
ar sambýlismaður til æviloka.
Gegnum allan þennan tíma hafa
þau tekið á móti okkur opnum
örmum, venjulega með pönnu-
kökum eða fiski.
Amma hefur kennt okkur
margt og meðal annars að fara
okkar eigin leiðir í lífinu. Það
eru nokkrar minningar sem
koma í hugann þegar hún er
kvödd. Þegar Halldór var um 6
ára aldurinn þá langaði hann að
vera eins og Kiss, hann nefndi
þetta við ömmu og stuttu
seinna var hann kominn með
hanakamb. Amma skaut líka
gati í eyrun á okkur, hún saum-
aði fyrir okkur föt og gerði í
raun flest það sem aðrir þurftu
að sækja sér hingað og þangað.
Í raun má segja að hún hafi
verið þúsundþjalasmiður og
munum við systkinin ekki eftir
neinu tilviki þar sem amma
sagði: nei, það get ég ekki.
Þegar við eldri bræðurnir
vorum hjá ömmu fyrir norðan
fengum við að vaka löngum
stundum og svo að sofa út morg-
uninn eftir, þetta var lífsklukkan
hennar ömmu alla tíð. Við feng-
um líka að prófa að mála og
teikna þegar við vorum hjá
ömmu. Hún hafði ástríðu fyrir
Ingibjörg
Einarsdóttir
✝ IngibjörgEinarsdóttir
fæddist 22. ágúst
1930. Hún lést 30.
nóvember 2019.
Útför Ingibjarg-
ar fór fram 7. des-
ember 2019.
blómum, hélt flott-
asta garð bæjarins,
las sér til um nýjar
heilsuaðferðir og
borðaði lambafitu
og drakk eplaedik.
Amma elskaði að
dansa og vissi ekk-
ert betra en að fara
á dansleik með
Geirmundi.
Síðasta ferðin til
útlanda hjá ömmu
var til Færeyja í brúðkaup
Beintu og Halldórs. Þaðan kem-
ur líka okkar kveðja til hennar:
Veit eg, at lívið er gáva
eitt dýpi av dýrari tíð,
sum øll skulu valla ígjøgnum,
rekast og villast inn í.
Við horfum til baka til tíma
með ömmu sem við elskuðum og
komum til með að sakna. Við er-
um þó glöð fyrir hennar hönd og
vitum að hún horfir niður til
okkar frá betri stað.
Ólafur og fjölskylda,
Halldór og fjölskylda,
Sigurður Rúnar og
fjölskylda,
Katrín Dúa og Martin
Kjellerup.
„Þessi verður einhvern tíma
góð“ sagði Kjarval þegar hann
kom í heimsókn á æskuheimili
Immu og sá mynd eftir hana
sem ungling. En draumurinn
um listaskóla rættist ekki og
Imma var send á húsmæðra-
skóla og þetta sveið henni alltaf
sárt. En hún málaði í tómstund-
um frá börnum og húsverkum
og gladdi marga með myndum
sínum, á rekavið og annað efni
sem rak á fjörur hennar. Það
varð allt að list í höndum henn-
ar og ekki má gleyma blóma-
ræktinni. Hún hélt málverka-
sýningar á Mokka, í Reykholti,
í Njarðvík og á fleiri stöðum.
Hún var skemmtileg og glað-
vær þessi fallega og listræna
kona. Á efri árum þurfti hún að
vera mikið rúmföst þar sem
taug í nára hafði skaddast við
skurðaðgerð. Þá var sambýlis-
maður hennar Guðni betri en
enginn en hann var henni ákaf-
lega góður. „Já, hún var ekki
nein venjuleg frænka,“ sagði
bróðir minn þegar hún kvaddi.
Kveð þig með línum úr erindi
úr ljóði, Gefðu mér sólskin, eft-
ir Halldór Helgason frænda
okkar.
Skiljumst því hér í blóma sól-
skinsbæn,
blóma, sem hvísla, en tala ei né skrifa
svo jörðin verði græn og aftur græn,
gefi þeim frið, sem hverfa – og þeim,
sem lifa.
Vertu blessuð, elsku frænka.
Þakka þér fyrir samtölin okkar
um lífið og tilveruna.
Þín
Þuríður (Þurí).
Hún Imma frænka hefur nú
lagt upp í ferð sína í Sumarland-
ið, ferð sem við förum víst öll á
endanum. Samfylgd okkar varði
í rúma hálfa öld, alla mína tíð og
rúmlega hálfa hennar.
Það var alltaf tilhlökkun í
barnshjartanu að hitta móður-
systurnar, Imma var sú eldri.
Fyrst man ég eftir henni í Reyk-
holti þar sem hún bjó og starfaði
um tíma, við fórum oft til henn-
ar og hún kom oft að Runnum
þannig að samgangurinn var all-
nokkur. Seinna flutti hún til
Ólafsfjarðar þar sem hún átti
heimili með Sigmundi Jónssyni
um árabil. Ég átti því láni að
fagna að fá að búa hjá þeim vet-
urlangt á mínum unglingsárum
og það var dýrmætur tími sem
við áttum saman frænkurnar.
Eftir að Imma flutti suður
aftur urðu samskiptin mest í
gegnum símtöl þar sem við
spjölluðum um hvaðeina sem
okkur lá á hjarta.
Ég læt öðrum eftir að fjalla
um listamanninn Immu eða um
blómakonuna Immu en minnist
kærrar móðursystur og vinkonu
með hlýhug og þakklæti.
Blessuð sé minning Immu
frænku.
Alda María.
Ingibjörg Einarsdóttir, eða
hún Imma mín, hefur nú kvatt
þennan heim á nítugasta aldurs-
ári. Hún er vel að vistaskipt-
unum komin, búin að eiga í veik-
indum um langan tíma og hefur
sjálf þráð að fá að ljúka þessari
göngu sem nú er gengin. Hún
Imma var ótrúleg kona og í
henni sameinaðist heilt safn
hæfileika sem sjaldgæft er að
geti prýtt eina manneskju.
Imma var mikill listamaður,
eftir hana liggja mörg hundruð
listaverk sem prýða heimili og
veggi um allt land sem og er-
lendis. Á ævi sinni málaði Imma
vatnslita- og olíumyndir en
þekktust er hún fyrir hinn mikla
fjölda verka er hún málaði á
rekavið og drumba. Imma útbjó
listaverk úr öllu er hún kom ná-
lægt, s.s. steinum, skeljum,
stráum og jafnvel járnbútum.
Fyrir löngu sagði Imma mér
þá sögu að á stríðsárunum, nán-
ar tiltekið 1943, kom Jóhannes
Kjarval í heimsókn á heimili for-
eldra hennar að Runnum í
Reykholtsdal. Varð honum litið
inn í herbergi heimasætunnar,
Immu, þá þrettán ára, horfði á
indíánamyndina hennar og hafði
á orði: „Hún verður einhvern
tíma góð, þessi.“ Kjarval hafði
svo sannarlega rétt fyrir sér
gagnvart hinum miklu hæfileik-
um hinnar ungu Immu sem síð-
ar varð að segja má mikill fjöl-
listamaður. Til greina kom á
sínum tíma að Imma færi til
náms í myndlist, m.a. til Frakk-
lands, en ekkert varð úr því,
enda ekki sjálfgefið á þessum
tíma að stúlka færi til listnáms,
hún ætti betur heima bak við
eldavélina eins og hugarfarið var
þá.
Imma var lengi búsett í Ólafs-
firði. Við opinbera heimsókn
Vigdísar forseta til Ólafsfjarðar
á sínum tíma völdu bæjaryfir-
völd þar verk eftir Immu sem
gjöf til forsetans, sem fyllti mig
stolti gagnvart þessari miklu
listakonu.
Imma var trúuð kona og mik-
ill mannvinur. Áratugum saman
bað hún fyrir fólki á hverju
kvöldi og hefur fólk vitnað um
kraft og bata sem það telur sig
hafa fengið frá bænum hennar.
Á árabili í lífi mínu átti ég við
erfið veikindi að stríða, en þá
átti ég gjarnan í gott skjól að
leita til hennar Immu minnar
meðan á bataferli stóð með að-
hlynningu og styrk sem hún
veitti mér með alúð og gleði.
Sérstakan gullkross frá henni
hef ég borið um háls mér í rúm
40 ár sem fylgdu góðar óskir um
heilsu og vellíðan, en kross þessi
færir mér styrk og verndar mig
á hverjum degi.
Það var Immu mikið lán að
kynnast Guðna Sörensen, sam-
býlismanni sínum, eða honum
Guðna sínum. Þau voru miklir
dansfélagar á sínum tíma. Guðni
er mikill heiðursmaður og studdi
alla tíð vel við Immu, annaðist
hana og hjálpaði í hennar erfiðu
veikindum á allan hátt. Það er
minnisstætt við heimsóknir á
heimili þeirra að vart var maður
kominn inn úr dyrum þegar
Guðni var búinn að bera á borð
bakkelsi eða fullbúinn mat. Þá
fóru oft fram svo fróðlegar og
lærdómsríkar samræður um efni
fyrri áratuga.
Að leiðarlokum: Imma mín,
þakka fyrir mig, þakka fyrir
börnin mín og barnabörn.
Sendi kveðjur okkar Stein-
unnar til Guðna, fjölskyldu og
ættingja.
Sigurður Jakob Halldórsson.
Kæri frændi
minn, Bergur Már,
hefur kvatt þennan
heim allt of ungur,
rifinn burt svo
skyndilega frá okkur, frá ást-
kærri eiginkonu, yndislegu
börnum þeirra, móður, systk-
inum, ættingjum og vinum.
Það er svo sorglegt, óskilj-
anlegt og meiningarlaust og ég
á erfitt með orðum að lýsa
harmi mínum og sorg. Við
Bergur vorum systkinabörn.
Emil pabbi hans, sem kvaddi
líka allt of snemma, var móð-
urbróðir minn. Bergs mun
verða sárt saknað af öllum sem
þekktu hann.
Hans smitandi húmor og
Bergur Már
Emilsson
✝ Bergur MárEmilsson fædd-
ist 10. ágúst 1976.
Hann lést 25. nóv-
ember 2019.
Útförin fór fram
6. desember 2019.
glettni, lífsgleði og
viljastyrkur að tak-
ast á við mótgang í
lífinu með reisn og
stolti. Alltaf svo
umhyggjusamur,
traustur og já-
kvæður, mikill kar-
akter og einstakur
frændi.
Já, allir þessir
eiginleikar og gæði
gerðu Berg Má að
þeim góða dreng sem hann var.
Þó svo að fjarlægðin væri
stór á milli okkar, ég búsettur í
Danmörku og hann á Íslandi,
og því ekki oft möguleiki á að
hittast, þá fann ég alltaf mjög
sterk bönd sem tengdu okkur
frændur, við náðum svo vel
saman. Gleðin var alltaf stór og
gagnkvæm í hvert skipti og við
nutum þess að hittast.
Fyrir mörgum árum bjó ég á
Íslandi í eitt ár. Þá sáumst við
Bergur oft og áttum skemmti-
lega og góða daga saman. Sum-
arið 2017 dvaldi ég hjá Bergi,
Helenu og krökkunum í nokkra
daga og á ég góðar og dýr-
mætar minningar frá þeirri
dvöl og samveru með þeim öll-
um.
Í sumar þegar ég var á Ís-
landi er ég þakklátur fyrir að
hafa náð að hitta Berg tvisvar.
Mini fjölskylduhittingur og ein-
staklega ánægjulegur dagur í
Seiðakvísl hjá Birnu mömmu
Bergs.
Seinna skiptið bauð Bergur
mér, Ragnari Mikael bróður og
Bigga Mikk. frænda okkar heim
til þeirra Helenu eitt kvöld. Við
áttum alveg frábært kvöld sam-
an frændur fjórir, borðuðum
pítsu og drukkum bjór á sól-
pallinum og spjölluðum um allt
milli himins og jarðar. Ég mun
ætíð minnast þessa kvölds með
mikilli gleði og þakklæti.
Elsku Helena, Matthías Már,
Emil, Isabella, Birna, Sólveig,
Ragnar Þór, Eva María og
Kristín, missir ykkar er mikill.
Ég sendi ykkur og fjölskyldu
ykkar mínar dýpstu samúðar-
kveðjur
Hvíldu í friði, minn kæri
frændi. Takk fyrir allt.
Guðjón Emil Gíslason,
Danmörku.
Þau leiðu mistök urðu í gær
að fæðingarár Pálínu Bjarna-
dóttur féll niður í æviágripi
um hana. Hún fæddist 9. jan-
úar 1926.
Einnig birtist rangt erindi úr
Hávamálum í grein um Stein-
ar Sigurðsson, eftir Sigurð
Kára og Elínu Dís, sem birtist
7.12. sl. Hið rétta er:
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
Beðist er velvirðingar á þessu.
Leiðrétting
Sálm. 17.5-6
biblian.is
Skref mín eru örugg
á vegum þínum,
mér skrikar ekki
fótur. Ég hrópa til
þín því að þú svarar
mér, Guð,...
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
ÁGÚST G. SIGURÐSSON,
vélstjóri, skipatæknifræðingur
og útgerðarmaður í Hafnarfirði,
lést í Hafnarfirði föstudaginn 29. nóvember.
Útför hans fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn
11. desember klukkan 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir en
þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarfélög.
Guðrún Helga Lárusdóttir
Jenný Ágústsdóttir Halldór Kristjánsson
Ólafía Lára Ágústsdóttir Snorri Hauksson
Helga Ágústsdóttir Ólafur Skúli Indriðason
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur eiginmaður, faðir, afi, langafi
og bróðir,
HELGI BRYNJAR ÞÓRISSON,
Eiðistorgi 3, Seltjarnarnesi,
lést fimmtudaginn 28. nóvember.
Útför hans fer fram frá Neskirkju
föstudaginn 13. desember klukkan 13.
Sonja Lúðvígs
Anna María McCrann
Andrea Dýrleif Helgadóttir, Mike Stroud
Ómar Sigurður Helgason
Karítas K. McCrann, Mauricio R. Villavizar
Ísak Helgi og Elín Ylfa
Alexandra og Lucas
Margrét Þórisdóttir, Hörður Gunnarsson
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
fósturfaðir, tengdafaðir og afi,
GYLFI HARALDSSON
heimilislæknir,
lést á Hjúkrunarheimilinu Ísafold
2. desember. Útför hans fer fram frá
Neskirkju fimmtudaginn 12. desember klukkan 15.
Rut Meldal Valtýsdóttir
Þröstur Freyr Gylfason Una Björk Ómarsdóttir
Guðbjört Gylfadóttir Bjarni Kristinn Torfason
Hreiðar Ingi Þorsteinsson Nue Milici
Rúnar Már Þorsteinsson Sigurbjörg Rutardóttir
Björgvin Þorsteinsson María Eugenia Sambiagio
Þorri, Fróði, Skírnir, Ísabella Laufey,
Benedikt Freyr, Sigrún Rut, Dagur Hrafn,
Anna Leonor, Alex Þorsteinn, Alara Liv
Ástkær eiginmaður minn, faðir, afi
og tengdafaðir,
SIGURÐUR VALDIMARS GUNNARSSON
múrari,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
29. nóvember. Útför hans verður gerð
frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði þriðjudaginn 10. desember klukkan
13. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem
vilja minnast hans er bent á líknardeild Landspítalans í
Kópavogi.
Guðrún Stefanía Guðjónsdóttir
Guðrún Berglind Sigurðard. Guðmundur M. Sigurðsson
Gunnar Heimir Kristjánsson Selma Gísladóttir
Ragnar Steinn Ragnarsson María Lísa Benediktsdóttir
Rúnar Steinn Ragnarsson Helga Kristrún Hjálmarsdóttir
og barnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
GUNNAR VILMUNDARSON
vélvirki, Laugarvatni,
lést í faðmi fjölskyldunnar á heimili sínu
fimmtudaginn 5. desember.
Útför hans fer fram frá Skálholtskirkju
föstudaginn 13. desember klukkan 14.
Jóna Bryndís Gestsdóttir
Gestur Gunnarsson Sigríður Soffía Sigurjónsdóttir
Rúnar Gunnarsson Eva Hálfdanardóttir
Arnar Gunnarsson Helga Björt Bjarnadóttir
og barnabörn