Morgunblaðið - 10.12.2019, Side 12

Morgunblaðið - 10.12.2019, Side 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 2019 Verslun Tunguhálsi 10 - Sími 415 4000 – www.kemi.is - kemi@kemi.is Heyrnarhlíf með Bluetooth® tengimöguleika við 2 síma, útvarpi og umhverfishljóðnema. Hægt er að hlusta á tónlist sem og taka handfrjáls símtöl í mjög hávaðasömu umhverfi þar semmíkrafónnin útilokar allan umhverfishávaða. Tengist við smáforrit í síma. Heyrnarhlíf PeltorWS Alert XPI Bluetooth ® 13.106 -0,5 2.047 0,0 1.120 -0,3 9.467 0,5 27.910 -0,4 7.234 −5,8 1.655 -0,3 1.743 0,0 908.00 0.17 8.622 -0,4 10. desember 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 120.86 121.44 121.15 Sterlingspund 158.64 159.42 159.03 Kanadadalur 91.64 92.18 91.91 Dönsk króna 17.935 18.039 17.987 Norsk króna 13.217 13.295 13.256 Sænsk króna 12.739 12.813 12.776 Svissn. franki 122.24 122.92 122.58 Japanskt jen 1.1124 1.119 1.1157 SDR 166.52 167.52 167.02 Evra 134.03 134.77 134.4 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 164.0941 Hrávöruverð Gull 1474.85 ($/únsa) Ál 1750.0 ($/tonn) LME Hráolía 63.41 ($/fatið) Brent ● Hlutabréf Icelandair Group hækkuðu mest í Kauphöllinni í gær. Við lokun markaða var gengi hlutabréfa félagsins 8,68 krónur og nam hækkunin 2,84% í 304 milljóna króna viðskiptum. Fram kom í tilkynningu frá Icelandair eftir lokun markaða á föstudag að komustundvísi félagsins hefði farið úr 75,7% í nóv- ember í fyrra í 90% í nóvember sl. Jafn- framt var sagt frá því að farþegum hefði fjölgað um 16% í nóvember frá sama mánuði í fyrra og að félagið hefði flogið með 25% fleiri farþega til Íslands það sem af er ári en á sama tímabili 2018. Viðskiptin með hlutabréf Icelandair voru næstmestu viðskipti gærdagsins, mestu viðskiptin voru með hlutabréf Marels sem námu 329 milljónum króna og varð 0,48% hækkun á hlutabréfum fyrirtækisins. Í heild voru gerð viðskipti í Kauphöllinni fyrir um 1,8 milljarða króna. Bréf Origo lækkuðu mest eða um 1,82% og enduðu bréfin í 26,9 krónum eftir tæplega 37,2 milljóna viðskipti. Þá lækkuðu bréf Kviku banka næstmest eða 1,48% í 94 milljóna viðskiptum og var gengi hlutabréfa bankans 9,93 við lokun markaða. Hlutabréf Icelandair hækkuðu mest í gær STUTT BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Flestir ættu að þekkja vandamálið sem fylgir því að eiga gjafabréf sem gleymist ofan í skúffu og þegar það finnst er það útrunnið og ónothæft. Ari Steinarsson og Ragnar Árnason hafa fundið lausn við þessu en þeir eru búnir að rafvæða gjafabréfin og setja í nýtt smáforrit sem kallast YAY. Ari segir í samtali við Morgun- blaðið að hugmyndin eigi sér þó- nokkurn aðdraganda og þeir Ragn- ar hafi gengið lengi með hana í maganum. Hann segir að sagan af því hvernig hugmyndin fór loks á flug, sé hálflygileg. „Dag einn var Ragnar að bíða í röð eftir að kaupa ís í IKEA, og hitti þar Jón Þorgrím Stefánsson, tæknistjóra hugbúnað- arfyrirtækisins Netapp. Ragnar sagði Jóni frá hugmyndinni í fljótu bragði þar sem þeir stóðu þarna saman í röðinni og honum leist svo vel á hugmyndina að hann bæði fjár- festi sjálfur í fyrirtækinu og dró fleiri fjárfesta að borðinu. Það er magnað hvernig þetta atvikaðist,“ segir Ari. Öflugir fjárfestar Fjárfestarnir sem komu að félag- inu eru öflugir að sögn Ara. Þar er um að ræða Kjöl fjárfestingafélag og Omega fjárfestingafélag, sem eiga samtals rúmlega 50% í YAY. Frumkvöðlarnir, þeir Ari og Ragn- ar, eiga saman minnihluta. Aðspurður segir Ari að þróun for- ritsins hafi kostað einhverja tugi milljóna króna. Spurður nánar um virkni forrits- ins segir Ari að forritinu megi lýsa sem markaðstorgi fyrir gjafabréf. „Það þekkja allir þetta vandamál að eiga gjafabréf ofan í skúffu og nota það aldrei. Við höfum fundað með yfir 150 aðilum sem allir hafa tekið vel í að vera með, og nú þegar erum við komnir með 60 samstarfsaðila. Með appinu getum við minnt fólk á að nota gjafakortið áður en það rennur út til dæmis. Auk þess bjóð- um við upp á að fólk geti keypt gjafabréf í einni búð, pakkað því í „gjafapappír“ og sent myndband með persónulegri kveðju.“ Ari segir að í appinu felist ákveðin neytendavernd, því boðið er upp á endursölumarkað í forritinu. „Ef ég hef ekki áhuga á gjafakortinu sem ég fæ, get ég skipt því út fyrir annað gjafabréf frá öðru fyrirtæki.“ Byrja með Nova Um næstu helgi hefst markaðs- herferð YAY fyrir alvöru. „Við ætl- um að hefja vegferð okkar með einu öflugasta markaðsfyrirtæki lands- ins, farsímafyrirtækinu Nova, sem mun bjóða frí gjafabréf í gegnum ókeypis efni Nova og YAY.“ Spurður um langtímamarkmið fyrirtækisins segir Ari að stefnt sé á aðra markaði. „Við ætlum að prófa þetta hratt og örugglega hér á landi, og færa okkur svo út fyrir landstein- ana.“ Gjafakortin upp úr skúffu og inn í smáforritið YAY Kort Hægt er að kaupa gjafakort í appinu, pakka því inn og senda til annarra notenda appsins. Þróun » Tugi milljóna hefur kostað að þróa nýja smáforritið YAY. » Stefnt er að því að prófa for- ritið hér á Íslandi hratt og vel og fara svo á aðra markaði. » 60 samstarfsaðilar eru þeg- ar komnir til YAY. » Í forritinu er endur- sölumarkaður þar sem hægt er að skipta út gjafabréfum sem maður hefur ekki áhuga á að nota.  Byrja á Íslandi og stefna í útrás  Tugmilljóna þróun  Tók flugið í IKEA Veitingahúsið sem nú er að rísa við Arnarnesvoginn í Garðabæ, og hefur fengið nafnið Sjáland, er farið að taka á sig endanlega mynd. Það mun taka á móti fyrstu gestunum fyrri hluta janúar nk. að sögn Arnórs Guðmundssonar rekstrarstjóra. Rekstraraðili Sjálands er Stefán Magnússon sem einnig rekur Mat- hús Garðabæjar og steikhúsið Reykjavík MEAT. Eins og fram kemur í auglýs- ingum á netinu er nú óskað eftir bókunum í veislur í „glæsilegum sal með óviðjafnanlegu útsýni“. „Þetta er allt að fæðast. Hér get- um við haldið veislur af öllum teg- undum, árshátíðir, fermingar og brúðkaup svo dæmi séu tekin,“ segir Arnór. Hann segir að iðnaðarmenn leggi nú nótt við dag að klára húsnæðið. Veitingahúsið er 700 fermetrar en auk veislusalar verður ítalskur veit- ingastaður opinn daglega. tobj@mbl.is Veitingar Sjáland getur tekið við 3-400 veislugestum. Sjáland opnað í janúar 2020  Veitingastaðurinn verður ítalskur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.