Morgunblaðið - 10.12.2019, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 2019
Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík 414 84 00 www.martex.is
Góð þjónusta
byrjar með
flottum fatnaði.
Fatnaður fyrir fagfólk
Túnika
Með lúrexþræði
Kr. 7.900
Str. M-XXXL
Bæjarlind 6 | sími 554 7030
Við erum á facebook
Skólavörðustíg 22, 101 Reykjavík | S: 834 1809 | www.boel.is
GLÆSILEGAR HANDTÖSKUR FRÁ
LEÐUR BUMBAG
kr. 24.500
boel
boelisland
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Bus Hostel ehf. í Skógarhlíð skal
flokkast sem samgöngumiðstöð og
ber eigendum félagsins að sækja
um starfsleyfi þar að lútandi. Þetta
er niðurstaða Úrskurðarnefndar
umhverfis- og auðlindamála.
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur
úrskurðaði hinn 1. ágúst 2018 að
Bus Hostel ehf. bæri að sækja um
starfsleyfi til reksturs samgöngu-
miðstöðvar í húsnæði sínu í Skóg-
arhlíð 10. Þann úrskurð kærði Bus
Hostel með bréfi 11. september
sama ár. Það tók því úrskurðar-
nefndina fjórtán mánuði að komast
að niðurstöðu.
Í úrskurðinum eru málavextir
raktir þannig að kærandi hafi leyfi
til reksturs gististaðar, ferðaskipu-
leggjendaleyfi, veitingaleyfi og
vínveitingaleyfi auk þess sem
reksturinn er skráður sem
upplýsingamiðstöð og bókunar-
þjónusta. Þá hafi hann gert samn-
inga við þrjú félög hópferðabíla
sem nýti hluta lóðar og húsnæð-
isins. Eftir kvartanir undan starf-
seminni vegna hávaða og meng-
unar fór Heilbrigðiseftirlit
Reykjavíkur í eftirlitsferðir í Skóg-
arhlíð og tilkynnti Bus Hostel að
miðað við fyrirliggjandi upplýs-
ingar væri samgöngumiðstöð rekin
í Skógarhlíð 10 og farið fram á að
rekstur hennar yrði tafarlaust
stöðvaður.
Í málsrökum Bus Hostel kemur
fram að í húsnæðinu hafi verið
rekin hópferðastarfsemi í yfir 50
ár án þess að þar hafi verið talin
rekin samgöngumiðstöð. Ekkert í
skipulagi svæðisins komi í veg fyr-
ir reksturinn eins og hann sé í dag.
Úrskurðarnefndin kynnti sér að-
stæður á vettvangi 22. nóvember
síðastliðinn. Leiddi vettvangsskoð-
unin í ljós að á svæðinu er starfs-
fólk, innritunarborð, biðsalur og
miðasala. „Þá eru m.a. 23 skipu-
lagðar rútuferðir frá Skógarhlíð
10 að Keflavíkurflugvelli á hverj-
um degi ásamt 13 ferðum í Bláa
lónið að vetri en 17 ferðum á dag
yfir sumartímann. … Samkvæmt
framansögðu er ljóst að höfð er
viðkoma á tilteknum aksturs-
leiðum samkvæmt tímaáætlun og
farþegum er hleypt inn og út á
svæðinu,“ segir í úrskurðinum.
Niðurstaðan er að starfsemi Bus
Hostel feli í sér starfsleyfisskyldan
rekstur samgöngumiðstöðvar og
því er kröfu um ógildingu ákvörð-
unar Heilbrigðiseftirlits Reykjavík-
ur hafnað.
Morgunblaðið/Eggert
Bus Hostel Eigandi skal sækja um starfsleyfi fyrir samgöngumiðstöð.
Bus Hostel verði
samgöngumiðstöð
Hópferðastarfsemi í húsinu í 50 ár
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands og
sveitarfélagið Árborg voru sýknuð af
öllum kröfum Krónunnar ehf. í dómi í
brauðmálinu svokallaða í Landsrétti.
Krónan áfrýjaði til Landsréttar
dómi Héraðsdóms Suðurlands frá því
í mars í máli sem fyrirtækið höfðaði á
hendur sveitarfélaginu og heilbrigð-
iseftirlitinu. Krafðist Krónan þess að
ógilt yrði með dómi stjórnvalds-
ákvörðun heilbrigðiseftirlitsins frá 6.
desember 2016 þar sem kveðið var á
um að brauðmeti í verslun fyrirtækis-
ins á Selfossi skyldi varið með um-
búðum eða með öðrum hætti sem
tryggði að matvaran spilltist ekki eða
mengaðist. Héraðsdómur sýknaði
hina stefndu af kröfum um ógildingu
stjórnsýsluákvarðana þar eð dómur-
inn taldi ekki sýnt fram á að eiginleg
stjórnsýsluákvörðun hefði verið tekin
í málinu.
Í dómi Landsréttar er hins vegar
tekið undir það með Krónunni að
heilbrigðiseftirlitið hafi tekið bind-
andi stjórnvaldsákvörðun hinn 6. des-
ember sem skyldaði verslunina til að
setja brauðmeti í umbúðir eða
tryggja með öðrum hætti að varan
mengaðist ekki. Eftirlitið hefði hins
vegar heimild skv. lögum til að gera
kröfur um að matvælafyrirtæki lág-
mörkuðu mögulega mengun á mat-
vörum í verslunum ef málefnaleg
sjónarmið lægju að baki þeim kröf-
um. Hafnaði Landsréttur því að
rannsókn heilbrigðiseftirlitsins hefði
verið ófullnægjandi og ekki hefðu
legið málefnaleg sjónarmið að baki
ákvörðuninni.
„Áfrýjandi hefur ekki lagt fram
nein gögn sem hnekkja því mati
stefnda, Heilbrigðisstofnunar Suður-
lands, að mengunar- og smithætta sé
fyrir hendi ef brauðmeti stendur
óvarið í versluninni og að hætta sé á
að það verði óhæft til neyslu,“ segir í
dómnum og jafnframt að gögn styðji
að smit geti borist í matvæli með
snertingu, hósta eða hnerra.
Samkvæmt dómi Landsréttar skal
dómur héraðsdóms standa óraskaður
en Krónan ehf. greiði stefndu hvor-
um um sig 700 þúsund krónur í máls-
kostnað.
Krónan tapaði brauð-
málinu fyrir Landsrétti
Heilbrigðiseftirlitið og Árborg sýknuð af öllum kröfum
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Krónan Deilt var um kröfur heilbrigðiseftirlits um brauðbar í versluninni.
Aron var vinsælasta eiginnafn nýfæddra drengja á árinu 2018 og Emilía
vinsælasta stúlkunafnið, að því er kemur fram á vef Hagstofu Íslands.
Á eftir Aron koma Alexander og Emil. Embla er næstvinsælasta stúlku-
nafnið og svo Ísabella. Þór var langvinsælasta annað eiginnafnið hjá
drengjum, en þar á eftir Hrafn og Freyr. María var vinsælasta annað eigin-
nafn stúlkna en þá Rós og svo Sif.
Þegar litið er á heildarmannfjöldann í ársbyrjun 2019 var Jón algeng-
asta karlmannsnafnið, þá Sigurður og svo Guðmundur. Af kvenmanns-
nöfnum var Guðrún algengast, þá Anna og svo Kristín. Jón og Guðrún hafa
verið vinsælustu eiginnöfnin í gegnum tíðina en það má sjá þegar vinsæl-
ustu eiginnöfnin eru talin úr þjóðskránni 1. janúar 2019 og raðað eftir fæð-
ingarárgöngum.
Aron og Emilía algengustu nöfnin
Allt um
sjávarútveg