Morgunblaðið - 10.12.2019, Side 32
Kvintett danska trompetleikarans
Jakobs Buchanans kemur fram á
Kex hosteli á Skúlagötu 28 í kvöld og
hefjast leikar kl. 20.30. Með Buch-
anan leika Kjartan Valdemarsson á
píanó, Sigurður Flosason á saxófón,
Þorgrímur Jónsson á kontrabassa
og Erik Qvick á trommur. Þeir munu
flytja frumsamda tónlist, mest eftir
Buchanan en hann er einn af mátt-
arstólpum djasslífs í Árósum.
Kvintett Jakobs Buch-
anans djassar í kvöld
ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 344. DAGUR ÁRSINS 2019
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 670 kr.
Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr.
PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr.
Í hvaða íþróttaviðburðum á heims-
vísu geta Rússar verið á meðal
þátttakenda og í hverjum er þátt-
taka þeirra algjörlega útilokuð?
Þetta er spurningin sem nú er
reynt að fá endanleg svör við í
kjölfarið á úrskurði WADA, Al-
þjóðlegu lyfjanefndarinnar, sem
setti Rússland í gær í fjögurra ára
bann við þátttöku í öllum meiri-
háttar íþróttaviðburðum. » 26
Fjögurra ára keppn-
isbann hjá Rússum
ÍÞRÓTTIR MENNING
Þórir Hergeirsson og norska
kvennalandsliðið í handknattleik
svöruðu fyrir gagnrýni um hræðslu
og metnaðarleysi með því að vinna
yfirburðasigur gegn Suður-Kóreu á
heimsmeistaramótinu í Japan í
gær. Þar með nægir norska liðinu
jafntefli í lokaleiknum til að tryggja
sér sæti í
undan-
úrslit-
um
móts-
ins en
Þórir
kveðst
vera bú-
inn að ná
fyrsta takmark-
inu sem stefnt
hafi verið að. »26
Svöruðu gagnrýninni
með stórsigri á HM
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Hefðin er víða rík og hópurinn Diddú
og drengirnir heldur uppteknum
hætti með árlegum jólatónleikum,
sem verða í Mosfellskirkju í Mos-
fellsdal og hefjast klukkan 20 næst-
komandi föstudagskvöld.
Söngkonan Sigrún Hjálmtýsdóttir
eða Diddú og sex blásarar, Sigurður
I. Snorrason og Kjartan Óskarsson á
klarínett, Brjánn Ingason og Björn
Th. Árnason á fagott og Emil Frið-
finnsson og Þorkell Jóelsson á horn,
skipa hópinn, sem byrjaði á þessum
tónleikum 1997, en Frank Hamm-
arin hleypur í skarðið fyrir Emil á
föstudag. „Ég man alltaf hvenær við
byrjuðum vegna þess að yngsta dótt-
ir okkar fæddist þetta ár,“ rifjar
Diddú upp.
Blandan er nokkuð óvenjuleg
enda segir Diddú að nánast engin
tónlist sé útsett fyrir svona samsetn-
ingu af blásurum og með sópran í
þokkabót. „Klarínettstrákarnir hafa
útsett allt saman sem við höfum
flutt.“
Dagskráin verður fjölbreytt að
vanda, en Diddú leggur áherslu á að
alltaf sé bryddað upp á einhverju
nýju. „Samt sem áður eru ákveðin
lög sem við verðum að flytja árlega,
einkum fyrir þá sem hafa fylgt okkur
alla tíð.“ Í því sambandi nefnir hún
til dæmis „Ó helga nótt“ og fær-
eyskan sálm. „Ég féll fyrir þessu
færeyska lagi fyrir um 30 árum og
drengirnir Björn og Kjartan kunna
sérstaklega vel að meta það enda
bjuggu þeir og unnu í Færeyjum um
tíma.“ Hún segir að það sama eigi við
um aðra sem hafa verið í Færeyjum.
,„Í lokin syngja gestirnir svo með
okkur „Heims um ból“ og „Nóttin
var sú ágæt ein“ þannig að fólkið fær
aðeins að blása í lungun.“
Þrátt fyrir mikinn áhuga á tónleik-
unum segir Diddú að þau hafi ekki
viljað fara í stærra húsnæði heldur
viljað halda sig við kirkjuna. Panta
má miða (diddukeli@simnet.is) eða
kaupa við innganginn.
Heimilislegir tónleikar
„Þetta er svo heimilislegt, þó að
plássið sé í það þrengsta. Fólk veit
að hverju það gengur og með lagni
komast allir fyrir. Það má alltaf bæta
við stólum og svo er setið á orgel-
bekknum uppi á lofti,“ segir Diddú.
Undanfarnar helgar hefur Diddú
sungið á jólatónleikum Friðriks Óm-
ars ásamt Svölu Björgvins og Jógv-
an Hansen í Salnum í Kópavogi.
„Það eru alltaf einhverjar uppá-
komur,“ segir hún. „Mamma fær
víða að vera með!“
Hópurinn kom fram á tónleikum í
Kvoslæk í Fljótshlíð í sumar og var í
tónleikaferð í Hollandi fyrir um mán-
uði. „Við erum oft á ferðinni, vorum
til dæmis í Frakklandi í fyrra og höf-
um farið til Kanada, Englands og
fleiri staða,“ segir Diddú. „Tónleika-
hald okkar tengist samt aðallega jól-
unum, en svo fáum við oft boð um að
koma fram og við byrjuðum í Reyk-
holtskirkju á sínum tíma. Þá skellti
Kjartan saman þessari grúppu.“
Diddú og Þorkell eru búin að setja
upp jólaseríur heima í Mosfellsbæ.
„Ein skreytingin var að vísu aldrei
tekin niður í fyrra,“ segir Diddú en
hefð er fyrir því að hópurinn komi
heim til þeirra eftir tónleikana og
gæði sér á kræsingum við jólaljós.
„Við erum mikill og góður vinahóp-
ur, erum eins og systkin, tökum þátt
í lífi hvert annars og erum öll mikið
mataráhugafólk. Það er alltaf svo
mikil músík í matnum.“
Morgunblaðið/Eggert
Diddú og drengirnir Aftari röð frá vinstri: Björn Th. Árnason, Emil Friðfinnsson og Þorkell Jóelsson. Fremri röð
frá vinstri: Sigurður I. Snorrason, Brjánn Ingason, Sigrún Hjálmtýsdóttir eða Diddú og Kjartan Óskarsson.
Mikil músík í matnum
Komið að árlegum jólatónleikum Diddúar og drengjanna