Morgunblaðið - 21.12.2019, Side 4
SVIÐSLJÓS
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Mér hefur fundist menn ekki vera að
taka þetta nægilega alvarlega í gegn-
um tíðina. Ég held að það hafi ekki
verið almenn vitneskja á svæðinu um
það hversu illa kerfið stóð allt sam-
an,“ segir Njáll Trausti Friðbertsson
alþingismaður.
Þingmenn og fulltrúar í sveitar-
stjórnum á Norðurlandi og víðar hafa
lýst áhyggjum af stöðu raforkumála
eftir ofsaveðrið sem gekk yfir landið í
síðustu viku. Hópur alþingismanna
fundaði með þeim Guðmundi Inga Ás-
mundssyni, forstjóra Landsnets, og
Tryggva Þór Haraldssyni, forstjóra
Rarik, á Akureyri á fimmtudag. Njáll
Trausti segir í samtali við Morgun-
blaðið að Helga Jóhannessyni, for-
stjóra Norðurorku, hafi sömuleiðis
verið boðið til fundarins.
„Þetta var gagnlegur fundur. Við
fengum yfirlit yfir það hvernig þessi
mál hafa þróast og stöðuna. Ég held
að það hljóti flestir að sjá hversu mik-
ilvægt er að styrkja og byggja upp
flutningskerfi raforku. Maður vill
helst ekki hugsa þá hugsun til enda
hvernig hefði farið ef 65%
strengjanna hefðu ekki verið komin í
jörð,“ segir Njáll Trausti.
Forstjórarnir Guðmundur Ingi og
Tryggvi Þór fóru víðar en til Akur-
eyrar á fimmtudag. Fyrr um daginn
áttu þeir fund með Ragnheiði Jónu
Ingimarsdóttur, sveitarstjóra Norð-
urþings vestra, á Hvammstanga. „Við
fórum yfir stöðuna og ræddum málin
fram og til baka. Það var engin nið-
urstaða en við höldum áfram með
okkar kröfur,“ segir Ragnheiður
Jóna.
„Við lögðum áherslu á það að hér
hafi ekki verið varaafl til staðar og
ekki hafi verið mönnuð stöðin í Hrúta-
tungu. Við viljum fá mönnun á svæðið
og stærri spenni í Laxártungu svo
hægt sé að fá varaafl þaðan ef það
bregst Hrútatungumegin,“ segir
sveitarstjórinn.
Tengivirki í Hrútatungu
hreinsað á ný
Í gær var óvissustig almannavarna
enn í gildi á Norðurlandi. Mikil hætta
var talin á truflunum í tengivirki
Landsnets í Hrútatungu og því var
ákveðið að það yrði hreinsað í nótt
sem leið. Greining með hitamynda-
vélum sýnir að enn er selta í virkinu
og því aukin hætta á útslætti. Ráð-
gert var að vinna við þetta hæfist á
miðnætti og stæði framundir
morgun. Höfðu íbúar verið
hvattir til að spara rafmagn
að sögn Ragnheiðar Jónu
en ráðgert var þó að koma
upp varaaflsstöðvum á
Hvammstanga.
Raforkustjórar kvaddir til
Alþingismenn og sveitarstjórnarfólk lýsa áhyggjum af stöðu raforkumála
Óvissustig almannavarna enn í gildi á Norðurlandi Hreinsað í Hrútatungu
Ljósmynd/Landsnet
Viðgerð Starfsmenn Landsnets unnu að viðgerð við Fljótsdalslínu 4 í gær.
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. DESEMBER 2019
Reykjavík • Mörkin 3 • 563 6900 | Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900
ALLA DAGATIL JÓLA
OPIÐ10-19
LÍNUBOTTI
Fylgir línu sem þú
teiknar, penni fylgir
2.990
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
dómsmálaráðherra hefur virkj-
að rannsóknarnefnd almanna-
varna til þess að rýna og meta
framkvæmd almannavarnaað-
gerða í óveðrinu í síðustu viku.
Nefndin er sjálfstæð og starf-
ar í umboði Alþingis. Þessi
nefnd hefur aldrei verið virkjuð
áður, þótt hún hafi verið kosin
af Alþingi með reglubundnum
hætti frá árinu 2008.
„Henni hefur fram til þessa
ekki verið tryggt nauðsynlegt
fjármagn á fjárlögum en ég hef
gert ráðstafanir til að tryggja
nefndinni fjármuni til rann-
sóknar og skýrslugerðar í kjöl-
far nýliðinna atburða. Nefndin
mun rannsaka þær áætlanir
sem stuðst var við þegar hættu-
ástandið skapaðist og hvernig
viðbragðsaðilar brugðust við.
Einnig á nefndin að gera tillögur
um úrbætur,“ skrifaði Áslaug
Arna í pistli í Morgunblaðinu í
gær.
Hún segir að veðrið sem gekk
yfir landið hafi sýnt að ástand
öryggismála og uppbygg-
ing innviða sé ófullnægj-
andi. „Það er því mik-
ilvægt að greina hvað
fór úrskeiðis og hvað
sé unnt að bæta til að
bregðast enn betur
við ef og þegar
slíkar aðstæður
skapast á nýjan
leik.“
Rannsóknar-
nefnd virkjuð
DÓMSMÁLARÁÐHERRA
Áslaug Arna
SigurbjörnsdóttirNjáll Trausti
Friðbertsson
Ragnheiður Jóna
Ingimarsdóttir
Eftirköst óveðurs
» Óvissustig almannavarna er
enn í gildi á Norðurlandi.
» Enn eru nokkrar bilanir í
dreifikerfi Rarik og búast má
við truflunum á afhendingu
rafmagns á meðan ástandið
varir að því er segir í stöðu-
skýrslu frá samhæfingarstöð
almannavarna.
» Töluvert eignatjón hefur
orðið vegna óveðurs og mun
taka tíma að kortleggja það.
Mjög dró í gær úr jarðskjálftahrin-
unni við Fagradalsfjall á Reykjanesi
sem hófst 15. desember. Meira en
1.700 jarðskjálftar mældust í hrin-
unni til 20. desember. Þar af voru ell-
efu skjálftar þrjú stig eða stærri.
Flestir þeirra komu fyrstu tvo daga
hrinunnar. Sá stærsti mældist 3,7
stig og kom á fyrsta degi. Aðeins
örfáir skjálftar mældust í gær og
voru allir litlir.
Einar Bessi Gestsson, náttúruvár-
sérfræðingur hjá Veðurstofu Ís-
lands, segir að talið sé að jarðskjálft-
arnir við Fagradalsfjall hafi stafað af
hefðbundnum flekahreyfingum á
þekktum sprungum, en ekki orðið
vegna kvikuhreyfinga.
Meðan hrinan við Fagradalsfjall
stóð sem hæst varð þess vart að
sumir sem búa tiltölulega nálægt
upptökunum fundu lítið fyrir jarð-
hræringunum en aðrir sem búa mun
fjær fundu meira fyrir þeim.
Ármann Höskuldsson eldfjalla-
fræðingur segir jarðlögin hafa áhrif
á það hve vel jarðskjálftar finnast.
Efsta lagið í jarðskorpunni ráði því
hvort og hvernig jarðskjálftabylgjan
berst og nær sér upp.
Hann nefndi til dæmis stóran jarð-
skjálfta sem varð í Mexíkó 1985. Þá
fóru ákveðin svæði í Mexíkóborg
mjög illa, þótt upptök skjálftans
væru langt í burtu, en önnur svæði í
borginni sluppu mjög vel. Það réðst
af því hvernig jarðlögin lágu.
Skjálfti fannst á Hellissandi
Morgunblaðinu bárust fregnir af
því að jarðskjálfti hefði fundist á
Hellissandi í fyrradag. Veðurstofan
fékk einnig tilkynningu um jarð-
skjálftann. Einar segir að Veðurstof-
an sé ekki með jarðskjálftamæla á
Snæfellsnesi. Næsti jarðskjálfta-
mælir er í Borgarfirði, rúmlega 100
km frá Hellissandi. Engin merki
sáust á þeim mæli um jarðskjálfta á
Snæfellsnesi á þeim tíma sem hann
fannst á Hellissandi. Hafi þetta verið
jarðskjálfti bendir það til þess að
hann hafi verið vægur.
Einar segir að settir hafi verið upp
jarðskjálftamælar á Snæfellsnesi
vegna tímabundinna rannsóknar-
verkefna. Þá hafi mælst þar smá-
skjálftar. gudni@mbl.is
Skjálftahrinu lokið
Meira en 1.700 jarðskjálftar við Fagradalsfjall Sá
stærsti 3,7 Jarðlög hafa áhrif á hve vel skjálftar finnast
Skjálftahrina á Reykjanesi
G
ru
nn
ko
rt
/L
of
tm
yn
di
r e
hf
.
Skjálftahrina
við Fagradals-
fjall hófst
15. desember
Reykjavík
Kefl avík
1.700 skjálftar hafa mælst síðustu daga. Þar af
11 sem voru 3 stig eða stærri, fl estir
mældust fyrstu tvo dagana.
3,7 stig mældist stærsti skjálftinn, en hann kom 15. desember. Mjög
hafði dregið úr hrinunni 20. desember og
mældust aðeins örfáir skjálftar.
Liliane Pasquier, forseti Erópuráðsþingsins, segir að
þrátt fyrir úrskurð siðanefndar Alþingis sé ekkert sem
bendi til nokkurs forms spillingar eða brota á reglum
Evrópuráðsþingsins í máli Þórhildar Sunnu Ævars-
dóttir, þingmanns Pítrata. Ásmundur Friðriksson,
þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vakti athygli forsetans
á því að siðanefnd Alþingis hefði úrskurðað að Þórhild-
ur Sunna hefði gerst brotleg við siðareglur þingsins og
lagði til að hún yrði tímabundið svipt réttindum sínum
á þingi Evrópuráðsins. Erindi hans var hafnað.
Ekki tilefni til aðgerða
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hef-
ur gert tillögu til forseta Íslands um skipun Ingveldar
Einarsdóttur landsréttardómara sem dómara við
Hæstarétt Íslands frá 1. janúar 2020.
Við skipan Ingveldar í Hæstarétt losnar embætti eins
dómara í Landsrétti og verður það embætti auglýst
laust til umsóknar fljótlega, en frá þessu er greint á vef
Stjórnarráðsins.
Ingveldur er fædd árið 1959 og var hún settur hæsta-
réttardómari frá 2013 til 2017.
Ingveldur í Hæstarétt